Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 24. desember 1975. TÍMINN 17 Óvelkominn gestur qlaölega. — Þig langar líklega til að fara í bað og í rúmið einsf Ijótt og þú getur. Þú hlýtur að vera alveg uppgef in. Leiðinlegt, að það skyldi vera járnbrautarverkfall ein- mitt, þegar þú lagðir af stað. Hún brosti þakklát. — Já, þetta hef ur verið voðalegur dagur, ofan á langa og leiðinlega ferð, tvo sólarhringa. — Þú segir ekki. Hvernig gekk eftir að þú komst til Calgary? — Ég fékk mér herbergi á litlu hóteli um nóttina. Einn af starfsmönnum f lugvallarins mælti með því. í mat- salnum um kvöldið var ég að spjalla við ungan pilt, sem sat við sama borð. Hann bjó ekki á hótelinu, en vildi heldur matinn þar en þar sem hann leigði. — Óskynsamlegt af yður.... að tala við ókunnugan mann, skaut frú Conway inn í, kaldri röddu. Jane hló lágt. — Já, ég býst við að það sé heimskulegt, en ég var að verða galin og það gerði mér gott að tala við einhvern. Ég fékk meira sjálfstraust. Hann virtist ágæt- is piltur og það kom i Ijós, að hann var vörubilstjóri. Hann sagðist eiga leið gegnum Brookville og að ég gæti fengið að sitja í, ef ég vildi. Hún þagnaði, en Dick sagði ákafur: — Haltu áfram, Jane. Þáðir þú boðið? Hún kinkaði kolli. — Já. Ég var niðurdregin, þvi að það yrði ekkert auðveldara fyrir mig að komast aftur til Vancouver. Mér datt í hug, að þú sagðir einhvern tíma, að Brookville væri beint handan f jallanna frá búgarðin- um, svo ég tók áhættuna og hélt að ég gæti þá farið síð- asta spölinn með bíl. — Veslingurinn, þú valdir ekki rétta bæinn. Dunster er nær. Það er hægt að komast til Brookville á bíl, en þá verður að aka margar mílur framhjá bænum og svo í lykkju til baka. — Já, mér hefur skilizt það. Ég ætlaði að hringja til þin, en Abner sagði að sambandið væri bilað vegna óveð- urs í fyrrakvöld. — Já, en hvernig í ósköpunum komstu þá yfir f jöllin? Jane hló. — Á pintoinum hans Abners! Hún staði skelfd á hann, þegar hún sleppti orðinu. — Almáttugur! Ég var búín að gleyma honum. Ég skildi hann eftir úti! Heldurðu, að það sé allt í lagi? Dick glotti. — Gráskinni, áttu við? Hugsaðu ekki um það. Hann stendur sjálfsagt ennþá þar sem þú skildir hann eftir. Kannski er hann að fá sér kvöldverð í blóma- beðunum hennar mömmu. — í guðs bænum, Dick! Farðu út og taktu hestinn úr garðinum mínum, sagði móðir hans skelfingu lostin. Dick hvarf og aftur seig yfir dauðaþögn. Mér getur aldrei liðið vel í návist hennar, þó ég verði hér vikum saman, hugsaði Jane óánægð. Ég hef heldur ekki svo mikinn tíma, ég þarf að vera komin á skrifstof una aftur eftir þrjár vikur. — Það er allt í lagi, mamma. Einhver hef ur miskunn- að sig yf ir hann og sett hann í hús hjá hinum hestunum. Blómin þin eru ósnert. — Guði sé lof. Mig langar svo til að rósirnar mínar verði fallegar í ár, ég ætla að taka þátt í blómasýning- unni með þær. — Þetta segirðu á hverju ári, en þú veizt vel, að það verður aldrei neitt af því. Það er allt of heitt hérna f yrir þessa tegund af rósum. Móðir hans herpti enn meira saman varirnar og var greinilega móðguð. — I ár er ég að reyna nýja tegund. — Það er líf og yndi mömmu að róta í garðinum, skil- urðu, Jane. Maður trúir því ekki, þegar maður sér hana, er það? — Nei, það er erfitt að ímynda sér hana í sambandi við svo erfitt tómstundagaman, sagði Jane kurteislega. Hún reyndi allt í einu að dylja geispa og sagði í afsökun- artón: — Ég held að ég fari að hátta núna, Dick, ef þú hefur ekkert á móti því. Ég held, að ég geti ekki haldið opnum augunum miklu lengur. — Auðvitðað.... Komdu! Ég skal vísa þér leiðina að herberginu þínu. Nokkrum mínútum síðar stóð Jane undir steypibaðinu og fannst dásamlegt að geta þvegið sér eftir erf iðleika dagsins. Hvorugt þeirra spurði eftir farangrinum mín- um, hugsaði hún leið. En það er kannski eins gott. Ég vildi siður þurfa að biðja frú Conway að lána mér ein- hvern af dýru náttkjólunum sinum. Hún var sannfærð um að þeir hlytu að vera afskaplega fínir. Undarlegt, að þessi ókunnugi kúreki, sem hafði fylgt henni hingað, hafði spurteftir farangrinum hennar. Hún geispaði og skrúfaði fyrir. Leitt, að hún skyldi ekki sjá hann aftur. Hann var athyglisverðasta persóna, sem hún hafði lengi rekizt á. Hún fór í hvita undirkjólinn sinn og skreið niður á milli hreinna ilmandi rúmfatanna. Með vellíðunarandvarpi, lagðist hún niður á dýnuna og slakaði á öllum vöðvum. Hún var allt of þreytt til að hafa áhyggjur af nokkru D R E K I K U B B U R ■ y ii i Miðvikudagur 24. desember Aðfangadagur jóla 7.00 Morguniítvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir lýkur lestri þýðingar sinnar á „Malenu og hamingjunni” eftir Maritu Lindquist (8). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kristnilífkl. 10.25: Umsjónarmenn: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson og Jóhannes Tómasson. t þættinum verður rabbað við forystumenn Hjálpræðis- hersins og greint frá ýmsu i sambandi við jólahald i Reykjavik Kór Menntaskól- ans viö Hamrahlift syngur kl. 11.00: Þorgerður Ingólfs- dóttir stjórnar. Jólasveina- þáttur kl. 11.20: Umsjón: Steinunn Sigurðardóttir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.10 Sólskrfkjan okkar Asgeir Guðmundsson iðnskóla- kennari flytur stutt erindi. 13.20 Jólakveftjur til sjómanna á hafi úti Margrét Guð- mundsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir lesa kveðjurnar. 15.25 „Gleftileg jól”, kantata eftir Karl O. RunólfssonRut L. Magnússon, Liljukórinn og Sinfóniuhljómsveit Is- lands flytja undir stjórn Þorkels Sigurbjörnssonar. 15.45 „Ast á jólanótt”, smá- saga eftir Eirik Sigurftsson Sigmundur Orn Arngrims- son leikari les. 16.00 Fréttir 16.15 Veöurfregnir Jólakveftj- ur til islenzkra barna Gunn- vör Braga Siguröardóttir sér um timann. Lesnar verða kveðjur frá börnum á Norðurlöndum og Borgar Garöarsson lesþýðingu sina á sögunni „Grenitréft” eftir Tove Jansson. 17.15 (Hlé). 18.00 Aftansöngur i Dómkirkj- unni Prestur: Séra Þórir Stephensen. Organleikari: Ragnar Björnsson. 19.00 Jólatónleikar Sinfóniu- hijómsveitar tslands i út- varpssal Einleikarar: Dun- can Campell, Christina M. Tryk, Hafsteinn Guömunds- son og Anna Aslaug Ragnarsdóttir. Stjórnandi: Páll P. Pálsson a. Sinfónia i D-dúr eftir Johann Christi- an Bach. b. Sinfónia Con- certante fyrir óbó, klari- nettu, horn og fagott eftir Wolfgang Amadeus Mozart. c. Pianókonsert i F-dúr eftir Joseph Haydn. d. „Af himn- um ofan hér kom ég”, til- brigöi eftir Johann Sebasti- an Bach/Vuatoz. 20.00 Organleikur og einsöng- ur I Dómkirkjunni Sólveig Björling og Erlingur Vig- fússon syngja við orgel- undirleik Ragnars Bjöms- sonar. Dr. Páll tsólfsson leikur orgelverk eftir Bach. Pachelbel og Buxtehude. (Af hljómböndum útvarps- ins frá fyrri árum). 20.30 Jólahugleifting Séra Gunnar Arnason flytur. 20.45 Orgelleikur og einsöngur i Dómkirkjunni — framhald 21.05 „Þau brostu 1 nálægft, min bernskujól" Helga Þ. Stephensen og'Þorsteinn O. Stephensen lesa jólaljóð og kvennakvartett leikur jóla- lög. 21.35 Þættir úr jólaóratoriu eftir Johann Sebastian Bach Gundula Janowitz, Christa Ludwig. Fritz Wunderlich og Franz Crass svngja með Bach-kórnum og hljóm- sveitinni i Munchen. Karl Richter stjórnar. 22.15 Veðurfregnir 22.20 Jólaguftsþjónusta i sjón- varpssal Biskup lslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.