Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarflug HVERT SEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 HREYFILHITARAR Í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR 295. tbl. — Miðvikudagur 24. desember 1975—59. árgangur HF HÖBÐUR GUMKARSSOS SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur: Eldsumbrot á syðra svæði og jarðskjálftar á því nyrðra — eru hvoru tveggja afleiðing af gliðnun jarðskorpunnar Gsal-Reykjavlk — Ég tel að hegðan jaröskjálfta- hrinunnar I Kelduhverfi og öxarfirði mæli frekar gegn þvi,'að gos sé I aðsigi á þeim slóðum, sa'gði Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, er Tim- inn ræddi við hann. — Ég állt að senn fari að draga úr þessari jarðskiálftahrinu, og þá skoðun mlna byggi ég t.d. á hrinu, sem gekk yfir þessar sveitir árið 1955, sagði hann. Ragnar sagði, að sú hrina hefði'kannski verið ivið minni en þessi hrina nú, en hún hefði gengið yfir á tveimur sólarhringum að mestu leyti. — Ég tel, að jarðskjálftarnir i Kelduhverfi og Oxarfirði séu ekki i beinu sambndi við eldsumbrot við Kröflu, sagði Ragnar. — Þetta er að visu al- mennt tengt, en ekki að öðru leyti en þvi, að jarð- skorpan er að aðlaga sig þvi spennuástandi, sem orðið er rikjandi á öllu þessu svæði. Það er frekar um að ræða sameiginlega orsök, þ.e. að þessi gliðn- un kemur fram á niisrnunandi hátt á mismunandi stöðum. í Kelduhverfi og öxarfirði kemur hún fram i jarðskjálftum, en sunnar — við Kröflu — kemur hún fram i eldsu'mbrotum. Snörpustu jarðskjálftakippirnir, sem.fundízt hafa i þeim jarðhræringum sem nú eru á Norð-Austur- landi, eru um 4,5 stig á Richterkvarða. Snarpasti jarðskjálfti, sem mælzt hefur hér á landí er hins vegar um 7 stig á Riehterskvarða, og varð hann árið 1963. Hann átti upptök sin allf jarri landi i Skagafirði að sögn Ragnars, fannst hann viða um land. Nokkr- ar skemmdir urðu af völdum skjálftans, einkum i Skagafirði. Ragnar sagði, að hins vegar væri álitið að stærri kippir hefðu orðið hér á landi á þessari öld, á suð- vesturlandi, en þeir urðu áður en nokkrir jarð- skjáíftamæíar voru til. TIAAAAAYND: ROBERT AAikil útflutningsaukning í ullar- og skinnaiðnaði — verðmæti þessara iðngreina um 2 milljarðar á þessu ári gébé Rvik — Siðastliðin fimm ár, hefur útflutningur ullar- og skinnaiðnaðarins siaukizt ár frá ári og er áætlað að verðmæti út- flutnings þessara iðngreina verði um tveir milljarðar á þessu ári. Að magni til hefur út- flutningurinn fimmfaldazt á árunum 1968til 1974, lír 221 tonni og 1223 tonn. Er hér um að ræða mestu útflutningsaukningu iðnaðarvara á þessu timabili. Nú er verið að gera sérstakt átak i þessum iðngreinum, með stórfellda útflutningsaukningu I huga. Strax eftir áramótin verð- ur ráðinn maður, sem sjá á um verkefnalýsingu, þ.e.a.s, ætlun- in er að bæta alla þætti fram- leiðslunnar, allt frá afurðum frá fjárbóndanum og þar til varan er komin á markaðinn, að sögn Huldu Kristínsdóttur, fulltrúa hjá tJtflutningsmiðstöð iðnaðar- ins. Af þeim 1223 tonnum sem flutt var út af ullar- og skinnavörum árið 1974, yar magn ullar- VÖrunnar 734 tonn, en þar af voru seld 286 tonn til Sovétrikj- anna. — Aðaluppistaðan er full- unnar ullarvörur, þ.e. prjóna- vörur ýmsar úr ull, sagði Hulda, en í þeim flokki eru peysur, húf- ur treflar og slikt. Af þessum vörum voru 226 tonn flutt út allt árið 1974, en fyrstu tiú mánuði þessa árs, var útflutningurinn á þessum sömu vörum orðinn 229 tonn, að verðmæti um 636 milljónir króna. Heildarútflutn- ingur á ullarvörum árið 1974 var 734 tonn, en var fyrstu tlu mánuðina 1975, orðinn 649 tonn. Er þetta ofinn og prjónaður fatnaður, ullarlopinn og bandið og ullarteppin vinsælu. — Sala á ullarvörum hefur verið mjög góð á þessu ári, sagði Hulda, enda eru þessar vörur orbnar nokkub þekktar að gæðum. Þá er það einnig i tizku að klæðast flíkum úr ,,náttúru- lituðum" efnum, og eru miklar vonir bundnar við næsta sölu- timabil, 1976-77. Heildarútflutningurinn á skinnavöru var 489 tonn árið 1974, en Hulda sagði, að skinnin væru yfirleitt send út hálf- eba óunnin. — T.d. var magn full- unninnar skinnavöru aðeins 2,3 tonn i fyrra og hefur ekki aukizt mikið, en var á fyrstu tiu mánuðum þessa árs 2,6 tonn. Aðalmarkaðurinn fyrir islenzku skinnin er i Bandarikjunum, en þar er komið gott orð á vöruna, og þó að hún sé dýr, eru gæðin álitin vera f fullkomnu sam- .ræmi við verbib. Skinnafram- leibendur hafa fullan hug á ab komast inn á nýja markaði, og einnig að fullvinna vöruna hér heima, en hafa veigrab sér vib þvi -ab leggja út i hinn mikla kostnab sem þvi er samfara, sagbi Hulda, og hefur þetta greinilega valdib þvi, hve litil aukning er i útflutningi fullunn- innar skinnavöru. Haustið 1974 kom fram-sú hugmynd, að gera sérstakt átak I málefnum ullar- og skinna- iðnaðarins með stórfellda út- flutningsaukningu i huga. For- rannsóknir hafa verið gerbar. og leiða i ljós, að ekki er óraun-" hæft, að tvöfalda megi þennan útflutning að magni til. meb þvl ab samræma stefnu i landbún- abar- og ibnabarmálum með hagsmuni heildarjnnar fyrir augum, eða með öbrum orbum ab bæta framleibsluþættina, allt frá hráefnaframleibslu og þar til varan er send fullunnin á markað. Samþykki Iðnaðarráðuneytis- ins hefur fengizt, til að Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins sjái um framkvæmd þessa verkefnis, og er verið að leita eftir fjármagni til verkefnisins, og til ab rába verkefnisstjóra, sem áætlab er ab rábinn verbi i byrjun næsta árs. — Abalatribib er ab koma þessu sem fyrst af stab, sagbi Hulda Kristinsdóttir, og ab vinna ab þessu verkefni gæti hafizt sem fvrst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.