Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miövikudagur 24. desember 1975. Sérc Ágúst Sigurðsson: HINN DULRÆNI BODSKAPUR Þeir, sem tóku alvarlega samþykkt prestastefnunnar i Skálholti á sl. sumri um dul- trúarfyrirbærin, munu oft hafa fundið, hve hún stangast hastar- lega á við trú þeirra. A hinu er siður von, að fólk hafi almennt gert sér grein fyrir þvi, að sam- þykktin er i fullri mótsögn við hinar ýmsu frásögur Bibliunn- ar, enda er kunnátta manna i hinum helgu fræðum litil, a.m.k. miðað við það, sem áöur var, vegna þess að heimilisguð- rækni er nær aflögð meö þjóð- inni og kirkjugöngur mjög tak- markaöar. — Máli þvi, sem hér er flutt, skal þess getið, til upp- lýsinga og fræöslu, að við samningu hverrar einustu ræðu, siöan samþykkt dultrúarvið- vörunarinnar var lýst frá prestastefnunni, hefur undir- ritaður fundiö til hins alvarlega ósamræmis, sem er á hlýðni við samþykktina, er biskupinn yfir Islandi hefur fylgt eftir og út- skýrt i fjölmiðlum, og trú- verðugri útlegging Guös orðs, eins og þaö er að finna i hinum helgu ritningum. Fyrsti áreksturinn var við hið hug- þekka spádómsljóð Jesaja, er svo oft er til vitnað vegna fegurðar og tignar, en spá- maöurinn sá fyrir komu Messiasar, hins liðandi þjóns mannanna, i fjarsýn margra alda. Forspár eru dulræn fyrir- bæri, og hljóta þeir, sem að hinni sérkennilegu tillögu stóðu, og svo hinir, er samþykktu hana, að hafa gert sér þess grein á bibliufræöilegum þekk- ingargrunni. Þetta eina atriði er tilfært hér úr Gamla testament- inu, af þvi að það eitt ætti að vera nægjanlegt til þess að forða allt að þvi hálfri presta- stéttinni, sem hér lagöi hönd að, frá slikri ofdirfð, sem svo ský- laus árás á Bibliuna er. Nema um hreina sefjun hafi verið að ræöa, er lokað hafi öllum leiðum þekkingar og hugsunar til rök- rænnar niöurstöðu og óbrostinn- ar ályktunar. t beinu framhaldi af spádóm- um Jesaja um komu Jesú Krists i heim mannanna, skulum vér huga að hinum næsta tima, áður en hann fæddist, i frásögn Lúkasar, 1.-2. kafla. Þar er fyrst greint frá fæðingu fyrirrennar- ans, Jóhannesar sonar Sakaria prests og Elisabetar. Það er að visu dulrænt hlutverk að boöa komu hins óþekkta og undirbúa jarðveginn fyrir sáningu hins ókunna, hjörtu mannanna fyrir kenningu þess boðanda, sem eigi var vitaö, nema samkvæmt spádómum og fyrirboöum,hver og hvernig yröi. Má þar einnig minna á orð Onnu Fanúelsdótt- ur spákonu og Sineons, sem heilagur andi var yfir, er þau sáu Jesúbarn, sem fært var Drottni, eftir lögmálinu, i Jerúsalem, en foreldrar barns- ins voru undrandi yfir þvi, sem sagt var um það. Koma Jóhannesar var meö mjög dulrænum hætti. Sakaria prestur sá engilvið altarishorn- ið, er hann var að gegna prests- þjónustu frammi fyrir Guði. Engillinn er m.a.s. nafngreind- ur, en hann hét Gabriel. Þótt Sakaria yrði hræddur, sem sýn- ir, að hann var ekki skyggn, töl- uöu þeir saman engillinn og hann og var staðfesting orða engilsins og erindis sú, að Sakaria varö mállaus, unz boð- skapur Gabriels engils var fram kominn. Ásamt þessari frásögu er einnig greint frá þvi, er eng- illinn kom til Mariu meyjar og boöaöi henni, að heilagur andi kæmi yfir hana og kraftur hins hæsta myndi yfir skyggja hana og fyrir þvf yröi þaö, sem fædd- ist, kallaö heilagt, sonur Guös. Þar sem óliklegt er annað en lesandanum þyki mál þetta dul- rænt og I öllu ósamræmi við Skálholtssamþykktina, er hann góðfúslega beðinn að kynna sér upphaf Lúkasarguðspjalls til þess að geta sjálfur ihugað þessa undarlegu hluti. Þá finnur hann lika þann mun, sem er á jólaguöspjallinu eins og það er i fyrstu 14 versum 2. kaflans og i hinni styttu mynd, þar sem öllu yfirskilvitlegu og dularfullu er sleppt, samkvæmt viðvörun Skálholtssamþykktar. Þannig hljóðar það jólaguðspjall, sem oss leyfist að flytja: En þaö bar til um þessar mundir, að boö kom frá Agústusi keisara um aö skrá- setja skyldi alla heimsbyggö- ina. Þetta var fyrsta skrásetn- ingin, er gjörö var, þá er Kýrenius var landstjóri á Sýr- landi. Og fóru þá allir til aö láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galileu frá borginni Nazaret upp til Júdeu, til borgar Daviös, sem heitir Betlehem, þvi aö hann var af húsi og kynþætti Paviðs, til þess aö láta skrá- setja sig ásamt Mariu heitkonu sinni, sem þá var þunguö. En á meðan þau dvöldust þar kom aö þvi, aö hún skyldi veröa léttari. Fæddi hún þá son sinn frumget- inn, vaföi hann reifum og lagöi hann i jötu, af þvi aö þaö var eigi rúm fyrir þau I gistihúsinu. Og i þeirri byggö voru fjárhirö- ar og gættu um nóttina hjaröar sinnar. Lengra er jólaguðspjallið ekki, ef Skálholtssamþykkt er haldin — og þó helzt einu versi styttra, þvi aö orðin um fjárhirðana eru merkingarlaus, ef eigi má segja frá þvi, sem fyrir þá bar. Frá- sögn Lúkasar af þvi, er engill Drottins stóö hjá fjárhirðunum, er jafn augljóst dularfyrirbæri og það, er engillinn birtist Sakaria og Mariu, nema enn stórkostlegra, þar sem þeir sáu hann margir I einu og heyrðu mál hans. Gegn öllu þessu er Skálholtssamþykkt beint, og þá ekki siður þvi fágæta dular- fyrirbæri, er dýrö Prottins Ijómaöi i kringum fjárhiröana á völlunum, enda urðu þeir hræddir, likt og Sakaria áður. Eins og þá visar engillinn til jarteina, er hann boöar þeim hinn mikla fögnuð, sem veitast á öllum lýðnum : Yður er i dag frelsari fæddur. Sönnunin var, að þeir fyndi ungbarn reifað og liggjandi i jötu. I Nýja testamentinu segir sið- ar frá ýmsum dularfyrirbærum. Eru oss efst i huga kraftaverk Jesú Krists og lækningar, sem hann vann i augsýn margra, allt frá þvi, er hann breytti vatni i vin i brúðkaupinu i Kana, sem er fyrsta kraftaverk hans, sem opinbert varð. En þar er þess siöurgetið, að jarðneskir menn, sem umhverfis voru, sæju engla eða önnur dularfull fyrirbæri, heldur yrðu hins áþreifanlega varir, sem var sýnilegur árang- ur andlegs krafts hans. Þess vegna eru forsögur jólaguö- spjalisins, og slðan þaö sjálft I enn rikara mæli, dulrænni en aörar frásögur Bibliunnar, aö Sakaria og Maria og siðan fjár- hirðarnir sáu engil og andaver- ur og hlýddu á orð þeirra og boðskap, sem þau sannreyndu. Mörgum mun þykja jólaguð- spjallið ná hámarki fegurðar og hátiðleika, þar sem segir frá þvi, er fjöldi himneskra her- sveita var i fylgd með englinum, er lofuðu Guð og lýstu friði á jörðu og velþóknun yfir mönn- unum. En þar er lika viö dular- fulla og yfirskilvitiega mest. Þeir, sem geta fundið jólin án hinnar dulúðugu frásögu Lúkas- ar, fylgja fjárhiröunum ekki eftir i hugblæ hátiðarinnar, er þeir fóru og fundu ungbarnið, eins og Drottinn hafði boðið þeim. Né heldur lofa þeir Guð með þeim, er þeir höfðu fundið allt eins og engillinn hafði kunn- gert þvi að þeir, sem hafna dularfyrirbærum og telja trú á þau skaðl. og jafnvel ókristi- lega, trúa vitanlega ekki oröum Bibliunnar um það, er Sakaria og Elisabeti fæddist sonurinn Jóhannes með þeim atvikum, er greinir, þaðan af siður þvi, er kraftur hins hæsta yfirskyggði Mariu og sonurinn, sem oss var gefinn, hafi veriö hinn eingetni fööurins. Þeir, sem þannig álykta og ætla, að hér hafi allt orðið með eðlilegum hætti og venjulegum atvikum, hljóta að telja sig betur kristna en aðra menn, úr þvi að þeir vara svo gagngert við dultrúnni, sem Skálholtssamþykkt vottar. En samt er ekki liklegt, að i þeim hópi muni margir vilja stytta jólaguðspjallið, hætta þar, sem engillinn kemur til sögu. En á það reynir nú um hátiðina, hvort þessir menn halda viö orö sin frá i sumar, eða orð Guðs i helgri bók. I samræmi við þetta veröur oss hugsað til jólasálmanna. Eru þeir ekki forkastanlegur samsetningur i anda dultrúar- innar, þar sem gjarna er lýst englasöng, himnesku Ijósi, höfö- aö til meyjarfæöingar o.s.frv.? Þannig stenzt ekkert versið i sálminum Heims um ból gagn- rýni Skálholtssamþykktar, og litið veröur eftir af ýmsum hinna, t.d. aðeins 3. versið i sálminum I dag er glatt. Eins og litiö er eftir af orði Guðs um aðdraganda og atburð jólanna og litið af sálmum skáldanna, er hættast við, að lit- iðyrði eftir af jólunum sjálfum, ef vér hlýddum Skálholtssam- þykkt. I einlægu Guðstrausti skulum vér vænta þess, að oss fyrirgef- ist aö ganga i gegn Skálholts- samþykkt á helgri hátiö, ef vér hverfum enn I huganum á hinn undrunarlega vettvang, þar sem dýrö Drottins Ijómar og vér hlýöunt á orö engilsins, sem boöar oss hinn mikla fögnuö: Yður er i dag frelsari fæddur. Og þá er það, að jólin koma i setur trúarinnar i sálinni, og vér sjáum fyrir oss fjölda him- neskra hersveita, er lofa Guð i upphæðum og boða friö á jörðu og velþóknun yfir mönnunum. Undir söng þeirra skulum vér taka, enn einu sinni, englasöng- inn, sem aldrei þverr, hversu öndvert, sem mannasetn- ingarnar risa. Gleðileg jól. Ágúst Sigurösson á Mælifelli. Alvara og hálfkæringur Tómas Guðmundsson: Léttara hjal. Forni Hér koma þá sérprentaðar I bók greinar Tómasar undir nafninu Léttara hjal úr Helga- felli. Þeim fylgir inngangur eft- ir Eirtk Hrein Finnbogason um gildi þessara greina og iþrótt höfundarins. Svo er eftirmáli Tómasar sjálfs, sumpart ung- um lesendum tilskilningsauka á gamalli tið og sumpart var- ygðarorð vegna þess að nú sér hann sitt hvað i öðru ljósi en þá. Auk þess er i bókinni eftir- mælagrein Tómasar um Magnús Asgeirsson en i minn- ingu hans er bókin gefin út. Sú minningargrein er i fullu gil’di. Þaðerengin furða þó að höfund- ur segist lengi hafa verið tregur til að láta þetta birtast i bókar- formi. Það er löngum vafasamt hvort gamlar dægurmálagrein- ar eiga erindi I bók. Vist eru þetta greinar um dægurmál. Höfundur segir sjálfur að stund- um hafi kaflar verið orðnir úr- eltir áður en heftið komst á prentsvoað breyta varð. Nú eru liðin 30 ár en að visu er þetta ekki birt til þátttöku i umræðum liðandi stundar. Tómas er það merkilegt og hugstætt skáld að menn vilja þekkja hann vel. Þvi mun margur vilja sjá það sem hann hefur frá sér sent I óbundnu máli. Þó hygg ég aö meira finn- um við af honum sjálfum i þáttabókum þeim sem hann gerði með Sverri Kristjánssyni. I greinum eins og þessum kem- ur oft fram ávöxtur af viðræð- um manna þannig að þær eru meira en frá einum komnar þó aö einn sé ábyrgur fyrir. En svo er oftar og viðar að þegið er frá öðrum. Þó að menn skrifi um dægur- mál kemur þar oft fram skoðun og boðskapur sem hefur miklu almennara og viðtækara gildi. Svo er vissulega um þessar rit- gerðir. Deilur listamanna og Jónasar frá Hriflu setja talsverðan svip á bókina. Helgafell stóð þar að vonum með listamönnunum. I hita bardagans er lögö áherzla á samstöðu listamanna. Þó sá Jónas ráð til þess að spilla henni með því að fela þeim sjálfum að skipta opinberu fé á milli sin. Telja sumir að listamannasam- tök hafi búiö að þeim ófriði allt til þessa. Það er varla nema ómur af m ó t b 1 æ s t r i n u m gegn Hallgrimskirkju sem finnst i þessari bók. Tómas fór gætilega og mælti ekki gegn byggingunni nema með fyrirvara eins og á stæði, en vitnar þó til næsta samhljóða álits kunnátttu- manna, en finnst þó likanið „sizt verra en sams konar „modell” sem kunnáttumenn i köku- skreytingum búa til úr marsi- pan”. Nú heyrist turninn aldrei niddur. Hann átti að fara svo illa við umhverfið, en min reynsla er sú að hvaðan sem ég littilhansaf götum borgarinnar er hann jafnan við himin að bera. Kunnáttumennirnir hafa kannske metið sjálfa sig svo háa aö þeir lita niður á turninn eöa miðað við að likanið stæði milli bragganna sem þá voru á holt- inu. En i þessu sambandi á það sjálfsagt við sem Tómas segir á bls. 39 og 40 að það „sem einn áhorfendanna finnur ekkert i nema „ljótleikann” tali virðu- legu máli tignar og fegurðar við þann, sem það mál er tamara”. Svo er um marga list, — lika skáldskap. Tómas gerði sér far um að vera skemmtilegur i þessu hjali og hann kann vel til þess. Þar er sama hvort hann ræðir um kyn- ferðisfræðslu, tunglferðir eða annað. Venjulega er gaman- semin i fullri alvöru. Eirikur Hreinn bendir á að þessar rit- gerðir geti veriö kennslubók i þvi að niða og sviviröa meö prúðum og hógværum oröum. Ég hygg að aldrei hafi Alþingi verið svivirt jafn niðangurslega og þegar Tómas segir: „Hitt væri fullkomið áhyggjuefni, ef þjóðin tæki að bera meiri virðingu fyrir þvi, aö öðru óbreyttu.” I hjali þessu er skotið skildi fyrir svokallaða lögskilnaðar- menn, sem ekki vildu lýsa yfir sambandsslitum við Danmörk fyrr en ræöa mætti við Dani að striöi loknu. Nú lætur Tómas liggja að þvi i eftirmála aö þau samtök hafi nánast verið til mótvægis gegn þeim sem vildu stofna lýðveldi áöur en 25 ára timabil sambandslaganna var runnið út. Samkvæmt þvi hefur þarna verið að verki það lögmál að þegar einn fer á yztu þröm öðrum megin leiðir það til þess að annar fer úrskeiöis hinum megin. Fyrir fimmtuga menn og meira er það að mörgu leyti skemmtileg upprifjun að sjá þessar greinar. Þá þótti okkur vænst um þær vegna þess að þær tóku ákveðna afstöðu gegn nazismanum þegar ýmsir mæt- ir menn voru þó hallir undir hann. Og vissulega má ýmislegt læra af stilbrögðunum. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.