Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 22
22 TÍMINN Miövikudagur 24. desember 1975. Umsjón: Sigmundur Ó. Steinarsson „Rússar „Rauöi herinn” frá Liverpool leikur tvo erfiða leiki um jólin í ensku 1. deiidarkeppninni. Mersey-liðið lcikur gegn Stoke á Victoriu-leikvellinum i Stoke á fiistudaginn (annan i jólum) og á laugardaginn ieikur liöið gegn Manchester City á Anfield Itoad i Livcrpool. Leikmenn ensku liöanna hafa nóg að gera um jólin — þeir leika tvo leiki á tveimur dögum. öll toppliðin nema Q.P.R. leika á útivöllum á annan i jólum og má biiast við að róðurinn verði erfiður hjá þeim, eins og hér sést á töflunni yfir leiki sem verða leiknir í 1. deildarkeppninni ensku á annan i jólum: Aston Villa-West Ham Burnley-Newcastle Everton-Manc. United Ipswich-Arsenal Leicester-Derby Manchester City-Leeds Q.P.R.-Norwich Sheff. Utd.-Middlesbrough Tottenham- Birmingham VVolves-Coventry. Liðin verða sVo aftur i sviðsljósinu á laugardaginn, en þá mætast þessi lið: Arsenal-Q.P.R. Birmingham-Stoke Coventry -To tte nh a m Derby-Aston Villa Leeds-Leicester Liverpool-Man. City Man. United-Burnley Middlesb .-Everton Newcastle-Sheff. Utd. Norwich-YVolves West Hant-Ipswich Einn stórleikur verður leikinn i 2. deildarkeppninni á laugar- daginn, en þá mætast töppliðin Sunderland og Bolton Wanderers á Burnden Park i Bolton. Það má búast við að nokkrar breytingar verði á stöðu liðanna i ensku knattspyrnunni, eftir þess- ar tvær umferðir. Við munum segja frá úrslitum leikja og birta umsögn um leikina i þriðjudags- blaðinu 30. desember. V — sem leika 2 leiki á tveimur dögum — þeir eru geysilega sterkir og vinna ykkur með meiri mun en við gerðum", segir Josip Milkovic, landsliðsþjólfari Júgóslavíu — Rússarnir verða ykkur erfiðir. Þeir eru með geysi- lega sterkt landslið , sem leikur mjög kerfis- bundinn handknattleik, sagði Josip Milkovic, lands- liðsþjálfari Júgóslavíu, þegar blaðamaður Tímans, spurði hann, hvort Islendingar ættu einhverja sigur- möguleika gegn Rússum, sem koma hingað í byrjun janúar og leika hér tvo landsleiki í Laugardalshöllinni. Júgóslavar komu hingað frá Rússlandi, þar sem þeir léku gegn Rússum og töpuðu með 7 marka mun — 13:20. — Já, Rússarnir eiga betriliöen við um þessar mundir Þeir leika mjög sterkan varnarleik — flata vörn, og eru mjög hreyfanlegir. Þá leika þeir kerfisbundinn Ingólfur færir út kví- arnar llandknattleikskappinn kunni úr Fram, Ingólfur óskarsson, sem hefur rekið sport- vöruverzlun að Klapparstíg 44 i Reykjavik, hefur nú fært út kvlarnar og opnað nýja verzlun að Lóuhólum 2-fi i Breiðholts-h verfinu. Nýja sportvöru verzlunin er mjög rúmgóð og glæsileg og þar kennir ýmissa grasa. Ingólf- ur, sem hefur aöallega verzlað mcð vörur fyrir knattleiki, badminton. borötcnnis og sund, hefur aukið fjölbreytnina og er hýrjaður að verzla meö skauta, útbúnað fyrir júdó, snjóþotur og ýmis áhöld fyrir fólk, sem vill hreyfa sig heima og styrkja lika mann. Myndin hér fyrir neðan sýnir hluta af hinni glæsilegu verziun Ingólfs að Lóuhól- um. (Tímamvnd Róberl sóknarleik, sem er erfitt að hamla gegn. Þeir verða ykkur crfiðir, og vinna ykkur með meiri mun en við gerðum, sagði Milkovic. — Hvað viltu segja um Islenzka landsliðið? — Ég bjóst við liðinu miklu sterkara — Það kom mér á óvart, hvað leikmennirnir le'ku einhæfan sóknarleik. Þetta lið er verra en liðið, sem við mættum hér fyrr á árinu — Það vantar illilega lang- skyttur. Ég hef oft séð islenzka landsliðið leika áður — og þetta liö stendur fyrrri liðum langt að baki, hvað viðkemur hraða, breytilegu spili og skothörku, sem einkenndi liðið áður. — Hvað leikmenn fannst þér vera hclztir i isienzka liðinu? — Ég hef alltaf veriðhrifinn af Björgvini Björgvinssyni, sem er tvimælalaust línumaður á heims- mælikvarða. — Ég myndi án þess ^ að hika taka hann i landslið mitt. Þá eru þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson einnig góðir leik- menn, þegar þeir ná sér á strik, sagði Milkovic. Uppistaðan i landsliði Júgóslavíu eru leikmenn, sem eru að nálgast þri'tugt — reyndir leikmenn. Þegar Miikovic var spurður um, hvort hann teldi þessa leikmenn ekki vera of gamla, sagði hann: —Handknatt- leiksmenn eru á toppinum á milli 25-30 ára, en þá hafa þeir öðlazt þá reynslu, sem þarf, til að verða góður handknattleiksmaður. Það er alltaf hægt að treysta þessum leikmönnum, sem bregðast sjaldan. Það er mjög erfitt að byggja upp landslið á ungum og óreyndum leikmönnum eingöngu, tiJOKG Vll\ BJOKU VINSSON.... ,,er linumaöur á heimsmælikvarða”, segir Milkovic, þjálfari, sem myndi án þess að hika, taka Björgvin i landsliö sitt. þvi að ungir leikmenn leika ekki nógu yfirvegað — þeir geta átt einn toppleik, en siðan geta þeir dottið niður i næstu 2-3 leikjum. Þess vegna verður að fara mjög varlega, þegar maður er að yngja upp lið. — Ungu leik- mennirnir verða að fá að leika með reyndari leikmönnunum, til að öðlast reynslu — en það tekur nokkurn tima, sagði Milkovic. Það kom greinilega fram i landsleikjum Islendinga og Júgóslava, að leikmenn júgóslavneska liðsins voru líkam- lega sterkari og sneggri. Við spurðum Milkovic, hvort að hann léti leikmenn sina æfa lyftingar? — Nei, ég er algjörlega á móti öllum lyftingaæfingum — þær hafa enga þýðingu fyrir hand- knattleiksmenn. Við æfum mest ýmsar snerpuæfingar og byggj- um þær á leikfimi — notum mikið æfingar á hestum og ýmsum svipuðum áhöldum, sem hægt er að stökkva yfir. Þá æfum við mikið aí ýmiskonar stuttum sprettum — bæði án knattar og með knött en knattæfingar — köst og grip, hafá mikið að segja, sagði Milkovic. — Að lokum spuröuni við Milkovic, hvort Júgóslavar ætíuðu ckki að verja Olyntpiu- titilinn f Montreal? — Jú, við erum ákveðnir i að verja hann, og við ætlum okkur að vera komnir á toppinn, þegar Olympiuslagurinn byrjar. Fram að honum munum við æfa mjög stift og taka þátt i mörgum alþjóðlegum keppnum. Æfingar og aftur æfingar, það verður það eina, sem leikmenn minir fá að hugsa um, frsm að Olympiu- leikunum, sagði Milkovic að lok- um. -SOS. Jólabarátta hjá ensku knattspyrnu- mönnunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.