Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. desember 1975. TÍMINN 5 Skógræktarfélag Borgarfjarðar stofnaði til skemmtiferðar norður að Isafjarðardjúpi vorið 1975. Fóru um 50 manns og var lagt af stað 28. júni. Farið var frá Haugavegamótum kl. að ganga 10 um morguninn, en áður höfðu ýmsir farið um langan veg, sunn- an af Hvalfjarðarströnd og vest- an úr „Hreppum”. Þórunn Eiriksdóttir bauð ferðafólkið vel- komið, en Daniel Kristjánsson tók svo við að lýsa leið og bæjum og örnefnum vestur um Dali og Geiradalshrepp. Stanzað var svo- litið i Búðardal en nesti borðað hjá Skógum i Þorskafirði. Var-svo lagt á Þorskafjarðarheiði i sæmi- lega björtú veðri. Höföu sumir Borgfirðingar orð á þvi, að heiðin væri gróðurlaus og ekkert sæist nema grjöt, en aðrir sáu grænan mosa og gráa skóf á steini. En þeir eru allt of margir sem sjá ekki það smæsta. Á háheiðinni kom á móti okkur Jón Guðjónsson bóndi á Lauga- bóli i Nauteyrarhreppi.og var hann leiðsögumaður okkar eftir það. Ekið var sem leið liggur norður Langadal og austur yfir Langadalsá fyrir norðan Neðri-Bakka. Ot ströndina að austan, allt norður að Unaðsdal. Þar var farið út og nesti snætt. Frekar var kalt i veðri en úr- komulaust og nokkuð bjart. Sást vel til fjalla handan Djúpsins og eiris út i Æðey. Heldur þótti okkur Mórilla dökkleit, og náði litur hennar langt út i sjó. t hliðinni sunnan Kaldalóns hafði glöggur farþegi komið auga á afvelta tvilembu.og var farið að athuga þetta i bakaleið. Reyndist ærin illa haldin og valt út á sömu hlið aftur. Var hún færð nær veg- inum ogsagt til hennar i Armúla. Siðan var haldið inh i Skjaldfann- ardal, að bænum Skjaldfönn, þar sem fóru saman reisulegar og snotrar byggingar, gróður i betra lagi og fannir niður undir tún og bæ. Datt mér í hug orðtakið „1 jöklanna skjóli”, þótt það sé haft um aðra sveit. Svo var aftur farið hjá eyðibýlinu Arngerðareyri. Minnir þar fátt á forna frægð. Þó má sjá aðþar hafa staðið myndar- leghús,og bryggjan virtist i lagi._ Eftir að siðasti ábúandi jarðar- innar fór, tók ungur Borgfirðing- ur hana á leigu. Setti alla sina bú- slóð á vörubil og ók vestur að Arngerðareyri. En þegar hann hafði skoðað sig um á staðnum, ók hann sömu leið til baka án þess að taka af bilnum. Síðan helur ekki verið búið á Arngerðareyri. Viðfórum inn fyrir tsafjörð, og vorum þá komin i riki Fann- bergs kaupmanns, en fengum inni i ársgömlu húsi við brúna á Hey- dalsá. Báru flestir föggur sinar úr vagninum i húsið, en þó tjölduðu nokkrir af yngri kynslóðinni. Var svo setztað snæðingi ognúkomi ljós, að Vifill var með gastæki og kaffi, og var sótt vatn og hitað og hellt á könnuna, drukkið kaffi, rabbað saman og siðan raðað i svefripoka á gólfið. Daginn eftir var mér sagt, að tveir menn hefðu komið um kvöldið og ætlað að bjóða okkur fylgd sina á sunnu- daginn, þeir Þórhallur frá Grim- arsstöðum og Sveinn frá Miðhús-, um, en þeir báðu bara að heilsa og sneru við, þegar þeir fréttu að við höfðum leiðsögumann. Aðfaranótt sunnudags var hvasst á vestan og gekk á með skúrum, en birti vel til um Hér sést heim að Melgraseyri á Langadalsströnd. Þar bjó áður Jón H. Fjalldal, landskunnur bóndi að dæmafárri fórnfýsi og sérstökum snyrtibrag. Anna Magnúsdóttir: TIL SNÆFJALLA- STRANDAR OG ÖGURS morguninn. Ekkert áttum við að borga fyrir lánið á húsinu, en Sigriður, skáldið okkar, samdi eftirfarandi þakkarávarp: Vaknar þökk og hugsun hlý, hretið buldi á rúðum. Góða 'nótt við áttum i Inndjúpsmannabúðum. Ykkur viljum óskir tjá, allir þetta 'meina, að megi ykkur lukkan ljá ljúfa gleði og hreina. Þegar allir höfðu matazt og gengið frá dóti sinu, var farangur borinn út að vagni, þar sem bil- stjórinn okkar, hann Grimur Grimsson tók á móti honum og setti i geymslurnar. Þegar allt var tilbúið var ekið út með Mjóa- firði að vestan og norður og vest- ur fyrir Ogur og ögurnes. Bjart var og gott skyggni, og sáum viö til Vigur og fjallahnjúka vestan Djúps og allt norður að Rit að austan. Blöstu nú við okkur fannirnar á Snæfjallaströndinni. Hjá Ogri sá ég myndarlegan og vel hlaðinn grjótgarð, og mætti segja mér að hann væri kominn til ára sinna. Vegna litilla veðurhlýinda var komið við i bakaleið i gistiskála okkar og snæddur þar hádegis- verður. Siðan lá leiðin út með öll- um Mjóafirði, að skólanum á Reykjanesi og i kringum tsafjörð, þar sem leiðsögumaðurinn var kvaddur við Laugaból. Ekki vildi hann þiggja nein fylgdarlaun, en kvenfólkið sem náði til, kvaddi hann með kossi. Viða á leið okkar sáum við myndarleg fjárhús, og eru þau nýbyggð samkvæmt hinni marg- nefndu Vestfjarðaáætlun. Þau eru öll með kjallara, en misjafn- lega stór eins og gefur aö skilja og varla heldur fullfrágengin, því mörg eru handtökin við svona stórbyggingar. Leiðsögumaður okkar átti eitt þessara nýju húsa, sem mig minnir að ætti að rúma 600 fjár, fullsmiðað. Eftirfarandi visa kom frá Sigriði Beinteins- dóttur: Ætli hann verði frekar fær að fegra, byggja, laga, þó hann kyssi konur tvær og hraustir menn fóru að moka. sem kaupgjald tveggja daga? Komu þarna fleiri bilar á suður- leið og fleiri skóflur, en sjórinn náði mönnum i þné eða mitt læri Var nú haldið i suðurátt á leið og var ærið verk að komast fram' upp á Þorskafjarðarheiði og rætt úr þessu. Tafði þetta á annan um hvort ekki yrði timi til að klukkutima. Flestir voru rólegir i skreppa til Reykhóla. Veður vagninum og spjölluðu saman, versnaði heldur, eftir þvi sem enda ekki veður til að fara i hærra kom og brátt fór að sjást heilsubótargöngu. Barýmislegtá snjór i götunni. Grimur ók var- góma, og fengum við nú að heyra lega og annar bill fór fram úr. vfsur sem Sigriður Beinteinsdótt- Ekki höfðum við lengi farið, er ir hafði ort út af umtali um við komum að þeim bil föstum i heiðina daginn áður. Læt ég hér skafli. Voru nú teknar út skóflur fylgja tvær: Ilúsadalsá í Mjóafiröi fellur stall af stalli i fjölda fossa. Inni I Mjóafiröi •er mjög fagurt unt að litast. Þegar leitar angur á, innst i hugans leynum, mér fannst bót að mega sjá mosaskóf á steinum. Margan gróður tsland á utan mosa á steinum. Ilmur barst mér fjöllum frá fallegum og hreinum. En svo kom að þvi, að brautin var rudd og bilarnir komust áfram. Var nú haldið að Skógum og nesti snætt. Svo var stanzað viðBjarkarlund og keypt eitthvað til að drekka. Var nú orðið það áliðiðdags að engum datt i hug að fara út á Reykjanes, en einhverjir töluðu um Skógaströnd og Hey- dalsveg. Þá kom það óhapp fyrir, að vagninn okkar steytti á steini. Kom gatá pönnuna, og olian rann niður á veginr i stað þess að vera orkugjafi, og voru nú góð ráð dýr. við á biluðum bil vestur i Reyk- hólasveit! En þá kom i ljós, hvað bilstjórar geta verið miklir snill- ingar.að minnsta kosti gerðu þeir við bilinn þarna á veginum og aðalhjálpartækið var vinnuvettl- ingur, sem þeir tróðu upp i gatið. Sumir sátu kyrrir i vagninum á meðan á viðgerð stóð, aðrir fóru út að ganga. Siðast komu fram spil, og var spilaður ólsen við mikinn fögnuð þátttakenda og áhorfenda. Svo kom jeppi með oliu, og þá var ekið alla leið „heim i Búðardal”, svo að bill og fólk gæti fengið meira að drekka. Veðrið versnaði eftir þvi sem á kvöldið leið, svo að segja mátti auisandi rigningu á Bröttubrekku. Fengum við þá lika að hevra visu frá Sigriði Beinteinsdóttur: Grimur steytti á stórgrýti stykki hrökk úr pönnunni. Varð að keyra á vettlingi vega langa i slagviðri. Einhvers staðar i Staftiolts- tungum komu tveir bilar og skiptu á milli sin fólkinu úr vagni Grims og allir. sem ég hef haft spumir af, komust heim til sin einhvern tima nætur. En þá er spurningin: Hvað skilur svona ferð eftir i hugum okkar sem fór- um? Ég get auðvitað ekki svarað nema fyrir mig. Við sáum mikið af klettum og grjóti, en lika ótrú- lega mikinn gróður og sums stað- ar var landið „viði vaxið milli fjalls og fjöru", eins og stóð i gamalli Islandssögu. Þó hefðum við séð ennþá meiri gróður. hefð- um við farið lengra inn i dalina i Mjóafirðinum. Það er hrikalegt landslag við Kaldalón. ef okkur verður hugsað þangað, förum við kannski að raula eitthvert lag Sigvalda lækn- is Stefánssonar. Hvilikt afrek hefurþað verið. að ferðast þarna i hvaða veðri sem var. áður en bil- ar og vegir og brýr voru til. Þarna við Djúpið er viða ljómandi fallegt og glæsilegir sauðfjárhag- ar. en mér fannst allt of langt á milli bæja. Ég dáist að þvi fólki. sem býr þarna og heldur áfram að byggja og rækta. þótt ná- grannar gefist upp og fari. Ég óska þvi til hamingju með nýju virkjunina og veginn. Að endingu þakka ég svo stjórn Skógræktarfélags Borgfirðinga ánægjulega ferð og öllum ferða- félögunum skemmtilega sam- fyigd Anna Magiuísdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.