Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 1
10 sykurmolar í hverri gosflösku SJ—Reykjavik — Gosdrykkir, sem hér eru á markaði, innihalda al- mennt allt upp i 12 gr af sykri i hverjum 100 millilitrum og Tropi- cana appelsinusafi 10,7 gr af sykri i sama magni. Samkvæmt þessu inniheldur meðalstór gosdrykkjarflaska jafngildi u.þ.b. 10 sykur- mola éða þriggja brauðsneiða eða 3/4 litra mjólkur. Þessar staðreyndir, sem fáir gera sér almennt ljósar, koma fram i grein i nýútkomnu hefti Jafnvægis, rits sykursjúkra. Þær eru niðurstöður rannsókna, sem Ársæll Jónsson læknir og Þorsteinn Þorsteinsson lifejna- fræðingur gerðu i rannsókna- stöð Hjartaverndar fyrir Sam- tök sykursjúkra. Bent er á, hversu auðvelt er að neyta verulegs magns af áðurnefnd- um drykkjum, og að auðvelt sé að innbyrða þá hratt án þess að það hafi samsvarandi áhrif á saðningskennd. Komið hefur fram i skýrslum, að Islendingar eru meðal mestu sykurneytenda i heimi, og telja þeir Ársæll Jónsson og Þorsteinn Þorsteins- son að gosdrykkjaneyzlan hljóti að leggja þar til góðan skerf. Aðeins ein gosdrykkjarteg- und, sem rannsóknin náði til, Fresca, reyndist sykurlaus með öllu. Hinn sykurlausi gosdrykk- urinn, sem hér er á markaði, Orange, var ekki með i rann- sókninni. Litill sykur fannst i Rilsner og Thule, en i þeim er fjölsykur, þannig að áætlað er að 10 gr af kolvetnum séu i hverri 330 ml flösku. Sykur i hverjum 100 ml af eft- irtöldum drykkjum reyndist á þessa leið: Maltöl 8,7 gr, Grape Fruit 11,0, Appelsinulimonaði 11,7, Spur Cola 10,7, Sinalco 10,7, Coca Cola 10,5, Pepsi Cola 10,8, Mirinda 12,0, Polo 9,7, Tropi- cana 10,7. Kolvetnisinnihald i hverri flösku var á þessa leið: Pilsner 10 gr, maltöl 30 gr, Grape 25 gr, appelsin 30 gr, Spur 30 gr, Sin- alco 30 gr, Kók 20 gr, Fresca 0 gr, Pepsi 25 gr, Mirinda 30 gr, Polo 25 gr, Thule 10 gr, Tropi- cana 235 ml 25 gr. 1 greininni segir ennfremur að upplýsingar um raunverulegt sykurmagn i öli og gosdrykkj- um hafi verið af skornum skammti hér og æskilegt hafi þótt að ráða þar bót á. BLÁFJÖLL OPNUÐ UM HELGINA? Skiðalyfturnar hafa enn ekki farið i gang á skiðalandi Reykvikinga — vegna snjóleysis! Kannski rætist úr þvi á næstunni, svo að Reyk- vikingar geta tekið upp þessa hollu skemmtun, en myndina tók Timaljósmyndarinn Gunnar i fyrra við skiðalyftu Skiðadeildar Fram. BH—Reykjavík — Við opn- um skíðabrautirnar i Blá- fjöllum við fyrstu hentug- leika. Kannski verður það núna um helgina. Ástæðan fyrir því, að skíðabrautirn- ar hafa ekki verið opnaðar ennþá og skíðalyfturnar teknar i gang er einfald- lega sú, aðalgjört snjóleysi hefur verið i Bláfjöllum. Þetta litla, sem þar hefur snjóað, hefur fokið svo til, að um skíðafæri hefur alls ekki verið að ræða til þessa. Þannig komst Stefán Kristjáns- son, iþróttafulltrUi Reykjavikur- borgar að orði i gær, þegar Tim- inn hafði samband við hann og innti hann eftir ástandinu i skiða- löndum Reykvikinga. Stefán kvað það harla bágborið miðað við undanfarin ár, og hefði ekki snjó- að meira uppi i fjöllum en hér i byggð. — Við opnuðum i Hveradölum i nóvember i fyrra og i nóvember- byrjun i hitteðfyrra, sagði Stefán Kristjánsson, og þá var miklu meiri snjór iBláfjöllum. Gallinn við Bláfjöllin hefur verið sá, að þegar einhver snjór er að ráði þar, er bara ekki fært uppeftir á bilum, svo að við höfum venju- lega hugsað meira um Hveradal- ina. En nUna er alautt upp i Blá- 40 milljón kr. áætlað tap á innanlandsflugi Flugleiðir hafa farið fram á 10% far- gjaldahækkun innanlands FB-Reykjavik. Aætlað tap Flug- leiða á innanlandsfluginu árið 1975 neniur 40 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum Arnar O. Johnson forstjóra. Hann sagði ennfremur i stuttu viðtali við Timann, að þetta tap befði numið um 75 milljónum króna, ef ekki hefði komið til hækkun á innan- landsfargjöldum, sem heimiluð var i sumar. Örn sagði ennfremur, að farið hefði vcrið fram á 10% fargjalda- hækkun á innanlandsleiðum fyrir einum tveimur mánuðum, en sú hækkun hefur enn ekki verið leyfð, og hefur legið hjá verðlagsstjóra m.a. vegna hertrar verðstöðvunar i landinu. Þá sagði örn, að nú um ára- mótin hækkuðu fargjöld á milli- landaleiðum um 3%. Þetta væri hækkun, sem hefði átt að koma á 1. desember, en hefði verið frestað þar til nú um áramótin. Stafar þessi hækkun af almenn- um hækkunum rekstrar- kostnaðar, og væri hjá öllum IATA-félögum. Hann sagði að ennfremur væri áætluð hækkun 1. april 3-5%, og hefði hUn verið ákveðin á fargjaldaráðstefnu IATA eins og venja er til, nokkuð fram i timann. Hins vegar hefði hækkunin, sem nú kemur verið ákveðin á aukafundi, og væri slikt gert, ef einhverjar ófyrir- sjáanlegar ástæður lægju til þess að hækka þyrfti fargjöldin. Ekki kvaðst örn geta sagt um þaðenn sem komið væri, hvernig afkoman hefði verið i millilanda- fluginu á siðasta ári. Það væri svo margt að athuga, bæði flugið milli lslands og Bandarikjanna » og siðan flugleiðirnar til Evrópu. fjöll. Ásgeir Eyjólfsson fór þang- að i morgun til að kanna Utlitið. tjtlitið er svosem sæmilegt, en alveg snjólaust i Hveradölum. Við spurðum Stefán eftir þvi, hvort ekki væru einhverjar nýj- ungar á döfinni. — JU, ég held nU það, segir Stefán. Við erum bUnir að panta snjótroðara. Þetta er mikið tæki, frá Kassbohrer PB 39145, og vonir standa til að hann komi hingað i febrUar. Þessir snjótroðarar hafa sannað ágæti sitt hér á landi. meðal annars i skiðalandinu á Akureyri, en þar er snjótroðari, mjög svipaður þessum. Á kúfisksveiðum Vopn vopn- lausrar þjóðar Sjó vísnaspjall við Höskuld frá Vatnshorni á bls. 14—15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.