Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 4. janúar 1976. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ: Innheimtu félagsgjalda í íþróttafélögunum dbótavant íþróttafélögin gætu aukið tekjur sínar um tugmilljónir kr. A formannafundi ISt, sem handinn var fyrir skemmstu, hélt Gisli Ilalldórsson, forseti tSÍ itar- lcga og yfirgripsmikla ræöu um iþróttastarfiö i landinu og væntanleg verkefni á þvi sviöi. M.a. kom fram í ræðu Gisla, að hann teldi nauðsynlegt, að iþróttafélögin innheimtu betur fé- lagsgjöld en verið hefur. Væri ekki óeðlilegt, að fullorðnir greiddu 2 þús. kr. ársgjald, en unglingar yngri en 15ára grciddu 1 þús. kr. Með þessu móti gæti iþróttahreyfingin innheimt 50 millj. kr. i stað 5 milij. kr. nú. Eins og vænta mátti, gerði for- maður ÍSI fjármál iþrótta- hreyfingarinnar að umtalsefni, og taldi, að styrkir opinberra aðila til hreyfingarinnar væru i engu samræmi við hina stór- auknu dýrtið á undanförnum misserum. Sökum rúmleysis eru engin tök á að birta ræðu forseta 1S1 i heild, en hér á eftir fara nokkrir kaflar úr ræðu hans. Leiðbeiningar — leiðtogar Nú er talið, að um 55.000 konur og karlar iðki skipulega iþróttir á vegum ungmenna- og iþrótta- félaga i landinu. Samkvæmt athugun hefur kom- ið fram, að um 1500 leiðbeinendur vinna við þjálfun og tilsögn á veg- um félaganna. Langflestir þess- ara leiðbeinenda vinna án þess að taka laun, eða mjög óveruleg. Um -4000 leiðtogar og dómarar vinna að félagslegri uppbyggingu iþróttahreyfingarinnar. Vinna þeir allir sem áhugamenn og taka engin laun fyrir þá miklu vinnu sem þeir leggja af mörkum. Samt vantar fleiri leiðbeinendur og leiðtoga, og umfram alltsem hafa hlotið betri undirbúning fyrir starf sitt en nú á stað stað. Þess vegna verður nú að tryggja þessum fjölda betri aðstöðu til náms á stuttum námskeiðum. Grunnskóli t.S.Í. á aö leysa vandann gagnvart leiðbeinend- um, en taka ber upp meiri sam- vinnu við Æskulýðsráð rikisins til þess að standa fyrir félagslegum namskeiðum fyrir leiðbeinendur. Til að tryggja framgang iþróttanna á komandi árum verð- ur að tryggja þessum stóra hópi betri menntun og þekkingu á við- fangsefni sinu. Sérhæfni manna eykst stöðugt á öllum sviðum, svo verður einnig að verða hjá leið- togum iþróttahreyfingarinnar. iþróttakennsla og Í.K.I. Að undanförnu hefur það komið berlega fram, að okkur vantar fleiri vel menntaða iþróltakenn- ara og' leiðbeinendur til starfa fyrir iþróttahreyfinguna. Stafar þetta fyrst og fremst af þvi, að tþróttakennaraskóli íslands, hef- ur starfað við allt of þröng skil- yrði, sem verður að bæta tal'ar. laust. Ungur og áhugasamur skóla- stjóri hefur starfað þar um ára- LANDVERND bil, með fámennu en góðu kennaraliði. En aðstaðan er nán- ast engin til að kenna þar iþróttir fyrir verðandi iþróttakennara. Skólinn er talinn geta útskrifað aðeins 32 iþróttakennara á tveggja ára fresti, eða sem svar- ar 16 á ári. Þetta er allt of fámennur hópur, þegar það er haft i huga, að yfir 50 þúsund manns iðkar iþróttir og kennarar og leiðbeinendur eru allt að 1500 manns. Að visu er langstærsti hópur þessara leiðbeinenda sjálfboða- liðar, en vel menntaðir iþrótta- kennarar verða að leiða hið um- fangsmikla iþróttastarf, svo það geti vaxið og dafnað á komandi árum. Fyrir 8 árum samdi l.S.t. við menntamálaráðuneytið .um að sambandið gerðist meðeigandi i heimavistarhúsi t.K.t. sem þá var búið að steypa undirstöður að, en hafði stöðvazt. Var þetta gert fyrst og fremst til þess að tryggja framhald byggingar- framkvæmda við skólann. En siðan þessu verki lauk fyrir 7 ár- um, hefur orðið algjör stöðnun. Nú þolir það enga bið, að haldið verði áfram með byggingarfram- kvæmdir við iþróttasali, sundlaug og kennslusiofur fyrir bóklegt nám. Jafnframt þarf að byggja nýtt heimavistarhús og fleiri kennaraibúðir. Algjört lágmark er að stefna að þvi nú, að skólinn geti útskrifað 32 iþróttakennara árlega. t þessum málum hefur rikt neyðarástand að undanförnu, sem sést bezt á þvi, að félögin hafa ráðið til sin rándýra erlenda þjálfara, þar sem ekki hafa aðrir verið fáanlegir. Jafnframt kennslu þarf I.K.t. að halda uppi námskeiðum og miðla fróðleik um iþróttamál og gildi iþróttanna i rikara mæli. Þangað eiga iþróttakennarar og leiðbeinendur að sækja fræðslu og staðgóðan fróðleik um starf sitt á komandi árum. íþróttamannvirki t fyrstu hvildi það að verulegu leyti á iþróttafélögum að koma upp þeim iþróttamannvirkjum, sem þurfti fyrir starfsemina. Litlir styrkir voru veittir frá sveitarfélögum eða riki. öll mannvirki voru þvi af vanefnum gerð. En þetta leysti þó.vissan vanda og tryggði, að iþróttir gátu haldið áfram að þróast og draga til sin æskufólk i stöðugt rikara mæli. Enn halda nokkur félög áfram að byggja upp iþróttamannvirki, en fá nú verulegan stuðning frá þvi opinbera. Sannleikurinn er samt sá, að þaö er þeim um megn fjárhagslega, svo starfið liður fyrir það. Félögin hafa ekki nægjanlegt fé til reksturs, eins og áður hefur verið bent á, hvað þá til þess að leggja i dýrar fram- kvæmdir. Þess vegna verða sveitarstjórnirnar að taka forystu um uppbyggingu iþróttamann- virkja með styrk frá iþróttasjóði. Siðan á að tryggja félögunum að ganga að þeim, og búa þannig i haginn, að þau geti rekið blóm- legt iþróttastarf, til hagsbóta fyrir viðkomandi byggðarlag. Þannig hefur þróunin orðið i öllum okkar nágrannalöndum, og verður að koma einnig hér. Stjórnir héraðssambands eiga þvi að laka upp samvinnu við sveitarstjórnir sinar og gera heildaráætlun um nauðsynleg mannvirki, og leitast við að tima- setja áfangaskipti og ráða verk- efnum niður i þeirri röð, sem nauðsyn krefur og kemur að bezt- um notum með tilliti til þeirra iþróttagreina sem iðkaðar eru. Fyrir nokkru samdi stjórn t.S.t. áætlun fyrir allt landið, hvað varðar iþróttahús og sundlaugar, i samráði við Þorstein Einarsson, iþróttafulltrúa og sendi hæstvirt- um menntamálaráðherra. Væri full ástæða til að héraðsstjórnir tækju hana til gaumgæfilegrar athugunarog fullgerðu hana fyrir öll iþróttamannvirki. Sums stað- ar hefur þegar verið gerður visir að slikri áætlun með góðum árangri. Margir sveitarstjórnarmenn eru mjög velviljaðir iþróttum, enda oft iþróttamenn sjálfir. Þeir þekkja þvi gildi þeirra og vilja af einhug styðja framgang þeirra til hagsbóta fyrir ibúana. tþróttafor- ystan þarf þvi að styðja við bakið á þeim og koma þeim til hjálpar Glsli Halldórsson, forseti tSl. að leysa þessa uppbyggingu á farsælan hátt. Skortur á fjármagni háir viða þessum framkvæmdum. En iþróttir eru nú svo snar þáttur i lifi landsmanna, að telja verður að það sé nauðsyn, að allsstaðar sé góð aðstaða til iþróttaiðkana, og ekki sizt i dreifbýlinu. Það er ekki hægt lengur að telja það lif- vænlega staði, sem ekki geta boð- ið æskumönnum og konum upp á sómasamlega aðstöðu til iþrótta- iðkana og keppni. Byggðasjóður hefur nú orðið verulegt fé til ráðstöfunar. Hann ætti þvi að styrkja eða lána til slikra framkvæmda, það myndi stuðla að jafnvægi i byggð lands- ins, ekki siður en margt annað, sem hann styrkir. Með iþróttalögunum frá 1940 var stigið mikilvægt skref til aö- stoðar iþróttahreyfingunni við að koma upp iþróttamannvirkjum. Þar var heitið allt að 40% styrk- veitingu frá rikinu til bygginga hvers konar iþróttamannvirkja. Var þetta mikilvægur stuðningur strax i upphafi. En um tima eyði- lagði verðbólgan þetta framlag, þar sem ekki var veitt fé i sjóðinn samkvæmt hækkandi verðlagi um árabil. Nú á seinni árum hefur þar orðið mikil breyting á, og hefur framlag til iþróttasjóðs um það bil 15 faldazt á s.l. þrem árum. Ákveðið er nú að greiða út fullan styrk á 4-5 árum til þeirra mannvirkja, sem iþróttanefnd og iþróttafulltrúi samþykkja, og verða siðan tekin inn á fjárlög. Framtak þetta á að létta verulega undir með byggðastjórnum, svo að þær hafi ráð á að halda uppi öflugum framkvæmdum á þessu sviði. En undirstaðan fyrir þvi að slikar styrkveitingar gangi snurðulaust, er að samin verði framkvæmdaáætlun á hverjum stað og hún samþykkt af yfirvöld- um, eins og áður er bent á. t þvi starfi verða héraðsstjórnir að taka virkan þátt og móta það. Með iþróttalögunum var einnig samþykkt, að styrkja bæri kennslu i iþróttafélögunum. Sá styrkur hefur verið alltof litill, enn hefur þó hækkað nokkur s.l. tvö ár. Þennan styrk verður að hækka, svo að hann nái þeim 30% af útgjöldum félaganna, sem áður hefur verið vikið að. Þarf þá að semja skrá um þann kostnað, sem styrkhæfur er, jafnframt þvi sem krefjast verður nákvæmrar skýrslugerðar frá félögum. Þegar fundur um félagsmál var haldinn fyrir nokkru i Norðurlandskjör- dæmi eystra, var tekið undir þessa samþykkt iþróttaþings, svo vonandi nær hún fljótlega fram að ganga. Í.S.Í. Það kann e.t.v. sumum að finn- ast, að með tilkomu hinna mörgu sérsambands og annarra stofn- ana innan iþróttahreyfingarinnar fari starfsemi t.S.I. minnkandi að sama skapi. En þessu er öðru- visi farið. Starf framkvæmda- stjórnar t.S.I. og skrifstofunnar fer ört vaxandi, og þarf enn að vaxa á næstu árum, svo við get- um gegnt þvi forystuhlutverki, sem t.S.l. ber samkvæmt lögum. Nú eru starfandi 15 sérsam- bönd og 27 héraðssambönd, auk margra nefnda, sem fram- kvæmdastjórnin þarf stöðugt að hafa náið samband við. Enn fremur þarf að hafa góð og traust samskipti við rikisstjórnina og Alþingi. Munu þetta vera a.m.k. um 60 stjórnir, ráð og nefndir, auk allra einkaaðila. Nú þegar við höfum búið svo i haginn, að svo til öll sérsambönd- in eru samankomin i iþróttamið- stöðinni, höfum við að sjálfsögðu mest viðskipti við þau. Enda látum við þeim i té stöðugt aukna þjónustu á skrifstofu t.S.t. Fá af sérsamböndunum hafa ráð á að hafa fastan starfsmann. Við verðum þvi að létta undir með starfi þeirra og gera þeim kleift að rækja skyldur sinar sem bezt við sérráð og héraðsstjórnir, svo og önnur lönd. Þess vegna er kominn visir að ,,Central”-skrif- stofu fyrir t.S.I. og sérsambönd- in, þar sem þau fá vélrituð bréf, sin, tekið er á móti pósti og fjöl- ritaðar skýrslur og önnur gögn þeirra. Sýnt er, að þessa þjónustu þarf að auka, og er nú verið að gera kostnaðaráætlun yfir nýtizku skrifstofutæki, og i athug- un er, hvort rétt er að koma upp telexi i miðstöðinni. Slikri þjón- ustu er hverjum og einum aðila um megn að ráða fram úr, en i góðu samstarfi verður hinsvegar auðveldara að fást við þetta verk- efni og leysa það, öllum til hag- ræðis. ,,Hvað má höndin ein og ein, en leggjum allir saman” á vissulega við i þessum efnum. Héraðssamböndin eru eðli málsins samkvæmt fjær stjórn og skrifstofu l.S.l. heldur en sér- camböndin, og þvi er meiri hætta á að sambandið við þau verði ekki eins náið. Það þarf þvi að vera vel á verði i þessum efnum. Sannleik- urinn er sá, að l.S.t. þarf að halda uppi meiri erindrekstri en nú hefur verið gert um stundarsakir. Áður hafði stjórn t.S.t. sendi- kennara eða iþróttakennara, er fóru um landið og heimsóttu héraðssambönd og félög að vori og sumarlagi. Gaf þessi þáttur starfsins góða raun, og ber að stefna markvist að þvi að taka þráðinn upp að nýju, þar sem frá var horfið. Með tilkomu sérsambanda var talið um tima, að ekki væri eins mikil þörf á þessu og áður. Nú hefur það berlega komið fram, að slik starfsemi er enn meiri nauð- syn en áður. Tengslin við héraðs- samböndin mundu eflast til muna með slikum erindrekstri, enda er það nauðsyn. Slik samskipti gætu einnig létt undir með skýrslu- gerðum héraðsstjórna og tryggt, að þær kæmu vel útfylltar og á réttum sttima til stjórnar t.S.t. Þá er mikilsvert, að slíkur maður gæti leiðbeint með margs- konar félagsstörf, t.d. staðið að undirbúningi námskeiðshalds fyrir grunnskóla I.S.I., dómara- námskeiðum og almennum félagsnámskeiðum, en þau verðum við að leggja aukna rækt við eins og áður er drepið á. Við höfum orðið fyrir sárum vonbrigðum ’með að aðeins eitt héraðssamband hefur haldið A- námskeið Grunnskóla Í.S.t., þrátt fyrir að stjórn t.S.t. hefur heitið 1.000.00 kr. i styrk á hverja kennslustund. Að visu segja sum- ir, að þetta sé ekki hár styrkur, en ég er sannfærður um, að hann er hlutfallslega sá hæsti, sem iþróttahreyfingin á nú völ á. Sýnir þetta að við leggjum ofurkapp á að hrinda grur.nskóla t.S.t. af stokkunum. Það er nauðsyn fyrir hreyfinguna að það takist. Með allt þetta, og fleira i huga hefði reglubundinn erindrekstur mikla og jákvæða þýðingu. Góð skil á skýrslum með nauð- synlegum upplýsingum um hið margþætta starf er eitt hið allra þýðingarmesta fyrir l.S.t að hafa undir höndum. An þess er mjög erfitt að rökstyðja fjárbeiðnir til ráðherra og Alþingis. Starfsmenn og stjórn l.S.l. þurfa þvi stöðugt að vinna meira að skýrslu- og áætlanagerð en áður. t þvi er mikil vinna fólgin, enda mikil- vægt að vel sé að þvi verki staðið. Það er alkunna, að öll skýrslu- gerð fer ört vaxandi, og þar get- um við ekki skorizt úr leik. Verð- ur þvi að vanda vel til þessara verka i framtiðinni. Með góðri aðstoð, og i samstarfi við héraðs- og sérsambönd, er þess að vænta, að l.S.t. nái þeim árangri, sem að er stefnt, og ætl- azt er til af almenningi og stjórnvöldum i landinu. Þjóöarhagur að styöja iþróttastarfið Iþróttahreyfinguna vantar verulegt fjármagn til þess að standa undir þeim kröfum, sem gerðar eru til hennar. Það er ósk þjóðarinnar, að iþróttahreyfingin sé styrk og geti aukið umsvif sin, svo allur almenningur geti aukið likamlega hreysti sina, og afreks- mennirnir geti staðið öðrum þjóð- um jafnfætis i keppni. Innan vébanda iþróttanna starfa nú 20-25% þjóðarinnar, en auk þess iðka margir iþróttir ófélagsbundnir. Við stefnum að þvi að 40-50% þjóðarinnar iðki iþróttir sér til hollustu. Tvær leið- ir verður að fara til þess að auka rekstrarfé. Sú fyrri er að rikis- valdið og byggðastjórnir taki höndum saman og styrki þetta starf mun meira en nú er gert. Það er þjóðarhagur. Hin leiðin er að ieiðtogar iþróttahreyfingarinnar verða að láta félagsmenn greiða meira fyrir þá þjónustu, sem þeim er látin i té i iþróttafélögunum. Segja má, að við höfum orðið undir i kapphlaupi við verðbólg- una. Gjöld þau, sem nú eru greidd af félagsmönnum, eru mun lægri en talið var eðlilegt fyrir 30-40 ár- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.