Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 4. janúar 1976. TÍMINN 13 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órárinn Þórarinsson <ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötif, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingaslmi, 19523. Verö I lausasölu tr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. BlaöaprentfT.fí Aldarfar Á undanförnum árum hafa sifellt blasað við aug- um og klingt i eyrum fréttir af þvi tagi, sem kennt er við Watergate: Fregnir um óhugnanlegt ráða- brugg og samsæri æðstu manna innan vaídastofn- ana, sem teygja anga sina vitt um heim, og hin verstu myrkraverk, sem þangað eiga rætur sinar að rekja. Samtimis hafa margs konar ofbeldisverk, sprengjutilræði, flugvélarán og mannrán skipu- lagðra hópa, fámennra eða fjölmennra, legið eins og martröð á mörgum löndum. Loks hafa grófir glæpir einstaklinga færzt svo i aukana á seinni ár- um viða um lönd, að það þykir frásagnarvert bata- merki, ef einhverjir þættir þess háttar verknaðar aukast ekki nema um tiu eða tuttugu af hundraði eitt árið i stað þrjátiu eða fjörutiu af hundraði næsta ár á undan. Nú er bezt að kannast við þá staðreynd, að menn- irnir hafa aldrei neinir englar verið. Samt verður tæpast fram hjá þvi horft, að við lifum á sjúkri öld. Það eru sjúkdómseinkennin, sem tæpt var á hér að ofan, en sjálfur sjúkdómurinn á sér vafalaust mikl- ar og marggreindar rætur, sem örðugt mun reynast að skilgreina. Oft er talað um vegavilltan æskulýð, og satt er það, að firrur og furður eiga greiða leið inn i hug- skot margrá ungmenna og viða leitað athvarfs, þar sem litil von er til að hitta hamingjuna fyrir. En ekkert gerist að orsakalausu, og það er flótti i skálkaskjól, ef og þegar eldri kynslóðin býsnast yfir viðhorfum og tiltektum þeirra, sem enn eru ungir að árum. Það er sem sé hún sjálf, sem tilreitt hefur þann heim og það þjóðlif, þar sem sambúð manna fer úr böndunum á þann hátt, er dæmin sanna. Vafalitið er, að sú kynslóð, sem nú er á miðjum aldri og mestu ræður i veröldinni, hefur beðið mikið og varanlegt tjón á sálu sinni i heimsstyrjöldinni, og langvinnar styrjaldir, sem fylgdu á eftir og torvelt er að réttlæta, hafa dregið á eftir sér langan hala andlegs ófarnaðar. óttinn við kjarnorkusprengjuna grúfði árum saman eins og þrumuský yfir mann- kyninu og hélzt i hendur við ofstækið á kaldastriðs- árunum. Á seinni árum hefur kenningin um sifelld- an hagvöxt fætt af sér vanmat á flestu, sem ekki gefur af sér peninga, og magnað kapphlaup um sér- hverja gróðavon og alið á fölskum og óraunveruleg- um þörfum i þeim þjóðfélögum, þar sem fólk hefur fjárráð, unz það horfist nú i augu við svo stórfellda mengun, að hún hefur sums staðar orðið banvæn. í þokkabót er svo sú vitneskja, að auðlindir jarðar geta gengið til þurrðar á næstu öld. Mitt i öllu þessu hvilir svo sá syndabaggi á herðum rikra þjoða, að hungur og hörgulsjúkdómar kvista niður fólk i lönd- um, sem þær hafa til skamms tima mergsogið — og gera raunar enn. Þetta og margt annað hefur dregið sinn dilk á eft- ir sér. Við íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessu fremur en aðrir. Bæði er það, að sá faraldur, er birtist i þeim myndum, sem lýst var i upphafi, virðist likt og sóttnæmur, og svo höfum við óneitan- lega dansað með á okkar smáu fótum. Þess vegna er það aðgæzluvert, að sú sýking hugarfarsins, sem er undanfari óhæfuverka, fái ekki að grafa um sig, án þess að við sé spyrnt fótum, og helzt af öllu leit- azt við að uppræta þá þætti sem liklegastir eru til skaðvænlegra áhirfa og á okkar valdi er að vinna bug á. Þar má nefna dýrkun ofbeldis i máli og myndum, gælur við fégræðgi og vanmat á likam- legri vinnu. —JH ERLENT YFIRLIT Norðmenn fá nýjan forsætisráðherra Odvar Nordli tekur við stjórnarforustunni Odvar Nordli ÞEGAR norska þingið hefur störf sin eftir áramótin, verð- ur ný stjórn komin þar til valda. Trygve Bratteli hefur þá látið af stjórnarforustunni og við henni tekið nýr maður, Odvar Nordli. Stjórnin mun verða áfram minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, en sennilega verða einhver frekari manna- skipti en þau, að skipt hafi verið um forsætisráðherra. Það mun mál margra, að Bratteli láti óþarflega fljótt af stjórnarforustunni. Hann verður ekki nema 65 ára 11. þ.m. og virðist enn i fullu fjöri. Þótt Bratteli verði ekki talinn vinsæll stjórnmálamaður, er hann i miklu áliti sem ábyrgur og heiðarlegur stjórnmálafor- ingi. Brottför hans á rætur að rekja til þess, að hann lét Al- þýðuflokkinn taka eindregna afstöðu með aðild Noregs að Efnahagsbandalaginu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 1971, en henni var hafnað með miklum atkvæðamun. betta leiddi til mikils klofnings i Verkamannaflokknum, eins og kom i ljós i þingkosningun- um 1973, en þá beið flokkurinn mikinn ósigur, en norska Al- þýðubandalagið efldist að sama skapi. Bratteli myndaði þó minnihlutastjórn að þeim kosningum loknum og hefur haft stjó.rnarforustuna siðan. Samkvænát skoðanakönnun hefur flok'kurinn verið að vinna á að nýju, en Alþýðu- bandalagið taphí) að sama skapi. Bratteli hafði lýst yfir þvi fyrir flokksþing Alþýðu- flokksins, sem haldið var i aprilmánuði siðastliðnum, að hann myndi þá hætta flokks- forustunni, en hann hafði ekki birt neina yfirlýsingu um hve- nær hann hætti flokksforust- unni, en það hefur iðulega gerzt i Noregi, að flokksfor- usta og stjórnarforusta fari ekki saman. Vegna mikils á- greinings um eftirmann Brattelis sem formanns Al- þýðuflokksins, náðist sam- komulag um, að Reiulv Steen yrði kjörinn formaður flokks- ins, en Odvar Nordli yrði for- sætisráðherra, þegar Bratteli léti af þvi starfi. bað fylgdi þessu samkomulagi, að Bratt- eli léti fljótlega af stjórnarfor- ustunni. 1 fyrstu var talað um, að Bratteli léti af stjórnarfor- ustunni, þegar þingið kæmi saman i október, en niðurstað- an varð sú, að stjórnarskipt- unum var frestað þangað til það kæmi saman að loknu jólaleyfi i ársbyrjun 1976. Rétt mun hafa þótt, að stjórnar- skiptin drægjust ekki lengur, þar sem nýi forsætisráðherr- ann þyrfti nokkurn tima til að kynna sig og stefnu sina fyrir þingkosningarnar, sem eiga að fara fram haustið 1977. DEILAN milli þeirra Steens og Nordlis spratt af þvi, að vinstri menn i flokknum vildu fá Sten sem formann, en hinir, sem taldir eru meira hægfara, vildu fá Nordli. Ef dæma ætti eftir ýmsu þvi, sem Nordli hefur sagt siðan ljóst varð, að hann tæki við stjórnarforust- unni i ársbvrjun ’76, má helzt ætla, að hann muni miða stefnu sina og stjórnarathafn- ir við það, að vinna aftur það fylgi, sem Alþýðuflokkurinn missti til Hægri flokksins og miðflokkanna i þingkosning- unum 1973. Hitt mun þykja lik- legra að það fylgi, sem Al- þýðuflokkurinn missti til Al- þýðubandalagsins, muni skila sér aftur af sjálfu sér, enda benda skoðanakannanir til þess. Nordli hefur gefið til kynna, að hann sé reiðubúinn til ýmissrar samvinnu við miðflokkana, þ.e. Kristilega flokkinn og Miðflokkinn, en það sé svo þeirra mál, hvort þeir kjósi heldur samvinnu við Hægri flöKkinn. Nordli gerir sér að sjálfsögðu ljóst, að skoðanir eru skiptar um þetta i miðflokkunum, einkum með- al yngri manna. bannig hafa æskulýðssamtök Kristilega flokksins, Miðflokksins og Vinstri flokksins gamla, ný- lega birt yfirlýsingu, þar sem þau reyna að gera grein fyrir þeim mun, sem er á stefnu þeirra og Hægri flokksins i ýmsum málum. bað bætir ekki heldur úr skák i þessum efnum, að samkvæmt skoð- anakönnunum gera miðflokk- arnir ekki betur en að standa i stað, meðan Hægri flokkurinn virðist vera að auka fylgi sitt verulega. ODVAR Nordli, sem er i þann veginn að taka við stjórnarforustunni i Noregi, er fæddur 3. nóvember 1927. Hann er kominn af bændaætt- um og þykir bera þess merki á ýmsan hátt. Hann þykir glöggur vel, athugull og gæt- inn og þéttur fyrir, þegar á þvi þarf að halda. Eftir að hafa lokið verzlunarskólanámi, gerðist hann endurskoðandi og stundaði endurskoðun um nokkurt skeið. Hann hóf ungur þátttöku i æskulýðssamtökum Alþýðuflokksins og hlaut þar mörg trúnaðarstörf. beir Steen unnu talsvert saman á þeim árum og var samvinna þeirra þá góð, og er reyndar talin það enn, þótt þeir yrðu keppinautar um flokksforust- una. Nordli varð snemma for- ustumaður flokks sins i heimahögum sinum á sviði sveitarstjórnarmála og vann sér gott orð á þeim vettvangi. Hann komst á þing 1961 og hefur átt þar sæti siðan. fyrst sem varamaður og siðar sem aðalmaður. Árið 1971—1972 var hann félagsmálaráðherra i fyrri stjórn Brattelis og þótti standa sig allvel. begar Bratt- eli myndaði svo siðar stjórn sina 1973, var Nordli ekki með i henni, heldur tók hann við starfi Brattelis sem formaður þingflokksiris. bað þótti merki þess, að Bratteli ætlaði honunr meira verkefni siðar en venju- legt ráðherrastarf. Nordli þótti lika reynast vel sem for- maður þingflokksins og vann sér mikið traust þingmanna. Yfirleitt er talið. að það hafi riðið baggamuninn. þegar þeir Steen kepptu um flokksfor- mennskuna. Mikill meirihluti þingmanna hafi lagt áherzlu á, að Nordli tæki við af Bratt- eli sem forsætisráðherra. Á þingi hefur Nordli látið sveitarstjórnarmál og skatta- mál einkum til sin taka. Hann þykir glöggur ræðumaður, sem skýrir mál sitt vel og fylgir þvi vel eftir. Nordli hef- ur átt sæti i Norðurlandaráði siðan 1969 og á nú sæti i stjórn þess. Fyrst eftir að störfum var skipt milli þeirra Steens og Nordlis. eins og að framan segir, spáðu margir illa fvrir þvi. betta hefur þó heldur breytzt i seinni tið. Takist þeim samstarfið vel. getur það reynzt heppileg verka- skipting, að annar sinni aðal- lega stjórnarforustunni. en hinn flokksforustunni. Gangi flokknum ekki nógu vel i kosn- ingunum 1967, er þó liklegt. að þetta fyrirkomulag verði tekið til enriurskoðunar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.