Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. janúar 1976. TÍMINN 3 SVÍ bjargaði 19 íslend- ingum og 21 Englendingi með fluglínutækjum úr strönduðum skipum Aðfaranótt hins 5. marz strandaði v/s islcifur VE 63 um 4 sjm. vestan Ingólfshöfða. Ahöfnin, 12 menn, komst af eigin rammleik í land, og blésu upp gúmmibjörgunarbát, er þeir sem notuðu sem skýli á meðan þeir biðu björgunar- sveitar SVFt úr öræfum. Er leið á daginn gerði versta veður, austan 11 vindstig, stórhrið með frosti og mikið sandfok. Það tók björgunarsveitina um lOklst.að komast á strandstað vegna ófærðar og veðurofsa. 1 fyrstu var farið með skipbrots- mennina i vitabygginguna og skipsbrotsmannaskýli SVFl i Ingólfshöfða, en siðan til býggða i Öræfum. V/s Isleifur náðist af standstað. Að morgni hins 7. marz strandaði vöruflutningaskipið Hvassafell TFUB á Flatey á Skjálfanda. Björgunarsveit SVFl — Garðar — á Húsavik fór með björgunarútbúnað, flug- linutæki og slöngubáta með utanborðsvél, á tveim fiskibát- um út til Flateyjar og náðu þar landi þrátt fyrir versta veður NA 8-9 vindstig, snjókomu og mikið brim. Ahöfn skipsins 16 manns og 3 farþegar (eigin- konur skipverja), voru dregnir til lands i björgunarstól og gekk sú björgun mjög greiðlega. Var farið með strandfólkið til Húsa- vikur. Enska björgunarskipið Lifeline og varðskipið Ægir náðu Hvassafellinu aftur á flot hinn 14. mai og var farið með skipið til Akureyrar, þar sem bráða- birgða viðgerð fór fram, en fullnaðar viðgerð á skipinu var framkvæmd i Þýzkalandi. Hinn 21. marz strandaði brezki togarinn D.B. Finn H 334 á sandspildunni á milli Blautu- kvislar og Dýralækjarkvislar. Björgunarsveitir SVFI i Vik i Mýrdal og i Alftaveri björguðu áhöfn togarans 21 manni og voru þeir fluttir til Vikur, þar sem þeir dvöldu um nóttina, en siðan til Reykjavikur, og þaðan fóru þeir flugleiðis til Englands. Varðskipið Ægir dró togarann á flot og fór með hann til Reykjavikur. Aðstoðarskipið Goðinn dró skipið til Englands, en þar var það dæmt til niður- rifs. Að morgni 1. ágúst strandaði 10 tonna bátur, Sigurbjörg VE 329 á Þykkvabæjarsandi. Einn maður var á bátnum er bjargaðist i land af eigin rammleik. FBS á Hellu hélt vakt á strandstað, þar til bát- urinn náðist aftur á flot óskemmdur. Skýrsla SVFÍ Eldsvoðar í skipum 1975 Samkvæmt yfirliti frá Slysa- varnafélagi lslands um clds- voða i skipum árið 1975 kemur i ljós að eldsvoðar hafa orðið tiu talsins. Yfirlit SVFI fer hér á eftir: Hinn 16. marz gaus upp eldur i vélarrúmi v/s Mariu .lúliu BA 36,105 tonn, þar sem skipið lá við bryggju i Patreksfjarðar- höfn. Slökkviliðinu tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins og var þvi skipinu sökkt við bryggjuna. Skipinu var siðar náð aftur á flot og fært til viðgerðar i Njarðvik. Aðeins einn maður var um borð i skipinu, þegar eldurinn brauzt út, og var aldrei i neinni hættu. Að morgni 25. mai gaus upp eldur i v/b Ásgeiri Magnússyni II GK 59, þar sem báturinn var að togveiðum út af Selvogi. Ahöfn bátsins, 5 menn, bjargaðist i gúmmibát og siðan um borðiv/sJóhannes Gunnar GK 268 er dró Asgeir Magnús- son til Þorlákshafnar, þar sem slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins, en báturinn var þá mikið brunninn og dæmdur ónýtur. V/b Ásgeir Magnússon var 65 tonna eikar- bátur, byggður i Danmörku 1947. Að morgi 10. júli varð eldur laus f vélarrúmi v/s Sölva ÍS 125 er báturinn var að veiðum i Grindavikurdýpi. Áhöfnin, 5 menn, bjargaðist i gúmmibát, og siðan um borð i v/b Pétursey GK 185, er tók Sölva i tog og ætlaði með hann til Grinda- vlkur. Báturinn gjöreyðilagðist af eldinum og var sökkt grunnt undan Krisuvikurbjargi. V/b Sölvi var 71 tonna eikarbátur, byggður i Danmörku 1946, en endurbyggður 1970. Að kvöldi hins 12. júli sökk v/b Glaður BA 16 um 30sjm. SA af Malarrifi. Kviknað hafði i bátn- um skömmu eftir hádegið þennan dag og bjargaðist áhöfnin, karl og kona (hjón) um borð i Nökkva HU 15. Um siðir tókst að stökkva eldinn i Glað ogtókþá Nökkvi bátinn i tog og var á leið með hann til Reykja- vikur er skyndilegur leki kom að bátnum með þeim afleiðing- um að hann sökk. V/b Glaður var 11 tonna furu og eikarbátur byggður i Hafnarfirði 1972. Um miðnætti 10. sept. gaus upp eldur i vélarúmi v/s Sæborgar RE20,er skipið var statt Ut af Malarrifi. Áhöfn skipsins, 8 menn, bjargaðist i gúmmibát og siðan um borð i skuttogarann Ogra RE 72, er flutti mennina til Reykjavikur. Þegar ögri kom á vettvang logaði stafna á milli, en þó tókst að koma dráttartaug á milli skipanna, en hún slitnaði strax, enda versta veður á þessum slóðum. V/s Sæborg var 105 tonna eikarbátur byggður á Akureyri 1943. Siðdegis hinn 27. sept. varð eldur laus i vélarrúmi skut- togarans Hólmanes SU 1, er togarinn var að veiðum út af Stokksnesi. Ahöfn skipsins 15 manns tókst að hefta útbreiðslu eldsins og siðar kom varðskipið Týr á vettvang og tókst þá að slökkva eldinn með kraft- miklum dælum, Skuttogarinn Barði NK 120 dró Hólmanesið til Eskifjarðar, þar sem það miklar skemmdir höfðu orðið á vélarrúmi þess, að aðalvél og stýrisbúnaður varð óvirkt. Skamman tima tók að gera við skemmdir. Hólmanesið er 451 tonn að stærð, byggður á Spáni 1974. Um miðnætti 27. sept. gaus uppeldur I vélarúmi v/bSæfara RE 77, er var að veiðum út af Þorlákshöfn. V/b Hringur GK 18 kom þegar á vettvang, tók 5 manna áhöfn Sæfara um borð og dró bátinn til Þorlákshafnar, þar sem slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins, en báturinn dæmdur gjörónýtur. V/b Sæfari var 82ja tonna eikar- bátur byggður i Sviþjóð 1942, en endurbyggður 1960. Hinn 2. nóv. kviknaði i v/b Tindastól GK 8, þar sem bátur- inn lá mannlaus við bryggju i Hafnarfirði. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins, en skemdir á bátnum urðu það miklar að hann var dæmdur ónýtur. V/b Tindastóll var 62 tonn, eikarbátur byggður á Akureyri 1956. Hinn 11. des. varð eldur laus i vélarúmi v/b Fróða HU 10, þar sem báturinn var við bryggju á Hvammstanga. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins, en brunaskemmdir urðu það miklar, að báturinn var dæmdur ónýtur. V/b Fróði HU 10, var 35tonna eikarbátur, byggður á Isafirði 1944. Siðdegis 5. des. kviknaði eldur i vélarúmi v/b ólafs IS 43, er báturinn var að rækjuveiðum á Isafjarðardjúpi. V/b Halldór Sigurðsson tók tveggja manna áhöfn Ólafs um borð og dró bátinn til ísafjarðar. V/b Vilborg fór til tsafjarðar þar sem slökkviliðsmenn fóru um borðogsiðan haldið til móts við hina bátana. Var þá mikill eldur i Ólafi, en þó tókst að slökkva. V/b Ólafur var 18 tonna stál- bátur (ex Sæör) og byggður i Englandi 1944. Vegna bruna- skemmda var báturinn dæmd- ur ónýtur. Landnám Menn vita um allar aldir, að Auðbjörg var þó til. Af hennar nafni hljómar við hreppa- og þingaskil. En það veit fár um Þóri. og þess er engin von: Hann hét vist eitthvað annað, og einhvers var hann son. En það er sagt um Þóri i þögn, sem ekkert veit: Hann fór með bjarta brúði að byggja úti i sveit. Þau áttu saman auðinn — þá innri hjartans glóð, þann skerf af lifsins skyldu, sem skapar hverja þjóð. Þau vissu, hvað þau vildu og verða myndi frægð: Að búa i íslands örmum i ástar sinnar gnægð. Á leið um fagrar lendur þau litu aldrei við, en stefndu að Fjallafjöllum á fagurt dalasvið. Þau stóðu i blómabrekku, og berin Auðbjörg las. Þau heyrðu öldur hrynja og heiðarfugla mas. Og Auðbjörg leit á landið og lyfti hýrri brún: ,,Hér geta sauðir gengið og grundir orðið tún”. Og Þórir heyrði þetta og þrýsti meyjarbarm. Og bylgja flaug um brjóstið, en blóð um sterkan arm. En Þórir reyndar þagði, en þó var röddin skær: „Nú heyra hendur minar, að hjartað kallar á þær”. „Þær byggja hérna býli — það ber svo nafnið þitt. Það hijómar um allan aldur, en enginn þekkir mitt”. Þar brotna timans bárur og breyta öllum hag. En undir Fjallafjöllum er fagurt enn i dag. Benedikt Gislason frá Hofteigi. L Þjóðháttalýsing og draumfarir Halldór Pétursson: Draumar, sýnir og dulræna. Skuggsjá. Iialldór Pétursson er útvarps- hlustendum kunnur, þvi að þeim hefur hann sagt frá mörgu. Auk þess hefur hann komið á prent með ýmsu móti áður en nú. Mörgum mun þvi nægja að vis- að sé til þessa og sagt sem svo: Þið þekkiö manninn. Þessi bók er vottur þess að Halldór Pétursson hefur skrifað niður margt sem honum hefur verið sagt um drauma og fyrir- burði. Þannig er þessi samtin- ingur hans aldarfarslýsing — hversdagslegt sýnishorn þess sem Islendinga dreymdi um miðja tuttugustu öld og fyrir þá bar. Það má þvi segja að bókin sé þjóáHáttalýsing á sinn hátt. Höfundur er austan af landi og hér segir að vonum mest af fólki frá þeim landshluta. Það breytir ekki þvi að Vestfirðing- ar kannast við margar sögur til- svarandi sem vel mætti íella þarna inn i án þess að þær skæru sig úr. Þvi er bókin raunsönn heimild um það sem fyrir þjoð- ina bar, — samtimaheimild um þaö hvernig menn dreymdi og hvaö þeim vitraðist. 11.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.