Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 4. janúar 1976. Þá háðu menn einvigi með visur að vopni Hér verður spjallað við mann, sem vel kann með þetta þjóðlega vopn að fara, og er ákaflega fróður um margt, sem þvi kemur við. Það er Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni. Og þá er það fyrsta spurningin: — Ert þú ekki sammála þvi, Höskuldur, að réttlætanlegt sé að segja, að lausavisan hafi vcrið ís- lendingum vopn? — Alveg örugglega. Hún hefur verið það frá ómunatið. Það er hægt að benda i mýmörg dæmi þess að menn hafi háð einvigi með visuna eina að vopni. Tilefn- in voru að sjálfsögðu misjaínlega merkileg, alvörumál og gaman- mál, smámál og stórmál. Ég kann talsvert margar visur, sem vel geta flokkazt undir þess hátt- ar einvigi, en hvort tveggja er , að slikt yrði of langt upp að telja, og svo eru mörg þau mál of nálægt nútimanum til þess að hægt sé að ræða þau i dagblöðum. Þegar ég var að alast upp i Kinn i Suður-Þingeyjarsýslu, urðu margar visur til i sambandi við ýmis mál, en þótt þær mættu fara sinnar leiðar þar, væri hæpið að senda þær út fyrir héraðið, enda yrðu þær naumast skildar af þeim, sem hvorki þekkja til málavaxta né aðstæðna. — Það væri gaman að heyra eitthvað um uppvaxtarár þin i Þingeyjarsýslu, þvf að flestir þekkja þig sem Höskuld bónda á Vatnshomi i Skorradal i Borgar- firöi, fæðingarbæ konu þinnar, og að þið hjónin létuð skira son ykk- ar Svein Skorra. — Já, rétt er það, en frá þeim árum er fátt eitt að segja. Ég fæddist á Finnsstöðum i' Köldu- kinn i nóvember 1906. Ég man, að foreldrar minirhöfðu oft orð á þvi á afmælisdaginn minn, að mikið væri veðrið likt núna og daginn sem ég fæddist. Hins vegar man ég ekki betur en að veðrið hafi veriðmeðýmsu móti á afmælis- dögum minum, stundum hláka, stundum norðan hriðargarri, og stundum eitthvað þar á milli. Lik- lega er skýringin á þessu sií, að ég hafi frá upphafi verið allra rnanna mislyndastur. Æska min var eins og gekk og gerðist hjá bláfátækum sveita- krökkum. Ég fór að snúast við skepnur strax og ég gat. En ég nnan ekki fyrr eftir mér en að ég heyrði fólkið i kringum mig vera að fara með visur. Ég held þvi fram, að það hafi verið hagyrð- ingar, einn eða fleiri á flestum bæjum, þarna i Djúpárhverfinu — það er syðst i Kinninni og nyrzt i Eiárðardalnum. Ég gæti talið upp f.jölmarga einstaklinga, sem ég mann eftir i svipinn, og yrði þó sjálfsagt margt ótalið. VOPN VOPNLA Vísnaspjall við Höskuld frá Vatnshorni VIÐ ÍSLENDINGAR hælum okk- ur oft af þvi á hátiðum og tylli- dögum, að við séum vopnlaus þjóð, sem hefur skömm á hernaði og blóðsúthellingum. Rétt er það, að við höfum ekki stundað mann- dráp á skipulegan hátt siðustu aldimar, en þó höfum við borið vopn, — vopn, sem við höfum lagt mikla rækt við, hvesst það, fægt það og gert gælur við það öldum saman. Þetta vopn er lausavisan. Henni hefur verið beitt til sóknar og varnar i baráttu hins daglega lifs, og hún hefur iðulega verið varanlegasti — og oft eini — minnisvarðinn sem menn hlutu að lifsgöngunni lokinni. Hatursfullar hugsanir eru hættulegar — En hvenær er það svo, sem þú ferð sjálfur að taka þátt i þess- ari þjóðlegu iþrótt? — Þessi spurning hefur mjög oft verið lögð fyrir mig, en ég á óhægt um vik að svara henni. Ég byrjaði snemma að fást við þetta, en ég gætti þess eins og sjáaldurs augna minna langt fram eftir ár- um, að yrkingarnar yrðu ekki eign annarra en sjálfs min. Nóg var nú samt. Ég kom mér út úr húsi hjá fólki með eftirhermum og margs konar stráksskap, og mér hefði áreiðanlega ekki verið þolað það, ef upp hefði komizt um allt sem mér datt í hug á þessum árum. Um þetta hef ég svo ekki fleira að segja. Ég hef margoft tekið það fram, og tek það fram enn, að mér hef ur aldrei dottið i hug að ég væri skáld. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að mér að yrkja vitsmunakveðskap. Ég er ekki einu sinni hagyrðingur, þótt fyrir haf i komið, að út úr mér hafi hrokkið ein og ein visa, oftast fyrirhafnarlitið. Ég man eftir einni visu, ef visu skyldi kalla, sem segir nokkuð um þetta. Ég held hún sé svona: Övandaðri stundum stefni stakri visu á flug, en að káfa á kvæðisefni kom mér ekki i hug. — Minnist þú þess ekki, að þú hafir notað visuna sem baráttu- tæki, eins og við minntumzt á i upphafi? — Tja, ég veit ekki. Hins vegar hef ég trú á þvi, og það hafa sagt mér gamlir menn, að visur gætu haft áhrif. Þannig, að ef maður gerði visu reiður og i heiftarhug, þá gæti það haft illar afleiðingar. — Og jafnvel þött visan færi ekki hátt? — Þær vilja nú oft fljúga, vis- urnar, sem ortar eru út úr heitum afli, hafa venjulega í sér fólgið mikið li'fsmagn. Gamall maður sagði mér, að eitt sinn hefði hann reiðzt mjög tilteknum manni, og ort um hann vlsu. Vlsan er ljót, og ég hef hana ekki yfir hér. En þessi gamli maður bætti því við, að sér hefði hnykkt ónotalega við þegar maðurinn, sem visan var ort um, varð fyrir stórtjóni, og það á sjálfan aðfangadag jóla. Last um Húnvetninga — Við ættum þá líklega að spjalla um aðra og saklausari hluti? — Já, þvi ekki það? Ég veit, að gamlir sveitungar mlnir fyrir norðan fyrirgefa mér, þótt ég fari með eldgamla visu, sem ég setti saman, einhvern tima fyrir löngu. Hún er svona: Hafa úrvals hugarfar og hátterni i standi, kristnir eru Kinnungar og kjafturinn óbilandi. — Svo ortir þú lika ljómandi góða vlsu um Húnvetninga, ekki alls fyrir löngu. Viltu ekki kenna mér hana? — Æ, elskan min góða, ég er búinn að steingleyma henni! En fyrst þú nefnir Húnvetninga, vil égnota tækifærið til þess að segja frá þvi, að ég hef ort margar vls- ur um Húnvetninga, en þær eru flestar til orðnar sökum þess, að Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni. við Sigurður heitinn Jónsson frá Brún áttum mikið saman að sælda um langt árabil og fór jafn- an hið bezta á með okkur. Sig- urður hafði ákaflega gaman af visum, einsog kunnugt er, og það Hugu margar visur á milli okkar, en allar ortar i gamni og af góð- um hug, að þvi er ég bezt veit. En hér fór sem oftar: visurnar voru lærðar, þær gengu á milli manna, og ef til vill hefur verið lögð i þær annar og þyngri skilningur en ætlazt var til af þeim sem ortu. Ég er búinn að þekkja Húnvetn- inga langa lengi, hef reynt þá að ótalmörgu góðu, en engu mis- jöfnu, — hvað sem ég kann að hafa um þá sagt, þegar sá gállinn var á okkur vinunum, Sigurði frá Brún og mér. Einu sinni orti ég visu — að sönnu ekki merkilega um þessi mál. Hún er svona: Mér hefur löngum fipazt flest, fæ þvi mörgu að kyngja, en liklega hef ég logið mest lasti á Húnvetninga. Skarða-Gisli — Átt þú ekki skáld og hagyrð- inga mjög nálægt þér i ættinni, þar sem þessi tiihneiging er nú einu sinni svona rík i ykkur, Þing- ey ingunum ? — Hagyrðinga eða skáld? Það fer nú eftir þvi, hvaða merkingu við leggjum i' þau orð. Mér hefur aldrei dottið i hug að kalla mig skáldmæltan mann, þótt ég hafi getað hnoðað saman visum. Ég hygg, að þessu hafi verið mjög likt farið með foreldra mina. Ég kann visur eftir þau bæði, ég veit að margir föðurfrændur minir eiga létt með að gera visur, og i móðurættinni eru talsvert margir slikir. Jón gamli Hinriksson á Helluvaði var afi móður minnar, Sigurður skáld á Arnarvatni var ömmubróðir minn, — svo ein- hverjir séu nefndir. Það er slang- ur af þessu i ættinni, og nær tals- vert langt aftur. Skarða-Gisli var langalangafi minn. — Kanntu ekki eitthvað eftir Skarða-Gisla? — Jú, ég kann visur eftir hann. en þær eru nú ekki allar á prent setjandi. Nokkur ágreiningur hef- ur verið um eina af þeim visum, sem ég og fleiri telja að Skarða-Gisli hafi ort. Sumir hafa eignað hana öðrum manni, sem lika hét Gisli, og var, að þvi er mig minnir, Gislason. Sá Gisli var Skagfirðingur. Nú er það vitað, að Skarða-Gisli fluttist til Mývatnssveitar, og þá held ég að hann hafi ort visuna, sem er svona: Klafann brýt og bölv’onum, i básinn skýt ég hrakyrðum, upp mig slit með ósköpum úr Helviti og kvölunum. Vitað er, að Gisli sá, sem nefnd- ur var hér að framan, og var Skagfirðingur, orti svokallaðar Klukkuvisur, og sumir hafa talið þessa visu eina þeirra. En marg- ir, og þeirra á meðal Konráð Vil- hjáimsson frá Hafralæk, Sigfús afi minn á Halldórsstöðum, — en Skarða-Gisli var afi hans, — bæði þeir og fleiri hafa haldið þvi fram, að Klukkuvisurnar séu yngri, og að sá sem þær orti, hafi stælt þessa visu Skarða-Gisla. Sjálf- sagt verður þetta hvorki sannað né afsannað héðan af, en ég mun trúa þvi, að Skarða-Gisli gamli hafi ort þessa vfsu.þangaðtilmér berast óyggjandi sannanir um hið gagnstæða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.