Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 8
TÍMINN
Sunnudagur 4. janúar 1976
lljónin Guðrún Skarphéðinsdóttir frá ólafsvfk og Gylfi Snædal
Guðmundsson veitingamaður. Myndin er tekin
við opnun veitingastofunnar Skrinunnar að Skólavörðustig 12
Skrinan heitir nýtt veitingahús,
sem er á horninu, þar sem aftal-
verzlun KHON var áftur til húsa
aft Skólavörftustig 12. Hverfift
haffti fyllzt af gamalmcnnum,
sagfti einhver, og þá verfta mat-
vörubúöir aft taka upp i vængina
og leita upp hverfi, þar sem ungar
manneskjur og barnafólk á
heima, en þaft er I útjöftrum
borgarinnar.
Núna er selt þarna kaffi og
matur og þessi indæla Kronbúð er
horfin með krydduðum ilmi af
eplum og grænsápu, kaffi og
pipar.
Eigandi Skrinunnar er Gylfi
Snædal Guðmundsson, 37 ára
gamall langferðamaður, sem nú
hefur aftur setzt að á islandi eftir
margra ára dvöl með öðrum
þjóðum.
Gylfi missti aleigu sina fyrir
tæpum áratug, þegar stór vöru-
skemma brann hjá Eimskipa-
félaginu, en hefur nú fengið hana
aftur i bréfi frá hæstarétti. Við
hittum Gylfa að máli nú fyrir
skömmu og hafði hann þetta að
segja um lifshlaupið mikla:
Rætt við Gylfa
— Ég er fæddur i Vesturbæn-
um, en uppalinn á Háteigsvegin-
um og ég fór snemma út i heim til
að sigla. Kannski var ég meira al-
inn upp þar, en annarsstaðar. Ég
var liklega 16 ára, þegar ég fór
fyrstút og dvaldi ég þá á ýmsum
stöðum, Sviþjóð, Afriku og viðar.
Siðan kom'ég heim og hóf mat-
reiðslunám og lauk þvi. Ég lærði
hjá Þóri Kristjánssyni mat-
reiðslumeistara, en hann var i
Sjálfstæðishúsinu og viðar.
Það mun hafa verið árið 1956
sem ég kom heim, og svo þegar
ég var búinn að læra — og búinn
að gifta mig, þá lagði ég aftur leið
mina út i heim, og sem fyrr lá
leiðin til Sviþjóðar. Það var árið
1964 og við vorum þar i fjögur ár.
Ég vann við matreiðslu á ýmsum
þekktum stöðum þar.
Aleigan brann
— ég bara grét
— Það var árið 1967 sem við
fluttum heim til Islands á ný. Þá
var það sem óhappið skeði, nótt-
ina 31. ágúst 1967, en þá brann
Borgarskáli og þar með allt sem
við áttum, húsmunir, heimilis-
tæki og allt mögulegt, og það er
núna fyrst átta árum seinna, að
hæstiréttur kveður upp dóm um
að ég eigi að fá tjón mitt bætt.
— Hvernig er aft missa allt sitt
svona á einni nóttu?
— Það er ólýsanlegt. Ég var
búinn að vinna fyrir þessu með
hörðum höndum, allt var mjög
vandað og dýrt, þvi að við höfðum
vissa skoðun á þessum málum —
að maður ætti ekki að kaupa sér
húsgögn nema einu sinni á æv-
inni. Ég hafði þrælað eins og
skepna út i Sviþjóð fyrir þessum
hlutum, og ég fór að hágráta, en
svo jafnaði þetta sig.
— Voru þér ekki boftnar bætur?
— Nei. Á vissu stigi var að visu
talað um það, en á það var ekki
fallizt. Ég held að trygginga-
félagið hafi ekki viljað neina
samninga. Það þarf ekki að vera
af illvilja eða óbilgirni, og nú hef-
ur þetta tekið átta ár, og það er
dálitið langur timi fyrir fjöl-
skyldu að biða — já, og svo er
vafalaust eftir að þrasa um tjóns-
upphæðina þvi að talsverðar
verðbreytingar hafa orðið á tima-
bilinu, sem liðið er.
— Mér verður nú lika hugsað til
þeirra tima er meginhluti þessar-
ar búslóðar varð til. Maður velti
hverri krónu tvisvar, keypti sér
ekki einu sinni fatnað til þess að
koma sér upp fallegu heimili, —
og svo brennur allt upp á einni
nóttu.
Rauða myllan og fl.
— Eftir heimkomuna fór ég að
vinna hjá vini minum Jóni
Ragnarssyni, veitingamanni.
Skömmu siðar duttum við niður á
veitingahús, sem var til sölu
Rauða myllan.Við keyptum hana
saman, en svo gekk hann út úr
fyrirtækinu og móðir min keypti
hlutinn og á nú veitingahúsið á
móti mér. Hún sér um rekstur
þess, og hefur gert um alllangt
skeið. Þetta er kaffihús og nýtur
vinsælda og hefur hóp af föstum
viðskiptavinum.
— Eitthvað rótleysi var samt
enn i manni og mig þyrsti i að
prófa eitthvað nýtt. Það varð úr,
að við hjónin lögðum land undir
fót á nýjan leik og nú var förinni
heitið til Rhodesiu, en þar áttum
við heima um tima. Siðar svo i
Suður-Afriku og Zambiu. Við
ferðuðumst mikið um þennan
heimshluta, en ég vann við hótel-
störf og hafði nóg að gera.
Við komum siðar heim aftur ár-
ið 1972 eftir heimikið ferðalag og
mikla reynslu en stóð uppi at-
vinnulaus i bili.
Ég hafði hugleitt að stofna til
veitingareksturs þarna suður frá,
en hvarf frá þvi ráði. Astandið er
dálitið ótryggt eins og allir vita,
og ég sé ekki eftir þvi að hafa hætt
við þá hugmynd.
Það næsta, sem ég fók mér
fyrir hendur, var að gangast fyrir
listsýningu á afriskri list á
Islandi. Ég hafði ferðazt mikið
um frumskógana og vissi um
marga ágæta myndlistarmenn i
hópi innfæddra, og nú ákvað ég að
freista þess að sýna þessa dásam-
legu list á Islandi.