Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 4. janúar 1976. Menn 09 mákfni Voru kjarasamningarnir merkasti atburðurinn 1975? Gamla árið brennt út og nýju ári fagnaö um s.l. áramót. Tlmamynd Kóbert Svar Jóns Sigurðssonar I útvarpsþætti Páls Heiðars á nýársdag svöruðu ýmsir merkir menn þeirri spurningu, hver hefði verið merkasti atburður ársins 1975 hérlendis. Flestir nefndu út- færslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milurnar. Jón Sigurðsson, for- stjóri Hagrannsóknastofnunar- innar, nefndi hins vegar kjara- samningana, sem voru gerðir i júnimánuði. Mörg rök hniga að þvi, að svar hans sé rétt, ef átt er við.þann atburð, sem hafi haft mikilvægust áhrif á árinu sjálfu. Þessir kjarasamningar voru líka sögulegur atburður, að þvi leyti, að þeim var meira i hóf stillt, en titt hefur verið um skeið, þegar samið hefur verið án verkfalls. Þær lýstu góðum skilningi beggja aðila á þvi erfiða efnahags- ástandi, sem þjóðin bjó við, en það er hið erfiðasta, sem hér hefur verið um 40 ára skeið sam- kvæmt upplýsingum Hag- rannsóknastofnunarinnar, en þá er átt viðþjóðartek jurnar. Áhrif þessara kjarasamninga hafa lika orðið hin mikilvægustu, en til þeirra má m.a. rekja, að veru- lega hefur dregið úr verðbólgu- vextinum á siðari hluta ársins og að innflutningsmagnið dróst verulega saman á árinu. Versn- andi viðskiptakjör komu hins vegar i veg fyrir að þetta dragi úr viðskiptahallanum. Minnkandi verðbólguvöxtur og minnkandi innflutningurerforsenda þess, að sigrazt verði á efnahagsvandan- um. Þess vegna var, þrátt fyrir allt, stefnt i rétta átt á árinu 1975. Ótalið er svo það, sem frá sjónarmiði launþega, verður vafalaust talinn mikilvægasti árangur júnisamninganna. At- vinna hélzt næg i landinu allt árið og fór jafnvel heldur vaxandi siðari hluta þess. Þessi mikilvægi árangur hefði ekki náðst, ef júnisamningunum hefði ekki ver- ið i hóf stillt. An þess hefði komið til samdráttar og atvinnuleysis, þvi að fyrirtækin hefðu ekki þolað meiri útgjöld. Von en ekki vissa Flestir vestrænir þjóðarleiðtog- ar létu i ljós þá von um áramótin, að kreppunni væri að linna. 1 ára- mótagrein ólafs Jóhannessonar viðskiptamálaráðherra, sem birtist hér i blaðinu á gamlársdaginn, fórusthonum orð á þessa leiö: „Við þessi áramót vonum við, að það versta sé að baki i efna- hagserfiöleikum tveggja siöast- liðinna ára. Þaö mun hald flestra kunnáttumanna, að nú fari að rofa til i þeim efnum, að sól fari senn að hækka á lofti á þvf sviði. Það er þó von, en engin vissa. Nokkur batamerki eru þó þegar sýnileg . Þannig hefur til muna dregið úr verðbólguhraðanum á siðari helmingi þessa árs, sem nú eraðkveðja.Likureru tilþess, að talsvert dragi úr viöskiptahallan- um á komandi ári, og er það raunar alveg óhjákvæmilegt, þvi aö án þess siglir þjóðarskútan beint i strand. Á hvorugu þessu sviði má þó búast viö stórstigum breytingum, enda getur verið vafasamur ávinningur að of snöggum umskiptum. Bati er þó bundinn þvi skilyrði, að þjóðin sniði sér stakk eftir vexti i eyðslu og framkvæmdum, þ.e. fari ekki fram úr þvi, sem getan leyfir. Afkoma ri'kissjóðs ætti að fara batnandi á þvi ári, sem nú fer i hönd, nema einhver óvænt atvik komi til. Þó að framkvæmdir dragist eitthvað saman, verður að leggja áherzlu á að tryggja at- vinnuöryggi og fullkomna fram- leiðslustarfsemi. En hinn gullni meðaivegur á milli þenslu- hjöðnunar og nægrar atvinnu get- ur verið vandrataður. Vonandi tekst að þræða þann stig með þeim hætti, að lifskjör almenn- ings geti haldizt i horfi og heldur farið batnandi. Það verður annars að játa, að framvindan i efnahagsmálum er háð mörgum óvissum atriðum. Það varðar t.d. miklu, að kjara- mál leysist á sanngjarnan og raunsæjan hátt. Það er og for- senda efnahagslegs bata, aö ekki komiafturkippuriþærhorfur um viðskiptakjör, sem nú eru likleg- ar.” Kjaramálin Ólafur Jóhannesson vék að kjaramálunum i áramótagrein sinni og fórust honum m.a. orð á þessa leið: „Óleyst kjaramál eru mönnum eitt helzta áhyggjuefni um þessar mundir. Með kjarasamningum við Bandalag háskólamanna hefur veriö gefið visst fordæmi. Lög um framlengingu fresta hjá Kjaradómi sýna, að rikisvaldið vill gera sitt ýtrasta til að leysa kjaramál opinberra starfsmanna með samningum. Nú þarf að nota timann vel. Aðilar þurfa að setj- ast niður og ræða málin i fullri einlægni og með þeim fasta ásetningi að ná endum saman. öllum eru augljósar þær forsend- ur sem fyrir hendi eru. Lausn þarf að finna á þvi samnings- réttarmáli, sem opinberir starfs- menn viröast setja á oddinn. Ég held, að þar þurfi þeir að sætta sig við að ná markinu i áföngum. Með gagnkvæmum skilningi ætti það mál að leysast. t almennum ályktunum hefur Alþýðusambandið sett fram stefnumið, sem á margan hátt eru hófleg og skynsamleg miðað viöaðstæöur. Þærályktanir þurfa sumar hverjar nánari skýringar og skilgreiningar við. Nú riður á aö atvinnurekendurláti ekki á sér standa. Það hlýtur öllum að vera ljóst, að ekki verður komist hjá einhverri kauphækkun. Það þarf að ganga að þvi að ræða málin og koma þeim á hreyfingu. Þagnarþófið er timaeyðsla. Það er öllum mestur óhagur, að hjól atvinnulifsins stöövist. Þaö mun ekki standa á rikisstjórninni að gera þvi það sem i hennar valdi stendur til að greiða fyrir skynsamlegri lausn þessara kjaramála. En góður vilji og gagnkvæmur skilningur er aðal- atriðið, og þaö sem mest veltur á.” Ný verkefni Talsvert hefur verið rætt um, hvort fiskiflotinn islenzki sé orð- inn of stór. Lúðvik Jósefsson hefur bent á, að útreikningar, sem hafi verið gerðir um það, hafi ekki verið nægilega vel unnir. Þannig sé ekki tekið með i reikninginn, að stór hluti fiskiflot- ans sé orðinn gamall og úreltur, og hljóti þvi' að heltast fljótlega úr lestinni. Sennilega hefur óheil- brigt sjóðakerfið staðið i vegi eðlilegrar þróunar i þessum efn- um. Þá er svo að athuga, að þótt draga þurfi úr veiðum vissra fisk- tegunda um stundarsakir, má reikna með, að þær geti aukist fljótlega aftur. Siðast, en ekki sizt, er svo að nefna það, að enn eru ýmsar fisk- tegundir við landið litið eða ekk- ert nýttar. Þar er að finna verk- efni fyrir fiskiflotann, sem ekki hafa verið tekin með i áðurnefnd- um útreikningum. Hér þarf að hefjasthanda af miklum dugnaði. I þvi sambandi er hollt að minn- astþess.hvemigbrugðizt var við á kreppuárunum miklu 1934-1938. Þá var hafizthanda um byggingu hraöfrystihúsa, skreiðarfram- leiðslu og karfavinnslu, svo að nokkuð sé nefnt, og þannig sigrazt á þeim miklu erfiðleikum, sem hrun saltfiskmarkaðarins hafði i för með sér. A sama hátt þarf að bregðast við nú. Það þarf að stór- auka rannsóknastarfsemi og markaðsleit til að tryggja nýtingu fisktegunda, sem nú eru vannýtt- ar eða ónýttar. Þar biöa fiskiflot- ans og vinnslustöðvanna ný verk- efni. Þannig þarf að bregðast við þeim samdrætti, sem þarf að verða á þorskveiðum um stund. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar i 200 milur, verður okkur til litils, ef við vinnum ekki kappsamlega að þvi að nýta alla þá möguleika, sem hún skapar okkur. Hve langt verður þorskastríðið? Eins og sakir standa nú, er ekk- ert lát sjáanlegt á hinni ósáttfúsu stefnu brezku stjórnarinnar i landhelgisdeilunni. Einstakir brezkir ráðherrar segja að visu, að þeir vilji semja, en hingaö til hafa þeir ekki nefnt aðrar tölur en þær, sem annaðhvort myndu leiða til útrýmingar á þorskstofn- inum eða til svo stórfellds sam- dráttar á veiðum Islendinga, að hérhlyti að skapast almenn neyð. Þessar tölur sýna, að hér er á ferðinni hin löngu úrelta stjórn- kænska brezkra stjórnmála- manna að látast vera fúSastir til samninga, þegar þeim er sizt i huga að ná sanngjörnum samningum. Bersýnilegt er, aö þeir Wilson og Gallaghan treysta blint á yfirburði brezka flotans og ætla i skjóli hans að halda uppi veiðum á Islandsmiðum eins lengi og hægt er. Þess vegna má búast við, að þeir haldi þorska- striöinu áfram alveg fram undir þann tima, er til úrslita dregur á hafréttarráðstefnunni, en það verður sennilega ekki fyrr en I ágúst 1976. Fullvíst er talið nú, að fundur hafréttarráðstefnunnar, sem verður haldinn i marz—mai i vor, muni ekki nægja til sáttaum- leitana um helztu ágreiningsefn- in og þvi verði haldinn nýr fundur i ágústmánuði. Islendingar verða að búasigundir að þurfa að heyja þorskastriðið þangað ti.l, ef brezka stjórnin verður ekki búin að læra áður, hve óhyggilegt þorskastriðið er. Hitt verður að telja liklegt, að hún beygi sig fyrir niðurstöðu, sem væntanlega fæst á hafréttarráðstefnunni. Þetta er þó engan veginn vist. Þvi er viss- ast fyrir Islendinga að búa sig undir það, að þorskastriðið verði bæði langt og hart. Afstaða brezku þjóðarinnar Þess er gott að minnast i þorskastriðinu, að það er ekki háð viö brezku þjóðina, heldur óbil- gjama og nýlendusinnaða for- ustumenn hennar. Þannig hefur skozki þjóðernisflokkurinn lýst fullri samstöðu með tslendingum og sama hefur Kommúnistaflokk- ur Bretlands einnig gert. Þá gerð- ist þaö rétt fyrir jólin, að haldinn var fúndur i flokksstjórn Verka- mannaflokksins þar sem þorska- striöið bar á góma. A fundinum var samþykkt tillaga, þar sem lýst var fylgi við 200 milna efna- hagslögsögu, og jafnframt lýst áhyggjum vegna þorskastriðsins, sem hefði harðnað vegna ihlutun- ar brezka flotans. Einn ráðherr- anna, sem á sæti i flokksstjórn- inni, frú Shirley Williams, taldi tillöguna óheppilega fyrir Gallaghan utanrikisráðherra og reyndi að breyta henni á þann hátt, að einnig væri minnt á þátt islenzku varðskipanna. Það fékk ekki nægan hljóm- grunn. Þaðmun einkum hafa ver- ið Eric Heffer, sem vék úr stjórn- inni vegna ágreinings á siðastl. sumri, er beitti sér gegn breytingatillögu frúarinnar og kom i veg fyrir að hún væri sam- þykkt. Þetta er eitt af mörgum dæm- um þess, að Wilson og Gallaghan hafa ekki brezku þjóðina að baki sér i þorskastríöinu viö Islend- inga. Islendingar eiga vafalitið marga góða stuðningsmenn i Bretlandi um þessar mundir og er mikilvægt, að bæði opinberir aðil- ar og einkaaðilar ræki sambandið við þá meðan brezka stjórnin er ekki viötalshæf sökum óbil- gjarnrarkröfugerðarum veiðar á Islandsmiðum. Enginn íhalds- svipur Þótt fjárlögin fyrir 1976 geri ráö fyrir nokkrum samdrætti framkvæmda frá þvi, sem hefur' verið siðustu árin, sökum efna- hagsörðugleikanna, er tvímæla- laust gengið eins langt i opinber- um framlögum og fyrirhuguðum lántökum til framkvæmda og framast er hægt. Þvi verður ekki með sanni sagt, að neinn ihalds- svipur sé á fjármálastefnu rikis- stjórnarinnar. Það er þvert á móti stefnt að þvi, að fram- kvæmdir verði eins miklar og kostur er og reynt að tryggja þannig, að Island verði áfram eina vestræna landið, þar sem heimskreppan núverandi hefur ekki leitt til atvinnuleysis. Af hálfu Alþýðubandalags- manna er reynt að gera áróðurs- efni úr þvi, að framkvæmdir verði nú eitthvað minni en i tið vinstri stjórnarinnar. Vinstri stjórnin var vissulega mikil framkvæmdastjórn og átti Framsóknarflokkurinn drýgstan þátt i þvi. En hérer ólikri aðstöðu saman að jafna. Vinstri stjórnin tók við af ihaldssamri stjórn, og gat þvi sýnt mikla aukningu framkvæmda i samanburði við fyrirrennara sinn. Núverandi rikisstjórn tók við af fram- kvæmdasamri stjórn, sem gerði eins mikið og framast var hægt. Vinstri stjórnin fór með völd, þegar viðskiptaárferði fór sibatn- andi og gat þvi leyft sér mikið. Núverandi stjórn hefur búið við siversnandi viðskiptaárferði, og er þvi neydd til að draga saman seglin. Þegar þetta tvennt er haft I huga, stenzt núverandi rikis- stjórn alveg samanburð við vinstri stjórnina. Báðar hafa stefnt að eins miklum fram- kvæmdum og uppbyggingu og aö- staðan hefur framastleyft hverju sinni. Þannig mun lika jafnan verða stjórnað, þegar Framsóknar- flokkurinn á þátt i þvi að móta stjórnarstefnuna. Stefna hans hefur verið frá upphafi að stuðla að sem mestri framför lands og þjóðar. Þeirri stefnu mun flokk- urinn-jafnan fylgja, en aðstæður hljóta hinsvegar að ráða miklu um það, hvað mikið er unnt aö gera hverju sinni. Vöxtur ullar- iðnaðarins Forustumenn Félags islenzkra iönrekenda ræddu fyrir skömmu við þá þingmenn, sem eiga sæti i iðnaðarnefndum Alþingis. Margt fróðlegtbar þar á góma. M.a. var þar rætt um ullar- og skinna- iðnaðinn, en það er sú iðngrein, sem hefur eflzt langmest siðustu misseri og virðist eiga bjartasta framtið, ef rétt er á málum haldið. A þessu ári mun út- flutningurá ullarvörum nema 1.4 milljarði króna, en útflutningur á skinnavörum 600 millj. króna. Samtals er hér um að ræða tvo milljarða króna. Þá er salan innanlands áætluð um einn milljarður króna. Samtals aflast erlendur gjaldeyrir eða sparast um þrjá milljarða króna á ári vegna þessara iðngreina. Vaxtarmöguleikarnir eru þó enn miklir, einkum á sviði ullarvar- anna. Sérfróðir menn sem hafa kannað þessi mál, telja t.d. að hægt eigi að vera að tvöfalda út- flutning ullarvara, þannig að hann nemi um 3 milljöröum króna á ári. Þá er reiknað með þvi, að sauðfjárstofninn veröi óbreyttur, en ullin komi betur til skila en nú. Sökum þess hve ullar- verðið er lágt, kemur ullin ekki eins vel til skila nú og ella myndi vera. Það sem hér þacf að gera, er að greiða hærra verð fyrir ullina, en lækka þá t.d. i staðinn útflutningsuppbætur á kjöti. Hér væri aðeinsum tilfærslu að ræða, sem ætti að geta orðið öllum til hags. Það er einn af kostum ullar- iðnaðarins, að hann veitir tiltölu- lega meiri atvinnu en margar aðrar iðngreinar. Hann hefur lengi verið þýðingarmikil at- vinnugrein á Akureyri, en er nú orðinn það á mörgum stöðum viða um land. Hann er sú iðn- grein, sem einna bezt hentár til að verða lyftistöng fyrir dreifbýlið. Mikilvægi ullariðnaðarins virð- ist dyljast mörgum þeim, sem ræða um það af takmarkaðri þekkingu, að draga beri saman sauðfjárræktina. Slikur sam- dráttur gæti orðið til þess að kippa meii'a eða minna fótum undan þeirri iðngrein sem nú virðist eiga einna blómlegasta framtið hérlendis. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.