Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 21
Sumiudagur 4. janúar 1976. TÍMINN 21 KVIKWIYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR— KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNÐA- HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson SKYGGNZT BAK VIÐ TJÖLDIN Háskólabió Lady sings the blues Leikstjórn: Sidney J. Furie Aöalblutverk: Diana Ross, Billy De VVilliains Kvikmyndir um ævi og frægð- arferil mismunandi skærra stjarna úr skemmtanalifi liðinna áratuga, hafa átt nokkrum vin- sældum að fagna hin siðari ár. Efni, sem ella hefur komið fyrir almenningssjónir i slúðurdálkum blaða einum, hefur verið safnað saman til kvikmyndagerðar og heíur, likt og slúðurdálkarnir, vakið ótrúlega hrifningu. Að meginhluta til hafa kvikmyndir þessar fjallað um tvo einstaka þætti úr lifi viðkomandi stjarna: klifur þeirra upp á stjörnuhim- inninn og ástarlif þeirra, sem hvort tveggja hefur reynzt hið bezta vegaljós á leiðinni til pyngju almennings. Flestar hafa myndir þessar verið heldur lifils virði sem slikar og hafa geíið áhorfandanum fátt það sem eftir gæti setið. Þær hafa verið til þess eins hæfar að eyða yfir þeim einni kvöldstund eða svo og gleyma þeim siðan. Ekki á það þó við um þær allar og það er undirrituðum ánægja að geta bent á jólamynd Háskólabiós, ,,Lady sings the blues”, sem undantekningu. Að skyggnast bak við Það sem einna helzt gefur mynd þessari gildi, umfram flest- ar aðrar af sama toga, er innsýn sú sem gefin er i erfiðleika og baráttu verðandi stjörnu. t stað þess að beina myndavélinni að skrautlegu og tælandi yfirborði stjörnuheimsins, er bakgrunnur- inn dreginn fram, með öllum sin- um skuggum og skömmum og áhorfandanum sýnt hvernig inn- viðir glæsihallanna eru saman- settir. Billie Holiday var ekki saklaus sveitastúlka, sem heillaði rikan umboðsmann (Siegfield eða aðra) með rödd sinni. Hún var ekki heldur fátæk borgarstúlka, sem meö einbeitni og heiðarleik mjakaði sér upp stigann. 1 kvikmyndinni er heldur ekki reynt að umbreyta henni i annað hvort þeirra gerva, né heldur nokkurt það gervi annað, sem svo oft hefur þótt nauðsynlegt að sýna stjörnur i — einkum eftir dauða þeirra. Kvikmyndin sýnir Billie ein- faldlega eins og hún hefur liklega verið: sem tækifærissinnaða borgarstelpu með söngrödd og stóra drauma. • Billie Holliday varð stjarna að lokum eftir harða baráttu og slagurinn skildi eftir sig ör. sem hún bar ævilangt. Hún náði upp á toppinn, en áreynslan kostaði hana sjálfs- virðingu sina, persónureisn, and- legt og likamlegt heilbrigði og siðast lifið. Yfir þetta er ekki reynt að draga dul i myndinni, sem gerir athöfnum hennar og at- vinnugreinum þeim sem hún stundaði samvizkusamlega skil, hversu fjarri sem þær kunna að virðast æskilegri mynd af stjörnu. Þessi heiðarleiki gefur kvik- myndinni gildi, þótt svo hann ef til vill minnki ofurlitið möguleika hennar sem söngvamyndar. Frábær leikur Diana Ross hefur hlotið mikið hrós fyrir túlkun sina á persónu Billie Holiday i „Lady sings the blues”. Það er enda ekki að ófyrirsynju, þvi meðferð hennar á hlutverkinu er að öllu leyti vel fyrir ofan meðallag, á köflum nánast frábært. Einkum er það þó tjáning henn- ar á eymd söngkonunnar, sem vekur athygli og leggur áherzlu á þá viðleitni að sýna það sem gerist bak við tjöldin, meðan þau eru dregin fyrir. Það verður at- hyglisvert að sjá hvort upphaf leikferils Ross reynist táknrænt fyrir áframhald hans, þvi þá er við allnokkru að búast. Mynd þessi fær þvi hin beztu meðmæli, einkum fyrir að hún gefur sannari mynd af stjörnu- himninum, en flestar systur hennar hafa gert fram til þessa. Það sem ekki er verulega vel i henni gert, nær meðallagi og rúmlega það og hvers má ætlast til meira á þessum siðustu og verstu timum — á öld innan- tómrar afþreyingar? — HV STEINDRAPUR UM TROÐNAR SLÓÐIR i lögguafþreyjurum nú til dags og, scm er umdeilanleg persónu- leg skoðun, of mikið af Bronson. Ilver stælir hvern? Þegar kvikmynd gengur vel er gjarnan framleidd önnur um sama elni og svo önnur og önnur og Stjörnubió Stone Killer Leikstjórn: Michael Vinner Aðalhlutverk: Gharles Bronson, Martin Balsam. Nóg af blóði, nóg af hvellum, nóg af öðrum liávaða. Nóg af l'leslu þvi sem yfirleitt fyrir finnst Þráður: Lögreglumaður drep- einhvern af undirokuðum með- þjóðfélagsins tHelst Ricana, sem virðast komnir i tizku aftur, eftir að hafa sofið allt frá West Side Story) og er annað hvort visað frá störfum, eða fluttur milli borga, vegna gruns um kynþáttahatur. Nauð- sýnlegt er að hann verði vegna þessa óvinsæll meðal yfirmanna limum Puerto sinna og þurfi að takast á við þá, engu siður en glæpalýðinn. Vegna tilfærslu sinnar, eða brottvisunar, kemst hann með nasirnar inn um dyragættir stór- glæpamanna og finnur þef (eða ilm) af einhverju ógnarsamsæri, sent hann byrjar þegar að rekja nánar. Eltir harövitug átök og miklar hættur tekst honum svo. með hjálp eina lögreglumannsins sem var honum vinveittur allan timann, að þvo af sér kynþátta- liatriö með blóði undirheimalýðs- ins og allt verður aftur gott. Þetta er svo likt hvað öðru. Hvort sem myndin heitir Badge þetta eða Sleindrápur hitt. Spurningin er bara hver stælir hvern. Með þvi skárra Heldur er þó Steindrápur með þvi skárra af þessu tagi. Hún er að minnsta kosti ekki gerð ævin- Framhald á bls. 27. Laugarásbíó: Okindin ógurlega t IIEILD getur mynd þessi varla talizt frábær, ekki einu sinni verulega góð. i henni getur þó að lita atriði, sem eru frábærlega unnin, svo er einnig fléttað inn i hana atriðum úr mannlegu sam- félagi, sem lyfta henni upp yfir hina hefðbundnu og fremur lág- kúrulegu óhugnaðar- og spennu- mynd. Hún veldur engum sér- stökum vonbrigðum, en kemur ekki heldur á óvart. Eitt er þó lýti á mynd þessari, sem vert er að minnast á, en það eru breytingar þær sem gerðar eru frá söguþræði bókarinnar. Flestar þessar breytingar eru með öllu tilgangslausar og virð- ast aðeins framkvæmdar breytinganna vegna. Þær eru með öllu óskiljanlegar. En, sumsé, myndin er hin ágæt- asta aíþreying — einkum fyrir þá sem hal'a áhuga á að sjá sam- borgara sina tætta og brudda al' risahákarli. — HV ÞAÐ SEM ALDREI BREGST Hafnarbió Gullæðið Leikstjórn: Charlie Chaplin Aðalblutverk: Charlie Chaplin Það var eitt sinn sagt um is- lenzkan stjórnmálamann, að hann hefði ekki margt að segja, en það litla sem væri kynni hann þó að bera fram á svo marga vegu, að alltaf virt- ist lerskt. Hið sama má segja um Chaplin, meistara grin- myndanna, sem framleitt helur svo margar kvikmyndir um eitt og sama efni, byggðar á svo svipaðan máta, án þess hann virðist nokkurn tima endurtaka sig. Gullæðið er engin undantek- ing frá öðrum af meiriháttar verkum Chaplins. Efni hennar er lyrirsjáanlegt og megin- hluti þess sem á að vekja hlát- ur einnig. Viö Itöfum séð þetta allt áður, i öðrum myndum meistarans, og þvi kemur ekkert af þvi okkur á óvart. Engu að siður tekst honum með þessari mynd, sem og ílestum öðrum.aö snerta svo samúðarstrengi áhorfandans, að endurtekningin gleymist — lýnist i umkomuleysi og athalnasemi litla gullleitar- mannsins, sem einmitt i um- komuleysi sinu er úrræðabetri en flestir harðjaxlar. Gull, ást, gæfa Ef til vill liggur sigurvissa Chaplms mest i hæfileika hans til aö sjá og sýna nýjar og nýj ar hliðar á sama málefninu Viðlangsefni hans er i flestum tilvikum smælinginn i þjóðl'é- laginu og sjálisbjargarvið- leitni hans, en smælinginn er sýndur við misjafnar aðstæð- ur, auk þess að úrræði hans eru nokkuð sparlega nýtt i hverri ntynd l'yrir sig. i gullæðinu stillir Chaplin litla manninum upp i miðrj hringiðu gullleitar þeirrar, sem setti svo mjög svip sinn á sögu Ameriku. Illa klæddur og eymdarlegur er Itann látinn reika um snjóauðnir og hrakt- ur á alla lund. llonum er skákað i skjól með ribböldum og rosamennum. sem visir væru til aö drepa hann. hvort heldur til ljár eöa matar. Til þess að kóróna evrnd hans, er honum einnig gert að veröa ástfanginn af dansmey einni, sem að sjálfsögðu vill ekki sjá hann vegna fátæktar hans, en er þp nokkuð veik fyrir honum svona i aðra röndina. Þaiínig byggir Chaplin upp gamalkunnan söguþráð. með gamalkunnum personum, en i nokkuð frábrugðnu umhverfi. Sma'linginn hefur sina erl'ið- leika að glima við. þótt svo hann þurfi ekki að vera á flolta undan bláklæddum lög- regluþjónum eða vasaþjofum. og einhvern veginn viröast þeir nokkuð svipaðir borgar- leikjum hans. Trú og traust Sent tyrr synir meistari Chaplin lika sama traust og söntu tru a að mannleg mal- efni hljoti tarsælan endi. Smælinginn hlytur að lokum umlum ertiðis sins og vinnur Framhald á bls. 27.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.