Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 4. janúar 1976. TÍMINN 23 segja þér hvernig það er hægt. — Ég mun gera hvað sem er til að hjálpa systur minni. — — Gott og vel. Taktu þessa körfu. — Hún rétti honum litla tágakörfu, sem i var grænn mosi. — Passaðu þig á þvi að láta ekki nokkra lif- andi mannveru lita þessa körfu augum. Þegar þú hefur lokið verki þinu skaltu fela hana í sefinu, sem vex viðbakka stöðuvatnsins. Við fjarlægjum hana svo, þegar húmið er fallið á. Taktu þetta ljós- ker með þér til að lýsa veginn, og láttu það í körfuna, þegar þú skilar henni. Það sem þú verður að gera er þetta: Farðu yfir akurinn og gakktu eftir veginum sem liggur upp að Svartfjalli.— — Er það fjallið sem svarta nornin býr i? — Einmitt og nornin er afar ill, en við getum verndað þig gegn henni Hún sefur venjulega frá miðnætti til sólar- upprásar. Og þú verður að hafa lokið verki þinu þegar hún vaknar. Þegar þú kemur að fjallinu, gakktu þá beint upp. Á toppinum er stöðu - vatn. Allt i kringum það vaxa lágvaxin tré. Safn- aðu eins mikið af laufum og þú getur og láttu þau i körfuna. Flýttu þér svo heim og láttu þau undir sængurfötin i rúmi systur þinnar. Laufin hverfa og álögin með þeim og systir þin mun sofa sætt og vært. En þú verður að vera fljótur, þvi að ef nornin heyrir i þér, gerir hún gat i fjallið og vatnið mun streyma niður og mynda fljót þannig að þú kemst ekki niður aftur sömu leið. — Hvað með hina hliðina, — sagði Conn. Hin hliðin er mjög brött og hál sem is, en nálægt toppnum er stór flatur steinn. Þú skalt núa berum fótum þinum við hann og þá muntu komast niður heill á húfi. — Eitt enn, þú mátt alls ekki segja nokkrum dauðlegum manni frá þessu. Þú verður að þegja yfir þessu eins og steinn. AUGLYSIÐ F I TÍMANUM Conn fylgdi leiðbeiningum álfanna. Þegar hann var alveg að verða búinn að safna sarnan laufblöðunum byrjaði að daga. Hann heyrði hása reiðilega rödd. Kerlingin hafði vaknað og borað gat, svo vatnið var farið að streyma niður fjallið. Hann flýtti sér að hinum enda fjallsins. Hann var rétt kominn að steinin- um, þegar hann tók eftir þvi að nornin elti hann. Hún hefði náð honum ef hún hefði ekki hrasað um runna og dottið. Conn flýtti sér að núa fætur sina við steininn og þeyttist á stað niður fjallið. Þegar hann var kominn að fjallsrótun- um heyrði hann kerling- una másandi rétt fyrir aftan hann. Hann hljóp alveg eins hratt og hann gat en samt dró kerl- ingin á hann. Rétt þegar hún var að ná taki á jakkanum hans, kom hann að læk. Nornir geta ekki farið yfir fljót- andi vatn. Conn hoppaði yfir. Hann leit til baka og sá hana þá hoppandi og dansandi á bakkan- um hinum megin. Þegar hann kom heim var fjöl- skyldan enn i fasta svefni. Conn læddist inn i herbergi Nuolu, kom laufunum fyrir undir sængurfötunum og flýtti sér svo með körfuna þangað sem honum hafði verið sagt. Þegar hann kom heim frá þvi var morgunverð- urinn tilbúinn. — Þú ert svei mér snemma á fótum — sagði mamma. Pabbi, sem vissi að Conn var vinnuglaður, sagði: — Ég er viss um að pilturinn hefur verið að gera eitthvað nytsam- legt. Conn sagði ekki neitt. Hann var að hugsa um hve glöð þau yrðu, þegar þau kæmust að þvi að - alögin hefðu verið leyst. Um kvöldið sagði hann við Nuolu: — Þú ættir að reyna að sofa i rúminu þinu i nótt, og athuga hvort þyrnarnir eru þar enn. — Þeir eru það örugg- lega sagði pabbi, hvernig ættum við svo sem að hafa leyst álögin. Við skulum bara prufa sagði Conn. — Vertu nú skynsam- ur sagði mamma, og hættu þessari vitleysu. — Gerðu það Nuola, bara fyrir mig, sagði Conn. — Allt i lagi Conn, bara fyrir þig. Hún fletti upp sængur- fötunum og lagðist niður. Það voru ekki nokkrir þyrnar þar. Rúmið var mjúkt og þægilegt og I loftinu lá blómailmur. — Hvað hefur gerzt — sagði pabbi. — Hver leysti hana úr álögum, sagði mamma. Conn brosti, — það er mitt leyndarmál sagði hann. Ef það er leyndarmál drengur minn, sagði pabbi, þá skaltu gæta þess að segja ekki nokkrum frá þvi. Og Conn sagði ekki nokkurri manneskju frá þvi svo lengi sem hann hfði. NOTIÐ tAÐ BEStA. ER KVEIKJAN í LAGI? KVEIKJÚHLUTIR í flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Bretlandi og Japan. —HLOSSB------------------- Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Fyrirliggjandi; Glerullar- einangrun Glerullar- hólkar Plast- einangrun Steinullar- einangrun Spóna- plötur Milliveggja- plötur Kynnið ykkur verðið - það er hvergi lægra JÓN LOFTSSONHF. Hringbraut121(fÖ'10 600 Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á því liðna, viljum við vekja athygli á nýju símanúmeri okkar 28266 3 llMI %% ’rsimr« Prentsmiðjan HÓLAR HF. Bygggarði. Seltjarnarnesi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.