Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 4. janúar 1976. TÍMINN 17 Við ókum fram hjá hesthúsi. Þá minntist vinur minn skyndilega voðaverks, sem hann hafði heyrt um fyrir skömmu i kvöld- veröarboöi i London. Hann rifjaði aðeins upp eitt ógn- vekjandi smáatriði og öll frá- sögn hans hefur varla tekið meir en minútu — en það var nóg til að vekja með mér striöar og áleitnar hugsanir. Odæðið hafði verið framiö nokkrum árum áður og mjög truflaður ungur maður var þar að verki. Verknaðurinn hafði djúp áhrif á dómara staðarins. Á honum fannst engin viðhlit- andi skýring. Nokkrum mánuðum siðar dó vinur minn. Ég gat engar sönnur fært að það sem hann haföi sagt mér, né beðið hann að segja mér nánar frá þvi. Hann haföi ekki nefnt nein nöfn, engan stað og engan tima. Ég geri ekki ráð fyrir að hann hafi frekar vitað um það. Allt, sem ég hafði að byggja á, var frá- sögn hans af hræðilegum at- burði og þau áhrif, sem hún haföi á mig. Ég hafði sterka vit- und um hvað það var sem mig langaði til að túlka á mjög per- sónulegan hátt. Ég varð að skapa hugarveröld, þar sem unnt væri að gera verknaðinn skiljanlegan. Sérhver persóna og atburður i Equus er sprottinn úr minum eigin hugarheimi, utan sjálfur glæpurinn, og jafnvel honum breytti ég til þeirrar myndar, sem mér þykir að megi sætta sig við i leikhúsi. Ég er þakklát- ur fyrir það nú, að ég fékk al- drei staðfest smáatriði i hinni „raunverulegu” sögu, þar sem hugur minn hefur i auknum mæli fengizt við aðra könnun á málinu.” Aðalpersónurnar i Equus eru þeir MARTIN DYSART, geð- læknir og ungi maðurinn sem stakk hestana, ALAN STRANG, foreldrar hins siðarnefnda og dómarinn HESTAR SALOMON. Fleiri koma þó við sögu. Stranghjónin, foreldrar piltsins, eru venjulegt enskt alþýðufólk. Móðirin er trúaöur fyrrverandi kennari, sem syrgir fornar venjur yfirstéttarinnar, en maður hennar er alþýðu- flokksmaður af gamla skólan- um, sem fyrirlitur trúarbrögð konu sinnar, er á móti guði al- máttugum, og sjónvarpi, sem hann telur siöspillandi. Ekki snýst leikurinn samt mikið um það, heldur um lækninn, sem fær piltinn til meðferðar eftir að hann hefur stungið augun úr hestunum. Læknirinn kallar svo hinar ýmsu persónur leikritsins fyrir sig til þess að leita ástæðunnar fyrir hinum voðalega verknaði. Það kemur i ljós, að það eru kynferðismál piltsins, sem Iiggja til grund- vallar. Pilturinn elskar hesta — of bókstaflega, elskar þá meira en konur, en á allt að þvi sama hátt. Ekki er þó boöið upp á raunverulegan animalista, sem kemur aftan að gripum, heldur er þetta meira upp á sálina. Svo þegar hann gerir sig til við kven mann, kemur i ljós að hann vill frekar hesta en konur. Likami hans svarar ekki konum. Við erum nú ýmsum kenning- um vön varðandi manneskjuna. Ekki aðeins hinni freudisku og svo þeirri, að manneskjan verði LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Frumsýning EQUUS eftir Peter Shaffer Leikstjóri: Steindór Hjörleifsson, Leikmynd: Steinþór Sigurösson Lýsing: Magnús Axelsson Þýðandi: Sverrir Hólmarsson. Jólaleikrit Leikfétags Reykjavikur heitir Equus og er eftir brezka skáldiö Peter Shaffer, sem hóf feril sinn i leikhúsum heimsins áriö 1958, og hlaut þá strax góðar viðtökur. Svört Komedia, sem Leikfélagið sýndi árið 1973 og 1974 er eftir þennan sama höfund. Equus-Hestur er að mörgu leyti óvenjulegt leikrit, eins- konar spitalasaga, sem áhorfandinn sér frá hlið læknis- fræöinnar eða sálfræðinnar en liklega er það aðeins á færi sér- fræðinga að meta, hvort læknis- fræöi þessar spitalasögu er raunveruleg eða ekki. Höfundur segir á þessa leið: ,,Ég h^f verið lánsamur. Þegar égrvar að leggja siðustu hönd á leikritið, naut ég góös af ráðleggingum og sérhæföum at- hugasemdum þekkts barnasál- fræðings. Fyrir hans tilstilli hef ég reynt aö gera hlutina trú- verðugri og færa þá nær raun- veruleikanum. Mér hefur einnig oröiö ljóst, að sálkönnuðir eru ákaflega frábrugönir hver öðrum, aö þeir eru fulltrúar á- kaflega ólikra kenninga og að- ferða. Martin Dysart er aðeins einn i hópi þessara lækna, á einu sjúkrahúsi. Ég verð að taka á mig ábyrgð á honum, eins og ég tek-á migábyrgðina á sjúklingi hans.” Söguþráöurinn er i stuttu máli sá, að ungur maður ALAN STRANG vinnur voðaverk, stingur augun úr nokkrum lif- andi hestum, sem hann sér um fyrir mann. Þetta er grimmdarverk, sem i rauninni er óskiljanlegt með öllu, en leikritið er að þessu leyti byggt á sannsögulegum atburðum, en höfundur segir á þessa leið: ,,Það var um helgi fyrir ár- um, að ég var á ferð með vini minum um fáskrúðuga sveit. helzt skilgreind frá kynferðis- legu sjónarmiði. Hvort skilgreining Peters Shaffer á vandamálum ALANS STRANGS er rétt, eða röng, skiptir ekki öllu máli, né heldur læknisfræöi leikritsins sem lik. Hún er að minnsta kosti nógu góð fyrir almenning. Verkið er heillandi skáldskapur frá upphafi til enda og nýtur sin vel i frumlegri sviðsetningu Steindórs Hjörleifssonar, sem nú er aftur kominn til starfa hjá Leikfélagi Reykjavikur eftir árs leyfi, sem hann notaði til ferða- laga erlendis. Leikmynd Steinþórs Sigurös- sonar er mjög góö og það er eiginlega ekki meira lof orðið leggjandi á þann ágæta lista- mann, sem alltaf getur komið á óvart. Lýsing Magnúsar Axels- sonar er mjög góð, en lýsing skiptir miklu i þessari .uppfærslu. Leiktönar eru eftir Mars Wilkinson en þeir, eins og ljósin, eru partur af ógn leiksins og framvindu. Jón Sigurbjörnsson leikur Martin Dysart, geölækni og ferst það vel, en það skiptir töluveröu máli, þvi hlutverkið tengir aðra hluta verksins saman, þvi mest af leiknum fer fram i lækningastofu hans. Helzt má finna aö framsögn Jóns I upphafsatriöinu, ávarpi hans til leikshúsgesta. Það var óþarfi að láta mann missa úr orð. Túlkun hans er trúverðug og maöur fer ósjálfrátt að treysta honum, — eins og sjúklingar hans -gera revndar lika. Annað aöalhlutverkiö er Alan Strang, sem kornungur leikari Hjalti Rögnvaldsson fer með. Hann er mjög góður og stendur sig með ólikindum vel i þessu vandasama hlutverki, sem býður upp á svo margt. Langar þagnir, öskur, söng. vitstola reiðikost og jafnvel langa nektarsenu. Auðvitað háir reynsluleysi honum svolitið. t.d. i öskuratriðunum, þegar menn skilja litið orði til orðs, en virðist framsögn hans ágæt. Foreldra drengsins, þau Frank og Dóru Strang leika þau Guðmundur Pálssonog Margrét ólafsdóttir og skila þau sinu alveg prýðilega og verður ekki upp á milli þeirra gert hér. llelga Baehmann leikur Salomon, dómara af öryggi. Halla Guðmundsdóttir leikur stúlkuna Jill Mason og ferst það vel. Hún leikur striplsenuna á- samt piltinum. Jón Hjartason leikur hesta- eiganda og Soffía Jakobsdóttir leikur hjúkrunarkonu. Kjartan Ragnarsson leikur ungan hestamann, og svo leikur hann hest, en fimm „hestar” koma fram i sýningunni, þeir Sigurður Karlsson, Þorleikur Karlsson, Hannes Ólafsson, Lárus Björnsson og svo Kjartan Ragnarsson. Hestarnir eru leiknir á mjög frumlegan táknrænan hátt. Hrosshaus úr málmi er eins konar höfuðfat leikenda og þeir eru á járnhófum. Þetta tekst ótrúlega vel, Kjartan t.d. breyttist oft bókstaflega i hest. Ekki sá ég neins staðar hver gerði búninga i þetta leikrit, en þeir eru mjög góðir. Meginstyrkurinn i uppsetningu Steindórs Hjör- leifssonar er raunhæft mat hans á hæfileikum áhorfenda til að nema táknmál. Látbragð kemur i stað leikmuna og tjalda, og leikendur sitja i dómhring, eru við höndina og standa upp úr sæti sinu á sviðinu, þegar þeirra er þörf i leikinn. Þetta hefur vissa þýðingu fyrir verkið, sem er fyrst og fremst rannsókn eitthvert sam- bland af dómsrannsókn, geölækningum og særingum. Sálkönnun heitir það. Sviðið minnir oftast á réttarhöld. a réttarsal. Leikstjórinn hefur ekki einasta agað verkið.og Ijáð þvi snurðulausan framgang. heldur hefur hann Iika lagt áherzlu á framgöngu alla og margar senurnar eru mjög fallegar og skemmtilegar fyrir augað. Ekki sizt þegar hestar koma fram á sviðið. Ef eitthvað á að gagnrýna væri það helzt losaralegt upphafið. Ekkert tjald er fyrir senunni og leik- endur tinast inn á það og taka sér sæti og má segja að leikritið hafi fyrir bragðið enga byrjun og með sama hætti engan endi heldur. Umhitt er svo ekki að v’illast. að Steindór HjörleifssonSiefur aukið talsvert hróður sinn sem leikstjóri með þessari sýningu og honum og íeikendum var fagnað innilega i leikslok. Þýðinguna gerði Sverrir Hólmarsson. og er malfar allt eðlilegt og gott. þótt hinu sé ekki að leyna að margt er svolftið óljóst. Það kann þó að vera að það sé ekki þýöingunni að kenna heldur sé þetta svo fra hendi höfundarins. Manni varð til að mynda ekki ljost hversu langt pilturinn hafði raunveru- lega gengið i samskiptum sin- um viö hestinn. svo dæmi séu nefnd. Equus vekur forvitni. Yekur forvitni að fá að sjáYneira af verkum Peters Shaffer á is- lenzku leiksviði. en hann mun vera einhvers konar innanhús- skáld i Þjóðleikhúsinu i Bret- landi. en það leikhus hefur sýnt öll verk hans. sem vera munu sjö eða átta talsins. Og þa ekki sizt i svona frábærri uppfærslu. sem hesturinn fær i Iðnó á jolun- um 1975. Jónas Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.