Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 4. janúar 1976. Óvelkominn qestur að halda gólf unum bónuðum, en ég hef aldrei tíma til að bóna húsgögnin. Gamla frú Conway yrði bálreið, ef hún sæi húsið eins og það lítur út núna. — Var hún tengdamóðir núverandi f rú Conway? spurði Jane forvitin. — Nei..! Hún var móðir Neils og Davids. Hún var stórkostleg kona. Hún lézt fyrir nokkrum árum og ári seinna lézt faðirinn líka frá veslings drengjunum. Það hef ur verið nógu erfitt fyrir Neil, að David hef ur verið svona veikur, þó hann þurfi ekki að hugsa um öll hin líka.... — En er það ekki bara þangað til Dick verður myndug- ur? spurði Jane og hugsaði með sér að það væri einkenni- legt að öll f jölskyldan lifði á eignum Dicks. Kannski þessar tvær fjölskyldur ættu búgarðinn saman. Þetta var gríðarstór búgarður, einn af þeim stærstu í þessum landshluta. — Jú, sem betur fer er bara ár þangað til. Kannske Neil hafi þá tíma til að hugsa svolítið um sjálfan sig, svona til tilbreytingar. Fyrsta morguninn eftir að Neil hafði skilið hana eftir hjá Wilmu, hafði Jane f lýtt sér að borða morgunverð og farið aftur út á veröndina til Davids. Hún vorkenndi þessum föla dreng, sem leit út fyrir að vera innilega leiður á lífinu. — Hvernig er með skólanámið þitt, David? spurði hún varlega. — Neil segir mér svolítið til, þegar hann má vera að. En það er ekki mikið gagn að því. Hann hef ur aldrei tíma til að leiðrétta æf ingarnar mínar og það er ekkert gaman að verða að kenna sér sjálfur. — Hvað ertu gamall? — Fjórtán. Hann horfði fast á hana með glettnis- glampa í bláum augunum. — Ég býst við að þú hafið haldið, að ég væri eldri? Jane brosti. —Já, ég gerði það, viðurkenndi hún. Eftir að hún hafði hjálpað til við uppþvottinn eftir kvöldmatinn spurði hún: — Wilma, er David sterkari en hann lítur út fyrir að vera? Mundi það skaða hann, að hlaupa svolítið um, eða skreppa á hestbak til dæmis? — Það get ég ekki ímyndað mér. Hann fékk lungna- bólgu fyrir nokkrum árum og síðan berkla. Það er langt síðan hann náði sér af því, en einhvernveginn er hann orðinn vanur að liggja alltaf þarna úti eins og sjúklingur. Neil hefur reynt að vekja áhuga hans á búskapnum, en hann þreytist svo f I jótt. Það er kannski bezt að láta hann bara í friði. Jane var ekki sammála. Hún var furðu lostin yfir því að enginn skyldi hugsa meira um drenginn, og að hann skyldi bara talinn sjúklingur eins og það væri sjálfsagt. — Kanntu að sitja hest, David? spurði hún hann síð- degis. Hún sat í einum lágu garðstólanna og horfði leti- lega á hvít skýin, sem þutu yfir himininn. — Auðvitað kann ég það, svaraði hann svolítið móðgaður. — Kannski....kannski þú gætir kennt mér það? sagði Jane hikandi. — En ég vara þig við, ég er sennilega ekki mjög snjall nemandi. Hann mældi hana út f rá hvirf li til il ja, hugsandi á svip. — Þú lítur útfyrir aðgeta það, sagði hann —Jú, þér tekst það áreiðanlega. En....ég hreyfi mig ekki mikið lengur, ég er sennilega ekki nógu sterkur. Það kom vonbrigða- svipur á magurt andlitið. Jane horfði hugsandi á hann nokkrar mínútur. Svo sagði hún glaðlega: — Hvaða námsgrein finnst þér skemmtilegust, David? — Hann varð hissa. — I skólanáminu, áttu við? Kannski landaf ræði...og saga...en hvers vegna spyrðu að því? Guði sé lof að hann sagði ekki stærðfræði, hugsaði Jane og létti. — Hvernig væri, að ég kenndi þér landaf ræði og sögu í staðinn fyrir reiðtímana? Andlit drengsins lifnaði allt við. — Já...jú...það væri alveg stórfínt! Vildirðu gera það? Þegar hún kinkaði kolli, sagði hann ákveðinn: — Þá er það ákveðið. En ég verð að fara svolítið varlega til að byrja með. — Eigum við að hafa það leyndarmál okkar á milli, eða hvað finnst þér? — Fínt...en við verðum að segja Jake frá því, hann sér um hestana. — Allt í lagi, samþykkti Jane. Hún var ánægð yf ir að það hafði verið svo auðvelt að fá David til að samþykkja áætlun hennar. — Já, Jake og kannski Wilmu, bætti hún við. Morguninn eftir, þegar húsið virtist tómt, þar sem f rú 1:1111« !Í SUNNUDAGUR 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur Ur forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). 11.00 Messa í Grensáskirkju. Prestur: Séra Jónas Gisla- son. Organleikari: J. G. Þórarinsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Úr trúarsögu Gyðinga. Séra Rögnvaldur Finnboga- son flytur fyrsta hádegiser- indi sitt, „Fornar rætur”. 14.00 t Guðs eigin landi. Rætt við sex tslendinga búsetta i Bandarikjunum. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikrit barna ogunglinga: „Árni i Hraun- koti” eftir Armann Kr. Einarsson.I. þáttur: „Orm- urinn ógurlegi”. Leikátjóri: Klemenz Jónsson. 16.55 Tónleikar. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Bróðir niinn, ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren. Þor- leifur Hauksson les þýðingu sina (5). 18.00 Stundgrkorn með söngv- aranum Mario Lanza. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.25 Bcin lina til Geirs Hall- grimssonar, forsætisráð- herra. Fréttamennirnir Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson sjá um þátt- inn. 20.30 Samleikur i útvarpssai. 21.15 Síðari landsleikur ts- lendinga og Sovétmanna i handknattieik. Jón Asgeirs- son lýsir i Laugardalshöll. 21.45 Karlakór Reykjavikur syngur lög eftir Emil Thor- oddsen og Björgvin Guð- mundsson, Páll P. Pálsson stj. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 18.00 Stundin okkar. Hlé. 20.00 Frétth- og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.20 Kona er nefnd Hildur Jónsdóttir. Hildur Jónsdött- ir var um margra ára skeið ljósmóðir i Álftaveri og þurfti þá oft að ferðast við erfið skilyrði, enda gegndi hún einnig um hrið störfum i Meðallandi, hinum megin Kúðafljóts. Nú dvelst hún i Reykjavik og sýslar við hannyrðir i' ellinni. Magnús Bjarnfreðsson ræðir við hana. Umsjón Þrándur Thoroddsen. 21.10 Valtir veldisstólar. Breskur leikritaflokkur. 9. þáttur. Atök i vændum. 22.00 Carmina Burana. Ver- aldlegir söngvar fyrir ein- söngvara, kór og hljómsveit eftir Carl Orff. Flytjendur Sinfóniuhljómsveit íslands undir stjórn Karstens And- ersens, söngsveitin Fil- harmonia og Háskólakór- inn. Kórstjóri Jón Asgeirs- §om. Einsöngvarar ölöf Harðardóttir, Garðar Cort- es og Þorsteinn Hannesson. Upptakan var gerð á tón- leikum i Háskólabiói 11. desember siðastliðinn. 23.00 Að kvöldi dags. Sigur- geir Guðmundsson, skóla- stjóri i Hafnarfirði, flytur hugleiðingu. 23.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.