Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 28
s
SLS-FÓDUR
SUNDAHÖFN
v
fyrir yóóan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
-
MEÐ DRÖFN Á KÚFISKVEIÐUM
Veöriö var eins og bezt veröur á
kosiö þennan desembermorgun,
þegar rannsóknaskipiö Dröfn
sigldi út úr hafnarmynninu I
Reykjavik. Talsvert frost var og
logn og morgunroöinn varpaöi
ævintýralegri birtu yfir borgina.
Þessi dagur haföi veriö vaiinn til
aö fara á kúfiskveiöar og athuga
um kræklingafleka.
Brátt setti skipstjtírinn, Ingi
Lárusson, á fulla ferö, og stefnt
var út á Sviöabrún, nánar tiitekiö
Bollasviö, um tólf sjómilur frá
Gróttu, en á þeim slóöum hafa áð-
ur veriö geröar rannsóknir á
kúfiskveiöum á vegum Haf-
rannsóknastofnunarinnar. 1 þess-
ari ferö var ætlunin aö veiöa
u.þ.b. tonn, sem senda á til
Bandarikjanna til rannstíknar, en
nánar veröur komiö aö þvl siöar.
Blaöamanni Timans var boðiö
meö i þessa ferð, en leiðangurs-
stjóri var Sólmundur Einarsson
fiskifræðingur. Á Dröfn er fimm
manna áhöfn, þeir Ingi Lárusson
skipstjóri, Gunnar Jónsson stýri-
maður, Clafur ólafsson, 1. vél-
stjóri, Lárus Sigurðsson 2. vél-
stjóriog kokkurinn, Heiðar Ragn-
arsson. Áður en lengra er haldið
er ekki úr vegi að lýsa farkostin-
um eilitið nánar. Þetta sjötiu og
fimm tonna skip var smiðað á
Isafiröi árið 1961 og selt til
Keflavikur þar sem það var gert
út undir nafninu Ingibergur
Ólafsson. Árið 1973 keypti Haf-
rannsóknastofnunin skipið, og
nafninu var breytt i Dröfn RE 135.
Nauðsynlegar breytingar voru
gerðar, og er skipið sérstaklega
ætlað til skeldýrarannsókna.
Áður en lengra er haldið, skulum
við lita nokkuö nánar á kúskelina,
og er þar stuðzt við skýrslu Erlu
Salómonsdóttur fiskifræðings.
Nýting til þessa dags
Kúskel (Cyprina Islandica eöa
Arctica Islandica) hefur um lang
an aldur verið nýtt hér innan-
lands, aöallega til beitu, en þó eru
til heimildir um það m .a. i Ferða-
bók Eggerts og Bjarna (1772), að
hún hafi verið nýtt hér til mann-
eldis. Tvivegis að minnsta kosti
hefur verið reynt að selja frosinn
kúfisk til Bandarikjanna, og oftar
hafa verið send þangað fryst sýni
með sölumöguleika i huga, en
ætið hefur eitthvaö verið að, sem
komið hefur i veg fyrir frekari
samninga.
Á árunum 1945-1946 flutti Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna út
talsvert af hraðfrystum kúfiski til
Bandarikjanna, en um svipað
leyti varð vart við eitrun i
skelfiski af völdum skoruþör-
unga. Grunur féll þá m.a. á is-
lenzka kúfiskinn, og var þvi allri
sölu hætt l það skiptið.Aldrei hefur
veriö sannað, að þessi kúfiskur
hafi verið eitraður, en i tilefni af
þessu voru hafnar rannsóknir á
skelfiskeitri hjá Atvinnudeild
Háskóla Islands. Ekki virtist
kúfiskurinn eitraður i það skiptið.
Arið 1952 flutti SIS út 50 tonn af
hraðfrystum kúfiski til
Bandarikjanna. Það sem þá aftr-
aði frekari sölu, var að eftir aö
kúfiskurinn hafði verið soðinn
niöur, var lögurinn, sem hann lá i,
grænleitur, og þótti það mikill
ókostur. Svo var það aftur árið
1967, að sýni var sent héðan af
frosnum kúfiski, en að sögn
bandariska fyrirtækisins kom
fenóllykt af honum i suðu, og
kváðu þeir hann ófullnægjandi
hráefni.
Neyzla skelfisks fer stöðugt
vaxandi i Bandarikjunum, og mið
þeirra ganga smám saman til
þurrðar. 1973 var sent sýni til
bandarlsks fyrirtækis, en islenzki
kúfiskurinn sem ber enska
verzlunarheitið „ocean quahog”,
„black quahug”, eða „mahogani
clam”, þykir lélegri en „Surf
clam”, en þetta fyrir-
tæki benti á annað, sem nýtti isl.
kúfiskinn meö þvi að meðhöndla
hann á sérstakan hátt og blanda
saman viö „surf clam”. Einka-
leyfi hefur verið veitt i
Bandarikjunum fyrir tæki og að-
ferð til þess að losna við óæski-
lega lykt og bragð úr kúfiski, en
ekki hefur slíkt einkaleyfi verið
veitt hér á landi.
Nýting og
veiðimöguleikar
Talið er, að kúskel sé algeng
umhverfis allt landið á 0-100 m
dýpi. Engar kerfisbundnar
rannsóknir hafa farið fram á
þessum atriðum, eða vaxtar-
hraöa skeljanna, nema nú siðast-
liðin tvö ár. Að áliti fiskifræðinga
er kúskelin sú sædýrategund er
vex einna hægast. Við kúfisk-
veiðar eru notaðir plógar, sem
skipið dregur, en á plógnum eru
tennur, sem rifa kúskelina upp,
og fer hún þá i netapoka, sem er
áfastur við plóginn.
Eftir þvi sm næst verður kom-
izt, er okkar kúfiskur ekki eins
bragðgóður og bandariskur, sem
er mikiö borðaður hrár, eins og
MYNDIR
OG
TEXTI:
GÉBÉ
ostran. Þvi er talið mjög óliklegt,
að um útflutning á hráum kúfiski
geti orðið að ræða. Fjórar hug-
myndir hafa þó komið fram um
möguleika á nýtingu: 1. Aðflytja
hann út frystan I blokkum, og yrði
hann þá fullunninn erlendis. 2. Að
sjóöa hann niður i smábitum i
kryddlegi, sem siðan yrði notað I
súpur. 3. Að þurrka kúfiskinn og
mala og nota i pakkasúpur ásamt
ööru hráefni. 4. Að laga fiskkraft,
sem einnig yrði notaður i súpur.
Töluverður ókostur er við kúfisk-
inn, að hann verður mjög seigur
við suðu, en að öðru leyti þykir
hann mjög bragðgóður.
Veiðiferðin með Dröfn
En snúum okkur aftur að veiði-
feröinni með Dröfn. Undir hádegi
var komið á áfangastað, Bolla-
svið, og gert klárt að setja plóginn
fyrir borð I fyrsta halið. 1 þessari
ferð var notaður bandariskur
plógur, sem er nokkuð stærri en
sá islenzki. Alls getur hann tekið
um sjö hundruð kiló I hali, en
mest hafa þeir i áhöfn Drafnar
fengið 300 kg. Venjulega er halað i
um það bil fimmtán minútur.
Ekki gekk fyrsta halið vel, þvi
að virtætlur, sem einhver af tog-
urum okkar hefur sjálfsagt fleygt
þarna, festist I plógnum, og að-
eins nokkrar kúskeljar voru i
pokanum. Reynt var aftur en
frekar var aflinn tregur, aðeins
fengust rúmlega 40 kg, og svo
varð I næstu hölum einnig. Veitt
var þarna á um fimmtán faðma
dýpi. Haldið var áfram fram eftir
öllum degi, en fljótlega varð ljóst
að ekki tækist að ná i eitt tonn I
þessari ferð.
Það var mjög kalt að vera lengi
á þilfari, en Heiðar kokkur hafði
ætið nýtt kaffi á könnunni, til að
hægt væri að hita sér, á meðan
var verið að hala. Þá var
hádegismaturinn ekki af verri
endanum hjá honum sjósiginn
fiskur, sem allir borðuðu með
beztu lyst.
Smám saman safnaðist kúskel-
in i kassana, en bandariski plóg-
urinn er þeim ókostum búinn, að
hann brýtur mikið skelina, og
varð þvi að vinza heilu skeljarnar
úr aflanum. Þá er einnig erfiðara
að vinna með hann heldur en
þann Islenzka, sökum þess hve
miklu stærri hann er.
Ingi Lárusson skipstjóri sagði,
að mestan afla hefðu þeir fengið á
15 faðma dýpi á svæðinu um 9
milur frá Gróttu og um 8 milur i
Keilisnes, en þá hefðu þeir fengið
tæplega 300 kg. i hali i ágúst s.l. —
í september fengurn við 200-300
kg. i tveim stuttum hölum og not-
A merkta svæðinu á þessu
korti, hafa reynzt vera
ágætis kúskeljamið, en
undanfarin tvö ár hafa rann-
sóknir farið þar fram.
Ólafur og Lárus sturta hér úr
pitígpokanum, en eins og
sést, er aflinn fremur rýr.
uöum þá Islenzka plóginn, sagði
hann.
Seinni hluta dags var ákveðið
að fara á annað svæði, sem er um
6,5 milur i Gróttu og 7,2 milur i
Keilisnes, en þar hefur áhöfn
Drafnar mestfengið fimm körfur
I 10 minútna hali. Heldur gekk
veiðin betur þar, enda meira
dýpi, og er það ágizkun fiskifræð-
inga, að þegar kólna tekur færi
kúskelin sig dýpra. Samt virtist
útséð um það að það tækist nú aö
veiða eitttonn, og þegar mjög var
liðið á daginn, var ákveöið að
hætta og var aflinn þá orðinn 500
kg og látið við það sitja.
Breitt var yfir kassana með
aflanum i og allir fóru I mat með-
an siglt var í átt að Sundahöfn, en
þar fram undan höfðanum, var
settur kræklingafleki s.l. sumar i
júni en ætlunin var að athuga
hann.
Kr ækii n ga til rau nir
Kræklingaflekinn er um einn
metri i þvermál, og niður úr hon-
um hanga tvö akkeri sem halda
honum kyrrum. Þá eru fest í hann
fimm reipi með stein á endanum,
og er litlum netapokum vafið um
reipin. í þá setjast kræklingalirf-
ur, en kræklingurinn vex mjög
hægt og nær ekki markaðsstærð
fyrr en eftir fimm ár i fyrsta lagi.
Var þvi ekki búizt við miklu þegar
leitin að kræklingaflekanum
hófst.
Þegar hér er komið sögu, var
aldimmt orðið, og erfitt að finna
litinn fleka á sjónum, þrátt fyrir
að hann áttiað vera merktur með
tveim belgja-baujum. Stóð öll
áhöfnin upp i brú á Dröfn, eða á
A þessari mynd sést plógur-
inn vel. Hann er dreginn eftir
botninum og kúskelin er
rifin upp með tönnunum,
sem sjást greinilegá. ólafur
vélstjtíri stendur hjá.
þilfari og rýndi allt hvað af tók út
I myrkrið. Leið góð stund og þótt-
ust allir hafa séð eitthvað, meðan
skipið þokaðist fram og til baka.
Loks, þegar haldið var að frá
þyrfti að hverfa án þess að finna
nokkuð, kallaði Heiðar kokkur:
Þarna er hann! En þegar skipið
var komið upp að flekanum kom i
ljós, að önnur baujan var slitnuð
af og horfin, auk þess sem aðeins
eitt reipið var enn fast i honum.
Getgátur voru uppi um hvað hefði
valdið, annað hvort sterkur
straumur eða þá að einhver bátur
hefði siglt á flekann.
Þegar flekinn var tekinn um
borð, kom i ljós að mikið af
kræklingalitrum voru i þessu eina
reipisem enn var fast i flekanum.
Sólmundur fiskifræðingur tók
flekann með þeim útbúnaði, sem
eftir var á honum, i sina vörzlu til
frekari rannsóknar.
Nú var orðið nokkuð framorðið,
og þvi ekki hægt að fara upp i
Hvalfjörð til ' að athuga um
kræklingafleka þar, eins og áætl-
aö hafði verið, þvi kúskelsveið-
arnar höfðu tekið mun lengri tima
en áformað hefði verið. Var þvi
haldið til hafnar i Reykjavik og
þar með skemmtilegri og fróö-
legri ferö blaðamanns Timans
lokið, sem þakkar áhöfn og fiski-
fræöingi ánægjulega sjóferð I einn
dag.