Tíminn - 04.01.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. janúar 1976,
ItMINN
5
LEILA RÆNIR EKKI
FRÁMAR FLUGVÉLUM
Leila Khaled, sem varð heims-
fræg, þegar hún rændi Boeing
707 þotu i eigu bandariska flug-
félagsins TWA árið 1969 og
sprengdi hana siðan i loft upp
hefur nú öðru hlutverki að
gegna. Hún er þriðja hæsta i
tign i stjórn samtakanna PFLP
(alþýðusamtaka til frelsunar
Palestinu). Hún var tekin hönd-
um 1970 og sett i brezkt fangelsi,
en fél. hennar i samtökunum
tóku brezka gisla og fengu hana
i skiptum fyrir þá. Hún sér ekk-
ert eítir athöfnum sinum, sem
flugræningi. — Við ætluðum
ekki að gera neinum mein,
heldur vekja athygli heimsins á
vandamáli Palestinubúa. Þessu
marki höfum við náð að miklu
leyti og við höfum lika komið til
leiðar að Bandarikjamenn
eyddu 60 milljónum i öryggis-
ráðstafanir og það jafngildir
tveimur Phantom orrustuþot-
um, sem Bandarikjamenn selja
Israelsmönnum. Við hættum við
þessar aðgerðir 1970. Ef heim-
urinn verður áfram fullur þver-
móðsku, gæti verið að við gerð-
um aðra hluti, en allavega ræn-
um við ekki framar flugvélum.
Hún hefur nú yfirumsjón með
starfsemi samtakanna i öðrum
löndum og skipulagningu. Hún
er fædd i Haifa og ólst upp i
Beirut og lærði við bandariska
háskólann i Libanon. Eftir það
gerðist hún kennari i Kuwait.
Hún breyttist úr hægfara þjóð-
ernissinna i byltingarsinna, sem
hefur það aðalmarkmið að berj-
ast á móti heimsvaldastefnu.
Draumur hennar er að lifa i
þjóðfélagi, þar sem allir eru
jafnirog konur njóta fullra rétt-
inda. Hún sér nú um þjálfun og
uppeldi barna i flóttamanna-
búðunum. Kennsla i vopnaburði
hefst þegar börnin eru 5 ára
og þegar þau eru ellefu ára
mega þau bera eigin vopn. Ein
af þolraununum, sem börnin
verða að ganga i gegnum er að
skriða i gegnum göng, en yfir
göngunum liggur brennandi
hjólbarði. Þetta er að sjálfsögðu
aðeins hluti af hennar umfangs-
mikla starfi og hún segir að
þetta sé ólikt veigameira hlut-
verk heldur en það sem hún
gerði fyrir fimm árum. Hún
hefur litinn tima fyrir einkalif.
Ferðir hennar eru aðeins kunn-
ar framkvæmdastjórn samtak-
anna, en hún hringir i þau á
hverjum degi þegar hún er á
ferðinni. 1970 giftist hún
„arabiskum byltingarmanni frá
írak”. Hann gengur undir dul-
nefninu Bassir. Þau voru eina
viku i brúðkaupsferð, siðan
hvarf hvort um sig til sinna
skyldustarfa. Þó hún sé orðin
leikin i að búa til mat, segist hún
ekki hafa tima til að sinna
venjulegum heimilisstörfum.
Talið er að hún eigi tvö börn og
hún ber ekki á móti þvi.
1