Fréttablaðið - 07.11.2005, Qupperneq 12
7. nóvember 2005 MÁNUDAGUR12
WASHINGTON, AP Öldungadeild
Bandaríkjaþings hefur ákveðið
að heimila olíuvinnslu á friðlýstu
náttúruverndarsvæði í Alaska.
Olían verður eingöngu seld á inn-
anlandsmarkaði.
Mjótt var á mununum í öldunga-
deildinni á fimmtudagskvöldið, 51
þingmaður var því fylgjandi að
heimila útboð á olíuvinnsluleyfum
á svonefndu Norðurskautsfriðlandi
í Alaska en 48 voru því andvígir.
Þingið ákvað jafnframt að öll olían
skyldi seld á heimamarkaði.
George W. Bush forseti hefur
lengi barist fyrir opnun svæðisins
en það hefur verið friðlýst í 44 ár.
Hann var því kampakátur þegar
honum voru færð tíðindin á fund
leiðtoga Ameríkuríkja í Argent-
ínu. „Með því að auka framleiðslu
okkar getum við lækkað verð á
olíu umtalsvert.“ Bush kvaðst að
auki þess fullviss að vinna mætti
olíuna á umhverfisvænan hátt.
Maria Cantwell, öldungadeild-
arþingmaður demókrata, sagði
ákvörðunina hins vegar gagns-
lausa brellu. „Að nota klækja-
brögð til að eyðileggja síðasta
ósnortna víðerni Bandaríkjanna
mun hvorki leysa orkuvanda þjóð-
arinnar né lækka olíuverð.“
Talið er að dæla megi upp 10,5
milljörðum fata af olíu úr lind-
unum á norðurskautsfriðlandinu
en það magn dygði Bandaríkja-
mönnum í hálft annað ár. Vist-
kerfi svæðisins eru hins vegar
viðkvæm fyrir slíkri vinnslu en
þar eru heimkynni hjartardýra,
ísbjarna og sauðnauta, auk fugla
af ýmsum tegundum. - shg
FRÁ ALASKA Sauðnaut og ísbirnir eru á meðal þeirra dýra sem búa á svæðinu þar sem
olíuvinnslan er fyrirhuguð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Bandaríkjaþing ákveður að taka nýjar olíulindir í notkun:
Hyggjast bora eftir olíu á
friðlýstu svæði í Alaska
DÓMSMÁL 23 ára karlmaður hefur
verið dæmdur í þriggja mánaða
fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot.
Refsingin er skilorðsbundin í tvö
ár og fellur niður að þeim tíma
liðnum, brjóti hann ekki af sér
aftur. Dómurinn var kveðinn upp í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Við leit á heimili mannsins í
vor fann lögregla 11,5 grömm af
amfetamíni, 97,3 grömm af hassi,
16,6 grömm af marijúana, smáræði
af tóbaksblönduðu kannabisi, 56 e-
töflur og tólf amfetamíntöflur.
Maðurinn játaði að eiga efnin
en kvað þau til eigin nota, ekki til
sölu. Dómurinn taldi ekki lögfulla
sönnun á að maðurinn væri eitur-
lyfjasali, þrátt fyrir upplýsingar
um að slík sala væri stunduð frá
húsinu, efnunum væri pakkað í
smærri pakkningar og að upptæk
var gerð á staðnum grammavog
af gerðinni Point scale 5,0.
- óká
Skilorð fyrir fíkniefnabrot:
Dæmdur fyrir
vörslu eiturlyfja
VERÐKÖNNUN Allt að
því sjötíu prósenta
verðmunur er á
lyfjum sem fást í
lausasölu og er verð-
munurinn oftast um
þrjátíu prósent, sam-
kvæmt nýrri könnun
sem verðlagseftirlit
A l þ ý ð u s a m b a n d s
Íslands lét gera.
Kannað var verð
á 29 tegundum
algengra lausasölu-
lyfja og reyndist
vera nær þriðjungs-
munur á verði í
tuttugu tilfellum.
Lyfjaver við Suður-
landsbraut reyndist
oftast vera með lægs-
ta verðið, eða í 23 til-
vikum af 29, en Lyf og
heilsa við Melhaga var
oftast með hæsta verð-
ið, eða í átján tilvikum.
Mestur verðmunur í
könnuninni var á þrjá-
tíu töflum af Paratabs
sem voru dýrastar í
Lyfju þar sem þær
kostuðu 332 krónur en
ódýrastar í Lyfjaveri
þar sem þær kostuðu
195 krónur. Munurinn
er rúmlega sjötíu pró-
sent. Einnig var mikill verðmun-
ur á Otrivin unkonserveret nef-
úða, eða um 55 prósent. Nefúðinn
var dýrastur í Lyfjum og heilsu
og Skipholtsapóteki en ódýrastur
í Lyfjaveri.
Í síðustu verðkönnun verð-
lagseftirlitsins á lausasölulyfjum
í apríl var verð á þrettán af þeim
lyfjum sem könnuð voru nú einn-
ig skoðað. Verð þessara þrettán
lyfja hefur að meðaltali lækkað
um 1,7 prósent frá þeim tíma.
Könnunin var gerð í tíu apótek-
um. Eitt apótek neitaði þátttöku í
könnuninni, Laugarnesapótek við
Kirkjuteig.
- sda
Könnun ASÍ á verði lausasölulyfja í tíu apótekum:
Allt að 70 prósenta verðmunur
LYF Í LAUSASÖLU Samkvæmt
verðkönnun verðlagseftilits
ASÍ var dýrasta apótekið Lyf og
heilsa við Melhaga.
SÓLIN SEST Í AUSTRI Allir vita að sólin
kemur upp í austri en hún á það til að setj-
ast þar líka. Sólsetrið í Bangkok í Taílandi er
í það minnsta ægifagurt en þar sest sólin
um svipað leyti og hún kemur upp hér á
landi um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Sextíu drukkna í ferjuslysi Yfirfullri
farþegaferju hvolfdi á Indusfljóti, nærri
borginni Thatta í suðurhluta landsins,
með þeim afleiðingum að í það minnsta
sextíu manns drukknuðu. Áttatíu manns
voru um borð en fólkið var á leið til
helgidóms í nágrenninu að fagna lokum
föstumánaðarins Ramadan.
PAKISTAN
DANMÖRK Gleði fyrir góminn
kallast ný bók eftir Hinrik prins.
Þetta er þriðja matreiðslubók
prinsins og hefur að geyma 85
uppskriftir.
Hinrik er þekktur sælkeri
enda franskur vínbóndi að
upplagi. Haft er eftir honum í
Berlingske Tidende að það að
borða góðan mat sé með mestu
gleðistundum lífsins. Danir
hafi áttað sig á því enda hefur
mataráhugi þeirra aukist mikið
frá því að hann kom til landsins
fyrir 38 árum. Hinrik leggur
í bókinni mikið upp úr óhefð-
bundnum kryddum sem hann
ræktar sjálfur. ■
Hinrik prins:
Gefur út mat-
reiðslubók
Árás á
kvenna-
klósetti
Ókunnugur maður
kýldi Steinunni
DV2x15-lesið 6.11.2005 20:53 Page 1