Fréttablaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 14
14 7. nóvember 2005 MÁNUDAGUR Motorlift Ke›judrifnu Chamberlain Motorlift bílskúrshur›aopnararnir eru öflugir og sterkbygg›ir og fást fyrir allar stær›ir og ger›ir bílskúrshur›a. Motorlift er me› kröftugum en hljó›látum mótor og flægilegri fjarst‡ringu sem au›veldar umgengni um bílskúrinn e›a geymsluhúsnæ›i› í hva›a ve›ri sem er. Motorlift fæst í byggingavöruverslunum um land allt. Íslenskar lei›beiningar fylgja bílskúrshur›aopnarar Óeirðaalda síðustu daga í úthverfum norður af París og víðar í Frakklandi hafa varpað kastljósinu að mikl- um vanda sem hver ríkis- stjórnin af fætur annarri hefur hummað fram af sér að taka á. Innanríkisráð- herrann Nicolas Sarkozy segir þá innflytjenda-aðlög- unarstefnu sem fylgt hefur verið til þessa hafa beðið skipbrot. „Í Clichy-sous-Bois er borgarastríð í gangi,“ sagði Michel Thooris, tals- maður verkalýðsfélags franskra lögreglumanna, CTFC, þegar óeirð- irnar í þessu úthverfi Parísar höfðu staðið í þrjár nætur í röð. Þær hafa nú staðið í ellefu nætur í röð og breiðzt út til ótal slíkra úthverfa franskra stórborga, þar sem flest- ir íbúanna eru innflytjendur frá múslimalöndum í fyrstu, annarri og þriðju kynslóð. Alls eru franskir múslimar um fimm milljónir. Það sem hrinti óeirðaöldunni af stað var slysadauði tveggja ungl- ingsdrengja í Clichy-sous-Bois, sem földu sig í spennistöð jarðlest- arstöðvar, að því er virðist vegna þess að þeir töldu lögregluna vera á hælum sér. Atvikið kynti undir reiði atvinnulausra innflytjenda- ungmenna í garð lögreglunnar og yfirvalda almennt og þar með var fjandinn laus. Óeirðir af þessu tagi í „vand- ræðaúthverfunum“ eru reynar ekki nýjar af nálinni. Þær hafa ítrekað blossað upp frá því á níunda áratugnum. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur sagzt myndu taka á málinu en árangurinn hefur látið á sér standa. Nú er svo komið að Nicolas Sarkozy innanríkisráð- herra segir að sú stefna sem yfir- völd hafa fram til þessa fylgt til að reyna að laga þennan þjóðfélagshóp að frönsku samfélagi hafi beðið skipbrot. Hann sé sannfærður um að eingöngu „stefna hörku“ sé til þess fallin að bera árangur; stefna sem geri þessum reiðu ungmenn- um ljóst að ríkið gefist ekki upp fyrir þeim. En hver eru þessi reiðu ungmenni sem kvöld eftir kvöld ganga ber- serksgang, kveikja í bílum, stræt- isvögnum, búðum og skólum, grýta lögreglu- og slökkviliðsmenn og skjóta jafnvel á þá úr haglabyssum? Reiður jaðarhópur Í Clichy-sous-Bois búa um 28.000 manns, flestir í háum, gráum, niður- níddum blokkum. Helmingur íbú- anna er undir 25 ára að aldri, en flestir eru þeir múslimar ættaðir frá Norður-Afríku. Atvinnuleysi í þeirra röðum er mjög mikið. Þessi ungmenni hætta mörg í skóla án þess að ljúka grunnskólaprófi, ganga í hverfisgengi og afla sér fjár með smáglæpum og eiturlyfja- sölu. Sömu sögu er að segja af mjög mörgum slíkum úthverfum París- ar og annarra franskra stórborga. Þannig séð hefur „borgarastríðið“ sem lögreglufélagstalsmaðurinn Thooris lýsir staðið yfir í áratugi, stríð milli þessa stóra hóps nýrra borgara hins frjálslynda franska lýðveldis, hóps sem finnst sér vera útskúfað, og yfirvalda í landinu. Alls búa um fimm milljónir mús- lima í Frakklandi; langstærstur hluti þeirra er ættaður frá Norður- Afríku. Sarkozy innanríkisráðherra, sem er einn vinsælasti stjórnmálamaður Frakklands og talinn er stefna á framboð til forseta þegar núver- andi kjörtímabili Jacques Chiracs forseta sleppir árið 2007, hefur um nokkra hríð talað tæpitungulaust um að „hreinsa verði til“ í vand- ræðaúthverfunum, „spúla“ út úr þeim „glæpalýðinn“. En hvernig ráðherrann hyggst með slíkum aðferðum uppræta það eldfima félagslega ástand sem ríkir á þess- um fjölmenna jaðri fransks þjóð- félags á eftir að koma í ljós. Hann segir sjálfur að þetta sé erfitt lang- tímaverkefni sem hann glími samt glaður við. Gagnrýni frá hægri og vinstri Stjórnarandstæðingar til vinstri og hægri hafa gagnrýnt stjórnina harð- lega fyrir að láta reka á reiðanum og bregðast rangt við vandanum. Hægripopúlistanum Jean-Marie le Pen og öðrum á þeim væng fransk- ra stjórnmála finnst ástandið stað- festa það sem þeir hafa lengi sagt: of mörgum innflytjendum af framandi uppruna hafi verið hleypt inn í land- ið og það súpi nú seyðið af þessari óábyrgu stefnu. Reyndar hafa le Pen og félagar haft mjög hægt um sig þessa síðustu daga. „Það er áberandi að hægriöfgamenn segja ekkert, gera ekkert núna,“ segir Jacqueline Costa Lascoux, talsmaður Eftirlits- skrifstofu innflytjenda- og aðlögun- armála, óháðra félagasamtaka með höfuðstöðvar í París. „Þeir þurfa ekki að gera neitt nema bíða,“ segir hún og spáir frambjóðendum af hægrijaðrinum meira fylgi en nok- kru sinni fyrr í næstu kosningum, ekki sízt í forsetakosningunum 2007. Í fyrri umferð síðustu forsetakosn- inga, árið 2002, fékk le Pen næstflest atkvæði í fyrri umferð kosninganna. SARKOZY BOÐAR HÖRKU Franski innanríkisráðherrann (t.h.) mætir á fund með lögreglu- og slökkviliðsmönnum í Bobigny norður af París á mánudag. Hann hefur talað um að það þurfi að „spúla glæpalýðinn“ út úr vandræðaúthverfunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Franska úthverfastríðið nær nýjum hæðum ÚTHVERFIN LOGA Slökkviliðsmenn á vettvangi við brunninn strætisvagn í Parísarúthverfinu Le Blanc-Mesnil. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FORNT KIRKJUGÓLF Fangar í Megiddo-fangelsinu í norðanverðu Ísrael, nærri biblíusögu- staðnum Armageddon, sópa í gær sandi af mósaíkgólfi úr kristinni kirkju frá þriðju til fjórðu öld. Fornleifafræðingar segja þetta geta verið elstu kirkjurústirnar sem fundist hafa í Landinu helga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON auðunn@frettabladid.is SVONA ERUM VIÐ Fjöldi skráðra fyrirtækja í smábátaútgerð Heimild: Hagstofa Íslands 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 312 358 760 871 938 Um tíundi hver borgari Frakklands, alls um fimm og hálf milljón manna, er múslimi. Óeirð- ir síðustu daga í úthverfum Parísar og fleiri franskra borga, þar sem stór hluti þessa fólks býr, hafa beint athygli umheimsins að þessum hluta fransks þjóðfélags. Hvaðan koma múslimar Frakklands? Flestir eru múslimar Frakklands ættaðir frá fyrr- verandi nýlendum Frakka í norðanverðri Afríku. Um fjórði hver franskur múslimi á ættir að rekja til Alsír, sem Frakkar gerðu að nýlendu sinni á fjórða áratug nítjándu aldar. Áætlað er að fjöldi múslima í Frakklandi sé nú á bilinu fimm til sex milljónir. Engar nákvæmar tölur eru til þar sem frönsk yfirvöld skrá ekki fólk eftir trúarbrögðum. Að öllum meðtöldum, einkum ólöglegum inn- flytjendum, er nær að ætla að heildarfjöldi mús- lima í landinu sé allt að átta milljónum. Aðlagast þeir? Fyrsta kynslóð norður-afrískra múslima sem flutti til Frakklands eftir stríð leit í flestum til- vikum ekki á sig sem innflytjendur, né gerðu frönsk yfirvöld eða atvinnurekendur það. Þessir „gestaverkamenn“ áttu gjarnan fjölskyldu í upp- runalandinu og héldu nánum tengslum við það. Árið 1974 breyttu stjórnvöld um stefnu og fjöl- skyldur „gestaverkamannanna“ fluttu til Frakk- lands. Næsta kynslóð er í flestum tilvikum fædd í Frakklandi og þar með franskir ríkisborgarar með þverrandi tengsl við land forfeðranna. Á bilinu 1.500-1.600 moskur eru starfræktar í Frakklandi. Margir bænaformenn, imamar, eru menntaðir í íslömskum fræðum í arabalöndum og boða Kóranstúlkun sem samræmist engan veginn gildum upplýsingarinnar og hins frjáls- lynda franska lýðræðis. Allmargir af yngri kynslóð franskra múslima vilja sem minnst af trúariðkun áanna vita en eiga samt erfitt með að aðlagast frönsku samfélagi. Margir eru líka mjög opnir fyrir boðskap róttækra múslimaklerka. Þéttust er byggð arabískættaðra múslima í Seine-Saint-Denis-sýslu norður af París. Þar er atvinnuleysi um þrjátíu pró- sent og glæpatíðni há, einkum tengd eiturlyfjum. Um helmingur allra dæmdra tugthúslima í Frakk- landi mun vera ungir múslimar. FBL GREINING: MÚSLIMAR Í FRAKKLANDI Arfleifð nýlenduveldis Frakka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.