Fréttablaðið - 07.11.2005, Page 19

Fréttablaðið - 07.11.2005, Page 19
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I 29 46 7 0 9/ 20 054,15% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is Íbúðalán 410 4000 | landsbanki.is SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is Góðan dag! Í dag er mánudagur 7. nóvember, 311. dagur ársins 2005. Leifsstöð á enn að stækka næstu tvö árin. Norðurbygg- ingin á að teygja sig til suðurs og önnur hæðin fær andlits- lyftingu. KB banki lánar um 3.3. milljarða króna en áætlað er að heildarkostnaður nemi tæpum fimm milljörðum króna. Byggingarframkvæmdir í Reyk- hólahreppi standa með miklum blóma. Þar eru byggð íbúðar- hús, peningshús, vélageymslur, íþróttahús, baðhús og sumar- bústaðir auk þess sem gamla skólahúsið í Flatey á Breiðafirði hefur verið endurreist. Fram undan er svo stækkun Þörunga- verksmiðjunnar og fleira er í bígerð á framkvæmdasviðinu. Í Reykhólahreppi búa 260 manns. Alls bárust á þriðja þúsund umsóknir um 682 íbúðir á Völlum og í Áslandi í Hafn- arfirði en margir sóttu um á báðum stöðum. Bæjarstjórn mun ákveða á fundi sínum 22. nóvember hverjir fái vilyrði fyrir úthlutunum og síðan munu þeir fá að velja sér lóð í þeirri röð sem þeir verða dregnir út. Lóðunum verður formlega úthlutað í byrjun desember. LIGGUR Í LOFTINU FASTEIGNIR Reykjavík 9.30 13.11 16.52 Akureyri 9.27 12.56 16.24 Fasteignasalan Lundur hefur til sölu einbýlishús á tveimur hæðum. Með eigninni fylgir tvöfaldur bílskúr og fallegur garður. Um er að ræða glæsilegt einbýlishús sem er um 212 fermetrar á tveimur hæðum og með tvöföldum bílskúr á skjólgóðum stað í Seljahverfinu þar sem húsið stend- ur innarlega í lokaðri götu. Komið er inn í flísalagt hol með góðum fataskápum, þar inni af er hol og út frá því er gengið í svefnherbergisálmu, upp í stofu, borðstofu og eldhús. Þar er einn- ig stigi niður á jarðhæð. Í svefnherbergisálmu er gott hjóna- herbergi með sér fataherbergi og úr herberginu er útgengt í garð. Í svefnherbergisálmunni er einnig stórt barnaherbergi sem áður var tvö herbergi. Svo er snyrtilegt flísalagt baðherbergi með baðkari. Á efri hæðinni er stofa með arni sem og borðstofa. Út úr stofu er gengið út á rúmgóðar svalir. Eldhús er með eikar- innréttingu, borðkrók og þar inni af er búr. Eitt herbergi er á hæðinni og flísa- lögð gestasnyrting. Parkett er á gólfum. Á neðri hæð eru þvottaherbergi og gott svefnherbergi, einnig er sturtuaðstaða og geymsla. Á hæðinni er útgangur í garð. Þakið á húsinu þarfnast endurnýjunar en annað er í góðu standi og garður vel ræktaður. Ásett verð er 47,9 milljónir. Glæsilegt hús á rótgrónum stað Einbýlishúsið er í Seljahverfinu og er rúmgott og fallegt. ER ÞÍN EIGN AUGLÝST HÉR? MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINS Stækkaði húsið sjálfur bls. 2 Svefnherbergið í stofnunni bls. 4 Gluggarnir í Þingholtunum bls. 22 Hönnun Háskólans á Akureyri bls. 6 FASTEIGNASÖLUR Árborgir 17 Ás 14-15, 36 Bifröst 11 Búseti 45 Draumahús 23-30 Eignamiðlun 7 Eignastýring 31 FM 8 FMG 8 Hof 37 Hóll 41 Hraunhamar 34-35 Húsalind 18 Húseign 40 Klettur 42-43 Lundur 32 Lyngvík 19 Neteign 21 Nýtt 10 Remax 20 Smárinn 38-39 Valhöll 9 Viðskiptahúsið 13 X-hús 16

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.