Fréttablaðið - 07.11.2005, Síða 20
eru þarfaþing á hvert heimili núna til þess að hægt sé að moka snjó frá dyrunum.
Ef snjórinn er orðinn að klaka er ágætt að hella heitu vatni á hann en gæta þarf
þess að moka hann þá strax í burtu svo að vatnið frjósi ekki og verði að svelli.
Skóflur
Við Bergstaðastræti 33b stend-
ur Emanúelshús, nefnt eftir
Emanúel Bjarnasyni bygg-
ingameistara. Húsið var byggt
1914 en 1920 var því lyft og
kjallari settur undir það. Í dag,
85 árum síðar, er enn verið að
bæta við.
Thorsten Henn ljósmyndari og
Lovísa Lóa Sigurðardóttir mynd-
listarmaður búa í húsinu ásamt
nýfæddum syni þeirra, Jökli
Hrafni. Þegar stækkun fjölskyld-
unnar lá fyrir hófst undirbúning-
ur fyrir stækkun hússins.
Auk þess að kaupa íbúðina í
kjallaranum hafa Thorsten og
Lóa nú hækkað risið á húsinu um
einn og hálfan metra, aukið þak-
hallann og bætt við kvistum með
gluggum. Húsið sem var upphaf-
lega byggt á einni hæð telur því
þrjár hæðir í dag.
„Við viljum vera í miðbænum,“
segir Thorsten. „Húsið er fallegt,
hér er mikill gróður, iðandi menn-
ingarlíf og hverfið er rólegt og
notalegt. Það er líka ágætt að
þurfa ekki að taka leigubíl úr mið-
bænum. Listinn er endalaus. Svona
þurftum við ekki að setja okkur á
hausinn til að stækka við okkur.“
Hjónakornin hafa búið í miðhæð
hússins síðan 2000 og tóku hana
í gegn 2003. Það tók tólf mánuði.
„Það er erfiðara að byggja innan
í gömlu, meiri vinna en að byggja
nýtt,“ segir Thorsten, sem ætlar sér
aðeins tvo mánuði í nýju hæðina. Þá
er ótalinn sá tími sem það tók að fá
leyfi fyrir framkvæmdunum.
„Fyrst þurfti þetta að fara fyrir
húsfriðunarnefnd þó að húsið sé
reyndar ekki orðið hundrað ára. Þá
þurfti að athuga hvort Árbæjarsafn
hefði eitthvað við framkvæmdina
að athuga. Skipulagsráð sendi svo
erindi til nágrannanna sem verða
að samþykkja eða rökstyðja and-
mæli sín. Þegar það er búið getur
maður fengið byggingarleyfi. Þetta
hljómar einfalt en í okkar tilfelli
tók þetta rúma níu mánuði,“ segir
Thorsten. „Það tók styttri tíma að
bíða eftir fæðingu sonarins.“
Nýja hæðin verður með loft-
hæð upp í tæpa fjóra metra og þar
verður Thorsten með stúdíó. Það
var áður á miðhæðinni sem fjöl-
skyldan mun nú hafa til óskiptra
nota auk hluta kjallarans. Í honum
verður líka vinnustofa Lóu.
einareli@frettabladid.is
Thorsten ætlar tæpa tvo mánuði í framkvæmdirnar.
Stækkaði gamla húsið
sitt frekar en að flytja
Aukahæðin klæðir húsið vel. Eftir breytingarnar er húsið 135 fermetrar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
El
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Lækjargötu 34c • 220 Hafnarfirði • S:553 4488
Flottar flísar á fínu verði
Mikið úrval af gólfflísum,
tilboð á sturtuklefum
Það nýjasta á heimilissýning-
unni 2005 í Svíþjóð í haust er að
innrétta fataherbergi. Nú kemst
fólk ekki lengur upp með að hafa
allt á tjá og tundri bak við luktar
dyr fataskápa. Þó er sú líkn með
þraut að nú getur sauðsvartur
almúginn eignast það sem eitt
sinn var bara á færi fyrirmenna
og fengið útrás fyrir sköpunar-
gleðina í leiðinni.
Eitt sinn í skoðunarferð um ein-
hverja höllina í Frakklandi tjáði
leiðsögumaður okkur að aðallinn
hér áður fyrr hefði haft sérstakan
kjólavörð sbr. orðið garde (vörð-
ur) des robes (kjólanna) fyrir
karla jafnt sem konur enda gengu
karlarnir í kjóljökkum á þessum
tíma. Eiginlegir fataskápar voru
ekki til, heldur fataherbergi og
fatavörður. Vörðurinn var eins
konar öryggisvörður fyrir verð-
mætin í fataherberginu. Hann bar
líka fram klæðnað og skart handa
aðalsfólkinu fyrir ýmiss tækifæri,
gerði við og hreinsaði föt, púðraði
hárkollur auk þess sem hann gekk
frá fötunum eftir notkun.
Þetta hefur mér alltaf fundist
mig vanta. Alveg síðan ég heyrði
þetta hef ég orðið æ sannfærðari
um að ég sé prinsessa í álögum
eða að ég hafi verið aðalskona í
fyrra lífi, því hvernig getur maður
saknað einhvers nema maður hafi
kynnst því áður? Ég segi nú bara
svona. Er fram liðu stundir og
menn hættu að hafa það svona
gott, u.þ.b. eftir byltingu, urðu
menn að búa til sérstaka fataskápa
sem þeir kölluðu „garderobe“ sem
er samsuða úr upprunalega fyrir-
bærinu.
Vissulega getur stærð húsnæðis
takmarkað möguleikana á að inn-
rétta fataherbergi, segja hönnuð-
ir á sýningunni en fólk á æ meira
af fötum og fylgihlutum sem það
þarf að koma reglu á. Auk þess er
það ritúal að klæða sig upp og fata-
herbergi getur verið eins og þín
einkavin í eyðimörkinni. Fallega
innréttað fataherbergi með stórum
speglum og réttri lýsingu er það
sem koma skal hvort sem menn líta
á það sem musteri sjálfsdýrkunar-
innar eða praktíska lausn á óreiðu.
Ofangreint styður þá kenningu
að sagan gangi í hring. Það á sem
sagt bara eftir að loka hringnum
með kjólaverði af gerðinni Homo
sapiens. Heillandi?
Er fataskápurinn í útrýmingarhættu?
RÁÐ frá Rakel
RAKEL ÁRNADÓTTIR SEGIR FRÁ ENDURKOMU FATAHERBERGISINS.
][