Fréttablaðið - 07.11.2005, Qupperneq 22
Í þættinum Veggfóðri í kvöld
verður kíkt inn á heimili
Sesselju Thorbergs sem hefur
lokað svefnherbergið sitt af en
það liggur beint inn af stof-
unni. Auk þess hefur hún gefið
gömlum fataskáp nýtt líf með
einfaldri hugmynd.
Margir þekkja það vandamál
þegar til dæmis er flutt niður í
litlar kjallaraíbúðir að börnin eru
sett í eina herbergið og svo á eftir
að finna stað fyrir hjónin. Sesselju
langaði þess vegna að finna ein-
hverja handhæga lausn sem allir
gætu notað. ,,Ég tók einfaldlega
bókahillu og ég setti fyrir framan
rúmið. Síðan setti ég plexigler í
það að aftan þannig að það virkar
eins og veggur, sem hleypur líka
smá birtu í gegn,“ segir Sesselja.
Þannig er rúmið falið en samt inni
í stofu.
Sesselja lét líka mála rúmgafl
fyrir ofan rúmið í stíl sjöunda ára-
tugarins. Rúmgaflinn er úr þrem-
ur litum sem alla má finna í rúm-
teppinu, koddum og fleiru tengdu
sjálfu rúminu, Listinn í kringum
rammann var einfaldlega gerður
með málningarlímbandi og máln-
ingardollu sem teiknað var eftir,
Sesselja gjörbreytti síðan
sjúskuðum fataskáp með sniðugri
lausn. „Ég tók gamlan skáp úr
geymslunni og veggfóðraði hann.
Það geta allir gert svona og þetta
er alls ekkert flókið. Það er samt
betra að fá leiðbeiningar áður.“
Vala Matt lofar skemmtilegum
þætti í kvöld og sparar ekki lofs-
yrðin þegar kemur að hugmynda-
flugi Sesselju. „Það sem er sniðug-
ast við þetta er að hún notar allt
sem fyrir var í herberginu og því
eru þessar hugmyndir nær kostn-
aðarlausar.“
Hönnunar- og lífstílsþáttur-
inn Veggfóður er á dagskrá sjón-
varpstöðvarinnar Sirkus í kvöld
klukkan 21.00.
PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is
STIGAR & HANDRIÐ
�����������������������������������������
�����������������������������������������
Nýtt�������������������������������
���������������������������������������������������
�����������������������������������������������������
���������������������������������������
����������������������������������� �����
���������������������������������
�
�
�
��
��
��
���
�
��������������������������������������������
Hillusamstæðan litla lokar fyrir
svefn,,herbergið“ þannig að ekki er hægt
að sjá mikið þar inn.
Hér sést Vala með Sesselju þar sem hún
sýnir veggfóðrið sem hún notaði á skápinn.
Herbergi lokað með
einfaldri lausn
Hér sést rúmgaflinn góði og hvernig hornin voru gerð með einfaldri málningardollu.
7. nóvember 2005 MÁNUDAGUR4
VEGGFÓÐUR
Gluggað í birtuna
DAGSBIRTAN ER AUÐVITAÐ FALLEG-
ASTA BIRTAN SEM VÖL ER Á EN HÚN
ER MISMUNANDI EFTIR ÞVÍ Í HVAÐA
ÁTT GLUGGARNIR SNÚA.
Falleg birta inn um stóra glugga
gerir heimilið fallegt og hlýlegt en
eðli lýsingarinnar fer eftir því í hvaða
átt gluggarnir snúa. Ef þeir snúa í
norður gæti birtan orðið kuldaleg og
hörð og lítið um sólskin. Listamenn
kjósa sér gjarna vinnustofur sem
snúa í norður þar sem norðurbirta
gefur litum skarpara yfirbragð.
Austurgluggar gefa góða birtu fyrst á
morgnanna en skugga og sólarleysi
seinnipartinn. Suðurgluggar gefa
hlýja birtu allan daginn en mismun-
andi eftir tíma dags. Eldhús, stofur
og önnur herbergi sem ætlunin er
að eyða miklum tíma í ættu að snúa
í suður. Vesturgluggar eru bjartastir
þegar sólin er hæst á lofti og þá
getur orðið heitt inni í herbergjum
sem snúa í vestur. Birtan þar mýkist
þegar líður á daginn.
{ birta