Fréttablaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 55
37MÁNUDAGUR 7. nóvember 2005
300 Akranes: Góð eign fyrir fólk á efri árum
Höfðagrund: Nýlegt parhús með útsýni yfir Faxaflóann
Lýsing: Húsið er þriggja herbergja. Forstofa er
með flísum á gólfi, skáp og hillu. Stofa er björt
með eikarparketti og útgengi á sólpall. Gott
skápapláss er í eldhúsi, þar er veggofn,
keramikhelluborð, tengi fyrir uppþvottavél og
parkett á gólfi. Herbergin tvö eru með skápum.
Parkett á gólfi. Baðherbergi er flísalagt og með
sturtuklefa. Þvottahús er með flísum á gólfi,
skolvaski og borði. Geymsla inn af þvottahúsi
er með hillum, flísum á gólfi og útgengi út á
sólpall sem er með heitum potti. Allar hurðir
og innréttingar eru spónlagðar með hlyn og eru hurðarop 90 cm að breidd og án þröskuldar.
Úti: Á pallinum er pottur og skjólveggur. Garðurinn er fallegur og er í góðri rækt.
Annað: Húsið er hannað með þarfir eldri borgara í huga og er til dæmisbúið 4 öryggishnöppum. Það er
við hliðina á elliheimilinu Höfða og eigendur geta haft aðgang að allri þjónustu þar. Eignin er laus og er
til afhendingar við kaupsamning.
Fermetrar: 93.2 Verð: 22.9. Fasteignasala: Smárinn.
109 Reykjavík: Gott útsýni úr risi
Raufarsel 13: endaraðhús með innbyggðum bílskúr.
Lýsing: Húsið er tvær hæðir og ris. Gengið er
inn í flísalagða forstofu með fatahengi og inni
af henni er flísalögð gestasnyrting. Úr forstof-
unni er innangengt í bílskúr. Á fyrstu hæð er
einnig eldhús, stofa, borðstofa og þvottahús.
Eldhúsið er flísalagt með ljósri innréttingu,
keramik helluborði og tengi fyrir uppþvottavél.
Opið er á milli eldhúss og borðstofu og úr
borðstofu er útgengt út á verönd. Þvottahúsið
er með innréttingu og vaski. Parkettlagður stigi
liggur upp á aðra hæð þar sem eru fjögur
rúmgóð parkettlögð herbergi og þar af tvö
með útgangi út á svalar. Á annarri hæð er auk
þess rúmgott flísalagt baðherbergi með sturtu-
klefa og baðkari. Á þriðju hæð er stórt parkett-
lagt fjölskylduherbergi með góðu útsýni úr risgluggum. Á þriðju hæð er einnig geymsla undir súð.
Úti: Innbyggður bílskúr. Annað: Litað gler er í öllum gluggum.
Fermetrar: 239,5 Verð: 42,9 milljónir Fasteignasala: Draumahús
36-37 efni lesið 6.11.2005 15:22 Page 3