Fréttablaðið - 07.11.2005, Síða 76

Fréttablaðið - 07.11.2005, Síða 76
 7. nóvember 2005 MÁNUDAGUR24 1.090 kr. Allar pizzur á Hvítlauksolía fylgir! Frítt SMS þegar pizzan fer í ofninn 7.–13. nóv. 58•12345 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 7 6 2 MasterCard kynnir: 7 DAGAR EFTIR. HVAÐ ÁTT ÞÚ EFTIR AÐ SJÁ? Í Háskólabíói og Regnboga 26. október - 14. nóvember „Ljósið!“ - jökull ii Djasskvartett Reykjavíkur hélt á miðvikudaginn tónleika fyrir nemendur Ísaksskóla. Nemend- urnir tóku tónlistarmönnunum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þeim gefst tækifæri til að hlýða á djass. Að sögn Sigurðar Flosasonar saxófónleikara er þetta hluti af verkefninu „Tónlist fyrir alla“ sem hefur verið í gangi í heil- an áratug en auk hans skipa þeir Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson og Gunnlaugur Briem kvartettinn. „Það eru tíu til ellefu tónlistarhópar sem ferðast vítt og breitt um landið og kynna fyrir krökkunum ólíka tónlist,“ segir hann en kvartett- inn tekur sér þrjár vikur í verk- efnið og heimsækir nokkra skóla að morgni til. „Þetta eru orðnar nokkur hundruð heimsóknir.“ Sigurður segir að krakkarnir séu góðir hlustendur og ákaf- lega móttækilegir en bætir við að það þurfi að sníða dagskrána eftir aldri. „Við verðum að koma til móts við þroska þeirra,“ útskýrir hann og telur jafnframt að þetta sé ofboðslega jákvætt og gefandi hlutverk. - fgg Tónlist fyrir alla HUGFANGIN Krakkarnir voru hugfangnir yfir þeim hljóðum sem Gunnlaugur Briem töfraði fram og fylgdust vel með því sem fram fór. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÁNÆGÐIR MEÐ FRAMTAKIÐ Þessir ungu drengir voru auðsjáanlega ánægðir með heimsóknina. Íslensk sveitaballa- stemning var á veitinga- staðnum Vega í Kaup- mannahöfn þegar Sálin hans Jóns míns fagnaði útgáfu nýrrar plötu á laugardaginn var. Kristj- án Hjálmarsson fylgdist með fullum, sveittum og glöðum Íslendingum skemmta sér konunglega á tónleikunum. Um þrettán hundruð manns troðfylltu veitingastaðinn Vega við Vesterbrogade í Kaup- mannahöfn á laugardaginn var þegar Sálin hans Jóns míns fagnaði útgáfu plötunnar Undir þínum áhrifum. Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið mögnuð. Sálarmenn hafa engu gleymt og stóðu svo sannarlega fyrir sínu. Fyrir hlé léku þeir lög í rólegri kantinum, flest gömul en skutu inn einu og einu lagi af nýju plötunni. Eftir hlé tók þétt keyrsla við og allt ætlaði um koll að keyra. Hver einasti fermetri á dansgólfinu var nýttur til hins ýtrasta og kom fólk sér jafnvel fyrir á svölum yfir dansgólf- inu. Hver einasti kjaftur söng hástöfum með og dillaði sér í takt við þétta sveitina. Flestir tónleikagestanna höfðu fylgt sveitinni frá Ísland en þó mátti þar einnig finna Íslendinga búsetta í Kaup- mannahöfn sem og í Svíþjóð, Noregi og jafnvel Bretlandi. Stór hluti gestanna voru hand- boltamenn úr Haukum og Val en liðin áttu bæði leik í Evrópu- keppninni í handbolta fyrr um daginn. Það var ekki að sjá að liðunum hafi gengið illa fyrr um daginn því leikmenn sem þjálf- ara skemmtu sér konunglega. Sálin hans Jóns míns steig á svið í kringum ellefu og spilaði til að verða þrjú. Eftir eitt upp- klapp kvöddu Sálarmenn og við tóku gömul íslensk popplög sem gestir staðarins dilluðu sér við lengi fram eftir. Þegar veitingastaðnum lok- aði, um klukkutíma eftir að Sál- armenn höfðu lokið sér af, mátti finna sveitta, glaða og fulla Íslendinga langt upp eftir allri Vesterbrogade. Undir áhrifum TRYLLTUR MANNSKAPURINN Drakk, dansaði og söng með hetjunum sínum. JÚLÍUS SIGURJÓNSSON Aðdáandi Sálarinnar númer eitt lét sig ekki vanta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.