Fréttablaðið - 07.11.2005, Page 86
7. nóvember 2005 MÁNUDAGUR34
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Laugardaginn 12. nóvember ætlar
hópur Íslendinga að slá heims-
metið í fjöldajójói. Heimsmetstil-
raunin mun fara fram í Smára-
lind en núgildandi heimsmet var
sett á Írlandi fyrir þremur árum.
Þá jójóuðu 426 manns samtímis í
tvær mínútur. Í Smáralind er ætl-
unin að fá 500 manns til að jójóa
samtímis í að minnsta kosti tvær
mínútur og komast þannig í næstu
Heimsmetabók Guinness.
Hlynur Björnsson og Hjört-
ur Atli Guðmundson úr Mennta-
skólanum í Kópavogi hafa veg og
vanda af skipulagningu atburðar-
ins með hjálp Eddu útgáfu, sem
gefur út Heimsmetabókina hér á
landi. Edda stóð á síðasta ári fyrir
gerð stærstu pylsu í heimi ásamt
SS og Myllunni og var það met
skráð í bókina góðu.
„Okkur datt þetta í hug í sam-
starfi við Eddu. Við vildum reyna
að gera eitthvað frumlegt og
skemmtilegt og breyta eitthvað
til,“ segir Hlynur, sem sjálfur er
gamall jójósveiflari. „Maður var
í þessu þegar maður var lítill. Ég
á gömul jójó í skúffunni heima og
það er aldrei að vita nema maður
fari að dusta rykið af þeim.“
Að sögn Hlyns munu flestallir
úr MK mæta í Smáralindina til að
taka þátt í heimsmetinu en einnig
verður jójóum dreift um verslun-
armiðstöðina. „Það eru allir vel-
komnir og fyrstir koma, fyrstir
fá. Við erum þegar komin með
nokkur jójó til að æfa með í skól-
anum og það er mjög mikil stemn-
ing fyrir þessu,“ segir hann.
Heimsmetstilraunin í Smára-
lind hefst klukkan 14.00 og von-
andi fáum við Íslendingar enn eitt
heimsmetið skráð í sjálfa Heims-
metabók Guinness.
- fb
JÓJÓÆFING Hlynur Björnsson og Hjörtur Atli Guðmundsson sjá um skipulagningu heims-
metstilraunarinnar. Æfingin skapar meistarann eins og sjá má á þessari mynd. MYND/HEIÐA
500 Íslendingar sýna listir sínar
Hilmir Snær Guðnason hefur að
undanförnu verið að sýna einleikinn
Ég er mín eigin kona. Á fimmtudag-
inn í síðustu viku vildi þó ekki betur
til en svo að kona í salnum fékk
aðsvif og þurfti að hringja á sjúkra-
bíl. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
þetta kemur fyrir hjá Hilmi því
þegar hann sýndi Með fulla vasa af
grjóti ásamt Stefáni Karli Stefáns-
syni fékk karlmaður aðsvif.
„Þetta er frekar skrýtið, tvö
skipti á tiltölulega skömmum tíma,“
segir Hilmir en bendir jafnframt á
að svona geti gerst þegar menn eru
að sýna mikið. „Það getur allt komið
fyrir í beinni,“ útskýrir hann. Leik-
arinn segir andrúmsloftið verða
svolítið undarlegt þegar svona
komi fyrir. „Maður fer úr karakter
og vonar að það verði allt í lagi með
fólkið,“ segir hann og bætir við að
það sé undir hinum áhorfendunum
komið hvort sýningin haldi áfram.
„Þeir vildu það en ég verð að viður-
kenna að það kom smá hökt í upp-
hafi,“ viðurkennir Hilmir og segist
hafa fipast eilítið í textanum. Hann
áréttar engu að síður að konan sé
velkomin aftur enda eigi hún eina
sýningu inni. Hilmir segir leik-
ara ekki vera búna undir óvæntar
uppákomur en hann hafi stundum
þurft að bregðast ansi skjótt við.
„Ég man eftir því þegar kviknaði
í kastara á miðri sýningu,“ segir
Hilmir og hlær að minningunni.
Leikarinn kann engar skýringar
á þessum tilvikum og vonast til að
ekki þurfi að setja upp viðvörunar-
skilti fyrir sýningar sínar. Það er
þó hálf furðuleg tilviljun að í báðum
leikritunum skiptir Hilmir oft um
persónuleika en leikarinn vonar að
það sé einskær tilviljun. Sýningin
Ég er mín eigin kona hefur að sögn
Hilmis gengið vonum framar og
hann er mjög ánægður með viðtök-
urnar. Hilmir segir það vera hálf
undarlegt að vera einn uppi á svið-
inu en enn undarlegra sé að vera
einn niðri í kjallara að ganga frá.
„Það er enginn sem klappar mér
á bakið og ég verð bara að ræða
við persónurnar um frammistöðu
kvöldsins. Ætli ég verði ekki bara
orðinn geðklofi þegar þetta er yfir-
staðið.“
freyrgigja@frettabladid.is
HILMIR SNÆR Hefur tvisvar á skömmum tíma þurft að bregðast við því að áhorfandi úti í
sal fengi aðsvif.
HILMIR SNÆR: AÐSVIFIN ELTA HANN Á RÖNDUM
Kann engar skýringar á
þessum atvikum
Í dag eru nákvæmlega fimmtíu dagar til aðfangadags jóla.
Þann fagra dag eru jólapóstpokar íslenskra heimila jafnan
úttroðnir hvítum, rauðum og gylltum umslögum, með hinni
séríslensku áritun „Jól!“ í einu horninu og jólafrímerki ársins í
öðru. En þótt enn sé ekki komið að kvöldum jólakortaskrifa
hjá Íslendingum eru nýju jólafrímerkin komin í sölu; annað
sem sýnir grenitré og er ætlað til sendinga utanlands en
hitt af rauðum jólaeplum sem ætluð eru jólaglaðningi milli
Íslandsstranda.
„Það er afar skemmtilegt að hanna jólafrímerki, ekki síst
þar sem þau eru oftast unnin á sumrin þegar ekkert minnir á
jólin. Þá myndast oft mjög súrrealísk umgjörð og andrúmsloft,“
segir grafíski hönnuðurinn og tangómeistarinn Hany Hadaya
á H2 Hönnun, sem hannaði jólafrímerki Íslandspósts í ár og
einnig síðustu jól, þegar myndefnið var hreindýr og rjúpa.
„Á jólafrímerkjum þarf að nota myndefni sem fólk tengir
strax jólahátíðinni. Ég valdi rauð epli því þau skipa órjúfanleg-
an sess í jólahaldi Íslandsbyggða gamla tímans, þegar rauð
epli og eplaangan var oft eina raunverulega táknið um að jólin
væru að koma. Þá valdi ég grenitréð sem svo fagurt stendur í
íslenskri náttúru og við höggvum til að setja upp í stofunni og
skreyta um jól,“ segir Hany, sem hannað hefur fjölda frímerkja
undanfarin ár og hlotið ýmis verðlaun fyrir, þar á meðal fyrir
eitt sem var valið fegursta frímerki heims.
„Frímerki hafa aðeins verið á undanhaldi því nú er svo
mikið stimplað beint á bréfin. Jólafrímerki er þó hefð sem
allar kristnar þjóðir halda í og hafa gefið út frá ómuna tíð, en
segja má að í heildina litið sé trúarlegur boðskapur jólanna
sá sem oftast verður fyrir myndvalinu; Jesúbarnið, María og
Jósep, vitringarnir, Betlehemstjarnan og fjárhúsið. Hins vegar
eru jólin einnig mikil kaupmannahátíð og margt sem tengist
jólunum sem kaupmenn hafa fært samfélögum mannanna
og er nú orðið órjúfa tákn jóla. Þar má nefna piparkökur, kerti
og stjörnur,“ segir Hany, að ógleymdum jólasveininum sem oft
hefur prýtt jólafrímerki heimsins.
Jólafrímerkin í ár anga af greni-, epla- og kanelilmi og er
það í fyrsta sinn sem sú prenttækni er notuð í frímerkjagerð
Íslendinga.
„Þá eru notaðir prentlitir sem bættir hafa verið með
ákveðnum ilmefnum. Ilmurinn er indæll en ekki jafn áberandi
og ég hélt að hann yrði og því betra að viðtakandi jólakortsins
nuddi aðeins frímerkið til að æsa upp jólailminn,“ segir Hany
glaður og hrifnastur sjálfur af angan eplafrímerkisins, sem
flestir munu njóta hér innanlands um jólin.
SÉRFRÆÐINGURINN HANY HADAYA HANNAÐI JÓLAFRÍMERKI ÍSLANDSPÓSTS Í ÁR
Jólaangan epla og grenitrjáa í frímerkinu
HANY HADAYA Grafískur hönnuður.
... fær Telma Tómasson fyrir
að breyta tímaritinu Eiðfaxa í
veglegt og nútímalegt blað fyrir
unnendur þarfasta þjónsins.
HRÓSIÐ
LÁRÉTT 2 poka 6 í röð 8 ósoðin 9 hljóma
11 ryk 12 gljáun 14 gáleysi 16 samtök 17
einkar 18 sarg 20 austfirðir 21 réttur.
LÓÐRÉTT 1 hrjúf 3 skammstöfun 4 hringur
5 óhreinindi 7 smávarningur 10 siða 13
líða vel 15 svanur 16 for 19 tveir eins.
LAUSN
Ofurtala
17 21 29 32 38
12 14 28 42 45 47
23 33 11
3 0 1 6 6
7 7 9 6 9
5. 11. 2005
2. 11. 2005
Einfaldur 1. vinningur
næsta laugardag
Tvöfaldur
1. vinningur næsta
miðvikudag
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
33�
LÁRÉTT: 2 sekk, 6 rs, 8 hrá, 9 óma, 11 im, 12
fágun, 14 vangá, 16 aa, 17 all, 18 urg, 20 af,
21 ragú.
LÓÐRÉTT: 1 gróf, 3 eh, 4 kringla, 5 kám, 7 smá-
vara, 10 aga, 13 una, 15 álft, 16 aur, 19 gg.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Einar Bárðarson, oft nefndur umboðs-
maður Íslands, teflir fram
öllum helstu poppstjörn-
um Íslands á jólaplötunni
Jólaskraut sem væntan-
leg er fyrir jólin. Lögin
á plötunni eru gamal-
kunn en ganga nú í
endurnýjun lífdaga
með nýjum flytjendum.
Jónsi úr Í svörtum fötum
syngur Jól alla
daga, sem
Eiríkur
Hauks-
son söng á
sínum tíma,
og Gleðileg jól allir
saman, sem Eyjólfur
Kristjánsson gerði ódauðlegt. Sjálf
Birgitta Haukdal mun svo feta í
fótspor Helgu Möller og syngja lagið
Heima jólin. Nylon-stelpurnar ráðsat
ekki heldur á garðinn þar sem hann er
lægstur og syngja gamla Wham!-lagið
Last Christmas með nýjum texta eftir
Ölmu Guðmundsdóttur úr Nylon.
Þær taka svo einnig lagið Hátíðarskap
sem Þú og ég sungu á sínum tíma.
Spéfuglinn Sveppi verður einnig með á plötunni en hann leysir
Ladda af og syngur lögin Snjókorn falla
og Rokkað út um jólin með sínu lagi.
Idolstjarnan Heiða lætur líka til sín taka
og syngur lögin Minn eini jólasveinn,
sem Ellen Kristjánsdóttir söng
upphaflega, og Aðfangadagskvöld, sem
Þú og ég sungu á plötunni Hátíðarskap.
Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifs-
son frá Dalvík slæst í hópinn með tvö
lög; Ég verð heima um jólin, sem flestir
þekkja, og en í seinna laginu
fetar Heiða í fótspor
söngkonunnar Mari-
ah Carey og flytur
lagið Allt það sem ég
óska eða All I Want
for Christmas
eins og það
heitir í ensku
útgáfunni.
EÐA Á VISIR.IS
PÖNTUNARSÍMI 550 5
000
SMÁAUGLÝSINGAR
FRÉTTABLAÐSINS
FRÉTTABLAÐIÐ ER
SMÁAUGLÝSINGA-
BLAÐIÐ
– smáauglýsingar sem allir sjá
EÐA Á VISIR.IS
PÖNTUNARSÍMI 550 5
000
SMÁAUGLÝSINGAR
FRÉTTABLAÐSINS
FRÉTTABLAÐIÐ ER
SMÁAUGLÝSINGA-
BLAÐIÐ
– smáauglýsingar sem allir sjá