Fréttablaðið - 07.11.2005, Síða 88

Fréttablaðið - 07.11.2005, Síða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR Fransmaðurinn Guillaume II erfði hertogaembætt- ið í sinni sveit, Normannadíi, aðeins 7 ára að aldri. Hann gat rakið ættir sínar til Aðalráðs sem eitt sinn var kóngur á Englandi og hafði viðurnefnið hinn ráðlausi. Þegar Guillaume var farinn að reskjast fannst honum tímabært að færa út kvíarnar og kalla eftir kon- ungstign á Englandi. Á þessum tíma höfðu svonefnd prófkjör ekki verið fundin upp og voru mun mannúðlegri aðferðir notaðar til að finna fólki stað í goggunarröð stjórnmálanna. Þessar aðferðir voru kallaðar orustur. Mótframbjóðandinn og aðalkeppinauturinn hét Har- aldur Guðinason og var vinsæll maður og brosmildur. PRÓFKJÖRIÐ eða orustan fór fram þar sem heitir Hastings á Englandi, haustið 1066. Alls tóku 12.453 manns drengileg- an þátt í orustunni og þótti góð þátttaka. Leikar fóru þannig þegar líkin höfðu verið talin að Guillaume stóð uppi sem sigur- vegari. Haraldur fannst eftir nokkra leit og var þá andaður bæði í hefðbundnum skilningi og pólitískum og hafði einhver álpast til að skjóta ör í augað á honum, enda var valdabrölt á þessum tíma ekki síður áhættu- samt en nú á dögum. EFTIR prófkjörið var Guill- aume glaður mjög og kallaði sig upp frá því Vilhjálm sigur- vegara og gerði tilkall ensku krúnunnar. Andstæðingar hans voru ákaflega sundruð hjörð og náðu ekki að samfylkja gegn Vilhjálmi og biðu því ósigur sem átti eftir að verða afdrifa- ríkur, því að fræðimenn telja að Vilhjálmur sigursæli sé í 68. sæti yfir þá einstaklinga sem mest áhrif hafi haft á mann- kynssöguna. ANDSTÆÐINGAR Vilhjálms héldu þó áfram að mögla og neit- uðu að viðurkenna að honum bæri titillinn „sigurvegari“. Þess í stað sögðu þeir að hann væri aðeins skitinn hertogi frá útnáranum Normannadíi og kölluðu hann jafnan Villa bast- arð þegar hann heyrði ekki til. Engin ljósmynd er til af Vil- hjálmi sigurvegara, en honum er svo lýst, að hann hafi verið stór og þrekinn, sterkur í öllum skilningi, snemma sköllóttur og virðulegur í framgöngu allri. ■ Af Vilhjálmi sigurvegara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.