Fréttablaðið - 07.11.2005, Síða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
BAKÞANKAR
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Fransmaðurinn Guillaume II erfði hertogaembætt-
ið í sinni sveit, Normannadíi,
aðeins 7 ára að aldri. Hann gat
rakið ættir sínar til Aðalráðs
sem eitt sinn var kóngur á
Englandi og hafði viðurnefnið
hinn ráðlausi. Þegar Guillaume
var farinn að reskjast fannst
honum tímabært að færa út
kvíarnar og kalla eftir kon-
ungstign á Englandi. Á þessum
tíma höfðu svonefnd prófkjör
ekki verið fundin upp og voru
mun mannúðlegri aðferðir
notaðar til að finna fólki stað
í goggunarröð stjórnmálanna.
Þessar aðferðir voru kallaðar
orustur. Mótframbjóðandinn
og aðalkeppinauturinn hét Har-
aldur Guðinason og var vinsæll
maður og brosmildur.
PRÓFKJÖRIÐ eða orustan fór
fram þar sem heitir Hastings
á Englandi, haustið 1066. Alls
tóku 12.453 manns drengileg-
an þátt í orustunni og þótti góð
þátttaka. Leikar fóru þannig
þegar líkin höfðu verið talin að
Guillaume stóð uppi sem sigur-
vegari. Haraldur fannst eftir
nokkra leit og var þá andaður
bæði í hefðbundnum skilningi
og pólitískum og hafði einhver
álpast til að skjóta ör í augað á
honum, enda var valdabrölt á
þessum tíma ekki síður áhættu-
samt en nú á dögum.
EFTIR prófkjörið var Guill-
aume glaður mjög og kallaði
sig upp frá því Vilhjálm sigur-
vegara og gerði tilkall ensku
krúnunnar. Andstæðingar hans
voru ákaflega sundruð hjörð og
náðu ekki að samfylkja gegn
Vilhjálmi og biðu því ósigur
sem átti eftir að verða afdrifa-
ríkur, því að fræðimenn telja
að Vilhjálmur sigursæli sé í 68.
sæti yfir þá einstaklinga sem
mest áhrif hafi haft á mann-
kynssöguna.
ANDSTÆÐINGAR Vilhjálms
héldu þó áfram að mögla og neit-
uðu að viðurkenna að honum
bæri titillinn „sigurvegari“.
Þess í stað sögðu þeir að hann
væri aðeins skitinn hertogi frá
útnáranum Normannadíi og
kölluðu hann jafnan Villa bast-
arð þegar hann heyrði ekki til.
Engin ljósmynd er til af Vil-
hjálmi sigurvegara, en honum
er svo lýst, að hann hafi verið
stór og þrekinn, sterkur í öllum
skilningi, snemma sköllóttur og
virðulegur í framgöngu allri. ■
Af Vilhjálmi
sigurvegara