Tíminn - 23.01.1976, Side 11

Tíminn - 23.01.1976, Side 11
Föstudagur 23. janúar 1976. TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar. í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. FréttastjóriiJ Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisia- son. Ritstjórnarskrifstofur i Gdduhúsinu viö Lindargötu, rsimar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalsjtræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasjmÞ 19523. Verð í lausasölu ár. 40100. Askfiftargjald kr. 800.00 á mánuði. ' ‘ ■>' BlaðaprentJT.p Kaldar kveðjur Magnús Torfi Ólafsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, svaraði siðastl. sunnudagskvöld spurningum kjósenda i sérstök- um útvarpsþætti. Magnús lýsti þar yfir þvi, að það væri takmark Samtakanna, að sameina alla vinstri menn undir eitt merki, og hefðu þau i sam- ræmi við það efnt til viðræðna milli stjórnarand- stöðuflokkanna um aukið samstarf. En ekki virðist sú sáttaviðleitni ætla að bera mikinn árangur, ef marka má heilsíðugrein i Þjóðviljanum 11. þ.m., þar sem rætt er um útgáfusamstarf Visis og Al- þýðublaðsins. í grein þessari er þvi lýst með mörgum og sterkum orðum, að með þessu sam- starfi hafi Alþýðuflokkurinn alveg gengið auðvald- inu á hönd og ráði það nú öllu um störf og stefnu Alþýðuflokksins. M.a. segir þar á þessa leið: „Alþýðuflokkurinn hefur átt i miklum erfiðleik- um að undanförnu og fylgi hans nálgast núllið. Ástæður þessa skulu ekki raktar hér nú. En ýmsir höfðu þó siðustu mánuði gert sér vonir um, að e.t.v. mætti þrátt fyrir allt vænta nokkurrar vinstri endurreisnar I Alþýðuflokknum, að glóð hugsjóna verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðar- stefnunnar leyndist enn I þeirri öskustó, sem for- ingjar Alþýðuflokksins siðari ár, hafa búið flokki sinum. í röðum flokksins hafði orðið vart fáeinna ungra manna, sem virtust hafa allmikið annan tón en doktor Gylfi og hans nánasta lið. Menn vonuðu, að þar færu boðberar nýrrar endurreisnar undir merkjum jafnaðarstefnunnar. Nú er þessum mönnum sagt að taka pokann sinn, nema þeir treysti sér til að láta rödd jafnaðarstefnunnar hljóma fyrir náð umboðsmanna Fordhringsins á Islandi og i takt við pólitiskan nótuslátt annarra hliðstæðra fulltrúa erlends og innlends auðmagns, — þeirra manna, sem mestu ráða i Sjálfstæðis- flokknum og fara með vald yfir útgáfu Visis og Morgunblaðsins. Röddin er Jakobs, en hendurnar Esaú, var eitt sinn sagt og á við hér.” Vissulega eru þetta kaldar kveðjur og bera litinn vott um samstarfsvilja. Þó finnst Þjóðviljanum ekki nóg að gert. Þjóðviljinn birtir með greininni mynd af öllum þingmönnum Alþýðuflokksins og gefur þeim einkunnir. Gylfi Þ. Gislason er kallað- ur „útibússtjóri auðfélagsins,” Benedikt Gröndal er kallaður „flokksformaður i niðurlægingunni”, Sighvatur Björgvinsson er kallaður „niðursetn- ingur hjá auðfélaginu, sem gefur út Visi”, um Eggert Þorsteinsson segir, að hann hafi eitt sinn verið ungur og vaskur, en sé nú týndur, og loks fær Jón Ármann þann vitnisburð, að hann sé „fátækur útgerðarmaður”. Þannig eru kveðjurnar, sem þingmönnum Alþýðuflokksins eru valdar i Þjóð- viljanum. Vissulega bera skrif eins og þessi litil merki um árangurinn af sáttastarfi Magnúsar Torfa og fé- laga hans. Þau sýna þvert á móti, að andrúmsloft- ið er enn hið sama og i ágústmánuði 1974, þegar ósætt Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins átti mestan þátt i þvi, að ekki tókst að endurreisa vinstri stjórn. Það gerðist m.a. á þeim tima, þegar samningaviðræður stóðu sem hæst, að Þjóðviljinn réðist heiftarlega á Gylfa Þ. Gislason sem forseta Alþingis á Þjóðhátiðinni. Tilgangurinn með þeim skrifum var augljós. Áramótaskrif formanns Alþýðubandalagsins og formanns Alþýðuflokksins báru lika litinn vott um samstarfsvilja. Stjórnarandstaðan er jafnklofin sem áður, og virði st ekki vera neinna breytinga að vænta á þvi. — Þ.Þ. AAagnús Ólafsson skrifar frá York: Kemur SAS á friði í South-Armagh? úrvalssveitir til Norður-írlands Wilson sendir úrvalssveitir til N.-írlands. Bretar senda SIÐAST LIÐIÐ ár var hið þriðja blóðugasta i sögu N-lr- landsátakanna siðan þau hóf- ust i núverandi mynd 1968. Verði áframnaldandi þróun hryðjuverka lik fyrstu dögum þessa árs, er viðbúið að 1975 færist neðar i röðina að óbreyttum framgangi, svo dýrkeyptir hafa siðustu dagar verið. En brezk stjórnvöld ætla ekki að láta það viðgang- ast, og nýjar aðgerðir eru framundan auk þeirra, sem þegar eru komnar til fram- kvæmda. Helzta tilefni þess- arar nýju þróunar er fjölda- morðið óhugnanlega, sem átti sér stað i South-Armagh i fyrri viku. Voru þar myrtir 10 verkamenn, mótmælendur, af hermdarverkamönnum IRA. Fyrirhugaðar ráðstafanir eru tvenns konar, hernaðarlegar og stjórnmálalegar. ÞEGAR eftir morðin i S- Armagh var tilkynnt að mjög leynileg sérdeild innan brezka hersins yrði samstundis. send til N-trlands. Er hér um að ræða sveit, sem gengur undir nafninu SAS, en nefnist fullu nafni Special Air Service. Það er mjög fámenn sveit, en þvi þjálfaðri og mikill leyndar- dómur hvilir yfir öllu skipu- lagi hennar og aðferðum. Tala meðlima SAS er sögð einungis 600 og 150 þeirra hafa þegar veriðsendir til N-írlands. Þeir eru búnir öllum beztu fáan- legu vopnum auk margvislegs útbúnaðar, sem venjulegar hersveitir hafa ekki yfir að ráða. Stranglega hefur þess verið gætt, að myndir af her- mönnum SAS birtist ekki i fjölmiðlum. Þá koma þeir til með að starfa talsvert án ein- kennisbúnings, sem getur orð- ið hryðjuverkamönnum skeinuhætt. Athafnasvæði SAS verður trúlegast i Armagh og þá sér- staklega i syðri hluta skiris- ins, en þar hafa IRA menn verið virkastir. Vandamálið við S-Armagh er aðallega, hve nærri svæðið er landamærum lýðveldisins írlands. En full- vist þykir, að hryðjuverka- menn hafi bækistöðvar hand- an landamæranna og hverfi jafnan til baka að loknu ódæð- isverki. Þegar forsætisráðherra Bretlands, Harold Wilson, kynnti ráðagerðir rikisstjórn- arinnar i brezka þinginu, kom vel i ljós að lokun landamær- anna var fyrsta skrefið i þess- um nýju aðgerðum. Nánari samvinna verður tekin upp við rikisstjórn Irlands, sem óttast mjög útbreiðslu N-Irlands átakanna.’Verða lögreglu- menn beggja megin landa- mæranna i stöðugu sambandi, enda grundvallarskilyrði fyrir jákvæðum árangri. Þá til- kynnti Wilson viðtæka hagnýt- ingu tölva við upplýsinga- geymslu, og liklega verða sér- stök vegabréf gefin út til þeirra ibúa S-Armagh, sem hafa erindi yfir landamærin. Þá verða lög, sem leyfa yfir- heyrslur án nokkurra skýr- inga, notfærð til fullnustu. Þessum ráðagerðum skýrði Wilson frá i brezka þinginu mánudaginn 12. jan. Virðast þær bæði skynsamar og væn- legar til árangurs, en sú spurning getur vaknað upp hvers vegna verkamennirnir tiu þurftu fyrst að láta lifið áð- ur en einhver ákveðin stefna var tekin. Ótti við gagnað- gerðir IRA hefur eflaust ráðið mestu, en þó er ljóst, að fjöldi hermanna þeirra er ekki mik- ill, heldur starfsemi IRA i há- marki, þ.a. aukning hryðju- verka ætti ekki að vera mikil. ÞESSUM ráðstöfunum hef- ur verið vel tekið i brezka þinginu. Bæði Margaret Thatcher, formaður Ihalds- flokksins, og Edward Heath fvrrum formaður lýstu yfir ánægju sinni og stuðningi, en álitu þó að fleiri sveitir mætti senda til N-trlands en SAS. t lika strengi tóku þingmenn frá N-írlandi, en óttuðust þeir að valdsvið SAS væri ef til vill of mikið, þ.a. saklausir borgarar gætu orðið fyrir ástæðulausum óþægindum. Forsætisráðherr- ann kvað SAS heyra undir hinn almenna brezka her og hlýða fyrirskipunum þaðan. Jafnframt sagði Wilson, að þessar aðgerðir væru ekki nægilegar. Einnig þyrfti að sjást einhver árangur á lausn hinnar raunverulegu deilu, þ.e. ágreiningurinn milli mót- mælenda og kaþólska minni- hlutans. En þeirri áætlun skýrði N-lrlandsmálaráðherr- ann, Merlyn Rees, frá. MEGINEFNI málflutnings M. Rees var að ráðast gegn þeim röddum, sem segja að Bretar ættu að draga her sinn frá N-trlandi og láta heima- menn útkljá deiluna. Þá hug- mynd sagði ráðherrann vera fjarstæðu eina og leysti ekkert vandamál, þvi aldrei megi gleyma,að N-lrland er órjúf- anlegur hluti af Stóra-Bret- landi. 1 stað þess vill Rees kalla saman að nýju n-irska þingið 3. febrúar næstkom- andi, um stundarsakir til að byrja með eða 4 vikur. A það að koma með tillögur hvernig bezt megi tryggja íbúum N-Ir- lands jafnrétti, og þá án tillits til mismunandi trúarbragða. BAÐAR ÞESSAR hugmynd- ir virðast ágætar, alla vega i fljótu bragði. Hernaðarlega hliðin er framkvæmdarlegs eðlis og takisthún vel, þá gætu tvenns konar markmið náðst. I fyrsta lagi, að loka undan- komuleiðum fyrir hermdar- verkamenn og svo i öðru lagi, sem er öllu mikilvægara — með langtimasjónarmið i huga — að loka birgðaflutn- ingaleiðum. Um stjórnmála- legu hliðina er hins vegar erfiðara að dæma. Hæpið má þó teljast. að mögulegt sé að koma á venjulegu friðsömu ástandi á N-Irlandi á næst- unni. En alla vega er ljóst, að eitthvað er verið að gera og það er ef til vill fyrir mestu eins og i pottinn er búið um þessar mundir. Thatcher vill senda aukinn her til N.-trlands.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.