Fréttablaðið - 14.11.2005, Side 14

Fréttablaðið - 14.11.2005, Side 14
 14. nóvember 2005 MÁNUDAGUR14 fréttir og fróðleikur 03. 33 3 1. 40 5 1. 34 8 Ný verksmiðja sem framleiðir vörubretti úr pappa tekur til starfa í Mývatnssveit á næsta ári. Verður hún staðsett á lóð Kísiliðjunnar við Reykjahlíð sem lokað var í fyrra, en Landsvirkjun keypti nýverið lóðina ásamt mannvirkjum. Þá var Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri í Mývatns- sveit, heldur svartsýnn á atvinnu- ástandið í sveitinni en nú ætti að rætast eitthvað úr málum. Þessi nýja verksmiðja hlýtur að auka bjartsýni manna í Mývatns- sveit á ný? Já, það leikur enginn vafi á því að þetta er jákvætt, en auðvitað leysir þetta ekki allan vanda hjá okkur. En það voru líka að gerast góðir hlutir í atvinnumálum hjá okkur í fyrra, þegar baðlónið hér í Bjarnarflaginu tók til starfa, það er ekki síður atvinnuskap- andi. Þar eru ýmsar hugmyndir á lofti um heilsutengda ferðaþjónustu sem eru mjög spennandi. Það eru mýmörg tækifæri í Mývatnssveit og ég er afar ánægður með aðkomu Landsvirkjunar að atvinnumálum hér. Var eitthvað um að fólk flytti úr sveitinni eftir að Kísiliðjan lokaði? Einhverjir fóru en það má segja að það hafi linað þjáningarnar hérna að atvinnuástandið hér austur á fjöllun- um var gott, þó það sé kannski ekki óskastaða að þurfa að sækja vinnu héðan á Káranhnjúka eða austur á firði. Sigbjörn lætur senn af störfum sem sveitarstjóri í Mývatnssveit en er hann ánægður með dvölina og árangurinn? Já, ég fer héðan sáttur og held að ég skili af mér góðu búi. Það hefur alltaf verið aðalmarkmiðið mitt að sveitarsjóður sé ekki skuldsettur og það er hann ekki og það hefur bjarg- að mönnum núna þegar að kreppti í atvinnulífinu. SPURT & SVARAÐ ■ NÝ VERKSMIÐJA Í BJARNARFLAGI Mýmörg tækifæri í Mývatnssveit SIGBJÖRN GUNNARSSON Sveitarstjóri í Mývatnssveit. Háskólinn á Akureyri þarf að draga úr starfsemi sinni þar sem opinber fjárframlög eru lægri en rekstrarkostnaður. Svo að endar nái saman verður deildum skólans fækkað úr sex í fjórar. Hvað breytist? Deildir sem hafa nána samvinnu renna saman. Eftirleiðis verða því viðskipta- og raunvísinda- deild, félagsvísinda- og lagadeild, heilbrigðis- deild og kennaradeild starfræktar við skólann. Auðlindadeild og upplýsingatæknideild munu hins vegar heyra sögunni til. Með þessum aðgerðum leggjast tvö embætti deildarforseta af auk einhverra starfa til viðbótar. Hvaða þýðingu hefur Háskólinn á Akureyri? Auk þess að uppfræða og útskrifa fjölda nem- enda á ári er fullyrt að Háskólinn hafi gríðarlega þýðingu fyrir uppvöxt og framgang Akureyrar- bæjar. Lengi hefur verið bent á mikilvægi skól- ans í byggðaþróun og hann nefndur sem gott dæmi um möguleika stjórnvalda til að snúa fólksflutningum af landsbyggðinni við. Yfir 1.500 nemendur eru við skólann í vetur, fastráðið starfsfólk er um 170 og stundakennarar vel á fimmta hundrað. Hvers vegna þessi fjárhagsvandi? Nemendum við Háskólann á Akureyri hefur fjölgað hratt á síðustu árum og líkast til hraðar en áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir. Við það hefur kostnaður aukist. Þá hefur flutningur starf- seminnar á Sólborgarsvæðið á Akureyri kostað sitt, ekki síst afnot af hinu nýja Rannsóknahúsi en fyrir þau þarf skólinn að greiða 60 milljónir króna í húsaleigu á ári. FBL-GREINING: HÁSKÓLINN Á AKUREYRI SKER NIÐUR Nemendum hefur fjölgað of hratt 52 6 77 5 17 29 0 TEGUND OG FJÖLDI SLYSA Á LANDINU Í APRÍL TIL JÚNÍ Umferðar óhöpp Vinnu- slys Heima- og frítíma- slys Flug- slys Sjóslys Önnur slys Íþrótta- slys Skóla- slys Heimild: Landlæknisembættið Aðilar að kapphlaupinu eru ríkin sem eiga land að Norður-Íshafi – Noreg- ur, Rússland, Bandaríkin, Kanada og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Ísland tengist þessum slag í gegnum aðild að Norðurskautsráðinu og Bar- entshafsráðinu. En meginágreining- urinn stendur á milli Bandaríkjanna og Kanada um lögsögu yfir norð- vestur-siglingaleiðinni svonefndu, milli Noregs og Rússlands um lög- sögu í Barentshafi, Kanadamenn og Danir/Grænlendingar etja kappi um smáeyju í hafinu milli Grænlands og Kanada, rússneska þingið neitar að staðfesta samning við Bandarík- in um lögsögumörk í Beringsundi og Danir, fyrir hönd Grænlendinga, trompa allt með því að gera tilkall til Norðurpólsins sjálfs. Norðurskautsísinn hopar hratt „Svona virkar landafræðin,“ hefur fréttavefur breska ríkisútvarps- ins, BBC, eftir Peter Croker, írsk- um olíumálasérfræðingi sem er formaður í þeirri nefnd Sameinuðu þjóðanna sem úrskurðar um land- grunnsmörk (Commission on the Limits of the Continental Shelf). Nefndin hefur það hlutverk að miðla málum milli ríkja sem deila um landgrunnsréttindi, en deil- an um Hatton-Rockall-svæðið er dæmi um slíka deilu sem Ísland á aðild að. Vísindamenn hafa spáð því að svo gæti farið að Norðurheim- skautsísinn gæti bráðnað alveg yfir sumarið áður en þessi öld er liðin. Þetta kemur fram í alþjóð- legu skýrslunni Arctic Climate Impact Assessment sem gefin var út í fyrra. Hopi ísinn svona mikið opnast áður ófærar siglingaleiðir og aðgangur að svæðum þar sem olíu- og gaslindir er að finna. Sam- kvæmt mati bandarísku landfræði- stofnunarinnar (US Geological Survey) er um fjórðungur allra þeirra olíu- og gaslinda sem enn hafa ekki verið uppgötvaðar að finna á Norðurskautssvæðinu. „Nú eru allir að setja sig í bar- áttustellingar. Loftslagsbreyting- ar eru að umbreyta Norðurheim- skautssvæðinu. Í húfi eru orka, fiskur og siglingaleiðir,“ hefur fréttavefur BBC eftir dr. Rob Huebert, stjórnmálafræðingi við rannsóknamiðstöðina Centre for Strategic Studies við Calgary- háskóla í Kanada. Hann telur að baráttan um lögsögu yfir þess- um auðlindum verði áfram hörð. Nauðsynlegt sé að finna sáttaleið til að hafa stjórn á þróuninni og þar muni fjölþjóðlegar samstarfsstofn- anir eins og Norðurskautsráðið hugsanlega geta gegnt mikilvægu málamiðlunarhlutverki. Meginátakamálin fimm Meginátakamálin eru fimm: Lög- saga yfir Norðurskautinu sjálfu, Norðvestur-siglingaleiðinni, Bar- entshafi, Berlingsundi og Hans-ey. Samkvæmt 76. grein Hafréttar- sáttmála SÞ getur hvert strandríki gert tilkall til 200 sjómílna efna- hagslögsögu og allt að 150 mílna hafsbotnsréttinda þar til viðbót- ar, sé hafsbotninn beint framhald landgrunns viðkomandi lands. Að óbreyttu á ekkert þeirra ríkja sem eiga land sem liggur að Norður- skautssvæðinu tilkall til lögsögu alla leið upp á Norðurpólinn. Eins og er heyrir því lögsagan yfir Norð- urskautinu sjálfu undir Alþjóða hafsbotnsstofnunina, sem er ein af undirstofnunum SÞ og hefur aðset- ur í Kingston á Jamaíku. Tvær leiðir að skiptingu lögsögunnar yfir Norð- urskautinu milli ríkjanna fimm eru nú uppi á samningaborðinu. Önnur gengur út á að skipta lögsögunni eftir lengdarbaugslínum. Hin leiðin, sem Kanadamenn og Danir styðja, er að lögsögumörkin fari eftir lengd næstliggjandi strandlengju. Sam- kvæmt þessari reglu myndi Dan- mörk (Grænland) fá lögsögu yfir pólnum sjálfum en lögsögusvæði Kanada stækka einnig. Kjarni deilunnar um Norðvest- ur-siglingaleiðina er að Bandaríkin viðurkenna ekki lögsögu Kanada yfir henni. Minna er deilt um Norð- austur-siglingaleiðina (frá Barents- hafi norður fyrir Síberíu austur til Austur-Asíu). Þessar siglingaleiðir gætu skipt miklu máli fyrir Ísland, þar sem hér gætu verið umskipun- arhafnir fyrir skip sem sigldu þess- ar leiðir. Deilan um Hans-eyju snýst um lögsögumörk milli Kanada og Grænlands, sem gæti skipt máli fyrir könnunar- og vinnsluréttindi hugsanlegra orkulinda undir hafs- botninum. Kanada og Danmörk gerðu samning um lögsögumörkin á þessu svæði árið 1973, en í honum var ekki tilgreint hverjum Hans-ey tilheyrði. Barentshafsdeilan stendur að mestu á milli Noregs og Rússlands. Miklar gas- og olíulindir eru taldar vera undir botni Barentshafs og því eru hér miklir efnahagslegir hags- munir í húfi. Deilan um Beringsund rakin til ársins 1990 þegar Bandaríkin og Sovétríkin gerðu með sér samning um lögsögumörk þar. Rússneska þingið hefur neitað að fullgilda þennan samning og heldur því fram að samkvæmt samningnum hafi lögsaga Rússlands minnkað um 50.000 ferkílómetra. Bandaríkin utangátta Meðal atriða sem flækja úrlausn þessara mála er að hlutaðeigandi ríki þurfa að bera fram þær lög- sögukröfur sem það telur að það eigi tilkall til samkvæmt Hafréttar- sáttmála SÞ innan ákveðins frests. En Bandaríkin hafa enn ekki full- gilt Hafréttarsáttmálann, þar sem nokkrir öldungardeildarþingmenn í Washington hafa fyrirvara um að Bandaríkin væru að afsala sér fullveldisrétti með fullgildingunni. Þar af leiðandi stendur eitt hinna hlutaðeigandi ríkja, sem svo vill til að er valdamesta ríki í heimi, utan við þá leit að málamiðlunum sem nú er í gangi. ■ Kapp um lögsögu Norðurskautsins Vísindarannsóknir benda til að hlýnun lofthjúpsins sé tvöfalt hraðari yfir Norðurheimskautinu en að meðaltali á jörðinni. Þessi vitneskja ásamt fleirum veldur því að mikið kapphlaup er hafið um efnahagslögsögu á svæðinu. Á GRÆNLANDI Danir sem hafa yfirráð yfir Grænlandi deila um lögsögumörk Hans-eyju sem er á milli Grænlands og Kanada. SIGLT UM ÍSINN Vísindamenn hafa spáð því að svo gæti farið að Norðurheimskautsísinn gæti bráðnað alveg yfir sumarið áður en þessi öld er liðin. FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.iss ÍSLENSKUR FJÖLSKYLDUFAÐIR Á DAUÐALISTA HELLS ANGELS Sigurður Ingólfsson lenti í útistöðum við mótorhjólagengi DV2x15 13.11.2005 21:07 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.