Fréttablaðið - 14.11.2005, Page 16

Fréttablaðið - 14.11.2005, Page 16
 14. nóvember 2005 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í DAG PRÓFKJÖR SJÁLF- STÆÐISMANNA GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Þegar Vilhjálmur Þ. talar um borgarmálefni er hann eins og þaulvanur hljóðfæraleikari í góðum gír á balli geislandi af öryggi og hæfilega tempraðri spilagleði. Mótsagnakennd vinnubrögð Jón G. Tómasson birti í gær grein í Morgunblaðinu sem líkleg er til að vekja umtal, ekki síst vegna þess að höfundurinn er þjóðkunnur sem vand- aður og vammlaus embættismaður. Jón var um skeið ríkislögmaður, en lengst af borgarritari og borgarlögmaður í Reykja- vík. Hann var nánasti samstarfsmaður Davíðs Odds- sonar meðan Davíð var borgarstjóri. Greinin fjallar um meðferð ákæruvalds í tilefni af Baugsmáli og með sam- anburði við Hafskipsmálið á níunda áratugnum. Jón gerþekkir Hafskips- málið þar sem hann var kvaddur til dómarastarfa í Hæstarétti við meðferð þess. Hann rifjar upp að hann hafi þá talið aðfinnsluvert hvernig staðið var að ákæru í málinu. Rekur hann dæmi um mótsagnakennd vinnubrögð þriggja saksóknara sem að því komu. „Ekki að tilefnislausu“ Jón skrifar síðan: „Því hefur verið haldið fram – og ekki að tilefnislausu – að upphaf Baugsmálsins megi um sumt líkja við upphaf Hafskipsmálsins, að pólitísk umræða og aðkoma sterkra afla á vettvangi stjórnmála hafi hrundið af stað mun víðtækari rannsókn og að beitt hafi verið óvægari aðgerðum en tilefni hafi verið til. Upphaflega ákæru- atriðið virðist vera orðið aukaatriði, en öllu snúið við í leit að einhverju, sem geti talist saknæmt. Ákæruvaldið fær falleinkunn hjá dómstólum, en segir: ekkert mál, við ákærum bara aftur. Og sér ekki fyrir lyktir málsins í bráð.“ Utanaðkomandi áhrif Jón minnir á að ákæruvaldið sé vand- meðfarið. Þeir sem sekir séu um afbrot verði að taka afleiðingum gerða sinna, en gæta verði þess að fara ekki með valdið á þann veg að grunur vakni um, að þar gæti utanaðkomandi áhrifa, pól- itískra eða annarra, og við framkvæmd rannsókna verði að gæta meðalhófs. „Og til þeirra, sem með valdið fara, verður að gera þá kröfu, að svo vel sé vandað til verka, að dómstólar geti fjall- að efnislega um sakarefni og almenn- ingur efist ekki um, að huglægt mat hafi ráðið við rannsókn máls og útgáfu ákæru“, skrifar Jón. gm@frettabladid.isRæða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Sam-fylkingarinnar, á flokkstjórnarfundinum á laugardaginn skerpti að nokkru leyti línurnar í stjórnmálabaráttunni. Hún kom skýrum orðum að því að hún telur að Sjálfstæðisflokk- urinn sé höfuðandstæðingurinn, að Samfylkingin eigi að byggja á arfleifð íslenskrar jafnaðarstefnu og vera ófeimin við að halda verkum jafnaðarmanna á fyrri tíð á lofti. Megináhyggjuefni for- mannsins er aukinn ójöfnuður í íslensku þjóðfélagi. Hún kveðst hafna þjóðfélagi þar sem „hagræðið vegur þyngra en réttlætið, þar sem skilvirknin er sett ofar sanngirninni“. Þá vill hún að Samfylkingin standi vörð „um miðjuna í íslenskum stjórnmál- um“ á grundvelli stefnu sem sé „lausnamiðuð“ og vísi til fram- tíðar. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að Samfylkingin skilgreini Sjálf- stæðisflokkinn sem helsta keppinaut sinn. Samfylkingin er næststærsti flokkur landsins og var komin nálægt Sjálfstæðis- flokknum að kjörfylgi í síðustu kosningum. Deila má um þær einkunnir sem Ingibjörg Sólrún gaf sjálfstæðismönnum, en þær voru þó kurteisari og málefnalegri en gusan sem Samfylking- in fékk yfir sig frá fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum á dögunum. Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að margt sem talið er íslensku samfélagi til gildis nú á dögum er upprunalega baráttu- mál forvera hennar í stjórnmálum. En það er frekar sagnfræði en raunhæft umræðuefni í nútímanum. Og það getur líka verið varhugavert að leiða umræðuna á slíkar brautir, því þegar nær dregur í tíma verður ljósara hve margt af því sem vinstri flokk- ar og jafnaðarmenn hafa staðið fyrir á undanförnum árum hefur verið slakt og misheppnað. Það kann að vera rétt að bilið milli ríkra og fátækra á Íslandi hafi aukist á undanförnum árum. Ástæðan er samt ekki sú að hinir fátæku búi við verri kjör en áður; þvert á móti hefur kaup- máttur almennings aukist og á Íslandi ríkir meiri hagsæld en víðast hvar í heiminum. Hins vegar hafa hinir ríku orðið ríkari en áður í kjölfar þeirra tækifæra sem skapast hafa við víðtæka einkavæðingu og frjálsræði í efnahags- og viðskiptalífi. Við þurfum öll að vera vakandi yfir þeim sem höllum fæti standa og vissulega búa ýmsir þjóðfélagshópar hér á landi við kjör sem eru óviðunandi. En ekki má gleymast að það er athafnafrelsið – ekki stjórnvaldsaðgerðir – sem skapar auðinn og tækifærin. Og Ingibjörg Sólrún ætti ekki að gleyma því þegar hún reynir að eigna Samfylkingunni heiðurinn af þátttöku Íslands í Evr- ópska efnahagssvæðinu, að EES-samningurinn er öðru fremur grundvöllur þess markaðsskipulags sem við Íslendingar búum við og þar með kröfunnar um hagræðingu og skilvirkni sem hún deilir á. Stóri gallinn við ræðu Ingibjargar Sólrúnar var að um leið og hún boðaði „lausnamiðaða“ stefnu nefndi hún nánast engin áþreifanleg dæmi um hvernig flokkurinn færi að ef hann sett- ist í ríkisstjórn. Þetta er ekki traustvekjandi. Nýverið deildi Ingibjörg Sólrún á fyrirhugaða lækkun tekjuskatts og boðaði í staðinn lækkun matarskatts. Urðu margir hennar eigin flokks- manna til að gagnrýna þá stefnu. Athygli vekur að hún vék ekki einu orði að skattamálum í ræðu sinni. Þetta gefur ugg um hring- landahátt Samfylkingarinnar byr undir vængi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir býr yfir ýmsum kostum sem stjórnmálaforingi en hún þarf að vera skýrari og nákvæmari ef hún ætlar að laða til sín kjósendur sem í senn vilja njóta ávaxta markaðsskipulagsins og hafa í heiðri jafnræði og réttlæti. ■ SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Formaður Samfylkingarinnar þarf að vera skýrari og nákvæmari. Hvar eru lausnirnar? Ansi var það hraustlega mælt hjá Stefáni Jóni Hafstein að Sjálfstæð- ismenn hefðu valið á milli tveggja lakra kosta í prófkjöri sínu á dög- unum og væru nú komnir aftur á byrjunarreit í leiðtogakreppu sinni. Nú hef ég að vísu nokkra reynslu af því að vera þegn Stef- áns Jóns – þegar ég var busi í menntaskóla og hann var ármað- ur skólafélagsins – og get vitnað um ómælda leiðtogahæfileika Stefáns, réttsýni hans, heiðarleika og einlæga löngun til að láta gott af sér leiða – ég er líka viss um að kjörþokki hans mun reynast ómældur þegar hann verður kom- inn á fulla ferð og fær að njóta sín í baráttunni – en honum skjátlast þegar hann heldur að Sjálfstæð- ismenn hafi valið milli tveggja lakra kosta í prófkjöri sínu. Og honum skjátlast hrapallega þegar hann heldur að nú séu Sjálfstæðis- menn komnir á byrjunarreit. Nær væri að segja að þeir séu loksins komnir af byrjunarreit. Það var eins og rynni allt í einu upp fyrir Sjálfstæðismönn- um í Reykjavík að borgarstjórn- arkosningar í Reykjavík snúast um stjórnina á Reykjavík, ýmis úrlausnarefni og úrræði til að létta borgunum lífið fremur en forystuna í Sjálfstæðisflokknum, gamalt stolt eða hefndir gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu, og því var hinum almenna sjálfstæðismanni nú loksins treyst til að velja í próf- kjöri þann sem þeir töldu hæf- astan. Og þeir völdu þann sem augsýnilega hafði mest vit á mál- efnum borgarinnar. Þegar Vil- hjálmur Þ. Vilhjámsson talar um lóðaframboð eða einsetningu eða gatnaframkvæmdir – og allt þetta sem talað er um í sveitarstjórn- armálum – þá hefur maður á til- finningunni að þar að baki liggi lestur á milljón skýrslum. Þegar Vilhjálmur Þ. talar um borgar- málefni er hann eins og þaulvan- ur hljóðfæraleikari í góðum gír á balli, geislandi af öryggi og hæfi- lega tempraðri spilagleði. Það er viss unun að hlusta á hann fjalla um málefni borgarinnar rétt eins og ævinlega er unun að fylgjast með góðum fagmanni vinna sitt verk vel. Og þar með er heldur ekki sagt að Gísli Marteinn Baldursson hafi verið lakur kostur. Það var vel af sér vikið að sigra slíka sjón- varpsstjörnu. Þar bauðst Sjálf- stæðismönnum ungur maður sem virtist vera að springa úr fram- kvæmdaþrá og virtist líklegur til að geta hagnýtt sér þá smörtu áru sem miðbær Reykjavíkur hefur skyndilega fengið í augum heimsins – hagvanur í hundrað og einum. En Breiðholtið og Grafar- vogurinn sigruðu hann. Eins og í öllum kosningum: rétt eins og í til dæmis flugvallarmálinu þar sem Breiðholtið og Grafarvogurinn skiluðu auðu alla leið inn á borð til Sturlu Böðvarssonar. Með alkunn- um afleiðingum fyrir Vatnsmýr- ina. Reykvíkingar hefðu getað bjargað henni og komið í veg fyrir Hringbrautarafmánina hefðu þeir sýnt snefil af áhuga á því að taka þátt í þessum kosningum. Gísli Marteinn tapaði fyrst og fremst vegna þess að Vilhjálm- ur er sterkari frambjóðandi en menn virðast unnvörpum átta sig á. Vissulega hjálpaði ekki til fyrir Gísla Martein að á bak við hans slétta og viðfellilega andlit glitti í smettið á gömlu valdaklíkunni sem þjóðin hefur nú fengið sig fullsadda af. Ekki dugði þar að fela Hannes Hólmstein síðustu vikurnar fyrir kjörið. Fólk virtist þannig á einhvern furðulegan og ef til vill öfugsnúinn hátt upplifa Gísla Martein sem fulltrúa gamla tímans en Vilhjálm sem fulltrúa nýrra sjónarmiða innan flokksins sem einkennast af meiri mildi, meiri pragmatík, meiri málefnum – minni heift og minni þvælu. Þetta er það sem Stefán Jón og aðrir andstæðingar Sjálfstæð- isflokksins þurfa að átta sig á. Vilhjálmur er no nonsens fram- bjóðandi og hann mun sækja inn á lendur miðjunnar, til almennings – til Samfylkingarinnar. Sjálf- stæðismenn virðast hafa dreg- ið ályktanir af afhroði sínu og Framsóknar í Reykjavík í síðustu þingkosningum. Þeir hafa gert sér grein fyrir því að Samfylkingin er fjöldaflokkur á miðjunni sem berst við Sjálfstæðisflokkinn um að vera stærsti flokkurinn í borginni. Stundum er maður ekki alveg viss um að Samfylkingarfólk geri sér fulla grein fyrir þessu sjálft. ■ No nonsens frambjóðandi AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p k ö n n u n f yr ir 3 6 5 p re n tm i› la m aí 2 0 0 5 .

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.