Tíminn - 05.03.1976, Page 9

Tíminn - 05.03.1976, Page 9
Föstudagur 5. marz 1976. TÍMINN 9 Kristinn Snæland, sveitarstjóri ó Flateyri: VIÐ VILJUM BYGGJA ÍÞRÓTTAHÚS OG SUNDLAUG Á FLATEYRI Það sem var Um 1937 hófu Flateyringar að nota vatnsþró við Sólbakka- verksmiðju til sundæfinga, hún var hituð upp meö gufu frá verksmiðjunni, en þó aöeins þegar gufuafl var afgangs. Við laugina var timburskýli til þess notað að hafa fataskipti. Sundlaug þessi var ekki notuö nema fáein ár. Grein þessa ber aö skoða sem svar við skrifum iþróttafulltrúa rikisins, Þorsteins Einarssonar og sonar hans Jes Einars arki- tekts, um iþróttahús og sund- laugarhús á Flateyri, i Tlman- um og Dagblaðinu, sem hafa verið svo „frjáls dagblöö” að láta sig máliö skipta. Siðar var notazt við kælivatnsþró við frystihúsið á Flateyri en iþróttafélagið Grettir sá um hana og byggði þar m.a. baö- klefa. Þessi laug var notuð i mörg ár. Með þessu eru upptalin þau iþróttamannvirki, sem notuð hafa verið á Flateyri undan- farna áratugi. Núverandi aðstaða Knattspyrnuvöllur er hér nú og er hann allgóður eftir mikla lagfæringu sl. sumar. Við hann eru hlaupabrautir i byggingu og stökkgryfjur. Handboltavöllur er enginn en siðan aðalgatan hér var malbikuö hefur henni veriö lokað að hluta nokkur kvöld i viku á sumrin til hand- boltaæfinga. 1 samkomuhúsinu, sem hefur enga baöaöstöðu, fær iþróttafé- lagið inni með badminton og leikfimi. Eins og sjá má er aðstaða til iþrótta fábrotin en bagalegast er þó að engin baðaöstaða er, hvorki viö iþróttavöll né sam- komuhús. Farið af stað Arið 1972 eða fyrr, vaknar mikill áhugi á þvi að bæta úr brýnni þörf með þvi að byggja sundlaug og baðaöstöðu við iþróttavöllinn. Plastlaugar voru þá taldar ódýr og fljótleg lausn, enda góð laug fáanleg á hag- stæðu verði hjá vinveittum inn- flytjanda Gunnari Asgeirssyni hf., sem vegna ættar- og byggð- artengsla hefur ætiö reynzt ön- firðingum stoð og stytta. Vegna þessa, og jafnframt með tilliti til þess að fjárhagur félaga á staðnum og sveitarfé- lagsinser naumur, var i upphafi rætt um að fá byggingafulltrúa og jafnframt skólastjóra iön- skóla i plássi nokkru sunnan- lands tii þess að teikna aðstöðu við laugina. Var þá ætlunin aö byggja við sundlaugina litið ein- falt hús með upphitun og hreinsitækjum i kjallara en bað og búningsklefum á jarðhæð. Þeir sem i þessum málum stóðu þá, segja mér að þessari hugmynd hafi Þorsteinn Einarsson visað á bug, enda slikum mönnum ekki ætlandi að hanna vönduð mannvirki, heldur skyldu þar til koma arki- tektar, verkfræðingar og aðrir sérfræðingar. Aður en nánar veröur fjallað um hiut Þorsteins Einarssonar, er rétt aö taka fram að hann hefur ávallt unnið samkvæmt ströngustu kröfum ungmenna- félagshreyfingarinnar frá þvi um aldamót: „Vel skal vanda það er lengi skal standa”. 1 heillavænlegri eða óheillavæn- legri samvinnu við „lærða sér- fræðinga” hefur Þorsteinn að- hyllzt þá meginreglu, að það eitt sé vandað sem hannað sé af „sérfræðingum”, en jafnframt skal þó viðurkennt, að til mun nokkuð sem heitir iþróttanefnd rikisins, en henni má eigna það alræðisvald sem þó af einhverj- um ástæðum er eignað Þorsteini (með réttu eða röngu). Þorsteinn Einarsson á vissu- lega mikla virðingu skilið, en það felur i sér að gera má kröfu til þess að hann þoli gagnrýni. Sonur Þorsteins Aður en lengra er haldiö, er rétt aö taka fyrir sambandið milli iþróttafulltrúans og arki- tektsins Jes Einars Þor- steinsáonar. Það vill svo til að Jes Einar er sonur Þorsteins Einarssonar og Jes Einari hafa verið falin ákaflega mörg veric- efni við iþróttahús og sund- laugabyggingar. Ég tel sjálfsagt og nauðsyn- legt að álykta nokkuð þar um, ekki sizt vegna þess að liklegt er að það þyki tortryggilegt, hve oft verkefni i þessum efnum lenda hjá Jes Einari. Mitt álit og flestra hér (held ég) er það, að þar sem Jes Einar er alinn upp við I- þróttamál á æskuheimili hans þá hafi hann sjálfkrafa i námi lagt sig sérstaklega eftir þvi er snertir Iþróttamannvirki, og þvi er sanngjarnt að álykta sem svo, að fáir standi Jes Ein- ari á sporði varðandi slik mann- virki. Ekki sizt þess vegna féllst hreppsnefndin hér á að fá J.E.Þ. til verksins þegar húsa- meistari rikisins benti á hann I bréfi dags. 26. marz 1973. Hvers vegna húsameistari rikisins benti ekki á J.E.Þ. i bréfi sinu dags. 6. nóv. ’72 er óvist en þá taldi húsameistari rikisins rétt- ast að biðja iþróttafulltrúa rikisins um að benda á heppi- legan arkitekt. Iþróttafulltrúi rikisins gerði það ekki, en um 5 mánuðum sið- ar hefur þó húsameistari rikis- ins fundið rétta arkitektinn. Þorsteinn Einarsson er þannig algerlega saklaus af þvi að hafa bent á Jes Einar Þorsteinsson til verksins, heldur bendir húsa- meistari rikisins á Jes Einar, „sem unnið hefur að álika verkefnum i umboði teiknistofu okkar”. Fyrstu tölur Atta mánuðum eftir að húsa- meistari rikisins bendir á J.E.Þ. sem arkitekt, fást fyrstu tölur um kostnað við 1. áfanga þeirra bygginga sem iþrótta- fulltrúi gat sætt sig við, eða byggingu plastlaugar og bún- ingsklefa. Kostnaður i þvi tilfelli er ekki gefinn upp af arkitekt heldur iþróttafulltrúa i bréfi dags. 30/11 ’73, en það bréf var sent alþingismönnum kjör- dæmisins og fjárveitinganefnd AÍþingis. í þessu bréfi er kostn- aður áætlaður alls 15,6 milljónir og þá hlutur hreppsins 8,7 mill- jónir eða rúmlega tvöföld sú upphæð. sem hreppurinn halöi til ráðstöfunur til framkvæmda það ár og þótti þetta aðgengi- legt. „Sérfræðin” Jafnframt fyrstu tölum írá iþróttafulltrúa (iþróttanefnd rikisins) berast fyrstu tillögu- teikningar frá J.E.Þ., en við at- liugun þykir byggingin of stór ca 990 íermetrar og er beðið um lagfæringu. 1 marz 1974 kemur enn tillaga frá J.E.Þ. og þá um 850 fermetra. Þessi tillaga er samþykkt hér af ölluni aöilum og arkitekt falið að vinna verk- ið. 29. mai ’74 ritar siðan arki- tekt J.E.Þ. bréf til sveitarstjór- ans á Flateyri, og I þvi bréfi kemur fyrst fram sá hluti frum- kostnaðaráætlunar yfir iþrótta- hús og sundlaug á Flateyri sem nefiiist „þóknun sérfræðinga”. Vegna sveitarstjóraskipta ligg- ur bréf þetta athugasemdalaust til 4. júli ’74, er greinarhöfundur stimplar það „móttekið” 4. júli 1974. Samkvæmt bréfi þessu er á- ætluð „þóknun sérfræðinga” kr. 7.135 þús. En byggingarvisitala 1250stig. Jafnframt er áætlaður byggingarkostnaöur 105 millj. kr. og fyrsti áfangi kr. 22 millj. án sundlaugarinnar. Þá er teikningin orðin um 880 fer- metrar (eitthvað hafði gleymzt). Við þessar tölur verða menn fyrst verulega hugsi, enda ekki þekkt annað til samanburðar en 300 þús. kr. reikning vegna teikninga á frystihúsi staðarins, en þær voru gerðar vegna endurbóta á frystihúsinu i heild, en ekki ný- byggingar, og munu hafa verið reiknaðar á timavinnukaupi viðkomandi sérfræðinga. A Flateyri höfðu menn ekki kynnzt þvi, að laun hækkuðu eftir þvi sem dýrar væri unnið (en þannig er taxti sérfræðing- anna) og þvi sannarlega grun- lausir um þann gifurlega hönnunarkostnað sem fram kom i bréfi J.E.Þ. frá 29/5. ’74). Framhaldið 1 bréfi J.E.Þ. frá 29/5. ’74 seg- ir: „Nauðsynlegt er að fullvinna allt verkið en ekki hvern áfanga fyrir sig eftir þvi sem verkinu miðar áfram”. Með þessu er átt við teikning- ar og hönnun en ekki bygging- una, m.ö.o. iþróttafulltrúi telur unntað byggja I þrem áföngum, en arkitekt telur nauðsynlegt að hanna að fullu. Þar sem fram voru komnar efasemdir á Flateyri um að þetta verk væri hagkvæmt, fór svo eftir nokkra umhugsun að arkitekt var beðinn um að stöðva hönnun verksins. Þvi var svarað að verkefnið væri komið þannig á veg að ekki væri skyn- samlegt að hætta án þess að ljúka hönnun 1. áfanga og var það samþykkt. Hönnun 1. áfanga lauk um áramót ’74— ’75og barst bréf frá J.E.Þ. dags. 10/11 ’75 varðandi málið, en i þvi er hönnunar- kostnaður uppgefinn alls 3.026 þúsund kr., en samkvæmt þeim reikningum er borizt hafa er kostnaðurinn alls 3.049 þús. kr. Nauðsynlegterog rétt að taka fram að enginn hefur dregið opinberlcgu i cia að nelndir reikningnr hbnnuða eru ná- kvænilega sanikvæmt taxta serfræðinganna. enda helur það vcrið athugað og reikningarnir reynzt i öllu samkvæ.mt taxta. Knn sem fyrr er þo ertitt að skilja grundvöll þess taxta. en liann virðist þannig. et gerður er samanburður. að verkakona i Irystihúsinu hér iengi þvi hærri laun sem minna kæmi af not- hæfum fiski úr höndum hennar, eða að bilstjóri fengi þvi hærri laun sem bensin og rekstrar- kostnaður bifreiðar þeirrar er hann stjórnar væri meiri. Ef undirstöðuatriði bygging- arfræði eru slik, verður að virða okkur Flateyringum til vor- kunnar þó við eigum erfitt með að átta okkur á byggingarfræði sérfræðinganna. Staðan nú Siðasta bréf frá J.E.Þ. arkitekt; dags. 10. febr. ’75 gerir ráð fyrir að fyrsti áfangi kosti 43 millj. kr. Þar af skal Flateyrarhreppur greiða 24 millj. kr. eða 56%. Fjárhags- áætlun Flateyrarhrepps 1975 gerir ráð fyrir 19,8 millj. kr. tekjum og þar af til ráðstöfunar i nývirki um 4 millj. kr. en þá er byggingavisitala 1455 stig. Nú er byggingavisitala 1998 stig miðað við 1/11 ’75 og heildar- kostnaður verksins kominn i 168 milljönir kr. og hlutur hreppsins 94 milljónir kr. Skrif Þorsteins Mörgu i skrifum hans hefur verið svarað hér að framan, en rétt er að svara enn nokkrum atriðum er fram hafa komið hjá honum, svo sem: 1. Þ.E. leggur áherzlu á að byggt verði i áföngum. Bygg- ingin verður ekki ódýrari við það. 2. Þ.E. fjallar um samanburð á margs konar einingahúsum og segir stálgrindahús dýrust þeirra. Bygging J.E.Þ. er stein- steypuhús en ekki einingahús og þvi er samanburður Þ.E. milli einingahúsa ekki raun- hæfur i þessu sambandi. 3. Þ.E. telur „öryggi” og „brunaöryggi” ekki gott i stál- grindahúsum. Stal brennur illa á Flateyri en steinsteypa virtist brenna i Skeifunni. a.m.k. sprungu stein- steypubitarnir i loftunum þar við eldsvoða nýlega, og loftið féll niður. 4. Þ.E. leggur áherzlu á að byggja vandað. Vönduðustu og beztu mannvirki verða eins fljótt úrelt og óvönduð og má benda á, að þróun i byggingum er svo hröð, að 25 ára gömul hús, ibúðir, iðnaðarhús og fjöl- mörg önnur mannvirki þykja nú úrelt og skapa þvi meiri vanda- mál sem þau voru vandaðri i upphafi. Skrif Jes Einars Þeim hefur verið að nokkru svarað að framan en meira um það. 1. J.E.Þ. vill vita meira um stálgrindahús. Héðinn hf. lagöi fram ákveðið tilboð um efni i stálgrindahús m/söluskatti á 7.843 þús. kr. Miðað var viö tvö hús og að fermetratali nokkuð stærriensiðasta teikning J.E.Þ. at öllu mannvirkinu. Þá barst jafnframt annað tilboð i efni I sömu stærð húsa og frá Héðni, en þá var reiknað með klæðn- ingu innan og einangrun og var það tilboð á 15 milljónir kr. Ba'öi lilboöin voru bindandi fyrir söluaðila. 2. J.E.Þ. nefnir vigslu Skeiða- laugar sem gott dæmi um atak sem hefst þar sem fyrir hendi er, vilji og atorka. Með þsssu sneiðir J.E.Þ. að þvi að Flateyringar hafi hvor- ugt til að bera nú. 1 fyrsta lagi vil ég taka fram. að hreppsnefnd Flateyrar- hreppshefurenn enga ákvörðun tekið um að hætta við byggingu eftir teikningu J.E.Þ. en hefur fullan hug á að hefja fram- kvæmdir að vori, hvort sem byggt verður eftir teikningunni eða gripið til annarra raða. í öðru lagi vil ég ekki dæma um ánægju Skeiðamanna. en ég veit að bygging sú sem J.E.Þ. nefnir með ánægju, þó hennar hafi ekki verið getið i fjölmiðl- um kostaði Skeiðamenn um 45 milljónir og var hlutur þeirra um 55—60% þeirrar upphæðar eða 24—27 milljónir kr. Brúttótekjur þess sveitarfé- lags voru um 9 milljónir kr. árið 1975 og ef svipað er þar og hér fer allt þeirra fé tii nýbygginga, verklegra framkvæmda til laugarinnar i 6 ár. Þo skal það sérstaklega tekið Iram aö óliku er saman að jalna. >\eitahrepp eða kaup- túnshrepp. þar sem kauptúns- hreppurinn þarf að standa i gatnagerð. hafnargerð, hol- ræsagerð. vatns veitufram- kvæmdum auk fleiri fram- kvæmda sem sveitahreppurinn •þarf ekki að hugsa um. Vi') lokum. 1 grein Þorsteins er veruleg gagnryni á Jón Asgeirsson fréttamann. Hann svarar áreið- anlega fyrir sig. Þá mtinu vænt- anlega framleiðendur og selj- endur stalhýsa svara að sinu leyti. en þo þetta tíl iroðleiks: Reykjavikurborg helur nýlega fengið tilboð i 1 niii termetra hús, tilboð bárust um stálgrinda- hús. st reiigjasteypunus og hús með limtresburðargrmd. Tilboð þessi \ .iin a bilinu 45—5(1 milljonu sr mmfalið uppseming og klæðning utan og innan -og emangrun oslaðlest er. að aætlað hafi verið. aö sama bygging upp- steypl m\ ndi kosta UOmillj.kr. Eitf atriði íná og taka fraffi i sambandi við stálgrindahúsin. en það er livað miklu betur nyt- ist sjálfboöavinna við uppsetn- ingu þeirra. en við steypumann- virki og loks ma benda a. að viða um landiöhata veriðsettar upp sundlaugar og við þær að- eins byggð litil timburluis sem baðklefi og búningsklefi. Má nefna i þvi sambandi sundlaug starfsmanna \ ið Búr- fell og nylega sundlaug á Barða- strönd. Liklegt ma þo telja að iþróttafulltrúi hali hvergi komið nærri þeim kotungsbrag sem einkennir nefndar laugar. en engu aö siður virðast þeir sem ekki þekkja undirstöðuatriði byggingar mega vel við una.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.