Tíminn - 12.03.1976, Qupperneq 24

Tíminn - 12.03.1976, Qupperneq 24
Föstudagur 12. marz 1976 METSÖUflaÆKUR Á ENSKU í VASABROTI SIS-FODIJU SUNDAHÖFN fyrir göóan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS Mesta atvinnuleysi fjörutíu ór i Reuter/NTB. Atvinnuleysi i helztu iðnaðarlöndum heims var meira i árslok 1975 en verið hefur um fjörutiu ára skeið, eða siðan á árunum upp úr 1930. Ungt fólk var mun fleira á at- vinnuleysisskrám en eldra fólk. Það var alþjóðlega verka- mannasambandið, sem skýrði frá þessu i gær, en það hefur tekið saman atvinnuleysistölur frá siðasta ári i tuttugu og þrem löndum. t löndunum, sem athugun al- þjóða verkamannasambandsins (ILO) náði til, reyndust átján milljónir manna vera atvinnu- lausir i árslok 1975, eða um 5.3% af heildar vinnuafli þeirra. Erþetta 1.3% meir en árið áð- ur og þvi hafa um fimm milljón- ir manna misst atvinnu sina i þessum löndum árið 1975. Á öllum þeim svæðum, sem athuguð voru, reyndist ungt fölk hlutfallslega verst komið. Fjór- irafhverjum tiu atvinnulausum töldust til yngri kynslóðarinnar og er atvinnuleysishlutfall hennar um tvöfalt á við hlutfall heildarinnar. Suður-Evrópa býr við mest atvinnuleysi af iðnaðarlöndun- um. Þar misstu um sex hundruð þúsund manns atvinnu sina á siðustu þrem mánuðum ársins 1975, eða um það bil jafn margir og hina niu mánuði ársins til samans. Atvinnuleysi kvenna i árslok var 6.1%, en karlmanna 4.9%. Athugunin náði til átján Evrópulanda, Bandarikjanna, Kanada, Astraliu og Nýja Sjá- lands. Rekur þrjú þúsund Egypta úr landinu Heuter, Cairó. — Sambúð Egyptalands og Libýu versnaði enn i gær, þegar Egyptar sögðu, að Muammar A1 Gaddafi hefði fyrirskipað brottvisun þrjú þús- und Egypta frá Libýu, sem mót- aðgerð vegna handtöku tuttugu og sjö libýskra borgara i Kairó. Egypzkir embættismenn sögðu i gær að Libýa hefði gert upptæk- ar allar eigur þeirra Egypta, sem visað hefði verið úr landi undan- farna tvo daga. I egypzku fréttablaði var skýrt frá þvi i gær að um þrjú hundruð og fimmtiu manns, sem visað hefði verið úr Libýu og komið hefðu um landamæri Egypta- lands við Sollum, hefðu verið fluttir á sjúkrahús, hættulega slasaðir. Samband milli rikjanna tveggja er nú talið verra en það hefur verið siðan i október 1973, þegar Gaddafi gagnrýndi Egypta harkalega fyrir striðsrekstur þeirra gegn ísraelum. Embættismenn töldu ekki i gær að til stjórnmálaslita myndi koma að sinni, en söeðu að sam- bandið væri i lágmarki nú. Núverandi deilur milli rikjanna hófust þegar Egyptar handtóku sjö Lfbýumenn i Kairó, og sökuðu þá um að ætla að ræða eða myrða utanrikisráðherra Libýu, sem þá var staddur i Egyptalandi og neitaði að snúa heim á leið. A eftir fylgdu svo handtökur tuttugu Libýumanna i viðbót og voru þeir ákærðir fyrir fyrirhug- uð skemmdarverk I Egyptalandi. Lýst eftir karlmanni gébé Rvik — Kópavogslög- reglan lýsir eftir Árna Jóni Árnasyni, 31 árs.til heimilis að Nýbýlaveg 30a Kópavogi, en til hans hefur ckkcrt spurzt siðan i fyrrakvöld, en þá sást hann fara i strætisvagn, leið 4 á Illemmi. Ekkert er vitað um ferðir hans siðan. — Arni Jón er 175sm á hæð, og var klædd- ur i brúnteinótt föt, brúna hanzka, dökka hettuúlpu og var i svörtum uppreimuðum gúmmistigvélum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um Árna Jón Árnason eru beðnir að hafa samband við lögregl- una i Kópavogi. Átökin harðna á herteknu svæðunum Reuter, Nablus.— Átök urðu milli arabiskra unglinga og israelskra hermanna á herteknu svæðunum á vesturbakka Jórdan i gær, þeg- ar nokkrir bæjarstjórar þar, ásamt bæjarráðum sinum, sögðu af sér til að mótmæla meintu of- beldi tsraela. Telja leiðtogar Araba nú vafa- samt, að fyrirhugaðar kosningar fari fram i næsta mánuði, þar sem bæjarstjórar og bæjarráð gefa ekki kost á sér til endur- kjörs. Kosningarnar áttu að ná til bæja á herteknu svæðunum i Jórdaniu. Fréttamenn sáu i gær ísraelska hermenn draga arabiska ung- linga Ut af heimilum sinumog berja þá með kylfum, eftir að únglingarnir höfðu lokað vegum með grjóthnullungum og kveikt elda. Ibúar bæjanna sögðu, að nokkrir unglingar hefðu verið handteknir og fólk hefði orðið fyr- ir meiðslum — sumt á heimilum sinum. Neitun Araba á herteknu svæðunum að taka þátt i kosn- ingunum, yrði alvarlegt áfall fyr- ir israelsk yfirvöld, sem hafa vonazt til að sjá þar risa upp in.n- lendar héraðsstjórnir, sem é'náð- ar væru palestinska frelsishern- um. Bæjarstjórnirnar hafa allar sagt af sér, vegna þess að kröf- um, sem þær gerðu á hendur Israelum, var ekki sinnt. Kröfurnar voru: „Að hætt verði bænalestri Gyðinga á þeim stöð- um i Jerúsalem, sem eru Drápu sextiu NTB, Alsír. — Talsmenn Polisario, skæruliðahreyfingar- innar i Vestur-Sahara, upplýstu á miðvikudag, að sveitir hreyfingarinnar hefðu drepið sextiu hermenn frá Marokkó i siðustu viku febrúarmánaðar. í skýrslu frá samtökunum er þvi einnig haldið fram, að eyði- lögð hafi verið þrjátiu og þrjú farartæki fyrir Marokkómönn- um. Ekki var greint frá þvi i skýrslunni hve mikið Polisarip- menn hefðu misst. Hundrað bilar i árekstri NTB, Stokkhólmi. — Nær eitt hundrað bifreiðar lentu saman i keðjuárekstri á hraðbrautinni við Værby i Sviþjóð i gær- morgun. Tuttugu og fjórar bifreiðar voru óökufærar eftir árekstur- inn og varð að flytja þær burt. Fimm voru lagðir i sjúkrahús, en enginn var alvarlega slasað- ur. Orsök árekstursins er talin hafa verið of hraður akstur á hálum veginum, en sumar bif- reiðanna voru með sumardekk. Flytur frá Sovétrikjunum Reuter, Moskvu. —Ernst Neiz- vestny, sem af mörgum gagn- rýnendum er talinn einn af mikilhæfustu myndhöggvurum Sovétrikjanna siðan i bylting- unni 1917, yfirgaf Moskvu á miðvikudag, með ferðaheimild — aðra leiðina — til Vestur- landa. Myndhöggvarinn, sem er Gyðingur að hálfu, fór flugleiðis til Vinarborgar, en likt og svo margir útflytjendur frá Sovét- rikjunum fékk hann fararleyfi til að setjast að i ísrael. Hann hyggst sækja um borgararéttindi i ísrael, en seg- ist munu búa hvar sem hann geti unnið. Neizvestny hefur oft ságt, að hann liti ekki á sig sem mótfall- inn stefnu sovézkra stjórnvalda, heldur hefði hann sótt um leyfi til að flytjast á brott vegna þess að á siðastliðnum tiu árum hefur honum fimmtiu sinnum verið neitað um leyfi til að heimsækja Vesturlönd. Olían rennur Reuter, Manila. — Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja, skýrði frá þvi I gær, að olla ,,væri farin að renna” á bor- unarsvæðinu i Vestur-Palawan. Yfirlýsing hans varð til þess að veltan á verðbréfamarkaði i Manila tók heljarstökk — varð tvöföld á við veltuna daginn áð- ur. 1 gær var einnig tilkynnt, að frá og með deginum i dag væri þeim, sem ekki eiga heimili sitt á Filippseyjum, óheimilt að senda úr landi ágóða af innlend- um hlutabréfum. Er búizt við að reglugerðin takmarki flóð pen- inga inn i landið, frá aðilum, sem vilja hagnast á innanlands- viðskiptum þar. Búizt er við að opinber til- kynning verði gefin út i dag um það hversu mikilvægur þessi oliufundur er, en i gær var ekki ljóst hvort brunnurinn væri nýtanlegur. Til upplýsingasafnara Tileru þeir, sem hafa óendan- lega ánægju af þvi að safna upp- lýsingum um ótrúlegustu hluti, án tillits til notagildis þeirra. Hér er einn biti i þeirra söfn: Reuter, Paris. Robert Galley, franski samgönguráðherrann, sagði nýlega á blaðamanna- fundi að i lok ársins 1976 myndi Frakkland eiga um 4.000 kiló- metra af hraðbrautum. Múhameðstrúarmönnum jafn helgir rg Gyðingum”, ,,að her- seta Gyðinga á vesturbakka Jórdan taki þegar enda”, „að israelskar hersveitir hætti að ráð- asi ínn í arabiska skóla” og ,,að sektir og fangelsisdómar, sem felldir hafa verið yfir arabiskum kröfugöngumönnum, verði þegar afnumdir”. Arabiskir embættismenn segja, að um eitt hundrað og fjörutiu arabiskir námsmenn, bæði piltar og stúlkur, hafi hlotið meiðsl af völdum Israela fyrr i þessari viku. Einn af hörðustu leiðtogum Araba á svæðunum, Masri, sagði, að slæm meðhöndlun tsraela á ibúum herteknu svæðanna hefði náð hámarki i vikunni. — Við munum ekki hætta að krefjast þess að hersetan taki enda, sagði Masri, — við viljum ekki styrjöld, við viljum landið okkar, frið og réttlæti. Uppreisnir innan hersins vaxa enn Karami ætlar að segja af sér vegna ústandsins Reuter, Beirút. — Astandið i stjórnmálum og hermálum i Libanon versnaði enn i gær og Rashid Karami, forsætisráðherra landsins, lýsti þvi þá yfir að hann hyggðist segja af sér vegna 'ástandsins. Uppreisnarmenn innan libanska hersins náðu enn þrem herbúðum á sitt vald i gær og juku þannig til muna á upplausnina, sem rikirinnan hersins. Alls telur hann um 15.000 menn en ekki er ljóst hve margir hafa gerst lið- hlaupar siðustu daga. Yfirmaður hersins i N-LIbanon var skotinn til bana i gær, þegar hann var á hraðferð um land- svæði, sem að meginhluta er byggt kristnum mönnum. Hers- höfðinginn, sem var múhameðs trúar, var á leið til herbúða þar sem tilkynnt hafði verið um upp- reisn. Ibúar i Tripoli sögðu i gær, að þegar fréttir af dauða hers- höfðingjans bárust þangað, hefðu tugir kristinna hermanna verið teknir af lifi eða særðir i herbúð- um þar i hefndarskyni. Staðfesting á þessum orðrómi fékkst ekki. Karami forsætisráðherra, sem i gær sagðist ætla að segja af sér, nefndi þá ekki hvenær, og þegar síðast fréttist hafði hann ekki til- kynnt Franjieh forseta afsögn sina. Uppreisnirnar innan hersins, sem aðallega eru framkvæmdar af múhameðstrúarmönnum, héldu áfram að vaxa-i gær, þrátt fyrir tilboð Hanna Saeed, hers- höfðingja, um að ganga að flest- um kröfum hermannanna. Meðan forsætisráðherra lands- 4á ins skýrði frá áformi sinu á blaða- mannafundi i Beirút, mátti heyra dreifða skothrið i borginni. Lama iðnaðinn Reuter, Buenos Aires.— Óopin- ber verkföll lömuðu lykilhluta argentiska iðnaðarins i gær, þrátt fyrir almennar launa- hækkanir. Samkvæmt ákvörðun rikis- stjórnar landsins, sem tekin var I fyrrakvöld, eiga allir verka- menn að fá tuttugu prósent launahækkun, I stað tólf prósenta, eins og áætlað var i upphafi. Akvörðun rikis- stjórnarinnar tekur þó einnig til þess, að hækkanir á bensini. rafmagni, járnbrautafargjöld- um og mörgum neyzluvörum, skuli verða allt að hundrað prósent. Verkamenn, i mörgum tilvik- um leiddir af herskáum vinstri- mönnum, stofnuðu til skyndi- verkfalla i iðnaðarhéruðunum við Buenos Aires og i Cordoba, sem er miðdepill bilaiðnaðar- ins. Krefjast verkamenn i bif- reiðaiðnaði allt að fimmtiu til sextiu prósent launahækkana.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.