Fréttablaðið - 14.11.2005, Síða 70

Fréttablaðið - 14.11.2005, Síða 70
TÓNLIST [UMFJÖLLUN] Stúlknaflokkurinn í Nylon er sér á báti í íslensku tónlistarlífi. Hann var settur saman af Einari Bárð- arsyni eftir langar og strangar áheyrnarprufur á Hótel Loftleið- um. Þetta var algjör nýlunda hér á landi en tilbúnar sveitir hafa tíðk- ast bæði í Bretlandi og Bandaríkj- unum með góðum árangri. Þrátt fyrir allar hrakspár og for- dóma gagnvart stúlkunum verður ekki annað sagt en að Nylon hafi eignast traustan aðdáendahóp. Þá skemmir ekki fyrir að stúlkurnar hafa sinn sjarma, bráðhuggulegar og vafalaust dreymir einhverjar tólf ára stelpur um að vera upp- götvaðar...alveg eins og þær Klara, Emilía, Alma og Steinunn. Á plötunni Góðir hlutir hefur ekkert verið til sparað. Erlendir lagahöfundar og upptökustjórar eru fengnir í lið með sveitinni. Greinilegt að legið hefur verið yfir hverjum tón og hverri röddun enda er platan nánast lýtalaus þegar kemur að tæknilegri vinnu. Góðir hlutir á að kynna til leiks nýja hlið á flokknum. Þær eru ekki lengur kornungar stúlkur sem land- inn fékk að sjá fyrir rúmu ári síðan heldur þroskaðar konur. Laga- og textasmíðarnar eiga að ýta undir þessa ímynd sem umslagið stað- festir endanlega. Áferðin minnir óneitanlega á það sem er að gerast í stúlknasveitageiranum núna en sterkust eru áhrifin frá því sem Sugarbabes hefur verið að gera enda ber sú ágæta sveit höfuð og herðar yfir aðra í þessum iðnaði. Lagasmíðarnar eru flestar mjög traustar en útsetningarn- ar eru leiðigjarnar til lengdar. Óskiljanlegt hvernig menn geta verið jafn ófrumlegir og að nota þennan klassíska gítar jafnmik- ið. Þá eru „kóver“-lögin tvö, Dans dans og Eins konar ást, ekki nógu vel heppnuð. Valið á því síðast- nefnda er vel skiljanlegt þar sem það hentar ótrúlega vel til að sýna fram á röddunarhæfileika en framsetningin er leiðinleg og þá sérstaklega munnharpan. Tit- illagið er nokkuð skemmtilegt sem og áðurnefnt lag nr. fimm og flokkurinn nær sér vel á strik í rólegu lögunum. Þar kemur hins vegar skýrast fram að Klara Ósk er sterkasta söngkonan í hópnum. Nylon hefur sannað að það er vel hægt að halda úti tilbúinni sveit. Þegar kemur að markhópi sveitarinnar er það útlitið sem skiptir máli, lagasmíðar mega ekki vera flóknar og táningsstúlk- ur verða að geta hermt eftir þeim. Þessi atriði eru algjörlega útpæld hjá útgefanda sveitarinnar. Fyrir mitt leyti verður flokkurinn hins vegar að setja meiri þokka í tón- listina ef þær eiga selja mér meira þroskuðu ímyndina. Freyr Gígja Gunnarsson GÓÐIR HLUTIR Nylon Niðurstaða: Nylon verður að setja meiri þokka í tónlistina ef þær vilja selja þessa „meiri þroskuðu“ ímynd. Ágætis hlutur frá Nylon Þúsundir kvenna slógust um föt Stellu McCartney sem komu í búðir H&M verslunarkeðjunn- ar á fimmtudaginn. Fötin voru til sölu í yfir 400 búðum í 22 löndum en aðeins í takmörkuðu upplagi. Örtröð myndaðist fyrir utan margar H&M verslanir í Stokkhólmi og frumskógarlög- málið tók völdin þegar búðirnar opnuðu. Eltingarleikur við að ná fötum af slám og gínum hófst og konurnar hlupu næstum hver aðra niður í æsingnum. Mikil eftirvænting hefur verið eftir fötum Stellu, dóttur Bítilsins góðkunna, og er auglýs- ingaherferðin „Stella McCartn- ey for H&M“ talin geta skilað miklum söluhagnaði. Talsmenn verslunarinnar telja þó ekki endilega að hagnaðurinn komi af sölu á fötum Stellu sjálfrar heldur muni athygli og áhugi á búðinni aukast til muna. Auk þess ætti þessi áhugi á fatalínu Stellu að geta dregið athyglina frá nýlegu hneyksli í kringum kókaínmisferli fyrsætunnar Kate Moss sem var aðalandlit keðjunnar. Henni var sagt upp í kjölfar hneykslisins. „Það er gott að geta boðið upp á sérstök merki í takmörk- uðu upplagi sem kosta ekki svo mikið,“ segir Carl Eric Linn, vörumerkjastjóri H&M. „Sam- starfið við Stellu mun gera það að verkum að allir munu þekkja verslunarkeðjuna.“ ■ STELLA MCCARTNEY FATAHÖNNUÐUR Slegist um Stellu ÞAÐ VAR HANDAGANGUR Í ÖSKJUNNI ÞEGAR STELLA MCCARTNEY LÍNAN VAR KYNNT Í H&M. HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 10.20 B.i. 16 áraSýnd kl. 8 Sýnd kl. 4 og 6 Frá leikstjórum There Is Something About Mary Frá framleiðendum The Professional og La Femme Nikita ���� SV MBL Ný íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn“MEISTARASTYKKI” H.E. Málið ���� DV Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 ��� SV MBL ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd í Lúxus kl. 5.40, 8 og 10.20 SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Crónicas • Sýnd kl. 6 Spænskt tal/enskur texti Kung Fu • Sýnd kl. 6 Enskur texti Hostel • Sýnd kl. 8 Enskt tal Drawing Restraint 9 • Sýnd kl. 8 Enskt texti Separate Lies • Sýnd kl 10.20 Enskt tal/íslenskur texti Adams Æbler • Sýnd kl 10.20 Danskt tal/ótextuð �������������� www.icelandfilmfestival.is ������������������������� Sýnd kl. 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30 og 8 Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.