Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2005, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 14.11.2005, Qupperneq 73
MÁNUDAGUR 14. nóvember 2005 29 Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Egilsstaðir: Miðvangur 1, sími: 471 2954 Opið virka daga: 10-18 og laugard. 11-15 ����������������� ����������� ������������ �������� ���������������������������������������������� ���������� FÓTBOLTI Luis Garcia, leikmaður Liverpool, var allt í öllu í stór- leik Spánverja sem rótburstuðu Slóvaka 5-1 í fyrri umspilsleikj- um liðanna um laust sæti á HM á næsta ári. Garcia skoraði frábæra þrennu auk þess að fiska víta- spyrnu og rautt spjald en Fern- ando Torres skoraði örugglega úr henni. Garcia átti reyndar sök á marki Slóvaka en Szilard Nemeth komst inn í slaka sendingu hans til baka og minnkaði muninn. Garcia var svo skipt útaf fyrir félaga sinn hjá Liverpool, Fernando Morient- es sem kórónaði stórsigur Spán- verja með lokamarki leiksins. „Án vafa er þetta leikur sem alla knattspyrnumenn dreymir um. Bæði var þetta mjög mikil- vægur leikur þar sem mikið var í húfi og þetta var minn fyrsti leikur í byrjunarliði landsliðs- ins og hann heppnaðist bara vel. Luis Aragones landsliðsþjálfari sýndi mér mikið traust og ég er virkilega ánægður að hafa svarað kallinu með svona góðum leik. Við höfum sýnt að við verðskuldum að fara á heimsmeistaramótið á næsta ári,“ sagði Luis Garcia um leikinn. Svisslendingar komu nokkuð á óvart með auðveldum 2-0 sigri á Tyrkum en Philippe Senderos, leikmaður Arsenal, og Valon Behrami sáu um markaskorun heimamanna. Báðir eru þeir tví- tugir að aldri og eru miklar vonir bundnar við þá sem lykilmenn liðsins í framtíðinni. Svisslend- ingar vörðust vel í leiknum og lögðu áherslu á að fá ekki á sig mark en þeir skoruðu síðan úr föstu leikatriði og skyndisókn og því virkaði leikaðferð þeirra full- komlega og eru þeir i góðri stöðu fyrir síðari leikinn á miðvikudag. Spánverjar eru nánast komnir á HM eftir stórsigur um helgina: Luis Garcia afgreiddi Slóvaka ÞRENNA Í FYRSTA LEIKNUM Luis Garcia réð sér ekki fyrir kæti eftir að hafa skorað mörkin í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Frank Lampard, miðjumaður Chel-sea og enska landsliðsins, segist reiðubúinn að binda sig Chelsea til enn lengri tíma en núverandi þriggja ára samningur hans nær til. Lampard, sem er einn launahæsti leikmaður liðsins, hefur staðið sig frábærlega í ár og eru mörg stórlið í Evrópu að falast eftir kröftum hans. En Lampard vill hvergi annars staðar vera en hjá Chelsea. „Ég er samningsbundinn til 2009 en eftir nokkra mánuði mun ég banka á dyr Romans Abramovich og biðja um lengri samning. Hjá Chelsea hef ég allt til alls, risa félag með stór markmið og bestu stuðningsmenn í heimi,“ segir Lampard. Úkraínski hnefaleikakappinn Vitaly Klitschko segir að nýr bardagi við Lennox Lewis geti fengið hann af því að leggja boxhanskana á hilluna, en því lýsti Klitschko yfir í síðustu viku eftir að hafa farið í aðgerð á hné. Hinn 34 ára gamli Klitschko hefur hug á því að blanda sér í pólitíkina í heimalandi sínu en segir að hún fengi að bíða ef Lewis myndi einnig taka hanskana af hillunni og berjast við sig. „Hann er eini box- arinn sem skiptir mig einhverju máli. Ég myndi berjast við hann á stundinni ef hann hefur áhuga,“ segir Klitschko, sem einmitt tapaði fyrir Lewis í bardaga fyrir nokkrum árum. Martin Jol, stjóri Tottenham, hefur gefið í skyn að hann hafi mikinn áhuga á landa sínum hjá Chelsea, vængmanninum Arjen Robben. Jose Mourinho er sagður óánægður með hversu langan tíma það tekur Robben að koma sér í sitt rétta form og ætlar Jol að nýta sér tæki- færið á meðan það gefst. „Ef það verða meiri vandamál hjá Robben og Mourinho þá mun ég gera mjög gott tilboð í hann. Tottenham er lið á hraðri uppleið og félagið á pening til að kaupa bestu leikmenn Evrópu,“ segir Jol. Washington vann óvæntan sigur á meisturum San Antonio í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt, 110-95, en þetta var fimmti sigur Washington í síðustu sex leikjum liðsins. Gilbert Arenas átti stórleik fyrir Washington og skoraði 43 stig en það sem mesta athygli vakti hjá San Antonio var arfa- slakur leikur Tim Duncan, en hann skoraði aðeins 11 stig og hitti úr 3 af 15 skotum sínum utan af velli. Önnur helstu úrslit voru þau að Dallas vann New Orleans 109-103, Houston lagði New Jersey 99-91 og Milwaukee bar sigurorð af Indiana, 103-102. ÚR SPORTINU FÓTBOLTI Úrugvæ fer með eins marks forystu til Sydney eftir að Dario Rodriguez skoraði eina mark leiksins gegn Áströlum á Estadio Centenario, en þetta var fyrri leikur liðanna í umspilinu um sæti á HM á næsta ári. Ástralar voru betri aðilinn stór- an hluta leiksins og Guus Hiddink, þjálfari Ástrala, var alls ekki sátt- ur eftir leikinn. „Við réðum gangi leiksins í fyrri hálfleik en vorum ekki nógu ákveðnir til að klára verkefnið. Ég held að Úrugvæ muni verjast í Sydney, þeir kunna það vel og þetta verður mjög erfitt en þetta er í okkar höndum.“ Trinidad og Tobago fór illa að ráði sínu á heimavelli en liðið náði aðeins jafntefli gegn Barein. Christopher Birchall jafnaði fyrir heimamenn með glæsilegri auka- spyrnu eftir að Salman Husei hafði komið Bahrain yfir. Það verður mikið í húfi fyrir bæði lið í seinni leiknum en hvorugt þeirra hefur komist á HM áður. - hþh Umspilsleikirnir fyrir HM: Úrugvæ var stálheppið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.