Tíminn - 19.03.1976, Qupperneq 19
Föstudagur 19. marz 1976
TÍMINN
19
Ofbeit og uppblástur
©
heldur fékk öll þjóBin aö kenna á
afleiðingum þeirra. Eldar þessir
ollu landsskemmdum, fjárfelli og
manndauöa. Hraunið frá Skaftár-
eldum er 565ferkm., og hefur allt
runnið yfir gróið land.
Séra Jón Steingrimsson á
Prestbakka skrifaði sögu Skaft-
árelda, allt frá þvi, er þeir byrj-
uðu, 2. júni, og þar til þeim lauk
ogdragafórúr þeim geigvænlegu
afleiðingum, sem þeir ollu. Þarna
er um samtima heimildir að ræða
og nútimamenn hafa ekkert leyfi
til að rengja eða draga þær I efa.
Ég get ekki stillt mig um að taka
hér upp orörétta frásögn hans:
„Þann 16. júni var sama veðr-
átta. Kom nú ógurlegur eldgang-
ur fram úr Skaftárgljúfri, að allt
gljúfrið sýndist fullt af honum,
sem nú aö öllu leyti tók af og eyði-
lagði þessar klaustur- og kóngs-
jarðir: Á á Siðu og Nes i Skaftár-
tungu, hvor um sig 12 hundruð aö
dýrleika. Asamt tók þessa elds-
framkasts af og yfir þakti öll
hraun milli Siðunnar og Skaftár-
tungunnar, sem voru mikið hrisi
og viðar vaxin, ein þau notabeztu
hagbeitarlönd. Þar á meðal var
Brandaland, eitt hagkvæmt skóg-
arpláss,sem Kirkjubæjarklaustri
fylgdi að gjöf ábótans, Hallgeirs
Andréssonar, á Þykkvabæjar-
klaustri 1350”. Þann 29. júni lýsir
sr. Jón þeirri eyðileggingu, sem
hraunflóðið olli Skaftártungu-
megin. Þar stendur orðrétt: ,,Að
austanverðu tók það af þann góða
og allt of sparhaldna kolaskóg i
Skaftárdal, en uppskrældi þann,
sem var um hóla og gil, þar vest-
ur af bænum. Túnið skemmdi
hann ei, svo þá fólk fjölgar i
byggðinni aftur, byggist Skaftár-
dalur aftur aö nýju. Allur kola-
skögur á Hæl skrældist, en af-
brann þó eigi.”
Tæplega geta skógræktarmenn
nútimans haldið þvi fram, að þær
lendur, sem hér um ræðir, hafi
eyðzt, vegna ofbeitar eða búsetu i
landinu, nema þeir trúi þvi, að i
þessu tilfelli sem öðrum sé um
„Guðs reiði- og refsield” að ræða
yfir ranglátum forfeðrum og for-
mæðrum okkar.
öræfajökulsgos —
Öskjugos —
Mývatnseldar
Hér skal ekki meira rætt um
Skaftárelda eða afleiðingar
þeirra, en aðeins þvi við bætt, að
sennilega hefur tjónið af völdum
gjósku og eitraðra lofttegunda,
sem upp komu, valdið enn meira
tjóni á gróðurriki landsins, en
hraunflóðið, enda þótt undir þvi
liggi mörg býli og eftir standa
aðrar jarðir, sem áður voru höf-
uðból, en eru siðan kotbýli ein.
Ekki er hægt að ræða um eyð-
ingu gróðurs og byggða á Islandi,
án þess að minnast á öræfajök-
ulsgosiðárið 1362, sem lagði i eyði
á fáum klukkutimum Litla-Hér-
að, eða öðru nafni Hérað milli
sanda. Þá falla I auðn milli 30 og
40 bæir, bæöi af völdum jökul-
hlaups og öskufalls. Þegar svo
afturfer að myndast búskaparað-
staða á þessu svæði, heitir þar
öræfi.og segirsú nafngift meira,
en mörg orð, hvemig landiö hefur
litið út, eftir þær óskaplegu nátt-
úruhamfarir, sem þarna hafa átt
sér stað.
öskjugosið 1875 er taliö þriðja-
mesta öskugos á Islandi á sögu-
legum tima. Aöal gosgeirinn féll
yfir Mið-Austurland og lagði i
eyði Efri-Jökuldal og byggð á
Jökuldalsheiði. Atján jarðir fóru i
eyði um tima, en hvort þær hafa
allar byggzt aftur, eða eftir hvað
mörg ár, hef ég ekki fullkomnar
heimildir um. En hitt er fullvist,
að jarðvegurinn hefur orðið veik-
ari fyrir uppblæstri, en áður var
ogum gróður hefur ekki verið um
að ræða nærri eldstöðvunum, ef á
graslendi hefur fallið.
Árin 1724—1729 standa yfir hinir
svo nefndu Mývatnseldar og þá
rennur Reykjahliðarhraun, sem
eyddi 4 jörðum. En um hvað mik-
ið af grónu landi þaðhefur runnið
veit ég ekki, en gróið land hefur
verið kring um Reykjahllð og
næsta nágrenni hennar. Ekki
verður hér neinum getum að þvi
leitt, hvert tjón hefur orðið af
öskufalli i þessari löngu goshrinu,
en ósennilegt er, að ekki hafi fall-
ið gjóska til skemmda á nærliggj-
andi héruö.
Hér hefur með örfáum dæmum
verið minnt á það, hver örlaga-
valdur eldgosin hafa verið og eru
á gróðurrlki landsins og búskap-
arsögu þjóöarinnar frá upphafi
landnáms, en um þann þátt skal
hér látið staöar numið.
Veðurfar: Búsmali —
Sauðfjársjúkdómar
Það verður tæplega annað en
skáldskapur, þótt nútimamenn
reyni að gera grein fyrir þvi,
hvernig gróðurfari landsins var
háttað við komu landnámsmanna
hingað. Þó er ekkert óeðlilegt við
það, að uppi séu hafðar ýmsar
kenningar á þvi sviði, eða i ljós
látnar skoðanir á þessu máli, ef
þær eru byggðar á þeim vöröu-
brotum, er sagan lætur okkur i té.
Það mun vera óhætt að ganga út
frá þvl, að veðurfar hafi verið
mikið hlýrra, en nú er, en þó hef-
ur það ekki verið áfallalaust fyrir
búskapinn i landinu. 1 þvi sam-
bandi er rétt aö hafa i huga frá-
sögnina af Hrafna-Flóka, sem
felldi bústofn sinn á fyrsta ári,
vegna þess að hann gætti ekki að
afla heyja um sumarið. Þetta
bendir til þess, að landið hefur
ekki allt veriö viöi eða viði vaxiö
milli fjalls og fjöru, en ef svo hefði
verið, var ekki um möguleika til
heyöflunar að ræða, vegna þess
að slikan gróöur heföi enginn
maður getaö slegið. 1 öðru lagi
sýnir þetta, að án þess að aflað
væri fóðurs fyrir veturinn, var
búseta i landinu ekki möguleg og
búsmalinn ekki getað gengið hér
öll ár sjálfala, heldur hafa komið
hér á söguöld margir harðir vet-
ur, eins og viða má sjá i fombók-
menntum okkar. Aldrei verður
það annað en ágizkum, hvað
margt búfé hefur verið á fyrstu
öldum Islandsbyggðar, en fátt
hefur það verið i fyrstu. Likur
benda tii þess að nautgripir hafi
verið tiltölulega flestir og hross
hafa fljótt einnig orðið mörg, en
sauðfjáreignin ekki verið nálægt
þvi eins stór hluti búsmalans, eins
og slðar varð. Að hross hafi verið
mörg, bendir til, að árið 1000,
þegar kristni var lögtekin á Al-
þingi, var það sett sem annað
aðal skilyrði að éta mætti hrossa-
kjöt, en það hefði ekki verið gert,
nema það hafi verið stór hluti af
fæðu þjóðarinnar og án þess mátti
ekki vera. Þótt gengið sé út frá
þvi, að afkoma þjóðarinnar hafi
verið góð allt fram til siðaskipta,
er meira en hæpið að álykta, að
búsmalinn hafi verið svo margur,
að til ofbeitar kæmi, meðan land-
ið var svo mikið gróið, eins og nú
er látið i veðri vaka.
Um miðja 16. öld kólnar svo
mjög um alla Evrópu, að timabil
það hefur hlotið nafnið Litla-ls-
öld. Má þá geta nærri um áhrif
kólnandi veðurfars hér á norður-
slóðum, og skal nú athugað um
það nokkru nánar.
Séra Jón Egilsson, sem um
tima var prestur á Hrepphólum,
hefur skrifað Biskupaannála,
sem ná fram um aldamótin 1600.
Hann var fæddur 1548oghefur þvi
sjálfur vel munað siðari hluta 16.
aldar. Auk þess hefur hann marg-
an fróðleik eftir afa sinum, sr.
Einari ólafssyni I Göröum. Sr.
Einar var fæddur 1497 og þess
vegna hefur sr. Jón heimildir frá
fyrstu hendi um nær alla 16. öld.
Hann segir: „Veturinn 1518—19
var svo mikill fellivetur, að nokk-
uð fjölgaði fátæklingum og dcki
meira en svo að allir héldu búum
sinum og þrem hlutum alls úti-
penings”. Sex árum siðar eða
veturinn 1524—25, segir sami höf-
undur: „Var svo mikill fellivetur,
að þeir sem áttu 200—300 fjár eða
meira, áttu þeir, sem mest áttu
eftir um vorið 20—30 kindur.” Sr.
Jón segir, að eftir 50 ár hafi
Grimsnesingar ekki náð sér efna-
lega eftir þennan eina harðinda-
vetur. En úr þvi að Grimsnesing-
ar bjuggu svo lengi að þessum
einavetri, má nærrigeta, hvemig
hinar harðbýlli sveitir hafa orðið
úti. Sé leitað heimilda um það,
hvernig afkoma-þjóðarinnar hef-
ur verið á 16. öld, er ekki um auð-
ugan garð að gresja, en þó er lik-
legt, að hún hafi verið sæmileg
framanaf, en farið mjög hnign-
andi, þegar liða tók að aldarlok-
um. Til er dómur eftir sýslumann
i Þingeyjarþingi frá 1582, og er
þar talið orðið sauðlaust á mörg-
um bæjum og almúga ókleift aö
ljúka gjöldum eða tlundum I vað-
málum. Svona er þá ástandið i
sumum héruðum i lok 16. aldar.
Þá liggur næst fyrir að athuga 17.
öldina og sjá, hvortekki hlaupi á
snærið hjá ofbeitarpredikurum
nútimans, en Skarösannáll er
beztaheimild þess timabils. Ann-
álinn samdi Björn Jónsson, bóndi
á Skarði i Sæmundarhlíö. Hann er
fæddur 1574 og hefur þvi munað
velupphaf 17. aldar. Um árið 1602
hefurhannþettaað segja: „Vetur
aftakalegur til harðinda um allt
Island. Almennilegur peninga-
fellir. Engir mundu þá þvilikan
harðindavetur frá jólum til Jóns-
messu, svo þá varð hið fyrsta
sauðgróður. Lá is fram langt á
sumar. Grasleysi mikið. Tók frá
fisk fyrir norðan. Þetta kölluðu
menn kynjaár. Þá komu engir
lögréttumenn til Alþingis úr
Norðlendingafjórðungi, sökum
harðindaforfalla. Anno 1603.
Mannfellir af fátæku fólki um allt
Island af haröindum og sulti,
gekk og blóösótt, dó og mannfólk-
iðaf hennimörgum tugum saman
i hverri kirkjusókn. Eyddust bæ-
ir. Fiskileysi. Anno 1604. Gekk
blóðsótt. Féllu yfirferðarmenn.
Hlutavetur syðra. Fiskileysi fyrir
noröan. Kom is. Rak hvali. Sela-
tekja mikil. Þetta var kallað
eymdarár. Á þessum tveimur
fyrirfarandi hörðu árum með þvi
fyrstu hörkuárinu, sem mest
undirbjó, féllu i Hegranesþingi
800 manna. Það var bæði yfir-
ferðafólk og fátækir barnamenn,
sem inni lágu. Svo hefur verið
reiknað, að á þessum þrem árum,
hafi fallið 9 þúsund manns.
Anno 1605. Vetur harður. Kom
is. Hann fórfyrir austan land, rak
allt um kring að austan og sunnan
ofan fyrir Grindavik um vorver-
tiðarlok. Anno 1610. Vetur harður
og langhriðasamur. Kom fjúk á
einmánuði á Geirþrúðardag. Þá
urðu margir menn úti með fé sinu
i Miðfirði, einnig 14 menn i Borg-
arfirði. Ógurlegt fjártjón um all-
ar þessar sveitir og viðar. Anno
1612. Kom is. Harðindaár mikið.
Hróflaðist um sauðfé mjög svo.
Jarðfellis ógangur i Austurdölum
i Skagafirði. Eyddust nær 2 bæir.
Hlupu fram yfrið miklir skógar.
Rak af þeim viði ofan i Hólm og
viðar um Skagafjörö, þvi að Hér-
aðsvötn stemmdi uppi.
Ekki verður Skarðsárannáll
rakinn hér lengra, en svona er þá
upphaf 17. aldar, og fjölmörg ár
eru það, sem greina frá fjárfelli
og i kjölfar hans stórfelldur
manndauði. Arið 1695 er þessa
frásögn að finna:
1 ár komst hafis vestur á móts
við Þorlákshöfn litlu fyrir sumar,
og sunnudaginn fyrstan I sumri
rak hann fyrir Reykjanes og
Garðskaga og inn á fiskileitir Sel-
tirninga. Ekki var Isbreiðan þó
meiri en svo, að út yfir hana sást
af fjöllum, og kaupförin, sem til
landsins voru komin á sveimi úti
fyrir. Isinn, sem inn á Faxaflóa
koms, fyllti vikur og voga, svo að
gengt var frá Akranesi I kaup-
staðinn i Hólminum. Þessi is
hvarf ekki, fyrr en um vertiöar-
lok; Fyrir Vestfjörðum öllum var
ein Isbreiða og komst hann nú
suður fyrir Látraröst. Fyrir
Noröurlandi lágu hafþök, sem
hvergi sá út fyrir og lá þar fram
um þing. Þessu fylgdi að vonum
vorkuldar og grasleysi, og varð
nú sums staðar taöan af túnunum
svo smá, að hún tolldi ekki i reip-
um, heldur varð að flytja hana i
hærusekkjum. Arið 1696. Vetur
hefur verið aftakaharður og er
sagt, að ekki hafi verri vetur
komið.siðan 1633. Peningur hefur
nálega gerfallið um land allt.
Manndauði er orðinn af hungri og
bjargarleysi i norðursýslum og
viðar um land. Arið 1697. Enn
dundi yfir hörkuvetur og er nú
viða um land mikill manndauði.
Meira en 80 menil eru dánir i Tré-
kyllisvik. Yfir 50 i Rifi og þar i
kring, tuttugu á Hellissandi, átta-
tiu I Fljótum og Ólafsfirði, 70 i
Svarfaðardal, 30 i Höfðahverfi.
Að lokum er um ár þetta sagt, að
bjargarleysið hafi veriö svo mik-
ið, að jafnvel refurinn hafi orðið
hungurmoröa. 1697 féll búpening-
ur hrönnum saman og og jafnvel
kúm var lógaö og mannfellir
vegna hungurs. 1698. Manndauöi
hefur orðið vegna bjargarskorts i
Kelduhverfi, á Tjörnesi, Flateyj-
ardal, Siglufirði, ólafsfirði, Fljót-
um og á Skagaströnd og all víða
vestra. 1 Trékyllisvik, Stein-
grimsfirðU Bitru, Hrútafiröi og
Króksfirði. Um árið 1700. Hallær-
inuhnnirekkiogdeyr fólk um all-
ar sveitir úr hor og vesöld. Flest
óáta þykir nú gómsæt, hrossakjöt
og hrafnar, þang og þönglar.gras
og grúturog er yfirleitt ekki neitt
það til, er tönn verður á fest, að
fólk leggi sér þaö ekki til munns.
Svona er þá’ hag þjóðarinnar
komið I lok 17. aldarinnar og má
segja, að sagan verði ekki rakin
eftir öðru en harðsporum og
hörmungum, fjárfelli og mann-
dauða. Það verður ekki af neinu
viti um það deilt, að það er kóln-
andi veðurfar, sem fer með sauö-
fjáreign landsmanna svo langt
niöur, að fólkiö i landinu skortir
bæði föt og fæði, en klæðlitlu og
hungruðu fólki er erfiöara að afla
sér viðurværis, en Nóbelskáldi og
skógræktarstjóra að áfellast þaö
fyrir ofnotkun lands, eyðingu
skóga og bithaga.
Arið 1703 er fjárfjöldi á öllu
landinu aðeins 278.994 kindur eða
að meðaltali 37.02 kindurá bónda.
1760 er fjárfjöldinn á bónda 54,48
kindur, en kemst niöur i 13,91 kind
i Móðuharðindunum.
Nokkrar likur eru á þvi, að veö-
urfar hafi verið mildara á fyrri
hluta 18. aldarinnar, eða liklegra
nær að segja þolanlegra, vegna
þess að einnig á fyrri hluta henn-
ar koma ekki svofá ár, sem valda
fjárfelli og manndauða. En þegar
liða tekur á siðari hlutann, riður
yfir þjóðina það mesta hörm-
ungartimabil, sem um getur, og
að afloknum Skaftáreldum liggur
nærri, að þjóðin liði hreinlega
undir lok, enda er þá rætt um aö
flytja alla Islendinga suður á Jót-
landsheiðar.
En þaö er fleira en harðindi og
heyleysi, sem höggva skarö i bú-
smalann. Fjárkláði berst til
landsins og verður að einni verstu
plágu, sem um getur i sögunni.
Bráðafár i sauöfé kemur fram á
Vestfjörðum og breiöist þaðan út
til annarra landshiuta og veldur
bændum oft þungum búsifjum,
allt fram til þess tima, að Dung-
als-bóluefni kemur til sögunnar á
árunum milli 1930—40. Fjáreign
landsmanna er við lok 18. aldar i
þvi lágmarki, að hún hefur aldrei
fariö neðar, nema að afloknum
Móðuharðindum. Ariö 1802 er
fjárfjöldinn á öllu landinu aðeins
153.000 kindur. Verulegur hluti
fjáreignarinnar kemur auðvitað á
þá bændur, sem búa i góðsveitum
landsins. En Hákoni Bjarnasyni
og öðrum þeim, sem halda þvi
fram, að sauðféð hafi eyðilagt
landið, ætla ég að færa sönnur á
það, að of margar sauðarklaufir á
heiðarbýlum og harðbýlustu hér-
uðum landsins hafi troðið gras-
svörðinn niður i svað eða sand.
Það er að sjálfsögðu freistandi aö
rekja hér betur, en gert hefur
verið sögu 18. aldar, en vegna
þess, hvað það tæki langa frá-
sögu, verður þvi sleppt að þessu
sinni. Ef athugaö er um sauðf jár-
fjölda landsmanna á þessari öld,
að meðaltalið er um 231.300 fjár
ogerþágengiöút frá,að tala býla
sé sú, sem þeir hvor i sinu lagi
gefa upp, Skúli Magnússon og
Magnús Ketilsson.er hún 6235
býli. Þá eru aö meðaltali 34,83
kindur á býli, e.m.ö.o., landið er
þvi nær friöaö frá allri sauðfjár-
beit um þvi nær tveggja alda
skeið. Það er þvi sjálfsögð krafa á
hendur ofbeitarmönnum aö færa
sönnur á, að landið hafi gróið upp
á þessu timabili, en ekki gengið
úr sér.
Um 19. öldina skal ég vera fá-
orður, enda þótt hún sé um margt
merkileg, einkum um þá andlegu
vakningu, sem þá kemur fram á
sviði bókmennta og vaxandi fé-
lagshyggju. Þrátt fyrir þaö að
veðurfar sýnist hafa verið þolan-
legra framan af 19. öldinni, en á
þeirri 18., verður lifsafkoma
þjóðarinnar ekki neinn dans á
rósum og kemur það til af mörg-
um ástæðum, sem hér verður
ekki rætt um. Þegar kemur fram
um 1860, kólnar mjög i veðri og
rekur nú hvert hafisárið annað,
en þeim fylgir harðir vetur og
köld vor og þar af leiðandi gras-
leysi og heyleysi, hungur á fólki
og fjárfellir. Það er ekki auðvelt
að gera sér fulla grein fyrir þvi,
hver hefur verið fjárfjölih á meö-
albýli yfir alla öldina, en tæplega
hefur það verið mikið yfir 50—60
kindur. 1 Búnaðarsögu Gunnars
Bjarnasonar er sagt, að 1890 hafi
sauöfjárfjöldi á meðalbýli aðeins
verið 80 f jár. Það gefur þvi auga
leið, að fátt hefur verið hjá fátæk-
ustu bændunum, og afrakstur
búsins engan veginn dugað til
framfæris fjölskyldna þeirra.
Þaö er af völdum harðæris i land-
inu, á siðustu tugum 19. aldar og
fyrsta tug 20. aldar, að flótti
brestur i liðið og hópum saman
hörfar fólkið vestur um haf. 1
jaröabók Arna Magnússonar og
Páls Vidalins er sums staðar get-
ið um blásturssand og hafa jarðir
verið felldar i mati af þeim sök-
um, en hvað viðáttumikil svæði
hér er um að ræöa verður ekki
séð. Hitt vitum við með vissu, að
siðan hafa stórar lendur orðið
sandágangi að bráð og sumt af
þvier hægt að timasetja. Ef flogið
er frá Gunnarsholti upp Rangár-
velli og eftir Landsveit, hlýtur
hver sá, sem ekki er annað hvort
eftirtektarlaus eða blindur að sjá,
hvað sorglega litill sá hluti er,
sem gróðri er hulinn á móti öllum
þeim stóru flæmum, sem upp hef-
ur blásið.
Mér er skylt að gera saman-
burð á þvi, hver beitarþungi hefur
hvilt á hverri flatareiningu á fjár-
leysisárum 17., 18. og 19. aldar, og
þeirri framleiöslu, sem er stað-
reynd i dag á okkar óskemmda
landi. Það mun ekki fjarri sanni
að áætla, að þar sem 10 kindur
ganga nú, hafi ein veriö áöur, og
sé ég þó hvergi votta fyrir uþp-
blæstri lands heima við bæi eða
fjárhús. Ef beit væri aöalorsök
fyrir uppblæstri landsins, hlyti að
vera hægt að sýna fram á það, aö
upptak áfoksgeiranna mætti
rekja þangað, sem beitarþunginn
er og hefur verið alla tið mestur,
en það er heim aö bæjum og
næsta nágrenni við þá. Þar var
beit fyrir allan málnytjupening-
inn, og meðan fært var frá, var
ánum haldið nærri bæjum jafnvel
á þjóðveldisöld. Meöan haft var i
seli, hefur ekki verið farið langt
aö heiman. Á það benda öll
bæjarnöfn, sem kennd eru við sel,
og þau eru ekki upp til fjalla eða
heiöa. Léttir á beitarþunga
heimalandsins hefur þvi af þess-
um ástæðum aldrei verið annað
en mjög óverulegur.
Ofbeitarmenn verða að sanna
eða éta ofan i sig allt sitt þvaður
og f ullyrðingar um þaö, að eyðing
lands sé búsetunni i landinu að
kenna. Þvi er nú mikið haldið á
lofti, að afréttir séu og hafi verið
ofbeittir og af þvi stafi sá upp-
blástur, sem þar um ræðir. En
hafa skyldu menn það i huga, aö
allt fram á þessa öld, var allt land
ógirt og búsmalinn færði sig til að
mestu óhindrað. Eðli og hættir
búsmalans eru aðfæra sig af þvi
landi, sem hann hefur gengið á,
löngu áður en þar hefur veriö
nagað i rót niður og leitar á þá
staði, sem betri haga hafa upp á
að bjóöa. Þá skal einnig á það
bent, að beitartimi á afréttum er
og hefur alla tið verið stuttur, en
að sjálfsögðu mismunandi eftir
árferöi. Féð hörfar af afréttinum
i stórhópum við fyrstu snjóa á
fjölloghefur þá dvalið á afréttin-
um um 2 mánuði eða litið þar
fram yiir.
Ég hef hér minnt á nokkra þá
þætti, sem valdið hafa eyðingu
gróöurs á tslandi, en þar er um
svo mikið mál aö ræða, að efni
væri i margar bækur. Þeir menn,
sem halda þvi fram, að búsetan i
landinu hafi eytt gróðri og veður-
fariö hafi litil sem engin áhrif á
gróðurbúskapinn, er að sjálf-
sögðu ekki of gott að auglýsa fá-
fræði sina frammi fyrir alþjóð, en
þeirra sjálfra vegna færi bezt á
þvi að hætta slikumáróðri. Ef þeir
halda honum áfram, er það rétt
hjá Halldóri Pálssyni, búnaðar-
málastjóra, aðþeim berað svara.
Allur sá áróður, sem rekinn hefur
verið gegn islenzkum landbúnaði
mörg undanfarin ár, er þjóðinni
hættulegur og ógnar framtið
hennar. Islendingar mega ekki
gleyma þvi á sveimi til sólar-
landa eða annarra þjóðlanda, að
á Islandi verður þjóðin að lifa og
við þau gæði, sem landið hefur
upp á að bjóða. Hér er hægt að lifa
góðu lifi, ,,ef þjóðin hefur vit og
vilja, vöðvastyrk og sálarþrótt.”