Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 5
Köstudagur 2. april 1976. TÍMINN 5 Bretar verðlaunaðir í borgarstjórn A fundi Innkaupastofnunar Itcykjavikurborgar, sem baldinn var si. mánudag, á- kvað meirihluti stjórnarinnar að hafna lægsta tilboði i vöru- kaup fyrir Vatnsveitu Iteykja- vikur, en það tilboð kom frá Brctlandi. Þcss i stað var á- kveðiðaðtaka tilboði frá Vcst- ur-Þýzkaiandi, sem var örlítið liærra. Fyrir þcssari ákvörðun stóðu fulltrúar Framsóknar- flokksins og Alþýðubanda- lagsins, ásamt Ólafi Jónssyni, einum af þremur stjórnar- mönnum Sjálfstæðisflokksins i stjórninni. A móti voru Val- garð Briem og Albert Guð- mundsson, sem vildu taka brczka tilboðinu. inóti sjálfsagðri tillögu minni- hiutamanna um að draga úr vörukaupum i Bretlandi, þurfti það ckki að koma á ó- vart, að borgarstjórnarmciri- hlutinn skyldi hnekkja á- kvörðun Innkaupastofnunar- innar i þessu máli, en það gerðist á borgarstjórnarfundi i gær, undir foryslu Birgis isl. Gunnarssonar borgarstjóra. Þannig finnst Sjálfstæðis- mönnum i borgarstjórn sér- stök ástæða til að verðlauna Breta fyrir siðustu afrek þeirra á tslandsmiðum, mcð þvi að beina viþskiptum sem mest til þeirra. Iðnaðarvöxturinn ó Akureyri Með tilliti til þess, að borg- Hagstofan | arstjórnar- ; -mmaaam gefur árlega ini'ii'ihluli ,mk út skýrslur Sjálfstæöis- Jm| um þróun | W$r mm iii a ii n a liafði *1SMI atvinnulifs á 1 aður lyst m liinum ýmsu yfir tryggö v 9 stöðum. viö Breta f Æ Blaðið Dag- hvaö við- ‘C*1 Jl ur á Akur- snerti, flSH' ■ cyri gerir • 'Æ og staðið á þr.óun at- Wm t JUK9I vinnulífs á Akureyri á árunum 1963—’73 að umtalscfni, en Bjarni Einarsson bæjarstjóri fjallaði um þau mál á fundi nýlega, og hafði þá skýrslur Hagstofunnar til hliðsjónar. Pagur scgir: „lðnaður á Akureyri hcfur samkvæmt þessu vaxið á timabilinu um 35%, fiskiðnað- ur sem bér er ekki með talinn, liefur aukizt um um 33%. Byggingariðnaður hefur auk- izt um 114% og fækkar þó tryggðum vinnuvikum frá 1972—1973 þrátt fyrir gifurlcga aukningu i byggingum. Sýnir það ný og fljótvirkari vinnu- brögð i þessnri grein. t verzluninni er litil aukning at- vinnu eöa um 27%. En hér mun um stórkostlega fram- leiðniaukningu að ræða, þann- ig að hvcr maður sclur miklu íncira en áður, ekki aðeins i krónutölum, hcldur einnig að niagni vegna vcrzlunarhag- ræðingar, sem t.d. KEA hcfur átt mikinn þátt i og vcgna þess að miðbæjarkerfi bæjarins gerirþetta tiltölulega auðvelt. Bankarnir, scm sumir nefna hjartað i æðakerfinu, juku mannafla um 103% og trygg- ingastarfsemi na-r jafn mikið. Opinber stjórnsýsla jókst um 63% og opinber þjónusta, cn þar eru skólar innifaldir, sjúkrahús o.fl., jókst uin nær 150%." „Kreppan að mestu sneitt hjó Akureyri" h]nn frcmur scgir Dagur: „Atvinna hefur vcrið mikil og jöfn á Akureyri hin siðustu ár og um sfðustu áramót koin það i ljós, að flest stærri fyrir- tæki i bænum skiluðu hagnaði og tekjur fólks að meðaltali liöfðu aukiz.t verulega meira en landsmeðaltalið og staða bæjarsjóös var allgóð. Hin margumtalaöa krcppa eða efnahagsörðugleikar hafa til þessa sneitt hjá okkur að mestu, sagöi bæjarstjórinn. i Ijósi þess er að framan get- ur viröist full ástæða til aö ætla, að bæjarfélagið geti sómasamlega tekið á móti verulcga auknum fólksfjölda og treyst enn hinn mikilvæga atvinnugrundvöll bæjarins, iðnaöinn, til stórra muna, þótt ekki komi stóriðja til. Félags- leg og menningarleg aðstaða á Akureyri veitir ibúum sinum og iiðrum cr þangað sækja, fullkomnari þjónustu en unnt er að fá á einum stað utan Hevkjavikur, og þvi er mót- vægi við höfuöborgina auð- veldast á Akurevri. Stóriðja við Evjafjörð er nú á dagskrá. Gott er, að hafa um hana efnislegar umræður i héraði og hugleiða kosti henn- ar og galla áður en til koma endanlegar ákvarðanir stjórn- valda.” —a.þ. Flugferðum milli landa fjölgar Sumardætlun millilandaflugs Flugleiða tekur gildi 1. apríl 1. aprii gengur sumaráætlun millilandaflugs Flugfélags Is- lands og Loftleiða i gildi. Sumar- áætiun 1976 er svipuð og á siðasta sumri. Þó er gert ráð fyrir fjórum ferðum i viku milli Luxemborgar og Chicago i stað þriggja ferða i fyrrasumar, og i stað tveggja ferða til Osló og Stokkhólms með DC-8 flugvélum i fyrra, verða nú farnar þrjár ferðir með Boeing 727. Þá mun beinum ferðum til Kaupmannahafnar fjölga úr átta i niu, þar af verða tvær með DC-8 þotum. Nýr viðkomustaður, Dusseldorf, mun bætast við i sumar. Eftir að sumaráætlun gengur i gildi, fjölgar ferðum i á- föngum. Þegar áætlun hefur að fullu tekið gildi, verður ferðum hagað sem hér segir: Flug frá íslandi til Bandarikjanna og Grænlands. Samkvæmt sumaráætluninni munu þotur Loftleiða fljúga 17 ferðir i viku frá íslandi til Banda- rikjanna. Þar af verða 13 ferðir til New York og 4 ferðir til Chicago. Til Chicago verður flogið á mánu- dögum, þriðjudögum, fimmtu- dögum og sunnudögum. Til New York verða tvær ferðir alla daga nema miðvikudaga, þá er ein ferð. Þotur og skrúfuþotur Flug- félags Islands munu fljúga til Grænlands eins og undanfarin sumur. Til Narssarssuaq á vesturströnd Grænlands verður flogið á fimmtudögum en þar að auki flýgur SAS þessa flugleið þrisvar i viku. Til Kulusuk við austurströnd Grænlands munu skrúfuþotur fljúga með skemmti- ferðafólk frá 21. júni til 9. septem- ber, samtals 49 flugferðir. Siðast- nefndu flugin verða farin frá Reykjavikurflugvelli. Hraði — þjónusta — þægindi. Það eru einkunnarorð islenzku flugfé- laganna. Myndin er tekin I þotu Flugféiags islands á leið til meginlands Evrópu. ▼ Flugferðir frá íslandi til Norðurlanda, Þýzka- lands, Luxemborgar og Bretlands.' Sumaráætlun gerir ráð fyrir 12 ferðum i viku milli Keflavikur og Kaupmannahafnar. Þar af verða tiu ferðir flognar með Boeing 727 þotum Flugfélags íslands og tvær íerðir með DC-8-63 þotum Loft- leiða. Til Osló munu Boeing-þotur Flugfélagsins fljúga fimm ferðir i viku, og þrjár ferðir i viku til Stokkhólms. Til Osló verður flog- iö á mánudögum, þriðjudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum og til Stokkhólms á mánudögum, föstudögum og sunnudögum. Þotur Loftleiða munu fljúga 17 sinnum i vjku til Luxemborgar, tvær ferðir alla daaa og þrjár ferðir á mánudög- um, þriðjudögum og föstudögum. Þá munu þotur Flugfélags Is- lands fljúga tvær ferðir til Þýzka- lands á laugardögum, til Frank- furt am Main og til Dusseldorf. Flug til Bretlands verður með svipuðum hætti og i siðustu sum- aráætlun. Til Lundúna verða fimm ferðir i viku, þar af fjórar með Boeing-þotum Flugfélagsins og ein ferð með DC-8 þotu Loft- leiða. Lundúnaflug verða á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og tvö flug á sunnu- dögum. Til Glasgow verða fjórar ferðir i viku svo sem verið hefur, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Tií Færeyja verða fjögur flug i viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og tvö flug á sunnudögum. Annað sunnudagsflugið til Færeyja verður með viðkomu á Egils- staðaflugvelli i báðum leiðum. Millilandaáætlun Flugfélags Is- lands og Loftleiða er þannig hagað, að farþegar nái sem greið- ustu framhaldsflugi með öðrum flugfélögum til fjarlægra staða og einnig að farþegar. sem koma annað hvort austan um haf eða vestan, en ætla til Grænlands eða Færeyja, geti haldið áfram ferð þangað án tafa. Ennfremur er svo hagað til, að farþegar með Loftleiðum vestan um haf, nái beinu framhaldsflugi með Flug- félagi íslands áfram til Evrópu og öfugt. Eins og fram hefur komið, tekur SAS nú upp Islandsflug að nýju með eigin flugvéium, en fé- lagið hefur undanfarin ár leigt þotur Flugfélags íslands til þeirra ferða. Þotur SAS munu fljúga héðan áfram til Græn- lands, en einnig hafa viðkomu á Keflavikurflugvelli i bakaleið. Skeifan kynnir Onasse sófasettið. Onasse, sófasettió sem fafO hefur shjurför um Evrópu. Erábœr hönnun ocj facjvinna býóur þa hvíld setn sóst er eftir. Selt tjctju póstkröfi. Onasse sófasettiá Jœst hjá okkur: SMIIVIA'IVI (v SI.MI JJmwLK.IöRaARM SI Xll /o‘T

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.