Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. apríl 1976. TÍMINN 11 tJtgefandi Fratnsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu vift Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug- iýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftar- gjald kr. 800.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Einbeitni °9 úrangur Á Alþingi á þriðjudaginn skýrði Ólafur Jóhannes- son dómsmálaráðherra frá þvi, að honum hefði bor- izt skeyti þess efnis frá ambassador íslendinga i Washington, að Bandarikjastjórn hefði nú tekið til alavarlegrar ihugunar að ljá Islendingum hrað- skreitt skip til gæzlu á íslandsmiðum. Eins og kunnugt er komst nefnd, sem dómsmála- ráðherra skipaði til þess að kanna möguleika á -efl- ingu Landhelgisgæzlunnar, að þeirri niðurstöðu að bandariskir hraðbátar af Ashville-gerð og sovézkir hraðbátar af Mirka-gerð myndu vel henta okkur. I framhaidi af þessu mæltist dómsmálaráðherra til þess við utanrikisráðuneytið, að það sneri sér til Bandarikjastjórnar með ósk um fyrirgreiðslu. Sökum þeirra skuldbindinga um varnir landsins, sem á Bandarikjunum hvila, samningum sam- kvæmt, var það eins eðlilegt að beina slikum til- mælum til Bandarikjanna og það hefði verið óeðli- legt að gera þess konar kröfu til annarra rikis- stjórna, þótt svo ekkert hamli þvi, að við Islending- ar leitum fyrir okkur eftir getu um hraðbáta i hvaða landi sem er með öðrum hætti, ef til þess þarf að koma. Nú hafa málin hins vegar þokazt i það horf, eftir alllanga bið að visu, að nokkur von er til þess, að við fáum þessa fyrirgreiðslu vestan hafs, og verður að likindum fljótlega út þvi skorið endanlega. Efling landhelgisgæzlunnar er okkur slik nauð- syn, að þar liggur við framtið okkar öll. Að henni hefur verið unnið og verður gert framvegis. Fisk- stofnarnir á miðum er auður okkar og lifsakkeri, og við getum einskis látið ófrestað til þess að halda velli og fara með sigur af hólmi i þeirri hrið, sem Bretar gera að okkur. Þar getum við hvorki hikað né hopað. Þess vegna fór dómsmálaráðherra þess á leit við Bandarikjastjórn, er átökin við Breta drógust á langinn og hörðnúðu, að fá hraðbát lánaðan til gæzlustarfa. Þess vegna hefur tilraunum til útveg- unar á sliku skipi verið fylgt svo fast eftir sem al- kunna er. Óafsakanlegt framferði Undir þvi er þungt að búa, að islenzkir skipstjór- ar fiskibáta skuli tugum saman leika þann gráa íeik að stunda ólöglegar togveiðar, eins og nú hefur gerzt við suðurströnd landsins. Engir ættu að hafa á þvi gleggri skilning en fiski- mennirnir sjálfir, að ákvæðum um veiðitakmark- anir ber að hlýða, og miklu alvarlegri eru þessi brot en ella vegna þess, að þau eru framin i miðju land- helgisstriði, þar sem hin brýna nauðsyn á fiskvernd er meðal helztu raka okkar. Þessir menn eru þvi ekki aðeins að brjóta lög og reglur, heldur leggja þeir óvinum okkar vopn i hendur, þegar sizt skyldi. Og svivirðilegt er að hyllast til slikra afbrota og rányrkju, þegar Landhelgisgæzlan, með sinn tak- markaða kost skipa og flugtækja, á i vök að verjast gegn yfirgangi og ófyrirleitni brezka flotans. Þess konar framkoma er ,,hetjum hafsins” til mikillar vansæmdar. Callaghan tekur ekki við neinu sældarbúi Því bæði innanríkis- og utanríkismál eru í ólestri Eftir þær tvær atkvæöa- greiðslursem þegar hafa farið fram I kosningunum til for- manns bredca Verkamanna- flokksins, virðist liggja nokkuö ljóst fyrir aö James Callaghan veröi þar hlut- skarpastur. Helzti keppinaut- ur hans, Michel Foot, verka- lýösmálaráöherra, hefur aö visu neitaö aö gefa von sina um embættið upp á bátinn, en til þess aö honum veriö að ósk sinni, þyrftu að koma til meiri sviptingar innan flokksins en dæmí eru til um. Það má þvi búast fastlega við, likt og flestum virtist þegar i upphafi kosninganna, að Callaghan, utanrikisráð- herra, setjist i sæti Wilsons sem leiðtogi flokksins og um leið þjóðarinnar, þvi forsætis- ráðherraembættið fylgir með sætinu. Callaghan er sextiu og þriggja ára gamall og á að baki langan feril sem virkur þátttakandi i b?Ö2ktim'Stjdrn- málum. Svo sem margir aðrir af framámönnum brezka Verkamannaflokksins, hóf Callaghan feril sinn innan stéttarfélags. Úr launþega- baráttunni lá leið hans fáein- um árum siðar tii beinnar stjórnmálabaráttu og hann haslaði sér völl innan flokks- ins. Hann hefur á ferli sinum gegnt þremur ráðherra- embáettum þeim ekki af verri endanum, fjármálaráðherra, innanrikisráðherra, og siðast utanrikisráðherra. Callaghan hefur frá þvi fyrsta verið talin sleipur stjómmálamaður, og hefur hann stýrt ráðuneytum sinum af öryggi. Þó ber þar einn skugga á, frá þvi að hann gegndi embætti frjármálaráðh, i fyrstu rikisstjórn Harold Wil- son. A árinu 1967 hafði hann íorystu um aðgerðir til að koma i veg fyrir gengisfell- ingu sterlingspundsins, en þær aðgerðir þóttu bæði kostn- aðarsamar fyrir brezku þjóð- ina, voru óvinsælar og reynd- ust haldlausar, þar sem pundið féll að lokum. Helztu kostir Callaghans eru taldir þeir að hann nýtur vinsælda meðal margra stétta, getur verið harður i hom að taka ef liðsmenn hans halda sér ekki á mottunni og hefur þá tilfinningu fyrir vilja kjósenda sem stjórnmála- mönnum er svo nauðsynleg. Callaghan er ekki róttækur maður og þykir ekki liklegur til að veröa stefnumarkandi i embætti. öllu fremur er búizt við að hann haldi áfram á sömu eða mjög svipaðri braut og þeirri sem Wilson hefur markað. Að sumu leyti hefur hann einnig svipaða eiginleika og Wilson, er sveigjanlegur i skoðunum og ferðast yfirleitt eftir miðjum veginum, án sveiflna til vinstri eða hægri. En, við hverju tekur þá James Callaghan nú, ef hann vinnur kosningarnar innan Verkamannaflokksins og sezt i forsætisráðherrastólinn, svo sem óhjákvæmilegt virðist? Það er ekki hægt að segja að hans biði auðvelt hlutverk, eins og ástandið er i Bretlandi i dag. Bæði innanrikismálefni og utanrikismál eru að mörgu leyti i ólestri. Vandamálin hafa verið mörg og ill- viðráðanleg og varla fyrir- sjáanlegt að þeim fækki eða auðveldar lausnir á þeim skjóti upp kollinum. Innanlands ber hæst vanda- mála efnahagserfiðleikar og atvinnuleysi. Siðustu ár hafa verið þau erfiðustu sem brezka efnahagslifið hefur þekkt i langan tima. Kemur Callaghan þar margt til, svo sem sivax- andi erfiðleikar iðnaðarins i samkeppni við iðnaö annarra þjóða, mikil verðbólga, veik- burða staða sterlingspundsins og mikið atvinnuleysi. Aö- gerðir rikisstjórnar Wilsons, sem meðal annars hafa falið i sér samninga við verkalýðs- samböndin um að launahækk- anir fari ekki fram yfir ákveð- in mörk, hafa aö visu dregið nokkuð úr verðbólguhraðan- um, en ekki þó svo að það tryggi bjart útlit fyrir kom- andi ár. Þær hafa ekki náö þvi að tryggja stöðu steriings- pundsins, sem enn er nokkuð i óvissu, ekki sýnt framfarir i málefnum iönaðarins, sem er mjög illa staddur, og þær hafa ekki náð tökum á atvinnu- leysisvandamálinu. Þá ber einnig að nefna annað innanrikisvandamál, þar sem eru átökin i N-trlandi, en þau hafa aukizt ár frá ári og hafa nú borizt til Lundúna- borgar sjálfrar, Callaghan átti sjálfur heiöurinn að þvi að stöðva fyrstu hrinu borg- arastyrjaldarinnar þar árið 1969, þegar hann gegndi embætti innanrikisráðherra. Það var þó aðeins fyrsta hrinan sem stöðvuð var og nú er vandinn orðinn mun erfiðari viðfangs. Skæruliðar hins ólöglega irska lýðveldis- hers, I.R.A. hafa aukiö til muna hryðjuverkastarfsemi sina og undanfarið hafa margar sprengjur sprungið i London. Meðal annars hafa Ir- arnir komið sprengjum fyrir i neðanjarðarlestarkerfi Lundúna, sem setur nokkuð nýjan og jafnvel enn óhugnan- legri svip á vandamálið. Fyrirsjáanlegt er einnig, að fleiri frelsishreyfingar eiga eftir að láta frá sér heyra i auknum mæli, þvi þjóðernis- flokkum Skota og Welshbúa hefur vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarin ár. Þegar er spáð að til vopnaðra átaka komi I Skotlandi vegna deilna um sjálfstæðismál lands- manna. Rikisstjórn Wilsons hefur þegar lofað Skotum tak- mörkuðum sjálfsákvörðunar- rétti, en þrátt fyrir þaö hefur Verkamannaflokkurinn misst mikið fylgi yfir til skozka Þjóðernisflokksins. I utanrikismálum blasa einnig við verðandi forsætis- ráðherra erfið vandamál. Bretland hefur á undanförn- um áratugum dregið saman segl sin til nokkurra muna, enda mun áhrifaminni á er- lendum vettvangi en þeir voru. Stefna þeirra i einstök- um málum hefur oröiö fyrir harðri gagnrýni, en um nokkurt skeið hefur hún virzt einkennast af fálmkenndum tilraunum til að vingast við hinn stóra, en taka það út á þeim sem minna má sin. Stærstu vandamálin eru ,i samskiptum Breta við aðrar þjóðir Vestur-Evrópu. Þau flækiast saman við efnahags- vandann innanlands og gera það að verkum, að rikisstjórn Breta þarf að þræða vand- fundinn meðalveg til þess að halda samböndum sinum á réttum kili, án þess að skaöa sinn eigin efnahag enn meir en orðið er. Þá hafa einnig skapazt vandamál vegna fyrrverandi nýlendna Breta, til dæmis Ródesiu. Jafnvel þótt Bretar hafi reynt til hins ýtrasta að halda vandamálum þessum frásérog Callaghan hafi sjálf- ur markað afskiptaleysi þeirra með skilyrðum sinum fyrir beinni þátttöku brezku stjórnarinnar i stjómarskrár- viðræðunum i Ródesiu, gæti svo farið að þessi fyrrverandi nýlenda þeirra ylli þeim vand- kvæðum áður en yfir lýkur. Brezka rikisstjórnin hefur þegar tekið ákveðna afstöðu gegn Ian Smith og rikisstjórn hvita minnihlutans i Ródesiu, og ef til borgarastyrjalöar kemur i landinu, milli hvitra og svartra, gæti hún átt erfitt meö áframhaldandi afskipta- leysi. Þá ber einnig að lita til ann- arra vandamála Breta, til dæmis landhelgisdeiluna við Islendinga, sem að sjálfsögðu stendur okkur næst af vanda- málum Breta. Til þessa hefur brezka rikisstjórnin sýnt ósveigjanleika I samninga- umleitunum og hefur með þvi sett sig i klemmu, sem getur varla verið þægileg fyrir þá. Vegna þeirrar afstöðu sinnar að vilja ekki viðurkenna haf- svæðið umhverfis Island sem annað en alþjóöahafsvæði, gat stjórnin ekki vegna skilgrein- ingar i brezkum lögum neitaö togaraeigendum um svokall- aða „herskipavernd” á Is- landsmiðum. Harkalegar að- geröir herskipanna hér við land, sem veikburða tilraunir hafa verið gerðar til að breiða yfir, geta og hafa að nokkru leyti klemmt brezku rikis- stjórnina upp við vegg milli innlendra hagsmunahópa og stórveldisdraum a sinna annars vegar, en gagnrýni annarra þjóða hins vegar. Það er þvi ljóst, að James Callaghan sezt ekki i mjúkan plussstól i næstu viku, heldur kaldan og harðan hnall, sem hann auðveldlega gæti fallið af þegar i næstu kosningum. Wilson viröist aftur á móti hafa „forðað" sér á nákvæm- lega réttum tima til þess að halda sæti sinu i sögubókum framtiðarinnar. — HV JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.