Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 2. april 1976. Framsóknarstefnan Andstæðingar Framsóknarflokksins hafa löngum haldið sig við sama heygarðshornið og staglazt á þvi, að Framsóknarflokkurinn hefði enga stefnu eða það litla, að hún hyldist einhverjum þoku- mekki sem engin leið væri að þreifa sig gegn um. Röksemdirnar sem þeir hafa haft fyrir þrástagli sinu, eru að flokkurinn hafi ekkert kennikerfi til að styðjast við. Þá hafa þessir aðilar i huga kennikerfi sem búin hafa verið til af ýmsum ein- staklingum og löguð eru eftir löngunum upphafs- mannsins en taka litið eða ekkert tillit til þess hráefnis sem kerfinu er ætlað að þjóna, — það er að segja mannsins sjálfs. Þessum kerfum er þvi ætlað að móta þjóðfélög og einstaklinga án tillits til eðlisþátta þeirra. Rétt er það, að Framsóknarflokkurinn er ekki tilkominn vegna blindrar trúar á erlend kenni- kerfi. Hann er sprottinn úr islenzku þjóðlifi og hefur lagazt eftir þörfum þess. Hann er flokkur sem hefur islenzku þjóðina og tilveru hennar að höfuð-markmiði. Þótt flokkurinn starfi ekki eftir fyrirfram ákveðnu kennikerfi þá hefur hann markmið, sem við getum kallað kennisetningar. Samvinna einstaklinga, samhjálp, samneyzla og samvitund eru meginstoðir stefnu Framsóknar- flokksins. Samvinnustefnan hefur verið ómetan- leg islenzkum sveitum og ýmsum þéttbýliskjörn- um. Á Reykjavikursvæðinu hefur hennar að visu ekki gætt á sama hátt i atvinnulifinu, en hún hef- ur eigi að siður gegnt þar mikilvægu hlutverki. Framsóknarflokkurinn hefur frá upphafi átt sterk itök i Samvinnuhreyfingunni, sem pólitisk- ur málssvari hennar. Samhjálp þýðir vilja til þess, að veita öllum þegnum tækifæri til þess að lifa, án tillits til þesshvernigþeir eru skapaðir. Framsóknarstefnan miðar að útrýmingu á kynjamisrétti, stéttaskiptingu, fötlun, örorku, eða hverju þvi sem gerir mönnum erfitt eða ókleyft að fæða, klæða og mennta sigogafkvæmi sin. Samneyzla er að sameiginlegar og mikilvægar þarfir þjóðarinnar séu mettar af þjóðfélaginu sjálfu. Dæmi um þetta eru Almannatryggingar, Póstur og simi Rikisútvarpið, og þjónusta af þvi tagi. Framtiðin er að oliuverzlun,rafmagnsveita, hitaveita, lyfjaverzlun, og bankakerfið, að mestu, verði i höndum rikisins. Samvitund er fólgin i eflingu vitundarinnar um þjóðerni, menningu og heimili. Framsóknar- flokkurinn hefur alltaf haft forystu um verndun auðæfa hafsins umhverfis Islands og alltaf verið i rikisstjórn þegar landhelgin hefur verið færð út. Flokkurinn hefur haft forystu um uppgræðslu og verndun landsins. Framsóknarflokkurinn er and- stæður erlendri hersetu á íslandi. Hann vill að ís lendingar nýti auðlindir sinar sjálfir og gæti þess að vera efnahagslega og stjórnmálalega sjálf- stæðir. Framsóknarflokkurinn er þvi með ákveðna og skýra stefnu. Hann er félagshyggjuflokkur, flokkur sem hefur vinstri stefnu i stjórnmálum. Staðan i islenzku þjóðlifi skipar honum hinsvegar sess milli ihalds og öfga. Hann stendur þannig á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Jafnframt þvi að vera málsvari félagshyggju, þá hefur flokkurinn þá stefnu að gefa hæfileikum einstaklingsins færi á að njóta sin. Þar getur ver- ið vandratað meðalhófið, en mörkin eru þau að einstaklingur fái útrás fyrir athafna og sköpunar- þörf sina án þess að skerða eða nota sér rétt sam- borgara sins. Framsóknarflokkurinn metur manngildið þannig ofar auðgildinu. Hann burðast Miðstjórnarfundur SUF hefst á morgun Aöalfundur miðstjórnar Sambands ungra Framsóknar- manna verður haldinn á Hótel Hofi i Reykjavík á morgun og sunnudag. Formaður SUF Magnús ólafsson, setur fundinn kl. 14.00, en síðan verður kosinn fundarstjóri og fundarritari. Þá verður flutt ský rsla u m starf SUF siðan á þingi Sambandsins sem haldið var á Húsavik i fyrra vor. Margt hefur verið á döfinni og má þar nefna að haldnar hafa verið tvær ráðstefnur og gengizt hefur verið fyrir félagsmálanám- skeiðum. Þá hefur SUF haft mikil sam- skipti við nágrannaþjóðir okkar á þessu timabili og m.a. hafa full- trúar verið sendirá ráöstefnur til að kynna landhelgismálið. Á miðstjórnarfundinum verða umræður um skýrslurnar og þar verða einnig lagöir fram reikningar SUF. Þá verður rætt um starfið fram að næsta þingi SUF, sem fyrirhugað er að halda siðari hluta sumars. umræður og afgreiðsla mála á miðstjórnarfundinum. Fulitrúar á miðstjórnarfundi SUF eru rúmlega fimmtiu en kjörnir fulltrúar eru fimm úr hverju kjördæmi iandsins auk stjórnar Sambandsins. Ólafur Jóhannesson Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins mun koma á miðstjórnarfundinn ki. 16.00 og flytja ræðu um stjórnmálavið- horfið. Siðan verða almennar um- ræður um það og svarar ráðherr- ann fyrirspurnum. Á sunnudagsmorgun verða nefn darstörf, en síðdegis verða Magnús Ölafsson Sigurður Haraldsson hóteistjóri fyrir utan Hótei Hof. BLAÐRAN ER SPRUNGIN Loftið hefur nú sigið úr piltun- um, sem gerðu hvað harðasta at- lögu að dómsmálaráðherra nú fyrir skömmu. Komið hefur ber- lega i ljós að hvati þeirra var fyrst og fremst að veitast að ráð- herránum, enda voru þeir fljót- ir til að krefjast þess að honum yrði vikið úr rikisstjórn þegar hann tók til andsvara og þeir fundu sjálfa sig vanmátt- uga til umræðu og voru rök- þrota. Einkennandi fyrir árásar- hóp þennan er að bann varðar ekkert um rök eða skynsemi. Hann hefur heldur þann hátt- inn á að snúa rökum við og geta i eyður. Málefnaleg um- ræða hefur ekki verið ætlan þeirra. Hlálegasti þáttur þessa máls er án efa málssókn ritstjóra Vfsis á hendur dómsmálaráð- herra. Þegar ritstjórar geta ekki lengur varið sig með penna sínum þá er mál fyrir þá að leita sér að öðru starfi sem þeim er léttara að sinna. Auk þess lifir „Visismaf- ian” i hugum fólksins þrátt fyrir að orðin hafi verið dæmd ómerk. Vilmundur Gylfason streðar einn við að uppgötva einn skandal i viku, en gengur misjafnlega. Hann skrifar samt, þótt hann sé gjörsamlega efnislaus og eru þessar föstudagsgreinar hans orðnar ómerkilegar upptuggur. Þaö var eitt sinn sagt hér á þess- ari siðu að starf Vilmundar gæti verið afar mikilvægt ef rétt væri að þvi staðið. Það er hér itrekað. Ef Vilmundur eða menn af hans tagi hefðu eyru og augu vel opin fyrir þvi, sem miður fer i okkar þjóðfélagi, skoðuðu það eins itar- lega og þeim væri unnt og skrif- uðu siðan þegar efnið væri fyrir hendi' vandaðar greinar, þá veittu þess konar menn þjóð- félaginu nauðsynlegt aðhald og ynnu þarft verk. Fyrir þannig mann er alveg vonlaust að vera að framagosast i póliti'k hann verðuraðvera óháður stjórnmál- um Geirfinnsmálið margrædda og óhugnanlega fer vonandi að verða fullupplýst: Almenningur mun sjá að engin tengsli voru milli Framsóknarflokksins og þeirra afbrotamanna sem þar verða sekir fundnir. Framsóknarflokk- urinn hefur heldur engin fjár- hagstengsl haft við veitingahúsið Klúbbinn, flokkurinn hafði þannig tengs) við veitingahúsið Glaumbæ þvi hann átti það húsnæði. Þegar það brann þá lauk afskiptum flokksins af þeim veitingamanni, sem hafði það á leigu. Afskipt- unum með endanlegu uppgjöri vegna leigu á veitingahúsinu Glaumbæ. Þessimál eru nú óðum aðskýrast og hamagangi piltanna á Visi að linna og þá mun fólk sjá að enn ein pólitisk blaðra er sprungin. P.E. Umsjónarmenn: Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson ekki við að sanna að kennikerfi uppfundin af ein- staklingi sé það eina rétta hvort sem það heitir kommúnismi eða kapitalismi. Kennikerfi sem taka ekki tillit til eðlisþátta mannsins. Fram- sóknarflokkurinn hefur þvert á móti að leiðarljósi gildi mannsins og hamingjuleit hans. P.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.