Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. april 1976, TÍMINN 13 fara bara ekki rétt að, þessir SLA menn. Guð blessi þig. Viðbrögð yfirvaldanna við kröfum SLA og gagntilboði herra Hearsts voru jafn glögg og þau voru snögg: — Ég hef aldrei vitað neitt gott leiða af samningaviðræðum við ótinda glæp-amenn, sagði Charles Bates, erindreki FBI. William Saxbe dómsmálaráðherra gekk enn lengra. Það er ekki hægt að handsama mannræningja eða bjarga fórnarlambinu með þvi að láta undan kröfum ræningj- anna. Ef yfirvöldin vissu hvar ungfrú Hearst er niðurkomin þá myndum við óðar senda lið til að bjarga henni. • Yfirlýsing Saxbes olli bæði reiði og vonbrigðum á heimili Hearsthjónanna. — Saxbe er ekki faðir Patriciu, sagði herra Hearst daginn eftir. Það er næstum rakið ábyrgðarleysi að lýsa þvi yfir í Washington, að uppi séu áætlanir um að ryðjast inn með skothrið og ofbeldi. Samt sem áður höfnuðu menn ekki einróma kröfum SLA eða yfirlýsingum hreyfingarinnar. I tilkynningunni voru nefndar 12 stofnanir eða samtök sem áttu að hafa umsjón með matvæla- dreifingunni eða aðstoða við hana á annan hátt. Sex þeirra neituðu með öllu eða svöruðu alls engu. — Okkur er fyrst og fremst umhugað um öryggi dóttur ykk- ar, sagði Cesar Chavez i Sam- tökum landbúnaðarverka- manna. — Við höfum ekkert samband við SLA og styðjum þá hreyf- ingu alls ekki, sagði i handskrif- aðri tilkynningu Huey Newtons, forsvarsmanns Svörtu hlébarð- anna. En sex félög og samtök höfðu með sér samvinnu og tilkynntu að af ýmsum ástæðum ætluðu þau að hjálpa til við að hrinda kröfu SLA i framkvæmd. Enda þótt yfirlýsing Saxbes ylli okkur áhyggjum varð þó ein- róma stuðningur almennings okkur mikil huggun. Leiðtogi samtaka eldriborgara sagði: — Heldur munum við svelta en að fá mat sem aflaðer með ofbeldi. Forstöðumaður endur- hæfingarheimilis fyrir fyrrver- andi fanga lét hafa þetta eftir sér: — Þeir menn sem eru hér eiga þá ósk heitasta að troða þessum sjötiu dölum ofan i mannræningjana. XXX Ruddalegt mannrán SLA hreyfingarinnar átti sér fáa for- mælendur. Samt sem áður var áætlunin um frian mat fyrir fá- tæka borgara mjög virðingar- verð. Á það var einnig að lita, að ef til vill væri Patty bezt borgið með þvi að láta að kröfum SLA. Ef ekki hefði einhver stutt þessa tillögu hefðu félagar SLA verið sem dýr i gildru. Þá er ekki að vita hvað þeir hefðu gert. — Anauð og undirokun eru bitur staðreynd i þjóðfélagi okk- ar, sagði Cecil Williams, hinn fyrirferðarmikli klerkur Glide kirkjunnar. Williams var mikill talsmaður þess að staðið væri að matardreifingunni og varð raunar sjálfskipaður leiðtogi samsteypu þessarar, sem hafði að markmiði að seðja hungraða og bjarga Patty. I útvarpsviðtali sagði Popeye Jackson formaður samtaka fanga: — Ég hef talað við fólk sem segist vilja þiggja þennan mat. — Ég var á leið til Berkeley ásamt Willie. Ætlunin var að tryggja köttunum minum og köttum Pattyar varanlegan samastað og umönnun. Þá ætl- aði ég einnig að taka með mér eitthvað af fatnaði minum og öðrum eigum. Satt að segja leizt mér illa á þessa áætlun um matargjafir. Ég man að ég sagði við Willie: - Ef við hrind- um i framkvæmd svona áætlun verða vandræði... Þá hafði ég enga hugmynd um hversu sönn orð min áttu eftir að reynast. Ég hugsaði um þær Skopmynd af Patty birtist i bandariskum blöðum meðan hún var i höndum SLA-manna og var spurt hvort hún væri af Patty eða Tanya. fimm vikur, sem taka myndi að skipuleggja þessa áætlun. Ekki var hægt að hefja viðræður um frelsi Pattyar fyrr en þá. Það virtist með öllu útilokað að Hearstfjölskyldan gæti þraukað i fimm vikur við þessar kringumstæður. Ekkiminnkaði þunglyndi mitt þegar við komum i ibúðina. Þar varbæði kaltograkt. Götin eftir byssukúlurnar voru kyrfilega merkt með tölustöfum. Allur dyraumbúnaður var þakinn fin- gerðu dufti, sem skýra átti fingraför. Pottablómin lágu á gólfinu, blóðslettur voru á gólf- inu og raunar viðar. Allt var með nákvæmlega sömu um- merkjum og þegar lögreglan og FBI mættu með rannsóknarlið sitt. Engu hafði verið hreyft nema litlum buðk sem i var svo- litið hass. Hann stóð snyrtilega á kommóðunni minni en var upphaflega i fataskápnum. Ég las þau bréf sem mér höfðu borizt með morgunpóstin- um. Siðan hjálpaði Willie mér að pakka þvi verðmætasta af eigum minum. Við þvoðum matarilátin og reyndum að hreinsa það mesta af gólfinu. Á eldhúshillu yfir vaskinum fann ég trúlofunarhring Pattyar. Uppi á lofti kom ég að fötunum hennar. Þau voru enn á komm- óðunni. Eitt heimspekiritið sem ég var að lesa þegar Patty kall- aði á mig til kvöldverðar þetta örlagarika kvöld, lá enn á rúm- inu okkar. Þegar við Willie vorum búnir að gera það sem við höfðum ætl- að okkur, fórum við i MG-sport- bil Pattyar og ókum honum á Examiner bilastöðina. Þar átti ég að skilja bifreiðina eftir til geymslu. Við ókum niður Ben- venue-götu, fram hjá gömlu húsunum og nemendum, sem vom á hraöri ferð i skólann. Mér leið nú enn verr en áður. Patty Hearst i höndum mannræningjanna. XXX Þegar ég kom heim til Hearsthjónanna mætti ég herra Hearst i anddyrinu. Hann sagði mér að sig langaði aðkynna mig fyrir manni, sem þar var stadd- ur. Við gengum inn i tónlistar- herbergið. Þar kynnti hann mig fyrir Jan Steers. -Ég vissi þá ekki hvað Steers þessi hafði að atvinnu, en útlit hans og fram- koma hafði þegar mikil áhrif á mig. Hann var grannholda og mjög snyrtilega til fara. Hann skartaði finlegu hökuskeggi og efrivararskeggi. Hann var reistur i framkomu og talaði með sterkum hollenzkum hreim. Ég þóttist óðar geta séð að maður þessi væri hvassvitur og þekkti vel mannlegt eðli. Ég settistandspænis honum og beið meðan hann virti mig ein- beitnislega fyrir sér. Eitt andartak rikti þögn. Siðan spurði hann mig skyndilega: — Þessi stúlka með rauða hárið. Hvar hefur þú séð hana fyrr? — Fyrirgefðu, sagði ég hvumsa og hallaði mér fram á við. Hann hristi höfuðið. — Krókódilsskór. Hvað koma þeir þér við? Hvar hefur þú séð krókódilsskó? Ég starði opinmynntur á manninn og fékk óþægilega til- finningu i magann — Ég átta mig ekki alveg á þvi hvað þér eigið við, svaraði ég. — Ég er að reyna að opna þig. Steve. Þu verðurað opna þig. Ef Patty er að reyna að opna sig þá munið þið mætast. Þá verðum við einhvers visari. Jan Steers var Hindúþulur á þriðja stigi. Kvöldið áður birtist hann skyndilega og fékk Jay á sitt band. — Ég finn það.. Ég nálgast það... Jay reyndi að losa sig við manninn, en það var árangurslaust. — Ég nálgast það... Fjandinn hafi það.. Að morgni næsta dags hringdi hann dyrabjöllunni og var með nokkrar persónulegar nauð- synjar með sér i tösku. Hann ætlaði greinilega að setjast upp á heimilinu. — Hvemig er með þennan vin þinn, sem skuldar þér hundrað dollara. Er hann búinn að endurgreiöa þér? Hvað ertu með undir rúminu þinu? Þannig rigndi yfir mig sundurleitum spurningum. Enginn vina minna skuldaði mér hundrað dali. Ég geymdi gitarinn minn i þar til gerðum kassa undir rúminu. Þegar ég var kominn i ibúðina okkar, treysti ég mér ekki til annars sliks fundar. Steers spurði mig allmargra spurninga við viðbótar. Ég reyndi að svara einskurteislega og mér var framast unnt. Loks bað ég þá að hafa mig afsakað- an. Ég fór upp i herbergið mitt til að vera einn um stund. Jan Steers dvaldi á heimilinu næstu tvær vikurnar. Á þessum tveim vikum setti hann meðal annars upp altari i einu her- bergjanna til að komast i ,,betra samband”. Altarið var raunar litið borð. A þvi var mynd af Patty, blómavasi og alls kyns kort og uppdrættir, blýantar. reglustrikur og áttaviti. Loks rak lestina skór af Patty, sem virtistbera hita og þunga þess- ara sambandstilrauna. Fru Hearst og Catherine, elzta dóttir hennar, voru báðar strang- kaþólskar. I þeirra augum var þetta helgispjöllum næst. En i minum augum var þetta aðeins enn eitt dæmið um hjálparleysi okkar og vonleysi. NÆST: SJÖUNDA GREIN AFSKIPTI F.B.I.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.