Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 2. april 1976. Of gott til þess að vera satt FJ-Reykjavík.— Þetta var lika of gott til þess að vera satt, sagði einn þeirra, sem lagði leið sina að byggingu SIS við Sundahöfn i gær, þegar honum var skýrt frá þvi að frétt Timans i gær um opn- un stórmarkaðar KRON væri aprilgabb blaðsins. Að venju brugðu fjölmiðlar að- eins á leik i gær I tilefni dagsins, og stórmarkaðsfréttin var okkar Það hafa einhverjir orðið á undan okkur. Jyersr &s2S&»:____„ v*'Rryt?X*» „,r» oVtk“' t 5‘w-œJi' wÆ'.V e“'4'?,N S\S 1 h<lih»rverð« 55*-*“' IsetmnRU W 4la«alaust W9ofs"or,,“' höfn í _ ttórmarWa*>'an X&&X-Z___—: ur . b#ð að „ upp * ÞetU’ e\n» asssía ^ssrs®íri MðupP*.,„« pao, _ Þvi miður. Þetta var bara april- gabb hjá Tlmanum. aprilgabb. Að sögn starfsmanna SÍS, sem vinna i vörugeymslu i húsi þvi, sem við sögðum hýsa stórmarkaðinn, var þangað stöð- ugur straumur fólks i allan gær- dag, i leit að nýja stórmarkaðn- um. Flestir þeir, sem hlupu april, tóku þvi vel, og erum við þeim þakklátir fyrir. Vonandi erfir það enginn við okkur, þótt hann hafi ekki haft árangur sem erfiði af ferðalagi sinu i Sundahöfn ii gær. Einn lesandi hringdi til okkar og kvaðst vilja láta okkur vita af þvi, að hann væri ekkert reiður, þótt ferð hans hefði reynzt fýlu- ferð. — En öllu gamni fylgir nokkur alvara, sagði hann. Og ég hugsaði sem svo, þegar ég las fréttina i Timanum. Þetta er einn merkasti dagurinn i lífi minu, þegar hagur fólksins hefur borið heimsku ihaldsins ofurliði. Þvi miður reyndist það nú ekki rétt, en vonandi verður þetta spaug ykkar og viðbrögð okkar til þess, að meirihluti borgarstjórnar Reykjavikur endurskoðar afstöðu sina til málsins og gerir þessa aprilfrétt ykkar sanna. Og við sem vorum svo ákveðnir i þvi að hlaupa ekki apríl i dag. Timamyndir: Guðjón Bæjarstjórinn á Akureyri segir starfi sínu lausu n.k., en núverandi bæjarstjóri, Bjarni Einarsson, hefur sagt starfi sinu lausu frá þeim tima. Bjarni hefur gegnt bæjarstjóra- stöðunni s.l. niu ár, en mun nú taka við nýju starfi hjá Framkvæmdastofnuninni. Engin ákvörðun hefur verið tekin I bæj- arstjórn Akureyrar um ráðningu eftirmanns Bjarna. — Þann 18. april n.k. hef ég verið niu ár bæjarstjóri hér á Akureyri, sagði Bjarni Einarsson i viðtali við Timann I gær. — Grundvallarástæða þess að ég nú segi starfi minu lausu eru mjög einföld. I fyrsta lagi held ég að fólk sé sammála um að menn eigi ekki að sitja of lengi i þessu starfi, og þvi vildi ég gjarna skipta um starf áður en ég yrði of gamall, og svo það, að ég get nú fengið starf, sem ég hef áhuga á, sem er nýtt starf hjá Framkvæmdastofnun- inni i sambandi við byggðamálin. Um ráðningu nýs bæjarstjóra kvaðst Bjarni ekkert geta sagt: — Það eru stjórnmálamennirnir sem það ákveða, en engin ákvörð- un hefur enn verið tekin um það, hvort starfið verður auglýst eða hvernig ráðningunni verður hátt- að, sagði Bjarni. — Ég vona bara að það lendi i góðum höndum. gébé-Rvik. Bæjarstjóraskipti verða á Akureyri þann 1. ágúst Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri. Dýrustu kartöflur í heimi: Kartaflan kostar 80 krónur FB-Reykjavik. Talað hefur verið um, að þegar kartöflur koma hér á markaðinn innan skamms, innfluttar að sjálf- sögöu, muni kílóið kosta um 150 krónur. En það eru viðar dýrar kartöfiur en á tslandi, segir i fréttabréfi frá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins, sem er nýkomið út.í bréfinu segir, að Sviar hafi flutt inn kartöflur frá Bandarikjunum, þar sem útilokaö hafi verið fyrir þáað fá meiri kartöflur frá Hollandi-Þetta eru kartöfl- ur af afbrigðinu Idaho, og eru aöeins þrjár kartöflur i kílóinu. Hver kartafla kostar um 2 krónur sænskar, eða um 80 krónur islenzkar. Þetta telja Sviar dýrustu kartöfiur i heimi, enda verður þá hvert kiló á 240 krónur. I Danmörku mun smásölu- verð hafa verið um 90 kr. isl. fyrir hvért kg i byrjun marz. Þar fengu framleiðendur sem svarar 46 kr. ísl. fyrir hvert kg. segir i fréttabréfinu. Vorlaukar afhentir Vorlaukar Garðyrkjufélags islands, verða afhentir á skrifstofu félagsins að Amt- mannsstig 2 kl. 9—17 i dag, föstudag. Framhaldsaðalfundur SFHÍI gær: Lögbann sett Gsal-Reykjavik 1 gær var sett lögbann á boðaðan framhalds- aðalfund Stúdentafélags Háskóla tslands, og kom fulltrúi borg- arfógeta á fundarstað um það leyti, sem fundur átti að hefjast. I gærmorgun var haft samband við Garðar Mýrdal, formann stjórnar SFHl, og honum tjáð, að þess hefði verið á leit við fógeta, að sett yrði lögbann á framhalds- aðalfund félagsins, sem hann hafði boðað til. Garðar lýsti þvi yfir, að hann myndi taka til varn- ar i lögbannsmálinu, en það var flutt i bæjarþingi Reykjavikur i gærdag, og féll úrskurður i málinu kl. 15.30. Úrskurðurinn var svohljóðandi: „Þvi úrskurðast: Hið umbeðna lögbann skal fram fara á ábyrgð gerðarbeiðanda (Kjartans Gunnarssonar og fl. — innskot Timinn) gegn 100 þús. kr. trygg- ingu, sem gild verði metin. Máls- kostnaður fellur niður.” Úrskurðinn kvað upp Jónas Gústafsson. I þann mund er Garðar Mýrdal var að setja framhaldsaðalfund i gær.baraðfulltrúa borgarfógeta, sem lagði lögbann á fundinn. Fundinum var þvi breytt i al- mennan fund stúdenta, og urðu nokkrar umræður um málefni Stúdentafélagsins. Inn i þær um- ræður dróst m.a. „bollumálið” svonefnda. A fundinum var lögð fram ályktunartillaga, þar sem þeirri stjórn SFHI, sem Garðar Mýrdal er formaður fyrir, var vottað fyllsta traust, og jafnframt lýst yfir fordæmingu á lágkúrulegum samsærisbrögðum Kjartans Gunnarssonar og fleiri. Fram fór skrifieg atkvæða- greiðsla um tillögu þessa. Úrslit urðu þau, að já sögðu 199, nei sögðu 10, tvö atkvæði voru ógild. Rétt er að geta þess, að borg- arfógeti á eftir að fjalla um það, hvor stjórnin i Stúdentafélaginu er lögleg. Frá stúdentafundinum i gær. Timamynd: Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.