Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 2. april 1976. Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 22 ________________< — Lowell. AAark Lowell, yfirlæknir við St. Georges sjúkrahúsið. — Yfirmaður þinn. Ekki furða þótt þú talir í aðdá- unartón um hann. — Geri ég það? — Það var aðdáun í röddinni. — Ég gerði mér ekki grein f yrir því, en þegar þú segir það, þá dái ég hann sannarlega. Hann er stórkostlegur læknir og skurðlæknir. — Er það bara læknirinn, sem þú dáist að? spurði Brent og velti f yrir sér, hvers vegna hann hefði áhuga á því. — Þar sem ég þekki hann aðeins sem lækni, hlýtur það að vera, svaraði AAyra róleg og leit á úrið. Hvað skyldi hún halda þetta út lengi? Hún féll ekki inn í þetta um- hverf i og návist Venetiu lagði aðeins meiri áherzlu á það. Henni fannst hún standa gjörsamlega í skugga persónu- leika Venetiu og langaði til þess eins að komast burtu. Auk þess var kominn tími til að fara. Hún hafði leikið prýðilega fyrir Brent, ekki komið upp um tilfinningar sinar með minnstu svipbrigðum og hana langaði til að vera komin heim í litla, einmanalega herbergið sitt, þar sem hún gat verið ein. En það var ekki svo auðvelt að komast út, án þess að eftir því yrði tekið, því andartaki seinna greip Estelle í handlegg hennar og dró hana með sér að hópnum umhverfis Venetiu og AAark. — AAark... ég ætla að ganga frá þessu með óperu- ferðina strax! Hún sneri sér við og brosti til AAyru. — Við verðum að fá hann til að nefna daginn núna, svo hann geti ekki afsakað sig með því að vera upptekinn. — Heyrirðu það, AAark? Hann brosti. — Ég heyri, sagði hann — og það hl jómar eins og þú sért mesti þrælapískari. — Það ert þú, sem ert það, vinur minn, svaraði frænka hans. — Þótt ég verði að viðurkenna, að það er ekki alltaf ásetningur þinn, Hvenær getið þið bæði tekið ykkur frí eitt kvöld? — Það verður að vera á föstudaginn, þá á ég að dansa Giselle! Dr. Lowell segist aldrei hafa séð þann ballett, svo það verður að vera þá. Ertu ekki sammála, Brent? Þú segir alltaf, að Giselle sé bezta hlutverkið mitt! — Það og Coppelía, viðurkenndi Brent svolítið fýlulega. Honum geðjaðist ekki að því að Venetia væri svona upptexin af AAark Lowell. Hún var auðvitað bara að reyna að gera hann af brýðisaman einu sinni enn, því AAark var alls ekki hennar manngerð. Hann var allt of grafalvarlegur, of hlédrægur. En hvaða maður sem er gat þjónað hégómagirni Venetiu.... Brent varð að viður- kenna, að þetta kvöld var ónýtt. Fyrst hafði hann hift AAyru og það var í sjálfu sér nægilegt.... og síðan beindi Venetia allri athygli sinni að þessum lækni. Hvernig ég læt þetta viðgangast, veit ég satt að segja ekki, hugsaði Brent gramur. En sannleikurinn er sá, að ef ég reiðist og segi henni það, stendur að minnsta kosti tugur manna í röð og bíður eftir að taka við stöðu minni í lífi hennar! Hann gerði sér grein fyrir að mikill hluti gremju hans stafaði af kæruleysi AAyru. Hann var viss um að hún var ekki að gera sér þetta kæruleysi upp, þvi AAyru hafði aldrei tekizt að dylja tilfinningar sínar. — Það yrði gaman, heyrði hann hana segja við Estelle.— Ég á frí á föstudaginn, svo það ætti að vera í lagi. AAig langar afskaplega mikið til að sjá Giselle. Venetia brosti undurfallega til hennar. — Ég lofa yður að þér skuluð fá að sitja í einhverju af beztu sætunum. Lafði Lowell, ég yrði þakklát, ef þið vilduð öll borða kvöldverð á eftir í búningsherbergjum mínum.... það eru stórkostleg salarkynni, sem henta vel til veizluhalds. Þér komið lika, er það ekki mr. Brooks? Hún sneri sér að Justin, sem brosti dálítið vandræðalega, en þakkaði ákaflega. AAyra sneri sér að AAark til að dylja bros og hún sá, að hann hafði líka kipring í munnvikjunum. Justin var svo ungur, svo hrifnæmur og vissi varla í hvorn fótinn hann átti að stiga. En Brent hrukkaði ennið. Venetia sá það og líkaði vel. Það þýddi að hann var afbrýðisamur og henni fannst ekkert betra. Hún varð alltaf að f ara svolítið varlega svo Brent yrði ekki allt of viss um hana. Velgengnin hafði stigið honum til höfuðs og það gerði hann hættulegan. Hann haf ði gott af að gera sér grein f yrir að hún var ekki eins og allar aðrar konur, auðmjúk og undirgefin gagn- vart honum. Brentsjálfur var ekki alveg viss um, hvers vegna hann var svona gramur. Hvort það var vegna þess að AAark Lowell ætlaði að koma sérstaklega til að sjá Venetiu dansa, eða vegna þess að Justin Brooks var svona yfir sig hrifinn af henni. Það hlaut að vera það, en AAyra hafði tekið boðinu um að sjá Venetiu dansa með augljósri mmm i i Föstudagur 2. april. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Eyvindur Eiríksson heldur áfram að lesa „Safnarana”, eftir sögu Mary Norton (9). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Úr handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þáttinn. Morgun- tónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guðrúnu Lárusdóttur Olga Sigurðardóttir les (6). 15.00 Miðdegistónleikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: Spjall um Indfána. Bryndis Viglundsdóttir heldur áfram frás'ögn sinni (13). 17.30 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kolbeinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá Kári Jónasson sér um timann. 20.00 Frá flæmsku tónlistar- hátiðinni i september: Barokktónlist Flytjendur: Kammersveit belgiska útvarpsins. Stjórnandi: Fernand Terby. Einleikari: Rndolf Werthen 20.50 Frá Korintuborg Séra Árelius Nielsson flytur erindi. 21.15 Sænski kammerkórinn syngur Eric Ericson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (12). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (39). 22.25 Leiklistarþáttur Umsjón: Sigurður Páls- son.Umsjón: Sigurður Páls- son. 22.55 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 2. april 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Augiýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Umsjónar- maður Guðjón Einarsson. 21.40 Skákeinvigi i sjónvarps- sal I. Stórmeistararnir Ériðrik Ólafsson og Guð- mundur Sigurjónsson heyja sex skáka einvigi. Skýring- ar annast Guðmundur Arn- laugsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.10 Sundmaðurinn. (The Swimmer). Bandarisk bió- mynd frá árinu 1968. Leik- stjóri er Frank Perry, en aðalhlutverk leika Burt Lancaster, Janice Rule og Kim Hunter. Maður nokkur er á leið heim til sin eftir nokkra fjarveru. Hann á- kveður að ganga siðasta spölinn og þræða allar sund- laugar, sem eru á leiðinni, en þær eru margar, Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.40 Dagskráriok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.