Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. april 1 »76. TÍMINN 15 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Ný aðferð til nýtingar á slógi og urgangsfiski gébé—Rvik. — „Ný aðferð til nýtingar á slógi og úrgangs- fiski” nefnist skýrsla sem Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins hefur nýlega gefið út. Tilraunir sem þessi skýrsla greinir frá, eru eitt viðamesta veriiefni sem Rannsóknarstofn- unin hefur tekizt á hendur. Flestir sérfræðingar stofnunar- innar tóku þátt i þessum tilraunum, en þeim var stjórnað af Geir Arnesen efnaverkfræð- ingi. Tilraunirnar urðu a 11 - kostnaðarsamar, en það er erfitt að meta gagnsemi vinnu, sem þessarar tii beinna fjár- muna. Mikið af þeim niðurstöð- um sem liggja fyrir, eru þess eðlis að þær halda gildi sinu þótt ýmsar aðstæður innanlands og á fóðurvörumörkuðum erlendis breytist. Skýrslan er tekin saman og gefin út að öllu leyti á kostnað Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins og verður hér birtur stuttur útdráttur úr henni. Mönnum hefur lengi verið það umhugsunarefni hvernig nýta mætti það mikla magn af slógi, sem árlega fellur til i verðstöðv- um hérlendis. Rannsóknastofa Fiskifélags íslands stóð árum saman fyrir athugunum á þvi, á hvern hátt mætti hagnýta slóg með beztum árangri. Fyrst i stað beindust þessar athuganir aðallega að þeim möguleika að slógið yrði aðgreint eftir liffær- um og siðan hagnýtt á svipaðan hátt og ýmis liffæri sláturdýra, en úr þeim eru framleidd lifefni og lyf. Siðar sneri rannsóknastofan sér að þvi að nýta slógið til fóðurmjölsframleiðslu. Þær tilraunir báru góðan árangur. Siðan þá, hefur slógi verið blandað i annan fiskúrgang i fiskmjölsverksmiðjum, sér- staklega á vetrarvertiðum sunnanlands. Haustið 1973 skipaði iðnaðar- ráðherra nefnd til að kanna grundvöll fyrir lyfja- og lifefna- vinnslu á íslandi. Nefndin skilaði skýrslu vorið 1974, um áht sitt á nýtingu á ýmsum lif- efnum hráefna hérlendis, m.a. slógi. Raunvisindastofnun Háskólans og Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins unnu saman að undirbúningsrannsóknum á gangi sjálfsmeltingar, þ.e. „hýdrólýsu” á fiskinnyflum, sumarið 1974, en siðan hefur Rannsóknastofnunin unnið að tilraunum með framleiðslu hýdrólýsata úr slógi. Ekki ber þó að skilja, að hýdróiýsa,á fiskúrgangi sé alis- lenzkt fyrirbæri, þó að nokkuð sérstök aðstaða skapist hér á vetrarvertið, þegar ferskt slóg er fáanlegt i miklu magni, a.m.k. suðvestanlands. Sjálfs- meltun og gerjun á fiski, er aldagömul matreiðsluvenja i Suðaustur-Asiu. Þessi aðferð, gerir ráð fyrir þvi að gerlar hjálpi til við hýrdólýsuna og hindri um leið vöxt rotnunar- gerla. Hér á Vesturlöndum hefur þetta ekki þótt aðlaðandi matargerð, en hins vegar hefur á seinni'árum vaknað áhugi á notkun meltra fiskafurða til dýraeldis, einkum fóðrunar ali- kálfa. Aður en tilraunirnar hófust hér, barst stofnuninni skýrsla eftir Jón Ó. Ragnarsson efna- veikfræðing og fjallar hún um meltun fiskpróteins við basiskar aðstæður. 1 samráði við Jón Ó. Ragnarsson var ákveðið að reyna þessa leið við meltun á slógi og úrgangsfiski. Flestir eða allir erlendu rannsóknamennirnir sem vitn- að er i i skýrslu Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, gera ráð fyrir að hýdrólýsöt úr fisk- úrgangi yrðu notuð til eldis ungra alidýra. Þó hefur verið bent á það, að þessi afurð, ef hún væri framleidd á hreinlegan hátt, nálgaðist það sem kalla mætti manneldismjöl og gæti hugsanlega verið notuð i súpur eða til iblöndunar i brauð eða kex. Efnið, sem fæst þegar þessi hýdrólýsöt eru úðaþurrkuð, er ljóst, smákornótt duft, auðleyst i vatni og mjög eggjahvituauð- ugt, með allt að þvi 80-85% próteini. Nafnið hýdrólýsat er dregið af vinnsluaðferðinni, en það er kallað hýdrólýsa, þegar flókin og fjölliðuð efni eins og eggja- hvita eru brotin niður i smærri einingar, i súrri eða basiskri vatnslausn, með aðstoð efna- kljúfa, i þessu tilfelli meltingar- efnakljúfa fiskinnyflanna sjálfra. Þessar smáeiningar verða þá vatnsleysanlegar, þó að eggjahvituefnin sjálf séu það ekki. Slóg sem til fellur á vetr- arvertið, a.m.k. við Suður- og Vesturland, er nýtt með þvi að blanda þvi i bein og fiskúrgang til þorskmjöls- framleiðslu. Samkvæmt afla- skýrslum undanfarinna ára berst á land á svæðinu frá Þorlákshöfn til Reykjavikur (Vestmannaeyjar ekki með- taldar) alls um 70-90 þúsund tonn af óslægðum bátafiski á timabilinu frá 1. október til 15. mai. Á áðurnefndu svæði mundu þvi falla til 7-9 þúsund tonn af slógi yfir veturinn, en samkvæmt mælingum má reikna með að slógmagnið fyrir utan lifur og hrogn, sé um 10% af þunga fisksins. Tilraunir sem Rannsókna- stofnunin gerði á þessu ári, sýndu að geyma mætti slóg i togurum i a .m .k. eina viku og að einnig megi nota smáfisk eins og spærling til framleiðslunnar. Geta þessi tvö siðast töldu atriði orðið mjög þýðingarmikil til að styrkja rekstur verksmiðju, sem byggðist á þessari fram- leiðslu, yfir sumarið og jafn- framt auka hráefnismagnið sem fáanlegt væri. Virðist að öllu meðtöldu ekki ósanngjarnt að áætla , að verksmiðja, sem staðsett væri á Suðuinesjum, ætti kost á 9-10 þúsund tonnum af hráefni yfir árið. 1 þessar rannsóknir hefur ver- ið varið miklum tima, fyrirhöfn og fjármunum, en það er mat höfunda að þvi hafi verið vel varið, með tilliti til þeirra miklu hagsmuna, sem hér eru i veði. Höfundar skýrslu Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins eru: Björn Dagbjartsson, Geir Arne- sen, Jóhann Þorsteinsson, Jón- as Bjarnason, Páll ólafsson og Trausti Eiriksson. Aðferðin Aðferðin byggir á eins konar sjálfsmeltun, þar sem náttúr- legir efnakljúfar eru nýttir við ákveðin skilyrði til að brjóta eggjahvitu hráefnisins niður i smærri einingar, sem þá verða vatnsleysanlegar. Þvi næst ma framleiða úr meltuvökvanum annaðhvort kjarna með 30-35% vatnsinnihaldi eða úðaþurrkað slógmjöl. Eftirfarandi þættir voru eink- um athugaðir i sambandi við vinnsluskilyrði: Sýrustig, meltunartimi, þynningaráhrif, hitastig, viðbótarefnakljúfar og gerlagróður. — Gerð var tölu- vert stór tilraun, þar sem nálægt 1.7 tonn af meltuvökva voru unnin i tækjum þurrm jólkurverksmiðju Mjólkurbús Flóamanna. Sú tilraun sýndi að nota má venju- leg iðnaðartæki til vinnslu slóg- mjöls úr meltuvökvanum. Ennfremur var gerð tilraun til slógsöfnunar og geymslu á slógi i ammoniakvatni um borð i tog- ara i veiðiferð og benda niður- stöður til þess að veruiegu magni af slógi megi safna i veiðiferðum og skila á land óskemmdu. Oðaþurrkað slógmjöl er ljós-gulleitt, mjög finkornótt duft, með fisklykt og töluvert beizku bragði. Miölið er alser- lega leysanlegt i vatni. Raka- sækni mjölsins er m jög mikil og óvarið klessist það við geymslu. Koma má að verulegu leyti i veg fyrir þann galla, ef fitu er blandað i meltuna fyrir þurrkun og fituinnihald mjölsins þannig aukið. Slógmjölið er svipað að efnasamsetningu og venjulegt þorskmjöl. en mjöl framleitt úr blöndu af spærlingi og slógi, i hlutföllunum 80:20 reyndist hafa töluvert hagstæðari efna- samsetningu. Markaðskannanir voru fram- kvæmdar á vegum Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins og voru niðurstöður þær, að verð á fisk- hýdrólýsötum væri lágtog eftir- spurn litil, vegna gifurlegra birgða af undanrennudufti i Efnahagsbandalagslöndunum. Þá voru einnig framleidd og send utan nokkur kg af slóg- mjöli, sem sýnishorn til er- lendra fóðurefnaframleiðenda og voru svör þeirra mjög á sama veg og fengust úr fyrr- nefndri markaðskönnun, en mjölinu sjálfu ekki illa tekið. Unnin voru drögað vinnslurás ásamt kostnaðar- og arðsemis- áætlun fyrir slógmjölsverk- smiðju, sem staðsett yrði á R e y k j a n e s s v æ ð i n u . 1 kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að nýta mætti jarðorku sem orkugjafa að hluta. Sam- kvæmt forsendum ætti slik verksmiðja að skila allgóðum arði þrátt fyrir það, að hráefnis- magn takmarki árlega fram- leiðslugetu um alit að 50% af áætlaðri heildarframleiðslu- getu. Ar^urinn vex hins vegar mjög mikið með auknu fram- leiðslumagni. 1 tengslum við slógmjöls- vinnslu mætti að likindum þróa aðferðir til annarrar nýtingar á fiskúrgangi og úrgangsfiski. Má þar nefna að lifur virðist hægt að geyma vinnsluhæfa til lýsis- vinnslu i ammoniaksblöndu talsvert lengi og hugsanlega mætti nýta lifrarþurrefni frá lvsisbræðslu sem hráefni i slóg- mjöls verksmiðju. Nokkur árangur hefur náðst i fram- leiðslu á fiskkrafti úr spærlingi. Einnig mætti hugsanlega vinna hráefni til lyfjagerðar, þar á meðal hormóna úr sviljum og galli, efnakljúfa úr fiskinnyíl- um, kitin ogkitinsýru úr rækju- og humarúrgangi o.fl. Þá skal þess getið. að sótt hefúr verið um einkaleyfi á að- ferð til framleiðslu hýdrólýsata úr slógi og úrgangsfiski. Ef sú spá reynist rétt, að framleiðsla á þurrmjólk muni á næstu árum dragast saman, hlýtur eftirspurnin eftir fóður- efnum. sem komið gætu i hennarstað aðvaxa. Þær undir- búni ígsrannsóknir, sem skýrsla þess fjallar um. munu þá koma að fi llu gagni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.