Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 3
Köstudagur 2. april 1976. TÍMINN 3 Aprílgamanið snerist upp í óspektir Gsal-Reykjavik — Hópur unglinga úr gagnfræðaskólum borgarinnar þeysti um stræti miðborgarinnar i gærmorgUn, og kom til nokkurra ýfinga á milii þeirra og lcgreglu. Unglingarnir grýttu iögreglubilinn með eggjum og gerðu tilraun til að velta hon- um, er lögreglan handtók tvo drengi úr hópnum. Þá brutu ung- iingarnir enn fremur rúðu i Al- þingishúsinu. Afi sögn lögreglunnar heim- sóttu ungmennin lögreglustöðina við Hverfisgötu, eftir ýfingarnar i miðbænum, og komu rétt innan við hundrað unglingar á varðstöð lögreglunnar. Að sögn Magnúsar Einarssonar varðstjóra skýrðu unglingarnir frá þvi, að mark- miðið hjá þeim hefði ekki verið að skemma eða meiða, heldur einungis að gera sprell i tilefni dagsins. Magnús sagði, að forsvarsmenn hópsins hefðu harmað mjög, að til leiðinda skyldi koma, og þvi miður hefði áætlun þeirra farið nokkuð úr Unglingarnir á leið niður Lauga- veginn i gærmorgun. Timamynd: G.E böndunum. Að sögn Magnúsar vildu unglingarnir ekki skýra frá þvi, úr hvaða skólum þau væru, né hvort einhverjir væru fyrirliðar hópsins. Eftir fundinn hjá lögreglunni dreifðist hópurinn. Árás á gamla konu Gsal-Reykjavik — Þrítugur karl- maður réðst um hádegisbiiið i fyrradag á aldraða konu i Reykjavik og misþyrmdi henni. Maðurinn, sem hefur verið Ieigj- andi konunnar um skeið, ruddist inn I baðherbergi til hennar, skeliti henni á góifið og tók hana kverkataki, svo að henni lá við köfnun. Konan hrópaði á hjálp og heyrði gamall maður, sem býr i húsinu, óp hennar og kom á vett- vang. Gerði maðurinn sér þá litið fyrir og réðst á gamla manninn, með þeim afleiðingum, að flytja varð hann á slysadeild. Maður, sá sem hér um ræðir hefur leigt hjá gömlu konunni um skeið, og fannst henni einkenni- lega lykt leggja út úr herbergi hans. í fyrradag hugðist hún fá svör við þvi, af hverju lyktin stafaði, en maðurinn visaði henni á dyr. ASÍ kærir bú- vöruhækkunina Éi s W'y' 1 *I Li, ■ f rr*i'•* 'cT i Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn vildu verzla við Breta — breyttu ákvörðun l .nkaupastofnunar, sem vildí taka tilboði V-Þjóðverja JG-Reykjavik. Á fundi borgar- stjórnar i gær var, að viðhöfðu nafnakalli, felld tillaga borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins um að tekið yrði tilboði frá v-þýzku fyrirtæki um vörukaup til vatnsveitu Reykjavikur, eins og meiri hluti stjórnar Innkaupa- stofnunar Reykjavikur háfði lagt til, og hafna þar með brezku tilboði, sem var lægst. Báðir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins, þeir Alfreð Þorsteinsson og Kristján Benediktsson, lögðu áherzlu á, að óeðlilegt væri, að Reykja- vikurborg beindi viðskiptum sinum til Bretlands, með tilliti til landhelgisdeilunnar. Minnti Kristján Alfreð Alfreð Þorsteinsson á, að flug- málayfirvöld hefðu nýlega hafnað brezku tilboði i stál- grindahús, þótt það hefði verið lægst. Sagði hann, að þótt við værum háðir Bretum með viðskipti á ýmsum sviðum, ætti það að vera meginstefna að beina viðskiptum Reykjavikurborgar frá Bretlandi. Tillaga Framsóknarmanna og Alþýðubandalagsmanna var felld, að viðhöfðu nafnakalli, með átta atkvæðum gegn sex. Athygli vakti, að einn af borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins, Páll Gislason, sat hjá. Varafulltrúi Alþýðuflokksins, Guðmundur Magnússon skóla- stjóri, greiddi tillögunni at- kvæði, en sem kunnugt er fylgdi Björgvin Guðmundsson Sjálf- stæðisflokknum siðast, þegar fjallað var um vörukaup frá Bretlandi, á borgarstjórnar- fundi. Gsal-Reykjavik. — A fundi miðstjórnar Alþýðusambands is- lands i gærkvöldi var ákveöið að höfða mái vegna búvöruverðs- hækkunarinnar, sem tók gildi 1. marz sl., og sannreyna þau á- greiningsefni, sem fram hafa komið, fyrir dómi. Aö sögn Ólafs Hannibaissonar, skrifstofustjóra Alþýðusambandsins, er á- greiningsefnin einkum að finna i 1. málsgrein 9. greinar laga um framieiðsiuráð landbúnaðarins, en samkvæmt þeirri iagagrein átti kauphækkunin 1. marz sl. ekki að koma inn I verð búvöru fyrr en 1. júni, að mali miðstjórnar Aiþýðusambandsins. Lesendum til glöggvunar birtir Timinn áðurnefnda málsgrein: ,,Heimilt er að breyta afurðaverði til framleiðenda, og þar meðsöluverði landbúnaðarvara, ársfjórðungslega frá 1. desem- ber, 1. marz og 1. júni vegna hækkunar á kaupi, svarandi til þess að laun bónda og verkafólks hans i verðlagsgrundvelli landbún- aðarvara séu færð til samræmis við þá hækkun, sem kann að hafa orðið á kaupi i almennri verkamannavinnu i Reykjavik á undangengnu þriggja mánaða timabili.” Að sögn Ólafs Hannibalssonar hefur ekki verið ákveðið, hve- nær gögn i málinu verða send i dóm. Reykjavíkurborg kaupir gamlan togara JG-Reykjavik Borgarstjórn Reykjavikur samþykkti á fundi sinum i gær að kaupa skuttogarann Freyju RE 38, samkvæmt tilboði Gunnars I. Hafsteinssonar. Kaupverð skipsins er 350 milljónir króna. Kaupin höfðu áður verið samþykkt i útgerðarráði BUR. Páll Zóphóníasson settur bæjarstjóri: GEYSIMIKLAR FRAM- KVÆMDIR í EYJUM gébéRvik. —Mikiðer um ýmiss konar framkv- hériEyjum, sagði Páll Zóphaniasson settur bæjarstjóri i Vestmannaeyjum i stuttu viðtali við Timann. Unnið er viö fjarhitunina af fulium krafti, verið er að ganga frá byggingu sjúkrahússins, sund- laugin verður vigð i júni og iþróttahúsiö mánuöi seinna, og fjölinargar íbúðir eru i smiöum, auk Safnahússins. Mikið hefur verið unnið við fjarhitunina hér, eða hitaveit- una, sagði Páll. Við viljum nýta innlenda orku, rafmagn. Kynt verður með rafskautskapli, og varaaflið verður i svartoliukötl- um. Þegar er búið að leggja i allt vesturhverfið og hitun þar komin i notkun i þeim húsum, sem þegar eru tilbúin. Áætlun liggur fyrir um að taka stærri hluta af bænum, eða jafnvel bæ- inn allan, inn i hitaveitukerfið. — Þá er unnið að tilraunum um hraunhitaveitu fyrir sjúkrahús- ið, sagði Páll, en þvi kerfi verður þannig háttað, að unnt er að skipta þvi yfir i fjarhitun bæjarins, ef hraunhitinn reynist ekki nægur. Erfitt er að segja um hvenær þessu lýkur, en gæti þó orðið i næsta mánuði. Vinnu við sjúkrahúsið er u.þ.b. lokið. Aðeins er eftir að ganga frá i kjallara þess, t.d. hluta af loft- ræstikerfi. Kostnaður við sjúkrahúsið er orðinn á þriðja hundrað milljönir, sem er langt umfram áætlun, en upphaflega áætlunin var gerð fyrir 15 árum, svo að litið er hægt að miða við hana nú. Framlög rikissjóðs hafa ekki náð þriðjungi kostnað- aráætlunarinnar. Þá sagði Páll, að unnið væri að þvi að breyta gamla sjúkrá-' húsinu fyrir bæjarskrifstofurn- ar, og verður það þvi ráðhús eyjaskeggja i framtiðinni. Þeg- ar hefur verið hafinn undirbún- ingur flutnings i hluta af hús- næðinu, en búizt er við að flutt verði að öllu leyti á þessu ári. — Þá er unnið af fullum krafti við Safnahúsið, þar sem bóka- safnið verður til húsa, en eftir gos hetur þurft að geyma bækurnar i barnaskolanum. og auk þess á mörgum stöðum i bænum. sagði Páll. A vegum Byggingaráætlunar Vestmannaeyja eru fjölmargar ibúðir i byggingu. — Þegar hafa tiu hús með tuttugu ibúðum ver- ið tekin i notkun, sagði Páll. — Blokk með 84 ibúðum er i smið- um, og er reyndar þegar búið að taka þrjátiu ibúðir þar i notkun. i öðrum áfanga áætlunarinnar hefur verið unnið við blokk með 18 ibúðum, og auk þess um fimmtiu ibúðir á ýmsum bygg- ingarstigum. sem einstaklingar byggja. Páll sagði, að holræsa- og vatnsleiðslur væru þegar tilbún- ar fyrir nýja vesturbæinn, raf- magn komið i þau hús, sem tek- in hafa verið i notkun, svo og fjarhitunin. Alls er áætlað að um sjö hundruð ibúðir verði i þessu nýja hverfi, sagði hann. Að lokum sagði Páll, að unnið væri að ferjuaðstöðu fyrir nýju ferjuna, sem væntanleg er i juni. — Við erum að vinna að tengingu þjóðvegarins til okkar, okkar megin, sagði hann að lok- um. Fjármálaráðu- neytið: Frumvarpið um kjara- samninga opinberra starfsmanna nær ekki tilBanda- lags hó- skólamanna gébé Rvik — „í framhaldi af viö- ræöum fulltrúa Bandalags há- skólamanna og fjármálaráðu- neytisins um samningsréttarmál- in, vill fjármálaráðherra taka þaö fram, að frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. sem byggt verður á samkomulagi við BSRB. nær ekki til BHM eða félaga. sein nú eru innan vébanda BHM.” Svo segir i yíirlýsingu, seni blaðinu barst nýlega frá fjármálaráðherra. Enn fremur segir þar að ráð- herra sé enn sem fyrr reiðubúinn að beita sér fvrir áframhaldandi viðræðum við BHM um samn- ingsréttarmálin. og vilji stefna að þvi að lausn finnist á ágreinings- atriðum aðila fyrir 1. juli 1977. Ákvæði núgildandi laga um kjarasamninga opinberra starfs- manna, um réttindi og skyldur starfsmanna rikisins og efnisatr- iði laga um verkfall opinberra starfsmanna, munu þvi gilda á- fram um félagsmenn BHM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.