Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Köstudagur 2, april 1976. Jómfrúrræða Kristjóns Ármannssonar á Alþingi: KOMA ÞARF í VEG FYRIR ATVINNULEYSI OG BÚSETURÖSKUN í N-ÞINGEYJARSÝSLU Égvil iupphafimálsmins leyfa mér að nota þetta tækifæri og bera fram beztu þakkir til hæst- virtrar rikisstjórnar fyrir yfir- lýsingu hennar um, að hlaupið verði undir bagga með okkur ibú- um á Kópaskeri og öðrum þeim, sem orðið hafa fyrir verulegum búsifjum af völdum undangeng- inna náttúruhamfara, svo og háttvirtum alþingismönnum fyrir undirtektir þeirra, og þykist ég þess fullviss, að þar mæli ég fyrir munn ibúa á þessu svæði. Þings- ályktunartillaga sú, sem ég hef lagt hér fram á þingskjali n r.435 er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjóm að gera nú þegar ráð- stafanir til að koma i veg fyrir alvarlegt atvinnuleysi og frekari búseturöskun i Norður-Þing- eyjarsyslu á þessu ári.” Tillögu þessari hef ég látið fylgja örstutta greinargerð. „Astæðurnar fyrir flutningi þessarar þingsályktunartillögu eru m.a. 1. Það alvarlega ástand, sem skapazt hefur i vesturhluta sýsl- unnar vegna undangenginna náttúruhamfara. 2. Grundvöllur hefðbundinnar útgerðar frá Þórshöfn er brostinn á sama tima sem nýtt og fullkom- ið frystihús stendur tilbúið til notkunar. 3. Yfirvofandi rekstrarstöðvun togaraútgerðar á Raufarhöfn, en hún er undirstaða atvinnulifs staðarins. 4. Brýn nauðsyn fyrirgreiðslu til þeirra ungu bænda i Hólsfjalla- byggð, sem þar hyggja á fasta búsetu. En hætta er á, að þeim snúist hugur verði dráttur þar á, og er þá e.t.v. skammt að biða al- gerrar eyðingar byggðar i Fjalla- hreppi. 5. Dráttur sá, sem orðið hefur á framkvæmd þingsályktunartil- lögu Alþingis frá árinu 1972 um gerð sérstakrar byggðaþróunar- áætlunar fyrir Norður-Þingeyjar- sýslu.” Þar sem hér er nánast um punkta að ræða þykir mér ástæða til að gera nokkuð nánari grein fyrir þeim. Ekki ennþó hægt að gera sér grein fyrir tjóninu Það er þvi miöur nokkuð langt i land með að hægt sé að gera sér tölulega grein fyrir þvi beina tjóni, sem oröið hefur i þeim hreppum, sem hér um ræðir, en það er Presthóla-, öxarfjarðar- ogKelduneshreppur. Endaá eng- an hátt séð fyrir endann á af- leiðingum þessara hamfara. Ég segi afleiðingum með þá von i brjósti, að þessum náttúruham- förum sé lokið um sinn, en um það er þvi miður ekkert hægt að full- yrða og vissulega segir sagan svo og okkar visindamenn, að við ýmsu megi búast. Sem dæmi um það má nefna, að allt frá áramót- um hefur verið staðið i þrotlausri baráttu við vemdun bújarða i öxarf jarðarhreppi og i dag standa menn i nákvæmlega sömu sporum og sömu óvissunni og kostnaðurinn við þetta farinn að skipta milljónum. Einnig eru bæ- ir vestan Jökulsár sem tilheyra Kelduneshreppi i hættu, þvi að enginnveit, hvar Jökulsá kann að þóknast að velja sér farveg til sjávar eftir þær landslags- breytingar, sem þarna hafa átt sér stað. En allar götur er það ljóst, að sé miðað við ibúafjölda, tekjur og efnahag ibúa á þessu svæði, þá er tjónið gifurlegt. En ég legg áhenzlu á það, að til allrar hamingju er ekki hér um þær töl- ur að ræða, sem hrella þurfi hátt- virta alþm. eða hæstvirtan fjár- málaráðherra. 1 öllum þeim bunka af skjölum, sem voru hér á borði minu, þegar ég kom i hátt- virt Alþingi, rakst ég á fréttabréf frá fjórðungssambandi Norð- lendinga, þar sem m.a. sagði, að Presthólahreppur hefði á s.l. ári haldið uppi búsetuþróun i Norður-Þingeyjarsýslu. Þetta er út af fyrir sig ánægjulegt, en sagt út frá þeirri staðreynd, að á s.l. ári f jölgaði ibúum i hreppnum um 15, — ég endurtek, um 15 manns. Þetta segir nú e.t.v. nokkuð um umfang vandamálsins svona séð t.d., frá sjónarhóli rikisútgjalda i það minnsta ef 15 manns geta haldið uppi búsetuþróun i heilli sýslu. Helmingur íbúðarhúS" annabyggðurósiðustu fimm órum Kópasker er litið þorp, en var i örum vexti og má sem dæmi nefna, að um helmingur ibúðar- húsa á Kópaskeri eru byggð á s.l. 5 árum. Einnig má nefna sem dæmi, að ibúafjöldinn hefur frá þvi árið 1970 og til 1, des. 1975 aukizt um rétt tæplega 50%. Á Kópaskeri býr mikið af ungu og bjartsýnu fólki og uppi voru margvislegar hugmyndir um áframhaldandi uppbyggingu á staðnum, kannske einkum i félagslegum efnum, en allar framkvæmdir á vegum hins opin- bera og sveitarfélagsins hafa um langan aldur legið niðri með öllu, eða þvi sem næst . Meðal þess, sem efst var á baugi hjá okkur, var bygging skóla, heilsugæzlu- stöðvar, félagsheimili og sýslu- bókasafns, svo að nokkuð sé nefnt. En ég óttast það mjög og, ekki að ástæðulausu, að t.d. það unga fólk, sem ég áðan nefndi, gefisthreinlega uppog leitiá önn- ur mið, ef verði nú stöðvun á upp- byggingu staðarins. Og ég leyfi mér að leggja áherzlu á það, að yfirlýsing hæstvirtrar rikis- stjórnar fari sem fyrst að sjá sér stað á borði og framkvæmd henn- ar verði þess eðlis, að fólkið finni að það geti i fyrsta lagi náð þeirri stöðu, sem komin var og i öðru lagi haldið ótrauð áfram þar sem frá var horfið. Það var eftir mikinn fund, á okkar mælikvarða alla vega, sem haldinn var á Kópaskeri 1971 að mig minnir, og á grundvelli þessa fundar, sem Gisli Guðmundsson lagði fram tillögu til þings- ályktunar hér á háttvirtu Alþingi um gerð byggðaáætlunar fyrir Norður-Þingeyjarsýslu. Á þess- um fundi voru mættir alþingis- menn kjördæmisins og ef mig misminnir ekki, tveir ráðherrar. Þessi fundur var nokkuð vel undirbúinn af okkur heimamönn- um og við skiptum með okkur verkum til þess að tala yfir hausamótum gestanna, ef svo má að crði kveða og mér var falið það hlutverk þá, að tala málefnum Kópaskers. A þessum fundi gerði ég mjög að umræðuefni hafna- mál okkar á Kópaskeri, en i jarð- skjálftanum 13. jan. s.l. fór bryggjan mjög illa og þegar er ljóst.að á þessu ári a.m.k. verður hún ekki notuð til vöruflutninga i það minnsta. En eins og við höf- um iraunog veru veriðsettir með okkar bryggju og hafnarmann- virki, hefur hún fram til þessa þvi miður verið okkur ákaflega litils virði sem slik, og það eru ekki mörg ár siðan Kópasker var t.d. algerlega tekið út af sakrament- inu, ef svo má segja, þ.e.a.s. út af áætlun strandferðaskipa. Strand- ferðaskip hafa ekki lengur við- komu þar og ég vil þvi leggja á það sérstaka áherzlu, að nú i sambandi við það mikla tjón, sem orðið hefur á þessu mannvirki okkar, þá verði látin fara fram rannsókn á öðrum möguleikum, sem leyst gætu þann mikla vanda, sem við höfum ætið staðið frammi fyrir í hafnamálum. Ef önnur lausn finnst, þá verður hér um að ræða fjárfrekt verkefni, en ég tel hins vegar óráð að fara nú að henda tugmilljónum kr. i við- gerð á þvi, sem eins og ég áður sagði er okkur svo grátlega 1 ítils virði sem slik, fyrr en slik könnun eða rannsókn hefur farið fram. Kristján Ármannsson, varaþing- maður Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra. Grundvöllur útgerðar brostinn þótt frysti- húsið sé fullkomið Þá er ég kominn að 2. lið. Grundvöllur hefðbundinnar út- gerðar frá Þórshöfn er brostinn á sama tima sem nýtt og fullkomið frystihús stendur tilbúið til notkunar. Astæðan Jyrir þessu er fyrst og fremst "gegndarlaus ágangur annarra á hin hefð- bundnu mið þeirra Þórshafnar- manna, og ekki þarf að minna á framferði Breta á friðaða svæð- inu þarna rétt fyrir utan, sem vissulega á sinn þátt i þessu. En heimamenn hafa lagt til, aðsett yrði einhvers konar löggjöf, er veitti þeim forgang að nýtingu sinna hefðbundnu miða með sin- um hefðbundnu veiðiaðferðum. Þórshafnarbúar misstu af lest- inni, ef svo má segja, i sambandi við kaup á skuttogara, enda voru þeir i þeim efnum nokkuð hik- andi. Hér er vitaskuld um að ræða vandamál, sem aðeins er hluti af enn miklu stærra vandamáli, sem er vemdun og nýting fiskimiða okkar, og við verðum einnig að vona, að hér sé um timabundna erfiðleika að ræða. En mér er kunnugt um, að nú að undanförnu hafa átt sér staö viðræður heima- manna og alþingismanna, m.a. við hæstvirtan forsætisráðherra, um bráðabirgðalausn, og hafa þær einkum beinzt að þvi að kanna, hvortekki væri grundvöll- ur á aflamiðlun, sem virðist já- kvæðasta lausnin til bráðabirgða ef unnt reyndist að framkvæma. En þessari athugun verður að hraða, þvi að nú i dag eru á milli 50-60 manns á atv.leysisskrá á Þórshöfn. Jafnframt verður svo vitaskuld að vinna að framtiðar- lausn. Heimamenn hafa t.d. lagt til, aðefldyrði fiskileit, m.a. með þvi að kanna, hvort ekki fyndust rækjumið eða skelfiskmið þarna rétt við bæjardyrnar hjá þeim, en i þeim efnum hefur þeim ekki fundizt nóg að gert. Gullið kom og gullið fór Þá er það 3. punktur. Yfirvof- andi rekstrarstöðvun togaraút- gerðar á Raufarhöfn, en hún er undirstaða atvinnulifs staðarins. Raufarhöfn er sá þéttbýliskjarni í Norður-Þingeyjarsýslu, sem hef- ur hvað mesta sérstöðu. Sú var tiðin, aðRaufarhöfn malaði gull i þjóðarbúið, en svo fór sem fór og ástæðulaust að rekja það hér. Sildin kom og sildin fór og hefði það út af fyrir sig átt að verða okkur viðvörun, sem það að visu varð að nokkru leyti. En það er ekki fyrr en nú á allra siðustu ár- um, sem heimamenn áttuðusig á þeirri breytingu, sem orðin var og þessi staður, sem fyrr malaði gull, stóð uppi allslaus, þvi litið var eftir af gullinu á Raufarhöfn. En skipt var yfir og af vanefnum ráðizt i kaup á skuttogara. Og það, sem fyrst og fremst hefur staðið þeirri útgerð fyrir þrifum er, að alla tið hefur verið við slik vanefni að striða, að eðlilegum rekstrargrundvelli hefur ekki tekizt að ná. Hreppsfélagið hefur verið svo hlekkjað þessum stöðugu erfiðleikum útgerðarinn- ar, að það hefur bitnað á allri eðlilegri uppbyggingu og öðrum bráðnauðsynlegum verkefnum þess. Það er þvi bráðnauðsynlegt að veita Raufarhafnarbúum þá fyrirgreiðslu, sem nægja mundi til þess að tryggja þann grunn, sem þeir eru að berjast við. Hólsfjallabyggð er í verulegri hættu 4. liður. Brýn nauðsyn er á fyrirgreiðslu til þeirra ungu '* bænda i Hólsfjallabyggð, sem þar hyggja á fasta búsetu, en hætta er á, að þeim snúist hugur verði dráttur þar á og er þá e.t.v. skammt að biða algerrar eyðing- ar byggðar i Fjallahreppi. Hóls- fjallabyggð er i verulegri hættu, og það svo,að ástæða þótti til, eft- ir að samþykkt var tállaga um gerð sérstakrar byggðaáætlunar fyrir Norður-Þingeyjarsýslu, að gera aðra, sem ætti að hafa for- gang, og það var til tryggingar byggðar á Hólsfjöllum, ekki að- eins i Fjallahreppi, heldur átti það einnig að ná austur yfir. Þrir ungir bændur hófu búskap i Fjallahreppi i trausti þess, að þeim yrði veitt sú fyrirgreiðsla, sem nauðsynleg var, en á þessu hefur staðið, ogernú einn þeirra horfinn á braut, og slikt hið sama verður um þá tvo, sem eftir sitja, að þvi er ég hef héyrt, fáist ekki nú á þessu ári sú fyrirgreiðsla, sem lagt var til, að veitt yrði i áðurnefndri áætlun eða greinar- gerð frá nefnd, sem skipuð var i það mál. Og ég legg áherzlu á það, að þá er, eins og segir i greinargerð e.t.v. skammt að biða algerrar eyðingar byggðar i Fjallahreppi. Var það tilviljun eða aprilgabb? Þá er ég kominn að 5. og siðasta tölulið i greinargerð minni. Drætti þeim, sem orðið hefur á framkvæmd þingsályktunartil- lögu Alþingis frá árinu 1972, um gerð sérstakrar byggðaþróunar- áætlunar fyrir Norður-Þingeyjar- sýslu. Hefði nú verið unnið með eðlilegum hætti og i anda þeirrar till. til þingsályktunar frá 1972 sem áður greindi, væri að öllum likindum óþarft fyrir mig að leggja hér fram þá tiilögu, til þingsályktunar sem ég er nú að fylgja hér úr hlaði. Það var 1. april 1975, sem gefin var út heil- mikil bók, er bar nafnið Byggða- þróunaráætlun Norður-Þing- eyjarsýslu, skýrsla og tillögu- drög. Ég þykist nú vita, að bæði dagsetningin, 1. april, og sú stað- reynd, að þessi ritsmið er mosa- græn að lit, sé tilviljun, en tákn- rænt eigi að siður að minu mati. Niðurstaða skýrslunnar sýnir svo neikvæða stöðu Norður-Þing- eyjarsýslu, að segja má, að kom- ið hafi ýmsum á óvart, og jafnvel ýmsum er sýsluna byggja. A sama tima og ibúatala landsins hefur tvöfaldazt, hefur engin fjölgun orðið i sýslunni. Á sama tima og allt ætlar að þvi er virðist um koll að keyra i þjóðarbúinu, og talað er um 5-10% minnkun þjóðartekna, búa ibúar Norður-Þingeyjarsýslu við 25% lægri brúttómeðaltekjur en landsmeðaltal. Þá er gjaldahliðin óuppgerð, svo sem 10-15 kr. dýr- ara hvert kg. vöru, sem sækja þarf langan veg, eða þjónusta sem seld er með okurverði, eins og simakostnaður og ótal margt fleira. Það ótti að efla trúna Tilgangurinn með gerð þessar- arbyggðaáætlunaráttiaðvera sá að auka samkeppnisfærni þessa landshluta, að auka og efla trú heimamanna og annarra á framtiðarmöguleika þessa byggðariags, og snúa við þeirri óheillaþróun.sem verið hefur. En svo að tilganginum sé náð, þarf ekki að koma til aðstoð eða styrk- ir. Það er hátt sungið um það, m.a. hér á hæstvirtu Alþingi, að islenzka þjóðin hafi lifað um efni fram og geri enn, og rétt mun það vera. En ég held, að öll þjóðin verði ekki með sanni sökuð um það, og ég held, að ef þeir, sem sekir eru væru látnir greiða eðli- lega yfirdráttarvexti, til þeirra, sem gætt hafa stöðu sins hlaupa- reiknings, væri betur og öðruvisi umhorfs i okkar þjóðfélagi. Nefnd byggðaáætlun mun fyrir nokkru hafa verið send hæstvirtri rikisstjórn til staðfestingar, en virðist eiga i nokkrum erfiðleik- um með að komast þaðan aftur, hverju sem veldur. Hvernig stað- ið var að gerð þessarar áætlunar sætti mikilli gagnrýni heimaaðila og þá sérstaklega sú furðulega ákvörðun að sleppa undirstöðuat- vinnuvegi sýslunnar, landbúnað- inum. Mig langar með leyfi herra forseta.að vitna hér i inngang að nefndri áætlun,enþarsegir m.a.: „Stjórn Framkvæmdastofnun- ar tók ákvörðun um áætlunargerð þessa hinn 12. sept. 1972, og fylgdu þau fyrirmæli að aðal- áherzla verði framan af lögð á at- vinnulif sjávarþorpa landshlut- ans. Þetta byggðist á mikilvægi þéttbýlisstaðanna varðandi at- vinnulif, og byggðaþróun sýslunnar. Einnig gætti i þessu vissrar varkárni gagnvart óskum um meiri stuðning við þróun venjulegrar búvöruframleiðslu en almennt er veitt. Ég endurtek, einnig gætti i þessu vissrar var- kárni gagnvart óskum um meiri stuðning við þróun venjulegrar búvöruframleiðslu en almennt er veitt. Auk þess sem Landnám. rikisins hefur sérstöku hlutverki að gegna við áætlunargerð um varðveizlu búskapar i byggðum, sem standa höllum fæti. Hins vegar var talið mjög áhugavert að kanna hvers konar nýja mögu- leika á sviði landbúnaðar, sem ekki njóta verulegs almenns stuðnings, ég endurtek, sem ekki njóta verulegs almenns stuðn- ings, svo sem fiskirækt.” Tilvitn- un lokið. Blekkingaáróður 1 þessari tilvitnun kemur’mjög skýrt fram, að minu mati, dæmi um þann blekkingaáróður, sem égleyfi mérað nefna svo, meðvit- aðan eöa ekki, um það skal ég Framhald á bls. 23 811 ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.