Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. april 1976. TÍMINN 9 Þetta voru verðlaunagripirnir á skákmótinu á Eskifirði. Stóru bikarana hlutu Skákmeistari Austurlands og Ungiingameistari Austuriands. Litla bikarinn hreppti hraðskákmeistari Austurlands, cn siöan voru verðlaunapeningar veittir fyrir annað og þriðja sætið i ölium flokkunum. keppni á Skákþingi Islands, sem hefst 8. april. Skáksambandið styrkir efsta mann i báðum flokk- um til þátttöku i þinginu, en hagn- aði af mótinu á Eskifirði verður varið til þess að styrkja þá, sem i öðru sæti voru i hvorum flokki fyrir sig. Skákmót og skákæfingar A dagskrá er að efna til skák- móts skólanna á Austurlandi seint i april, og mun það fara fram i Neskaupstað. Þá hefur verið ákveðið að halda flokka- keppni milli byggðarlaganna á Austurlandi i mai, og verður hún aðöllum likindum á Egilsstöðum. Unglingasveit Taflfélags Reykja- vikur ráðgerir ferð til Austur- lands, þar sem hún hyggst keppa við Austurlandsúrvalið. Einnig verður undirbúin þátttaka Aust- firðinga i skákkeppni á næsta landsmóti Ungmennafélags Is- lands, og að lokum má geta þess, að i' bigerð er að stofna Skáksam- band Austurlands til þess að skipuleggja skáklifið i þessum landshluta og samskipti við skák- menn i öðrum byggðarlögum. Skákáhugi meðal unglinga eystra hefur sennilega sjaldan verið meiri en hann er um þessar mundir. Sem dæmi um það má nefna, að á hverjum laugardegi i vetur hafa verið haldnar skákæf- ingar á Reyðarfirði, og koma á þessar æfingar ekki færri en fjörutiu unglingar hverju sinni, ogkomið hefúr fyrir, að talan hef- ur komiztupp i 60. Aðaldriffjöðrin er kennari, Gisli Ásgeirsson, sem verið hefur á Reyðarfirði i vetur. A Eskifirði hefur einnig verið efnt til skákæfinga á vegum skól- ans i vetur, og þátttaka verið nokkur, þótt hún jafnist ekki á við það, sem er á Reyðarfirði. Unglingameistarinn spilar bridge i fristundum Aðalsteinn Steinþórsson frá Egilsstöðum varð unglingameist- ari Austurlands. Hann er á fimmtánda ári. Aðalsteinn sagði okkur.að hann hefði lært að tefla, þegar hann var 9 eða 10 ára gam- all. Pabbi hans kenndi honum, og svolærðihann lika mikiðaf Eiriki Karlssyni kennara, sem var á Egilsstöðum. — Það er ekki mikill skákáhugi meðal krakkanna og unglinganna á Egilsstöðum, svo ég hef teflt mest við fullorðna þar, sagði Aðalsteinn. — Hér er mjög mikið spilað bridge, og venjulega spila um 40 manns bridge á hverju föstudags- kvöldi, og ég hef dálitið gert að þvi að spila þar með. Annars er á- huginn á fótbolta og körfubolta hvað mestur hér, t.d. varð Höttur, iþróttafélagið á Egilsstöðum, meistari i 4. flokki i körfunni. Teflir eftir bókum Asgeir Heimir Guðmundsson frá Neskaupstað varð i öðru sæti i yngri flokknum. Hann sagðist hafa lært að tefla heima hjá sér, og tefldi mest við föður sinn og bróður. — Skákáhuginn er heldur litill i Neskaupstað, sagði Asgeir. — Hann er þó meiri i barnaskólan- um heldur en i gagnfræðaskólan- um. Það eru ekki margir, sem tefla, svo ég hef gert mest að þvi að tefla eftir bókum. Þeim Asgeiri og Aðalsteini kom saman um það, að skákmót eins og það, sem nú hefði verið efnt til á Eskifirði, gæti orðið til þess að glæða áhuga manna á skáklist- inni. Næst væri svo framundan Skákþing Islands, sem þeir ætl- uðu báðir að taka þátt í, og siðan skákmót skólanna i Neskaupstað siðast i april. Asgeir sagðist hafa dálftinn á- huga á fótbolta, en mest þætti honum þó gaman að tefla. Sækir taflæfingar i skólanum Björn Grétar Ævarsson frá Eskifirði, 14 ára gamall, varð í þriöja sæti. Hann byrjaði að tefla fyrir alvöru i hitteðfyrra. Hann sagöist aðallega tefla heima hjá sér, en auk þess tæki hann svo þátt I taflæfingunum i skólanum. Hann sagði, að þar væru þetta á milli 10 og 20 krakkar, allajafna. Björn Grétar sagðist aldrei hafa tekið þátt i móti á borð við það, sem nú hefði verið haldið, en bjóst við þvi, að taflmót sem þetta yrði til þess að fólk fengi meiri áhuga á skákinni. 60—70 krakkar á taflæfingum Garðar Bjarnason frá Reyðar- firði er 13 ára. Hann varð fjórði f yngri flokknum, með 5 vinninga eins og Björn Grétar, en tapaði fyrir honum i úrslitaskákinni, þegar þeir tefldu um þriðja sætið. Hann sagði, að afi sinn hefði kennt sér mannganginn, þegar hann var sjö ára gamall. I vetur hefði verið mjög mikill áhugi á skák meðal skólakrakkanna á Reyðarfirði. Þar væru stöðugt haldnar taflæfingar, og komið hefði fyrir að milli 60 og 70 krakk- ar hefðu verið á þessum æfingum. Sjaldnast væru krakkarnir færri en 40. Garðar sagði, að sér hefði þótt mjög spennandi að taka þátt i mótinu á Eskifirði, en hann hefði verið dálitið taugaóstyrkur, þar sem hann hefði aldrei tekið þátt i neinu þessu liku áður. Trausti Björnsson Eskifirði, Skákmeistari Austurlands og einnig hraö- skákineistari Austurlands. Björn Grétar, sem varö þriðji I unglingaflokknum, viröir hér fyrir sér taflmennsku sér eldri skákmanns. Klúbburinn Öruggur akstur hlynntur lögleiðingu SJ-Reykjavik. Aðalfundur klúbbsins öruggur akstur i Reykjavik var haldinn nýlega. Þar var fagnað framkomnum til- lögum á Alþingi um breytingar á umferðarlögum. Taldi fundurinn mikilvægt að tillögur þessar verði afgreiddar á yfirstandandi þingi, og vakti i þvi sambandi sérstaka athygli á tillögu um mistaka- eða punktakerfi, sem talið er ein ár- angursrikasta slysavörnin. Hér er um að ræða raunhæfa aðgerð til þess að fylgjast með þvi, og leggja mat á það, hvaða ökumenn þurfi endurhæfingar við og hve- nær. Sama er að segja um framkomna tillögu um lögieiðingu á notkun öryggisbelta, sem er ekki siður mikið slysavarnamál. Notkun öryggisbelta hefur þegar verið lögleidd annars staðar á Norður- löndum og i flestum löndum Evrópu. I þriðja lagi vakti fundurinn athygli á tillögu um breytt fyrir- komulag ökukennsiu i landinu Með samþykkt tillögu þessarar verður stigið stórt skref fram á við til bættrar ökukennslu og til varnar gegn slysum i umferð. Til- lagan felur i sér þá megin breyt- ingu, að í stað þess að einstakir ökukennarar verði ábyrgir fyr- ir ölukennslunni, verði öku- skólar og forstöðumenn þeirra ábyrgir, en ökukenn- arar verði starfsmenn öku- skóla. Með þessu móti verður ökukennsla betur samræmd um land allt, og tækifæri gefst til að auka verulega frá þvi sem nú er hinn fræðilega hluta ökunáms. Það var skoðun fundarins, að til- lögur þær, sem fyrrgreint frum- varp um breytingar á umferðar- lögum gerir ráð fyrir, séu einar þær merkustu, sem fram hafi komið til varnar gegn slysum i umferð á undanförnum árum. Þá var skorað á borgaryfirvöld að ha4da yfirborðsmerkingu gatna vel við. Einnig taldi fund- urinn nauðsynlegt að ljósin verði máluð á göturnar, þar sem ný götuljós eru sett upp, eins og gert var á Hringbrautinni á sinum tima, og einnig'þar sem um- ferðarslys eru tiðari við götuljós en annarsstaðar. Stjórn klúbbsins öruggur akst- ur var endurkosin. á notkun öryggisbelta Hana skipa Kristmundur J. Sigurðsson formaður, Grétar Sæmundsson, Tryggvi Þorsteins- son og Gisli Kárason. 844 hlutu viðurkenningu og verðlaunamerki Samvinnutrygg- inga fyrir 5 og 10 ára öruggan akstur. Þeir sem heiðraðir voru fyrir 10 .ira öruggan akstur, fá allt 11. ár- ið iðgjaldsfritt vegna ábyrgðar- tryggingar viðkomandi bifreiðar. Frá aðalfundinum, sem jafnframt var fræöslu- og umferðannálafundur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.