Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 7
I’östudagur 2. april 1976. TÍMINN 7 Gaulverjabær: Nýja vatns- veitan Gestir á rit- stfórn Tímans Hella: Hvað tekur við í atvinnu- málum eftir Sigöldu? bessa dagana eru I starfskynn- ingu á ritstjórn Timans fjögur ungmenni frá Menntaskólanum aö Laugarvatni. Hér birtast fréttir, sem þau hafa skrifaö, hvert úr sinni heimabyggö. ----------------------> „Sveinbjörg Hallsdóttir" sýnd á Akra- nesi og í Kópavogi GAMANLEIKURINN „Svein- björg Hallsdóttir” hefur að undanförnu verið sýndur i Borgarnesi og nágrenni við góða aðsókn og undirtektir. Sýningar á leiknum eru orðnar 12, en næstu sýningar verða i Bióhöllinni á Akranesi föstudaginn 2. april kl. 21 og i Kópavogsbiói sunnudaginn 4. april kl. 21. Leikrit þetta er eftir ungan Borgnesing, Trausta Jónsson, og er nú fluttur i fyrsta sinn. Leikar- ar eru allir úr Borgarnesi og svo og leikstjórinn, Theodór Þórðar- son. S.l. miðvikudag bauð hrepps- nefnd Borgarneshrepps leikurum og fleira áhugafólki um leiklist i Borgarnesi, til kaffisamsætis. bar voru sérstaklega heiðruð þau Freyja Bjarnadóttir, Ragney Eggertsdóttir og Þórður Magnússon, en þau hafa lengi verið burðarásar leiklistar i Borgarnesi. Björn Menningar- sjóðs Borgarness veitti höfundi leikritsins, Trausta Jónssyni, viðurkenningu með nokkru fjár- framlagi. Ungmennafélag Reykdæla: Sýnir Skírn í Kópavogi Gsal-Reykjavlk — Ungmenna- félag Reykdæla hefur i vetur sýnt leikrit Guðmundar Steinssonar, Skirn, i Logalandi i Reykholtsdal. Ungmennafélagið hefur nú ákveðið að sýna leikritiö i félags- heimili Kópavogs laugardaginn 3. april n.k. kl. 20.30. Með helztu hlutverk fara, Ingi- björg Helgadóttir, Þorsteinn Pétursson, Margrét Gunnars- dóttir og Erla Eyjólfsdóttir. Leik- stjóri er Inga Bjarnason. SöE-ReykjavIk. — Eins og atvinnuhorfur eru I Rangár- vallasýslu um þessar mund- ir, verða Rangæingar aö gera sér grein fyrir þvi, hvert stefnir i atvinnumál- um, og þaö er ætlun okkar aö ræöa þaö á þessum fundi, sagöi Jón Gauti Jónsson, .sveitarstjóri Rangárvalla- hrepps, i viötali viö Timann i gær, er hann var inntur eftir atvinnuhorfum i sýslunni á næstu árum. ‘ Eins og fram hefur komið i Timanum, verður haldinn fundur i Hellubiói nk. laug- ardag, og á þar að taka til umfjöllunar atvinnumál i Rangárvallasýslu. — A þriðja hundrað Rangæingar hafa undanfarið unnið við Sigölduvirkjun, en þegar þeim framkvæmdum lýkur, er viðbúið að það fólk verði atvinnulaust, ef ekki koma til einhver ný atvinnu- tækifæri i sýslunni, sagði Jón Gauti. — Helzta lausnin á þess- um vanda er sú, að efla og auka iðnaðinn i byggðarlag- inu, en litil hreyfing hefur skiljanlega verið á uppbygg- ingu iðnaðar, vegna þess að svo stor hluti mannafla sýsl- unnar hefur verið buncínn við Sigölduvirkjun — og þvi hefur ekki fengizt mannafli til iðnaðaruppbyggingar. Jón Gauti Jónsson sagði, að á Hellu byggju nú u.þ.b. 500 manns, en alls væru ibú- ar um 710 i hreppnum. Hann sagði, að mannfjölgun hefði verið nokkur undanfarin tvö ár, og mikið af húsum væri i býggingu. Samúel örn Erlingsson Leiðrétting 1 frétt, sem birtist I Timanum á dögunum, var sagt, að Jónas Jónasson, Hraunbæ 2, hefði tekið sæti i ferðamálanefnd Framsókn- armanna i Árbæjarhverfi. Þetta er mishermi. Rétta nafnið er Jónas Jónsson, Hraun- bæ 4, og tók hann sæti i hverfis- ráði, en ekki ferðamálanefnd. reynist mjög vel SEÞ-Reykjavik. Timinn fór þess á leit við Egil Jóhannes- son, bónda I Dalbæ i Gaul- veijabæjarhreppi, að hann skýrði frá helztu fréttum þar úr hreppi. Kvað Egill ekki miklar fréttir þaðan að færa, nema hvað húsmæður nokkrar hefðu sagt skiliö við húsmóðurstörfin og fariö að vinna i loðnu á Stokkseyri. Varð sumum konum litils svefns auðið, vegna anna er bættust við, er heim kom frá vinnunni. Og gæti það e.t.v. hafa haft áhrif á mætingu á gömlu dansana, er haldnir voru I Félagsfundi fyrir nokkru, þvi að fámennt var þar, Egill sagði einnig, að flensan hefði verið að stinga sér niður á nokkrum stöðum, og einn daginn hefði aðeins kvenþjóðin mætt i barna- skólanum. Að síðustu sagði Egill, að veðrið væri hið á- kjósanlegasta, sólskin og heiðrikja, en sums staðar væri snjór til óþæginda, og frostið biti i nefið á sumum. Frostið nær þó ekki til vatns- lagnanna, sem nýlega er bú- ið að leggja um hreppinn, og ervatnið mjög gott á bragðið og ferskt. Svanhildur Edda Þóröard. Söng- skemmtun KIRKJUKÖR Hveragerðis- og Kotstrandarsókna efnir til söng- skemmtunar i Hveragerðiskirkju laugardaginn 3. april, og hefst hún kl. 21. Sungin verða lög, bæði andleg og veraldleg, undir stjórn önnu J. Stefánsdóttur, en undir- leikari verður Ólafur Sigurjóns- son. Einnig syngur Sigrún Gests- dóttir nokkur lög við undirleik Sigursveins Magnússonar. Allur ágóði af söngskemmtun- inni rennur i orgelsjóð Hvera- gerðiskirkju. Hvergerðingar hvetja fólk eindregið til þess að sækja söngskemmtunina og ljá þannig merku máli lið. | Tilboð Tilboö óskast I framkvæmdir viö lagningu 4. áfanga nýrr- ar aðalæðar Vatnsveitu Reykjavikur Heiðmörk — Reykjavík. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginrí 14. april 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Frá Hofi Mesta úrval landsins af grófu og fínu garni. Mohair, sportgarn, tweedgarn, babygarn, o.f I. Prjónar og heklunálar. HOF Þingholtsstræti. Hvolsvöllur: Sex raðhús í byggingu rekstur vöru- markaðar K.R. gengur vel ÖG-Reykjavik. — Nýlega voru opnuö á vegum Hvol- hrepps tilboö um byggingu á sex ráöhúsum á Hvolsvelli. Lokiö var viö byggingu grunna undir þau i haust. Áætlaö er aö halda áfram byggingu raöhúsanna i sum- ar, og eiga þau aö vera tilbú- in sumarið 1977. Föstudaginn 26. marz sið- ast liðinn var opnaður á Hvolsvelli vörumarkaður á vegum Kaupfélags Rangæ- inga. Þar eru á boðstólum matvörur, hreinlætisvörur, húsgögn, gólfteppi o.fl. Aö sögn Ólafs Ólafssonar, kaup- fél.stjóra á Hvolsvelli, hefur reksturinn gengið vel og salan verið góð, miðað við aðstæður. Einn fastur starfs- maður mun starfa við vöru- markaðinn, ásamt aðstoðar- stúlku. Með opnun nýja vörumarkaðarins hefur ver- ið stigið stórt skref fram á við i verzlunarmálum Rangæinga. Atvinnuhorfur á Hvolsvelli næsta sumar eru taldar vera góðar. Ætlunin er að halda á- fram götuframkvæmdum, sem langt eru á veg komnar, svo og ýmsum bygginga- framkvæmdum. Menningarsamkoma á vegum Samkórs Rangæinga var nýlega haldin á Hvols- velli. Þar voru fluttir ýmsir leikþættir, og Samkór Rangæinga söng, ásamt kór barnaskólans á Hvolsvelli. Rangæingar stofnuöu fyrr i vetur með sér Taflfélag Rangæinga, og hefur starf- semi þess verið blómleg og fjölsótt. örn Guönason Selfoss: r Aætlun um byggingu verka- manna- bústaða Kmb-Reykjavik. — A fundi hreppsnefndar Selfoss- hrepps 31. marz var sam- þykkt áætlun um byggingu verkamannabústaöa. Aætl- unin gerir ráö fyrir 18 ibúö- um, en stærö þeirra er frá 40 ferm. til '100 ferm., og mun heildarkostnaöur vera áætl- aöur um 85 millj. Stefn t er aö þvi, aö bygging þessara bú- staöa hefjist um næstu ára- mót og ljúki á árinu 1979. Framkvæmdir við nýjan Iðnskóla Suðurlands eru að hefjast. Þarna mun fyrst og fremst vera um að ræða verknámshús, en gert er ráð fyrir þvi aö skólinn falli inn i heildarskipulag fyrir sam- ræmdan framhaldsskóla á Suöurlandi. Þá er bygging nýs áfanga við Gagnfræðaskólann vel á veg komin, en i honum eru m.a. nokkrar kennslustofur og fullkominn iþróttasalur með löglegum keppnisvelli, þ.e.a.s. 20x40 metrar, og á- horfendasvæðum fyrir um 400 manns. Nýja sjúkrahússbyggingin er nú fokheld, og er verið að gera samninga við verktaka um næsta áfanga. A siðast liðnu ári voru hafnar framkvæmdir við byggingu nýs félagsheimilis, en þá var unnið fyrir um 30 millj., og er áætlaö að vinna fyrir svipaða upphæð þetta ár. I húsinu er m.a. gert ráð fyrir veitingaaöstöðu, sam- komusal og kvikmyndasal með rúmgóðu leiksviði. Þá mun nýlega hafa verið samþykkt 10 ára áætlun um varanlega gatnagerð, en þar er gert ráð fyrir þvi að var- anlegt slitlag verði komið á götur Selfoss fyrir 1986. Kristinn M. Báröarson Stýrimannaféíag íslands heldur félagsfund að Bárugötu 11 i dag kl. 17. FUNDAREFNI: Nýgerðir kjarasamningar. Stjórnin. tt* 7Íi* í, i « X xé f V Ritari m S: Ritari óskast viö Sálfræöideild skóla frá 1. mai nk. Góð kunnátta i islensku og vélritun, góð framkoma og hæfni til að umgangast aðra þ.á.m. börn, nauðsynleg. Laun samkv. kjarasamningi Reykjavikurborgar og Starfsmannafélags Reykjavikur. Umsóknir með upplýsingum um aðstæður, menntun og fyrri störf berist fræðsluskrifstofu Reykjavikur, Tjarnargötu 12 fyrir 15. april. I k w . T-V. Fræðsluskrifstofa Reykjavikur. v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.