Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Föstudagur 2. april 1976.
LEIT MÍN AÐ PATTY HEARST
SJÖTTI
HLUTI
— Það er algjörlega á ykkar
ábyrgð hvort eitthvað kemur
fyrirdóttur ykkar.... Lif hennar
er iykkar höndum. Blóð hennar
verður á ykkar höndum... Megi
fasistaskriðdýrin sem herja á
þjóðina deyja....
Þannig hljóðuðu siðustu orðin
á ^segulbandsspólunni. En eng-
inn hrærði legg né lið. Enginn
sagði aukatekið orð. Loks stóð
herra Hearst á fætur og hreyfði
hendurnar máttleysislega. —
Nú þessi náungi er þá með
Jamaica málhreim.
Skilaboð Cinques voru svo
yfirþyrmandi, að herra Hearst
gat ekki sagt annað. Ég var
harmi lostinn eins og allir aðrir,
sem i herberginu voru.
Loks er að nefna rothöggið:
Sem tákn um góðan vifja átti
herra Hearst að gefa sérhverj-
um borgara Bandarfkjanna sem
var með framfærsluskirteini,
tryggingarskirteini, ellilifeyris-
sló'rteini og yfirleitt eitthvert
opinbert skirteini sjötiu doUara
Tveir af meölimum SLA sem
rændu Patty. A efri myndinni er
Ling Terry og Donald De-Freeze,
þau voru bæði drepin I skotbar-
daga við lögregluna I Los Angeles
þrem mánuðum eftir aö Patty var
rænt.
Fyrsta yfirlýsing
SLA-samtakanna
— eftir Steven Weed, fyrrverandi unnusta Patty Hearst
virði af mat. SLA tilnefndi ýmsa
þjóðfélagshópa og samtök, sem
annast skyldu dreifingu mat-
vælanna: NairobiCoUage, Glide
Memorial Kirkjuna, Kjörnefnd
svartra kennara, Samband
landbúnaðarverkamanna,
Frelsishreyfing ameriskra
Indiána og ýmsir aðrir. Mér
flökraði við þeirri tilhugsun, að
kröfurnar námu samtals
hundruðum mUljóna dollara.
Bjóst SLA hreyfingin við þvi að
herra Hearst gæti staðið undir
þessum kröfum, eða voru þessir
menn svo blygðunarlausir að
setja fram lausnargjald fyrir
Patty sem þeir vissu fyrirfram
að aldrei var hægt að greiða.
— Við sjáum hana aldrei
framar, sagði frú Hearst og fór
að hágráta. Af öllum þeim sem
þarna voru samankomnir var
hún veikust fyrir tilfinninga-
lega. Þegar hún var i geðshrær-
ingu sagði hún oft sjúklega
hluti, sem ekkert vit var i.
Einu sinni tilkynnti hún
fréttamönnum að gefin hefði
verið rúm ein milljón doUara til
að safna upp i lausnargjald
dóttur hennar. Seinna varð frú
Hearst að útskýra, að hún hefði
ruglazt i riminu. Það var
hugsanlegt að afla þessarar
fjárhæðar með þvi að biðja um
fjárframlög og stuðning. En það
var vitaskuld aldrei gert.
Frú Hearst fann að menn
mátu skoöanir hennar einskis.
Og smám saman einbeitti hún
athygli sinni að þvi að svara
simhringingum frá verlunnur-
um og svara samúðarbréfum.
Við þetta óx enn vonleysi henn-
Steven Weed á blaðamannafundi
skömmu eftir að Patty var rænt.
ar. Henni fannst likurnar á þvi
aö hún gæti gert Patty eitthvert
gagn sifelit minnka. Hún fann
meira fyrir þessu en aðrir
vegna lyndiseinkunnar sinnar.
En það voru raunar viðbrögð
hennar við fyrstu segulbands-
spólunni sem afhjúpuðu örvænt-
ingu hennar og hjálparleysi.
Herra Hearst revndi að hugga
hana og stappa i hana stálinu.
Hann fullyrti að þau myndu
endurheimta Patty. Þá hjálpaði
hann konu sinni á fætur og leiddi
hana út úr herberginu.
Sjálfur var ég ekki margmáll
enda orðafátt. Ég fór upp i her-
bergið mitt. Maginn i mér var
samanherptur eins og krepptur
hnefi. Þannig átti það eftir að
verða i hvert sinn sem éghlust-
aði á nýja segulbandsspólu.
Raunar þurfti ég ekki annað en
að frétta af nýrri segulbands-
spólu. Þá fylltist ég óðar megnu
hatri ogfékk síðan velgju. Þeg-
ar ég var búinn að hlusta á
skilaboðin lagði ég mig vana-
lega i klukkustund. Væri hins
vegar sólskin settist ég i tága-
stól úti fyrir eins og gamall
maður á elliheimili. Hugsanir
minar og allar tilfinningar
beindust inn á við.
Fáeinum minútum eftir
fyrstu tilkynninguna fóru
Hearsthjónin út til að ræða við
blaðamennina. Svolitið ýrði úr
lofti. Fréttamenn og kvik-
myndatökumenn reyndu að
skýla sér undir regnhlifunum.
Hearsthjónin gengu i átt að
mergð hljóðnema. Frú Hearst
hélt báðum höndum um aðra
hönd mannsins. Hann gaf stutta
yfirlýsingu:
— Okkur varðar mestu að
Patty er örugg um lif sitt. Við
munum sannarlega reyna að
gera allt sem við getum til að
mæta þessum kröfum. Hann
beindi máli sinu til SLA
hreyfingarinnar og fullyrti að
ekki yrði beitt ofbeldi til að
endurheimta Patty. En raunar
gat hann fátt sagt. Þennan
sama dag, þriðjudaginn 12.
febrúar fékk heimspressan
heldur betur fréttaefni. Hafi
nokkru sinni verið tveir aðilar
sem höfðu gagnkvæman hagnað
af sambandi sinu — þá voru það
fjölmiðlarnir og SLA samtökin.
Næsta dag voru blöðin yfirfull
að fréttum um siðustu skilaboð-
in: yfirlýsinguna frá Patty auk
þess sem þessum skrifum fylgdi
nákvæm kostnaðaráætlun um
kröfur SLA. Samkvæmt áliti
sérfræðinga námu fjárkröfurn-
ar rúmlega 300 milljónum dala.
XXX
Næsta kvöld gáfu Hearsthjón-
in enn eina yfirlýsingu. Heims-
pressanlét sig ekki vanta. Kvik-
myndavélarnar suðuðu og
beindustað frú Hearst, sem hélt
báðum höndum um aðra hönd
bónda sins eins og fyrr. Það var
herra Hearstsem hafði orð fyrir
þeim:
— Patty, við vonum að þú
hlustir. Það gleður okkur mjög
að vita að þú ert heil á húfi. Ég
vildi bara láta þig vita, að i
fyrstu var þetta dálitið ógnvekj-
andi. Fyrsta krafan var svo há
að ómögulegt hefði verið að
uppfylla hana. Ég geri samt
mitt bezta. Innan tuttugu og
fjögurra stunda ætla ég að
reyna að leggja fram gagntilboð
sem hægt verður að sættast á.
Þá talaði frú Hearst: — Við
elskum þig, Patty, sagði hún
társtokknum augum. Við biðj-
um öll fyrir þér. Þeir hafa
virðingarverðar hugsjónir. Þeir