Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 2
2 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR
RANNSÓKN Neysla vímuefna á sér
að miklu leyti stað í jafningjahóp-
um meðal ungmenna. Þar læra þau
hvert af öðru og þar getur almenn
neysla orðið hluti af lífsstíl þeirra.
Löggæsla og refsingar leysa aðeins
lítinn hluta vandans en eftirlit for-
eldra og gott samband þeirra við
börnin sín minnka verulega líkur á
að ungmenni leiðist út í fíkniefni.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu Lýðheilsu-
stöðvar og Rannsókna & grein-
ingar. Skýrslan var kynnt í gær
en hún var gerð til að kortleggja
neyslu áfengis og fíkniefna meðal
ungmenna. Sérstaklega var litið
til framhaldsskólanema við gerð
skýrslunnar en þeir eru flestir á
aldrinum sextán til tuttugu ára.
Í skýrslunni kemur meðal ann-
ars fram að allt að helmingur
framhaldsskólanema sem orðnir
eru tvítugir eða eldri hefur próf-
að að reykja hass. Um er að ræða
nemendur sem hefur seinkað í
námi og geta skýrsluhöfundar
sér þess til að þar liggi hluti skýr-
ingarinnar. Hlutfall þeirra sem
reykja tóbak er einnig mun hærra
í hópi eldri nemenda.
Bjór er vinsælasta áfengið
í þessum aldurshópi og kemur
sterkt áfengi þar á eftir. Minna er
drukkið af léttvíni.
Þá hafði yfir helmingur allra
framhaldsskólanema orðið drukk-
inn árið 2004 síðustu þrjátíu dagana
áður en rannsóknin var gerð. - aöe
METS.LISTI
EYMUNDSSON
9. nóv.
�������������
�����������
�����������
�������������
�����������
����������������
�������
�����������������
������������������
� �������������������������������
SPURNING DAGSINS
Sigrún, fórstu í Ríkið í gær?
„Nei, ætli ég bíði ekki með allt slíkt að
minnsta kosti þangað til ég er búin í
prófum.“
Fegurðardrottningin og flugneminn Sigrún
Bender varð tvítug í gær og má því lögum
samkvæmt kaupa áfengi í Ríkinu.
DÓMSMÁL Maður sem dæmdur var
í Hæstarétti fyrir brot á fiskveiði-
löggjöf fyrir um hálfu ári síðan
hefur vísað máli sínu til Mannrétt-
indadómstóls Evrópu. Ekki ligg-
ur fyrir hvort dómstóllinn tekur
málið upp, en strangar reglur
gilda um hvaða mál eru tekin þar
fyrir og vegna mikils fjölda mála
tekur nokkurn tíma hjá dómnum
að afgreiða mál.
Ragnar Aðalsteinsson, lög-
maður mannsins, staðfesti að
málinu hefði nýlega verið skotið
til Mannréttindadómstólsins, en
segist löngu hættur að reyna að
giska á hvenær mál fái afgreiðslu
hjá dómnum. „Meðferðartíminn
getur reynt mjög á þolrif þeirra
sem bíða niðurstöðu,“ segir hann.
Ragnar segir að í dómi Hæsta-
réttar frá því í apríl sem skotið
hefur verið til Mannréttindadóm-
stólsins hafi maður verið dæmdur
til refsingar fyrir veiðar í netlög-
um eigin jarðar. Með því segir
hann nýtingarrétt hafa verið
tekinn af eiganda jarðarinnar
og færðan til annarra óviðkom-
andi. „Með erindi til Mannrétt-
indadómstóls Evrópu hefur verið
ákveðið að láta reyna á réttindi
eigenda jarða til fiskveiða í sínum
eigin netlögum, en eignarréttur
nýtur verndar samkvæmt fyrsta
viðauka við Mannréttindadómstól
Evrópu.“
Þá segir Ragnar standa fyrir
dyrum að eigendur sjávarjarða
höfði einkamál fyrir íslenskum
dómstólum þar sem látið verði
reyna á réttindi í netlögum í
heild sinni. „Það gæti orðið eftir
einhverjar vikur en að svo stöddu
þori ég ekki að nefna dag.“
Á vettvangi Mannréttindadóm-
stólsins er í skoðun að hætta að
taka við málum sem til hans er
beint af einstaklingum, að því er
kom fram í nýlegu viðtali blaðsins
við Davíð Þór Björgvinsson, dóm-
ara við dómstólinn.
Hann segir að fyrr en síðar
verði dómstóllinn að grípa til að-
gerða vegna mikils fjölda mála
sem til hans er beint. Davíð segir
meðalbiðtíma eftir úrskurði vera
tvö til þrjú ár, en stærri prófmál
geti tekið allt að tíu árum í með-
förum dómsins.
olikr@frettabladid.is
Trillukarl með mál til
Evrópudómstólsins
Máli trillukarls á Ströndum hefur verið vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Hann var dæmdur á báðum dómstigum fyrir brot á fiskveiðilöggjöfinni.
Ragnar Aðalsteinsson segir manninn hafa orðið fyrir eignaupptöku.
SMÁBÁTAVEIÐAR FYRIR NORÐAN Eigendur sjávarjarða berjast fyrir rétti sínum til veiða í
eigin netlögum. Dómstólar hér segja stjórnvöldum heimilt að setja reglur um fiskveiði-
stjórnun. FRÉTTABLAÐIÐ/KJK
RAGNAR AÐALSTEINSSON Ragnar, sem er
lögmaður trillukarlsins, segir eignarréttinn
njóta verndar í viðauka við Mannréttinda-
dómstól Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið
hefur til athugunar hvort ástæða
sé til að hefja sjálfstæða rannsókn
á hlut Bensínorkunnar í ólöglegu
samráði olíufélaganna.
Félaginu var tilkynnt um þetta
bréfleiðis eftir úrskurð áfrýjunar-
nefndar Samkeppnismála í lok jan-
úar, en í honum var talið að ekki
hefði verið gætt andmælaréttar
Bensínorkunnar. Því var fallist á
kröfu um niðurfellingu fjörutíu
milljón króna sektarúrskurðar
samkeppnisráðs frá því í október
2004.
Guðmundur Sigurðsson, for-
stöðumaður hjá Samkeppnis-
eftirlitinu, segir hafa verið litið
svo á að mál Orkunnar ættu sam-
leið með málum Skeljungs. „Og
frá lögmönnum Skeljungs, sem
við skrifuðum sem meirihluta-
eiganda í Orkunni, fengum við
ekki ábendingar um annað en þeir
myndu taka til varna fyrir fyrir-
tækið. Svo var öðru haldið fram
við áfrýjunarnefnd, það er að Sam-
keppnisstofnun hefði aldrei snúið
sér til Bensínorkunnar,“ segir
hann og bætir við að stofnunin
hafi snúið sér til Bensínorkunnar
á ný skömmu eftir niðurstöðu
úrskurðarnefndarinnar.
Guðmundur segir Orkuna í
svari til stofnunarinnar hafa haft
uppi sjónarmið um fyrningu mála.
„En frekari afstaða í málinu hefur
ekki verið tekin,“ segir hann og
treysti sér ekki til að segja til um
hvenær ákvörðunnar kynni að
vera að vænta. - óká
Ólöglegt samráð olíufélaganna þriggja; Olís, Esso og Skeljungs:
Mál Orkunnar enn í skoðun
BENSÍNORKAN Samkeppnis-
stofnun íhugar að taka aftur upp
mál Orkunnar vegna samráðs
olíufélaganna.
22
,8
%
22
,8
%
8,
9%
10
,0
%
1,
4%
1,
7%
3,
7%
4,
8%
5,
7%
6,
6%
5,
0%
4,
6%
5,
0%
5,
0%
FÍKNIEFNANOTKNUN
FRAMHALDSSKÓLANEMA
20
00
20
04
Hafa aldrei prufað
neitt þessara efna
2000 74,3%
2004 74,4%
Hass Amfeta-
mín
LSD E-töflur Kókaín Sveppir Sniff
Hlutfall framhaldsskólanema sem hafa prófað tiltekin
ólögleg vímuefni að minnsta kosti einu sinni um ævina.
Ný skýrsla Rannsókna og greiningar um áfengis- og fíkniefnaneyslu ungmenna:
Bjórinn vinsæll og hass algengt
PRAG, AP Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti Íslands, er
ásamt Vaclav Havel, fyrrverandi
Tékklandsforseta, í hópi sex fyrr-
verandi þjóðar- og ríkisstjórn-
arleiðtoga sem skrifa undir bréf
til Vladimírs Pútín Rússlands-
forseta þar sem skorað er á hann
og rússnesku ríkisstjórnina að
standa sig betur í að virða mann-
réttindi.
„Þær upplýsingar sem við
höfum undir höndum (...) gefa
okkur ástæðu til að ætla að
rússnesk stjórnvöld beiti stjórn-
arandstöðuna óeðlilega miklum
þrýstingi, að frelsi fjölmiðla sé
naumt skorið og að ákæruvaldið
og dómstólar lúti áhrifum fram-
kvæmdavaldsins,“ segir í bréfi
sexmenninganna.
Auk Vigdísar og Havels skrifa
undir það Mary Robinson, fyrr-
verandi Írlandsforseti, Rexhep
Meidani, fyrrverandi forseti
Albaníu, og fyrrverandi forsæt-
isráðherrar Kanada, Rúmeníu og
Búlgaríu. - aa
Senda Pútín opið bréf:
Árétta mann-
réttindi
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Fyrrverandi
forseti Íslands er meðal þeirra sem skrifuðu
undir bréfið til Pútíns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
Bruni í Amager Um 200 manns
þurftu að yfirgefa heimili sín þegar
kviknaði í fjölbýlishúsi í Amager-hverfinu
í Kaupmannahöfn á mánudagskvöld.
Aðeins einn maður slasaðist, en fjöldi
íbúa var fluttur á sjúkrahús vegna gruns
um reykeitrun. Eldsupptök eru ókunn.
DANMÖRK
VINNUSLYS Maðurinn sem lést í
vinnuslysi á athafnasvæði álvers-
ins í Straums-
vík um miðjan
dag á mánudag
hét Róbert Þór
R a g n a r s s o n ,
búsettur í Kóp-
avogi. Hann var
s t a r f s m a ð u r
fyrirtækisins
Stálafls Orku-
iðnaðar í Garða-
bæ. Róbert Þór
var 39 ára gam-
all og lætur eftir sig sambýliskonu.
Í tilkynningu lögreglunnar í
Hafnarfirði kemur fram að klukk-
an 14:37 á mánudaginn hafi lög-
reglu borist tilkynning um alvar-
legt vinnuslys á athafnasvæði
álversins. Maður hafði runnið ofan
af bárujárnsklæddu þaki kerskála
þar sem hann var við vinnu.
Lögregla segir talið að Róbert
Þór hafi látist samstundis, en frek-
ari rannsókn á tildrögum slyssins
stendur yfir. - óká
Banaslys í Straumsvík:
Nafn manns-
ins sem lést
RÓBERT ÞÓR
RAGNARSSON
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
DANMÖRK Ritt Bjerregaard, borg-
arstjóraefni jafnaðarmanna í
Kaupmannahöfn, vann yfirburða-
sigur í kosningunum samkvæmt
útgönguspá sem Gallup gerði
fyrir TV2 og vitnað er til á frétta-
vef dagblaðsins Politiken. Kosið
var til allra sveitarstjórna Dan-
merkur í gær.
Ritt er fyrrverandi ráðherra í
ríkisstjórn Danmerkur.
Samkvæmt spánni vinna jafn-
aðarmenn fjóra menn í borgar-
stjórninni frá síðustu kosning-
um en hægriflokkurinn Venstre
tapar tveimur. Sósíalíski vinstri-
flokkurinn tapar líka tveimur
fulltrúum. ■
Kosið í Kaupmannahöfn:
Ritt kjörin
borgarstjóri