Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 4
4 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR BAUGSMÁL Ágreiningur um æðsta ákæruvald yfir átta ákærum í Baugsmálinu, sem nú eru til efnis- legrar meðferðar, verður reifaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að dómurinn hafi boðað Boga Nilsson ríkissaksóknara til þinghalds í málinu síðastliðinn mánudag til að skýra málið, en hann hafi ekki séð ástæðu til að mæta. Pétur Guðgeirsson dómari upplýsti í þinghaldinu þá að Bogi teldi ákærurnar átta sér óviðkom- andi. Dómararnir vilja að það liggi skýrt fyrir hvert sé æðsta ákæru- vald yfir Jóni H. B. Snorrasyni saksóknara varðandi ákærurnar átta, en hann sækir málið. Jón sagði í réttinum á mánudag að ef á það reyndi starfaði hann í umboði setts ríkissaksóknara. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hafði 11. október tekið til athug- unar 32 ákærur, sem dómstólar höfðu vísað frá. Síðar taldi hann sig vanhæfan til verksins og sagði sig frá málinu. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra setti Sigurð T. Magnús- son sérstakan ríkissaksóknara í Baugsmálinu tíu dögum síðar. Ráðherrann tók fram að settur ríkissaksóknari færi með allt málið, einnig ákærurnar átta. Bogi Nilsson ríkissaksóknari tók hins vegar fram í bréfi til dómara og dómsmálaráðherra 3. nóvember að forræði á þeim hluta málsins, sem ekki var vísað frá dómi, væri í höndum ríkislög- reglustjóra. Hann sem ríkissak- sóknari hefði aldrei tekið við því forræði úr hans hendi. Verjendur hafa og krafist þess að dómstólinn úrskurði um hæfi Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra til að skipa sérstakan ríkissaksóknara. Sú krafa var fyrst gerð þegar ljóst virtist í réttinum á mánudag að Sigurður T. Magnússon væri æðsta ákæru- vald varðandi ákærurnar átta. johannh@frettabladid.is Jörundur hundadaga- konungur Ævintýramaðurinn sem lagði Ísland undir sig. Lygilegri en nokkur skáldskapur. Frábær ævisaga. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - Reykjavík s. 5528866 - skrudda@skrudda.is Ríkissaksóknari mætti ekki í réttinn Ágreiningur er um það hver fari með æðsta ákæruvald í þeim hluta Baugsmáls sem nú er fyrir dómstólum. Ríkissaksóknari neitaði að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur í fyrradag til að skýra málið. Málið verður reifað í dómnum í dag. BOGI NILSSON RÍKISSAKSÓKNARI Dómarar vilja vita hvort sækjandi í Baugsmálinu starfi í umboði Boga eða Sigurðar T. Magnússonar, setts ríkissaksóknara. NÁTTÚRUHAMFARIR Ögmundur Jón- asson, Vinstri grænum, gerði afleiðingar jarðskjálftanna í norðurhluta Pakistan í síðasta mánuði að umtalsefni á alþingi í gær. Fréttir bærust þaðan af sjúk- dómum, harðnandi vetrarveðr- áttu og vaxandi neyð heimilis- lausra og slasaðra. Hann gat þess að Rauði krossinn hefði safnað 46 milljónum króna. Ríkið hefði látið átján milljónir króna af hendi rakna. „Og ég vek athygli á því að Íslendingar ætla að láta 87 milljónir króna til þess að styðja hlut NATO til Íraks og Afganist- ans. Nær væri að snúa þessari tölu við og láta milljónirnar 87 ganga til fórnar- lambanna í Pakist- an.“ Árni Mathie- sen fjármála- ráðherra sagði í umræðunni að alltaf mætti deila um upphæðir og mælikvarða á framlög. „Það vantar spelkur og það vant- ar verkjalyf. Við hljótum að geta gert betur,“ sagði Þór- unn Sveinbjarn- ardóttir, Samfylkingunni. Hjálmar Árnason, Fram- sóknarflokki, sagði að ríkis- stjórnin hefði brugðist fljó- tt og vel við. Magnús Þór Hafsteins- son, Frjálslynda flokkn- um, sagði tæplega nítján milljóna króna framlag til skammar. - jh Stjórnarandstaðan deilir á framlag stjórnvalda til bágstaddra í Pakistan: NATO-fé renni til Pakistan ÖGMUNDUR JÓNASSON ÞING- MAÐUR Hann leggur til að 87 milljónir króna af framlagi til NATO renni til bág- staddra í Pakistan. BRETLAND, AP Bresk stjórnvöld hleyptu í gær af stokkunum nýju baráttuátaki gegn kappdrykkju ungmenna og drykkjutengdu ofbeldi. Átakið tengist gildistöku nýrra laga sem gefa afgreiðslu- tíma breskra kráa frjálsan. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að senda almenn- ingi misvísandi skilaboð. Þann 24. nóvember taka gildi lög sem fella úr gildi gömul lög sem skylduðu kráarekendur til að loka stundvís- lega klukkan ellefu á kvöldin. ■ Bresk drykkjumenning: Ölið selt lengur hjá enskum GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 15.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 61,96 62,26 107,35 107,87 72,32 72,72 9,695 9,751 9,279 9,333 7,518 7,562 0,5203 0,5233 88,02 88,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 102,4408 DANMÖRK, AP Jaap de Hoop Scheff- er, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, hvatti í gær aðildarríki bandalagsins til að senda fleiri hermenn til Afganist- ans, nú þegar verið er að stækka friðargæsluliðið þar sem NATO fer fyrir. Gæsluliðið í Afganistan, ISAF, hefur nú 12.000 mönnum á að skipa. Í liðinu þjóna hermenn frá 36 þjóðlöndum. Þar á meðal eru á annan tug liðsmanna Íslensku friðargæslunnar. Til stendur að ISAF taki á næsta ári einnig við gæslu í suðurhluta Afganistans, er bandarískum hermönnum fækkar í landinu. Skæruliðar talibana eru enn virkir í suðurhlutanum. „Því fleiri bandamenn sem geta styrkt ISAF-liðið, er það tekur við í suð- urhluta Afganistans, því betra,“ sagði de Hoop Scheffer í heimsókn í Kaupmannahöfn. ■ Framkvæmdastjóri NATO: Fleiri hermenn til Afganistans JAAP DE HOOP SCHEFFER Framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins. MYND/AP FRAKKLAND Franska þjóðþingið samþykkti í gær tillögu ríkis- stjórnarinnar um að neyðarlög skyldu vera í gildi í þrjá mánuði til viðbótar. Þau voru sett til að auð- velda stjórnvöldum að binda enda á óeirðaölduna sem skekið hefur borgir landsins síðustu vikur. Nicolas Sarkozy innanríkisráð- herra hafði áður tjáð þingheimi að Frakkland stæði nú frammi fyrir „skæðustu og flóknustu kreppu sem borgir landsins hefðu þurft að reyna“ og hún útheimti afdrátt- arlausar aðgerðir. ■ Óeirðirnar í Frakklandi: Neyðarlög framlengd NICOLAS SARKOZY Innanríkisráðherra Frakklands talar í þinginu í París í gær. MYND/AP Endurskoða flóðahættu Skriðan sem fór af stað í Noregi í vikunni hefur komið Norðmönnum til að velta fyrir sér hvort ekki þurfi að endurskoða hættuna á flóðum og skriðum nærri íbúðabyggð og hvar megi byggja. Tveir menn hafa farist í flóðum síðustu mánuði. NOREGUR GRÆNLAND Samkvæmt útgönguspá sem gerð var um miðjan dag í gær, á kjördegi kosninga til grænlenska Landsþingsins, stefndi í að vinstri- stjórn yrði mynduð. Samkvæmt spánni, sem gerð var á vegum grænlenska útvarpsins KNR, fær vinstriflokkurinn IA átta þingmenn en miðflokkurinn Demó- kratar níu fulltrúa. Gangi þetta eftir geta þessir tveir flokkar myndað nýja landstjórn. Sú stjórn tæki við samstarfi IA og jafnaðarmann- aflokksins Siumut. Samkvæmt spánni heldur Siu- mut reyndar sínu, níu þingsætum. Íhaldsflokkurinn Atassut fær aðeins fjögur þingsæti. - aa Kosið á Grænlandi: Vinstristjórn sennileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.